Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 37
UMRÆÐAN
Auðveldir, skemmtilegir og með
fylgir bók með lýsingu á dönsunum
6 tfma námskeið
Ingólfur
Friðriksson
Skjótt skipast
veður í lofti
ISLENDINGAR
eru sérstakt fólk, sér í
lagi þeir stjómmála-
menn sem sitja í
stjómarandstöðu.
Þeir virðast eiga
manna auðveldast
með að gleyma fortíð-
inni, taka ákvarðanir
og mynda sér skoðanir
einvörðungu út frá
samtíðinni, deginum í
dag og í gær og hugs-
anlega deginum á
morgun, fríir frá fyrri
ákvörðunum sem
stjómarherrar. Þessi
sami háttur er nú
hafður uppi við umræðuna um
Fljótsdalsvirkjun og fyrirhugaðar
stóriðjuframkvæmdir til atvinnu-
uppbyggingar á Austurlandi.
Þau vildu þá?
Það eru ekki svo ýkja mörg ár frá
því að umræðan um fyrirhugaðar
framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun
var á öðmm nótum en hún er núna.
Meðan Alþýðuflokksmenn voru í
Við búum hér á svæð-
inu, segir Ingólfur
Friðriksson, við viljum
búa hér áfram og því
munum við taka það
óstinnt upp ef einhverjir
reyna að bregða fyrir
okkur fæti í lífs-
bjargarviðleitni okkar.
sambúð með Davíð á stjórnarheim-
ilinu börðust menn með kjafti og
klóm svo byggja mætti Fljótsdals-
virkjun. Menn ætluðu meira að
segja að leggja tvöfalda háspennu-
línu þvert yfir hálendið og nýta
megnið af orkunni á suðvestur-
horninu til atvinnuuppbyggingar
þar og stinga svo Islandi í samband
við Evrópu og flytja afganginn út
um sæstreng. Þar vora í farar-
broddi alþingismenn eins og Sig-
hvatur Björgvinsson, Össur Skarp-
héðinsson og Rannveig Guðmunds-
dóttir, ef ég man rétt, auk iðn-
aðarráðherra þeirra Jóns
Sigurðssonar og annarra fyrir-
manna úr þeirra röðum. „Þvílík
byggðastefna," hugsar maður þeg-
ar maður horfir til baka. En nú er
öldin önnur. Alþýðuflokkurinn er
að renna sitt skeið og ný forysta
Samfylkingarinnar virðist hafa tek-
ið nokkuð afgerandi afstöðu í mál-
inu, að mér sýnist gegn sannfær-
ingu og skoðun sumra þingmanna
hennar; gegn Fljótsdalsvirkjun. Þá
fer að minnsta kosti að
harðna á dalnum hjá
Einari Má Sigurðs-
syni, þingmanni þeirra
hér austanlands, þeg-
ar kemur að því að
segja kjósendum
hvernig stefna sam-
takanna verður í at-
vinnu- og byggðamál-
um, þegar hún hefur
verið sett á blað í kjöl-
far stofnunar Sam-
fylkingarinnar. Svipuð
verður byggðastefn-
an, kannski bara með
meira afgerandi hætti:
„Fyrst íbúar suðvest-
urhornsins fá ekki atvinnuna þá fá
engir hana.“ Ég vona innilega að
Einar Már verði sjálfum sér sam-
kvæmur og styðji áfram þessar
framkvæmdir því þær era lykillinn
að stóriðjuuppbyggingu til atvinnu-
þróunar hér austanlands og um leið
farsæl leið til þess að snúa við hinni
hræðilegu byggðaþróun sem hefur
átt sér stað á síðustu áram, hvað
sem Margrét eða Sighvatur eða
Össur eða Rannveig segja.
Þverpólitísk samstaða
Austfirðinga
A stofnfundi samtakanna Afl íyr-
ir Austurland síðastliðinn laugar-
dag komu saman í Valaskjálf á
Egilsstöðum íbúar Austurlands vítt
og breitt af svæðinu, óháð stjóm-
málaskoðunum og sýndu svo ekki
verður um villst hver hugur okkar
er. Við eram búin að fá okkur full-
södd af ótrúlegum yfirgangi og vill-
andi upplýsingum andstæðinga
Fljótsdalsvirkjunar. Við búum hér
á svæðinu, við viljum búa hér áfram
og því munum við taka það óstinnt
upp ef einhverjir reyna að bregða
fyrir okkur fæti í lífsbjargarvið-
leitni okkar. Því segi ég: Andstæð-
ingar virkjana og stóriðjuáforma
austanlands eru um leið óvinir
Austfirðinga.
