Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 57
+ Páll Kr. Stef-
ánsson auglýs-
ingastjóri fæddist í
Reykjavík 10. maí
1941. Hann lést á
heimili sínu 19.
ágúst siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Bústaða-
kirkju 26. ágúst.
Góður drengur er
genginn, langt um ald-
ur fram. Kynni tókust
með okkur Páli Stef-
ánssyni fyrir þremur
ái’atugum og við vorum
samstarfsmenn í allmörg ár. Kunn-
ingsskapur okkar þróaðist í vináttu
sem aldrei bar skugga á þótt sam-
fundir okkar haíi strjálast hin síðari
ár. Nánast og mest var samstarf
okkar á Vísi á sínum tíma þar sem
Páll var auglýsinga- og sölustjóri en
ég blaðamaður og síðar fréttastjóri.
Ekki var þetta samstarf alltaf dans
á rósum. Páll var mjög kappsamur
maður og dró hvergi af sér við sölu
auglýsinga í blaðið enda hafði hann
sérstaka hæfíleika til þeirra verka.
Bai- stundum við að okkur á rit-
' stjórninni þótti hann gerast fullfrek-
ur til plássins sem hann vildi leggja
undir auglýsingar og töldum hann
ætla ganga um of á rúm fyrir annað
efni. Því yrði hann að sætta sig við
vissar takmarkanir. Auglýsinga-
stjórinn tók slíkar kröfur oft óstinnt
upp og iðulega undir þeim kringum-
stæðum nötraði allur Síðumúlinn
meðan Páll fór hamförum um skrif-
stofur ritstjórnar og messaði yfir
liðinu. Tóku sáttaumleitanir stund-
um sinn tíma því Páll var ekki mað-
ur sem lét í minni pokann fyrr en í
fulla hnefana. Og ef hann var ofur-
liði borinn í eitt skipti mætti hann
tvíefldur í næstu orrahríð og var þá
hálfu verri viðureignar.
Þrátt fyrir að þessar umhleyping-
ar í skapi Páls á þeim tíma hafí orðið
mér minnisstæðar var hann fyrst og
fremst maður góðvildar og því voru
allir sáttir þegar öldurnar lægði.
Greiðvikinn var Páll Stefánsson með
afbrigðum og hjálpsemi hans var
viðbrugðið. Ef eitthvað bjátaði á hjá
vinnufélögum var Páll fyrsti maður-
inn til að bjóða fram aðstoð og unni
sér ekki hvíldar fyrr en búið var að
leysa vandann. Hann reyndist mér
vinur í raun á sínum tíma og þeir
voru margir sem Páll rétti hjálpar-
hönd með einum eða öðrum hætti.
IHann var fæddur sjálfstæðismaður
og vann mikið stai’f fyrir sinn flokk.
Hins vegar dró hann ekki fólk í dilka
eftir pólitískum skoðunum og átti
vini og kunningja í öllum flokkum,
enda mannblendinn og átti gott með
að umgangast fólk.
Páll Stefánsson var myndarlegur
maður og bauð af sér góðan þokka.
Smekkmaður og vandaði klæðnað
sinn. Hann var svo heppinn að
kvænast ungur þeirri góðu konu
Onnu Guðnadóttur sem stóð með
Imanni sínum í blíðu og stríðu allt
þar til dauðinn kvaddi hann skyndi-
lega á braut á besta aldri. Ég færi
Önnu, börnum þeirra hjóna og öðr-
um eftirlifandi ástvinum, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Páls Stefánssonar.
Sæmundur Guðvinsson.
Ég var staddur erlendis þegar
mér barst andlátsfrétt Páls Stefáns-
sonar. Þar sem ég verð ekki kominn
heim til að fylgja honum til grafar
langar mig til að skrifa nokkur orð
til minningar um þennan vin minn.
, Okkar kynni hófust íyrir 30 árum.
Ég var þá unglingur að hefja þátt-
töku í starfí Heimdallar, félagi
ungra sjálfstæðismanna, en hann
um þrítugt að hefja störf á skrif-
stofu Sambands ungra sjálfstæðis-
manna. Fljótt varð samstarf okkar
Ínáið og naut ég þar góðrar hand-
leiðslu Páls. Síðan þá má segja að
vinátta okkar hafi staðið.
Þegar sest er niður yfír minningu
Páls Stefánssonar koma upp í hug-
ann margar og góðar minningar.
Minningar um ljúfan
dreng, sem vildi allt
fyrir alla gera og mátti
aldrei neitt aumt sjá án
þess að kanna hvort
hann gæti ekki veitt að-
stoð á einhvern hátt.
Við hittumst fyrir
nokkrum vikum á forn-
um vegi. Hann var
samur við sig og vildi
allt um mína hagi vita á
þeim tímamótum sem
ég stend á núna. Sem
fyrr vantaði ekki góð
ráð, ráð sem komu frá
hjartanu og sem svo oft
áður komu sér vel. Um leið og ég bið
hans nánustu guðs blessunar, þá vil
ég segja það að minningin um Pál
Stefánsson mun lifa í hjörtum okkar
sem þekktu hann.
Með þessum fáu orðum kveð ég
góðan dreng.
Björn Hermannsson.
„Hvernig dettur þér í hug, elsku
drengurinn minn, að það sé hægt að
koma inn opnu í blaðið á morgun?
Það er löngu búið að loka blaðinu og
langt komið að brjóta það um.“ Síð-
an fylgdi réttmæt almenn áminning
um nauðsyn fyrirhyggju á auglýs-
ingapöntunum. „Dóri, ertu þarna?“
Já, já - ég var að hlusta. „Ég
hringi.“ Tíu mínútum síðar hringdi
Palli. „Þetta er komið inn.“
Ótímabært fráfall Palla Stef
minnir harkalega á fallvaltleika lífs-
ins og kallar um leið fram blik úr 20
ára samvinnu í erilsömu umhverfi,
þar sem góður vilji og gáski varð
alltaf ofan á þótt ólundin sýndist
nærtækari þegar álagið varð hvað
mest.
Við leiðarlok þakkar starfsfólk
Hvíta hússins langt og farsælt sam-
starf og biður þér þeirrar blessunar
sem hinn eilífi friður einn veitir.
Halldór.
Páll Stefánsson vinur og hollráð-
gjafí er dáinn langt um aldur fram.
Faðir minn sem einnig er látinn og
Páll voru æskuvinir og skólafélagar
og hélst sú vinátta alla tíð.
Páll var greindur og fjölhæfur
maður. Hann var einstaklega at-
orkusamur og vandamál voru í hans
augum aðeins til þess að þau væru
leyst.
Vináttan og stuðningurinn sem
Páll og Anna sýndu föður mínum,
fjölskyldunni allri og ekki síst mér í
veikindum föður míns verður aldrei
fullþakkað.
Páll Stefánsson var drengur góð-
ur og ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst honum.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
votta ég Önnu og fjölskyldu Páls
allri innilega samúð.
Konráð R. Konráðsson.
Góður maður, Páll Stefánsson,
hefur kvatt fyrirvaralaust. Raunar
er það ekki ólíkt honum að hverfa
þannig allt í einu. Hann hafði oft
nauman tíma í erilsömu starfi; átti
það til að standa snögglega upp frá
fundarborði, kasta á okkur kveðju
og vera á bak og brott áður en okk-
ur gafst tóm til að svara kveðju
hans.
Páll Stefánsson starfaði lengi í
sérstæðum heimi auglýsinga á Is-
landi. Þar verður oft að taka snögg-
ar ákvarðanir og ríður á miklu að
vera fljótur að hugsa og snöggur að
koma hlutunum í framkvæmd. Páll
var gæddur þessum eiginleikum og
nýtti þá gjarnan svo vel að menn
máttu hafa sig alla við ef þeir vildu
fylgja honum eftir. En framar öllu
munum við minnast hans fyrir ein-
staka ljúfmennsku í samskiptum,
hlýlegt viðmót og fjörgandi andblæ
sem fylgdi honum ávallt í erli dags-
ins. Fyrir þetta viljum við þakka um
leið og við sendum ekkju Páls og
fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Starfsfólk íslensku
auglýsingastofunnar.
MINNINGAR
Það var ekki fjölmennur stúd-
entahópurinn sem kvaddi skólann
sinn í júnímánuði 1961 og hélt út í
lífið. Margra ára samvera, í blíðu og
stríðu, í Verzlunarskólanum vai’ á
enda. Samfélag og vinátta sem til
hafði verið stofnað varð skyndilega
eitthvað sem tilheyrði æskunni og
uppvaxtarárunum. Framtíðin ólesin
bók en bjartsýnin í fyrirrúmi.
Ljúfar endurminningar um skóla-
árin eru baðaðar ljóma, þær gleðja
hugann og skólasystkinin eiga alltaf
sinn sess í hjörtum manna. Þótt líði
ár og dagar á milli þess sem þau
hittast er eins og kvaðst hafi verið í
gær þegar hist er á ný. En áætlanir
um endurfundi ganga ekki alltaf eft-
ir. Það höfum við bekkjarfélagar
Páls Kr. Stefánssonar í Verzlunar-
skólanum verið alvarlega minnt á.
Hann er farinn frá okkur svo snögg-
lega og við eigum þess ekki kost að
faðma þennan ljúfa dreng á næsta
bekkjarmóti.
Við Palli Stef, eins og hann var
ætíð kallaður, urðum vinir strax í
öðrum bekk. Við vorum nágrannar
og vorum iðulega samferða í og úr
skóla, fyrstu árin í strætó og síðar í
pabbabílum þegar svo stóð á.
Einnig vorum við sessunautar
nokkra vetur. Palli var skemmtileg-
ur skólafélagi og góður vinur, enda
vinamargur og vinsæll. Það var
engin lognmolla þai’ sem hann fór
og hressti hann svo sannarlega upp
á samfélagið í Verzló. Hann lifði
hratt og var að mörgu leyti á undan
okkur hinum. En samt var hann
alltaf sami drengurinn, ljúfi, góði.