Höfundur er nemi og formuður
Félags ungra framsóknarmanna á
Fljótsdalshéraði.
6 tima namskeið
og þú lærir ótrúlega mikið
Saisa
House dance
Dansinn sem fer sigurför
um heiminn
Natasha Royal kennu
6 tíma námskeið
6 trma namskeið
Uppnfíunartimar
Einn tími á sunnudögum
Einn dans tekinn fyrir í hvert skipti
Dans órsws
Mambo no. 5
Keppmsdansar
Svanhildur Sigurðardóttlr og Ingibjörg Róbertsdðttir
frábærir þjálfarar i keppnisdönsum
14 vikna námskeið - Mæting lx, 2x eða 3x í viku
Hio Hoo - Riverdance
UUa Essendrop gestakennari
Ekki bara falleg, heldur frábær dansari
Þjálfaði Danmerkurmeistarana í Hip Hop
Viku námskeið í október
Innritun fer fram í sima 552 0345 milti kt. 16 og 20 dagtega
Kennsla hefst 13. september
Kennslustaðin Reykjavik - Mosfellsbær - Keflavik - Grindavik - Sandgerði - Garður
Social Foxtrot - jhað nviasta
Þú verður fer um að dansa við 90% af öllum lögum sem
leikin eru á venjulegum dansleik eftir 6 tíma
Samkvæmisdansar - barnadansar
Aratuga reynsla okkar og þekking tryggir þér bestu fáantegu kennslu
14 vikna námskeið
Bmat.
Natasha Royat hefur kennt
og þjátfað ístandsmeistarana
6 tima námskeið
Freestvle
Ftottir dansar
6 tima námskeið
Nnsnu
43. starfsar
Línudans
Gömlu dansarnir
Sovét-Island
„SOVET Island
nær kemur þú“; orti
eitt af ástsælustu
skáldum þjóðarinnar
um miðja öldina.
Mætti hann nú líta
upp úr gröf sinni
kynni honum að finn-
ast draumurinn vera
að rætast. Hugsanlega
ekki alveg í anda
draumsýnarinnar, en
samt.
Rússar hafa átt
marga vísindamenn,
sem gert hafa garð
þeirra frægan, m.a. í
erfðavísindum. Sá sem
Árni
Björnsson
var einna þekktastur þeirra um
heimsbyggðina um miðja öldina hét
Trofím Denisovitsj Lýsenkó og var
uppi á áranum 1898-1974. Hann var
grasafræðingur að mennt en lagði
sérstaka stund á erfðafræði. Kunn-
astur var hann fyrir að hafna erfða-
lögmálum Mendels og endurvekja
kenningar Lamarcks um erfðir
áunninna eiginleika. Vísindamenn á
heimaslóðum hans voru mistrúaðir
á kenningar hans og utan Sovét-
ríkjanna átti hún fylgjendur fáa.
Einn prestlærður landi hans tók
kenningar Lýsenkós upp á arma
sína og gerði þær að opinberri
stefnu Sovétríkjanna í erfðavísind-
um og höfundinn að „vísindamanni
Sovétríkjanna" og veitti honum tit-
ilinn, forseti Lenínháskólans í land-
búnaðarvísindum Sovétríkjanna.
Þessi landi hans hét Jósef Stalín
(1879-1953). Árið 1948 var á vegum
þessa háskóla haldin stór erfðavís-
indaráðstefna í Moskvu. Lýsenkó,
sem var forseti ráðstefnunnar, hélt
inngangserindi sem stóð í 3 klst. Að
ráðstefnunni lokinni vora kenning-
ar Lýsenkós gerðar að opinberri
vísindastefnu og þeir vísindamenn
sem leyfðu sér að draga þær í efa
vora sviptir stöðum sínum, hraktir
úr landi, sendir í heilsubótarvist í
Síberíu eða gerðir höfðinu styttri.