Ég minnist heimilis hans og kær-
leiksríkra foreldra og systkina sem
voru samhent og umhyggjusöm fjöl-
skylda.
I „gamla daga“ voru tvær Iitlar
kennslustofur í risi skólahússins við
Gnmdarstíg þar sem lærdómsdeild-
in var til húsa, þ.e. 5. og 6. bekkur.
Þar settumst við Palli ásamt 21 öðr-
um nemanda fyrir réttum 40 árum.
Okkur þótti það dálítil upphefð að fá
að ganga um kennarainnganginn og
„við áttum loftið“. Það vai- þröngt
setinn bekkurinn en ef til vill gerði
það samfélagið, sem þar varð til,
skemmtilegra og nánara. Ekki er
hægt að segja að hann Palli hafi leg-
ið í skólabókunum, en með góðum
gáfum og snerpu skilaði hann alltaf
góðum árangri. Nei, kúristi var ekki
til í orðabókinni hans Palla, hann
hafði annað að gera.
Ég hitti hann síðast ekki alls fyrir
löngu í Kirkjuhúsinu við Laugaveg-
inn og urðu það fagnaðarfundir sem
fyrr og við kvöddumst með kossi,
viss um endurfundi. Timinn er
naumur. Hver þekkir sína kveðju-
stund? Ég er þakklát fyrir að hafa
átt hann að samferðamanni og vini.
Við samstúdentarnir úr Verzlun-
arskólanum söknum vinar í stað,
það verður daufara á næsta bekkj-
armóti, það er víst. Ekki síst við
undirbúning þar sem Palli lék alltaf
á als oddi og stjórnaði okkur hinum
með festu en dró ekki af sjálfur.
Þannig viljum við minnast hans.
Aður höfum við horft á eftir vin-
um úr stúdentahópnum, þeim Vil-
hjálmi Ingvarssyni, Þorfinni Karls-
syni, Ernu Þorleifsdóttur og Kon-
ráði R. Bjarnasyni, góðvini Palla,
sem við kveðjum nú með döprum
huga. Við minnumst þeirra allra
með virðingu og þökk fyrir sam-
fylgdina.
Við vottum Önnu, börnum þeirra
hjóna, Hildi móður hans og öðrum
ástvinum innilega samúð. Sár er
söknuður þeirra. Guð blessi þau og
minningu Páls Kr. Stefánssonar.
Elsa Petersen.
Einn skemmtilegasti maður
landsins er horfinn. Eftir er stórt
tómarúm, sem þó er fullt af hlýjum,
skemmtilegum og góðum minning-
um. Að hafa þekkt hann og fengið að
njóta allra hans kosta eru sannköll-
uð forréttindi. Hlátur, gleði, spaug,
stuðningur, púkkspil! Ótrúlegustu
hlutir koma upp í hugann. Elsku
Anna, Guðný, Stebbi og Hilla; megi
góður Guð styrkja ykkur, blessa og
varðveita. Minningin um frábæran
dreng er mun lifa sem stórt bros í
hjarta og hug.
Kristín Kjartansdóttir,
Sigurður Trausti Kjartansson.
PÁLL KR.
STEFÁNSSON
+
Okkar góði og elskulegi faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KONRÁÐ GÍSLASON
kompásasmiður,
Úthlíð 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 3. september kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega
bent á að láta Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, njóta þess.
Bertha Konráðsdóttir, Jón B. Eysteinsson,
Málfríður Konráðsdóttir,
Guðlaug Konráðsdóttir, Örnólfur Örnólfsson,
Guðmundur Konráðsson, Guðmunda Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA SIGURMUNDSDÓTTIR,
Vogaseli,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði mið-
vikudaginn 25. ágúst, verður jaðrsungin frá
Stafafellskirkju laugardaginn 4. september
kl. 11.00.
Benedikt Egilsson, Helga Ólafsdóttir,
Guðný Egilsdóttir, Sigurður Einarsson,
Kristín Egilsdóttir, Víðir Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+
Ástkæra móðir okkar,
VALDÍS HJARTARDÓTTIR,
Öldugötu 24,
Hafnarfirði,
sem lést á líknardeild Landspítalans, verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstu-
daginn 3. september kl. 13.30.
Guðrún Hind og Hannes Þór.
+
Ástkær frænka mín,
SÓLVEIG RÖGNVALDSDÓTTIR,
Brúarlandi,
Eyjafjarðarsveit,
verður jarðsungin frá Kaupangskirkju laugardaginn 4. september
kl. 13.30.
F.h. aðstandenda,
Sveinn Bjarnason.
+
Frændi minn og bróðir okkar,
VALDIMAR BJARNASON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 3. september kl. 15.00.
Svava Davíðsdóttir
og systur hins látna.
+
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
einstaka samúð og hlýhug við fráfall elskulegs
eiginmanns míns og föður okkar,
ÖGMUNDAR EYÞÓRS SVAVARSSONAR,
Öldustíg 13,
Sauðárkróki.
Algóður Guð blessi ykkur öll.
María Guðlaug Pétursdóttir,
dætur og fjölskyldur þeirra.