Skv. vinsamlegum tilmælum Stal-
íns trúði a.m.k. 75% rússneskrar al-
þýðu á kenningar Lýsenkós. Marg-
ir telja að framkvæmd þessara
kenninga hafi ásamt með stórið-
justefnu Stalíns stuðlað að hrani
rússnesks landbúnaðar og eyði-
leggingar vistkerfa
sem á sér fáar hlið-
stæður á jörðinni, þótt
víða sé pottur brotinn.
Árið 1978 var aftur
haldin stór alþjóðleg
erfðavísindaráðstefna
í Moskvu, þar heyrðist
nafn Lýsenkós ekki
lengur.
Saga Lýsenkós er
ekki einsdæmi, þó
munu fáir vísinda-
menn hafa náð slíkum
tökum á heilli þjóð og
leiðtogum hennar og
Lýsenkó. Hugsanlega
var og er að eitthvað
sé nýtilegt í kenningum Lýsenkós,
en sökum þess hve fall hans var
hátt vill enginn kannast við þær nú.
Ástæðan til að þetta er rifjað upp
hér og nú er að sumir álíta að við Is-
lendingar höfum nú eignast okkar
Gagnagrunnur
Nú við aldarlok, segir
*
Arni Björnsson, getur
skáldið farið að kíkja
upp úr gröf sinni og sjá
óskadrauminn birtast.
Lýsenkó. Sá boðar að vísu engar
nýjar eða byltingarkenndar kenn-
ingar, né vekur upp gamlar eins og
Lýsenkó en, í stað þess, boðar hann
að sannleikur sem heitir „miðlægur
gagnagrannur á heilbrigðissviði“
muni frelsa okkur, og jafnvel allt
mannkyn, frá ótöldum sjúkdómum
sem hrjáð hafa það frá upphafi
vega, jafnvel öldraninni. Um þenn-
an sannleika hefur hann sannfært
meirihluta Alþingis ásamt ríkis-
stjórn landsins og alþýða manna
trúir þessu líka, eins og hin rúss-
neska á sínum tíma.
En ríkisstjórn íslands er nokkur
vandi á höndum, sem Stalín þurfti
ekki að láta þvælast fyrir sér. I
landinu hefur um árabil starfað sk.
vísindasiðanefnd, en hlutverk
hennar er að meta vísindastörf
manna og ganga úr skugga um að
fylgt sé leikreglum um vísinda-
rannsóknir og þessi sama nefnd
hefur vogað sér að láta að því liggja
að gagnagrannurinn og gagna-
grunnssiðferðið sé kannske ekká al-
veg tært. Svoleiðis lét hann Stalín
ekki bögglast fyrir brjóstinu á sér.
En það þarf ekki endilega ráð-
stjórnir til að stjórnmálamenn fari
að sýna stalínska tilburði. Völd
spilla og það gera þau bæði í Súdan
og Grímsnesinu, þó hjörtunum
svipi saman. Það er nefnilega ekki
laust við að íslenskir stjómmála-
menn hafi á síðari áram tileinkað
sér stalínska aðferðafræði, innan
ramma lýðræðisins. Þessi aðferða-
fræði byggist á því að stefni þegn-
amir í aðra átt en valdhöfunum er
þóknanleg, skal þaggað niður í
þeim og þeim vísað í þá Síberíuvist
sem lýðræðisþjóðfélagið ræður yf-
ir, án þess að Amnesty fari að gera
athugasemdir, en það er útskúfun.
Ef störf einstaklinga eða nefnda
era ekki þóknanleg valdhöfum er
búið til nýtt starf og ný reglugerð,
sem tryggja að þangað veljist eng-
inn sem ekki nýtur blessunar
stjórnvaldanna það er ekki þörf á
Síberíu og segja má að um sé að
ræða mildað Sovét. Og nú við al-
darlok getur skáldið okkar farið að
kíkja upp úr gröf sinni og sjá að
óskadraumurinn Sovét-ísland er að
birtast við sjónarrönd, þótt það So-
vét sé ekki grandað á aíræði öreig-
anna heldur markaðarins.
Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir.
ALHLÐA TÖLVUKERFI
HUGBUNAÐUR
FYRIRWINDOWS
Stimpilklukkukerfi
BKERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Virkjanir