Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 30
f}! noot (n'r',.'i'3TcirrfP o oii’v' aii’vun r.i 30 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stúlkan hans Frank O., 1997. Málverk á pappír eftir Tyrkjann Banu Birecikligil. Paradise standby, 1998. Tölvusamtvinningur Beatrice Heike Apel frá Miinchen. Unglist í Miinchen MYJVDLIST B I ö ii d u ð t æ k n i. 2 50 lislamenn syna um 650 verk HAUS DERKUNST, MÚNCHEN Til 12. september. Opið daglega frá kl. 10-22. Inngangur: 6 DM. Sýningarskrá - um 280 bls. -: 25 DM. STÓRA listsýningin - Grosse Kunstausstellung - í Miinchen hef- ur verið árlegur viðburður í hálfa öld. A þessu 50 ára afmæli sýna um 250 ungir listamenn - þýskir og ann- arra þjóða undir fertugu - yfir 650 listaverk, sem öll eru til sölu. Gall- inn við slíkar risasýningar er hve misjafnar þær eru að gæðum. Kost- urinn er hins vegar sá að flestir sýn- endanna eru öldungis óþekktir og þar af leiðandi geta gestir myndað sér skoðun um þá lausir við væmn- ina og velluna sem oft vill drekkja dómum okkar um þekkta og dáða listamenn. Hugsum okkur bara ef við gætum lesið ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, eða séð mynd eftir Kjarval án þess að hafa heyrt þeirra getið? Væri það ekki undursamlegt frelsi undan sligandi mærðinni sem sest á verk þeirra líkt og skúm? Junge Kunst, eins og hálfrar ald- ar afmælissýningin heitir, líkist á köflum útskriftarsýningu, vondri haustsýningu eftir að allur vindur var úr félagsskap íslenskra mynd- listarmanna, og listmessu þar sem gallerí flagga nýliðunum sem þau trúa að erfa muni listheiminn. Frá málverki til margmiðlunar - Maler- ei bis Multimedia er undirskrift sýningarinnar - vitnar um fjöl- breytni viðfangsefna hjá ungum listamönnum en opinberar um leið vandann sem steðjar að hefð- bundnu miðlunum, málverki, grafík og höggmyndalist. A meðan þeir tiltölulega fáu lista- menn sem fást við skipan - installa- sjón - af ýmsum toga njóta hins næga rýmis sem þeim stendur til boða, leyfa málaramir og grafík- listamennimir að verk þeima séu hengd af þéttleikagráðunni kraðak svo að hvert verk ætlar granna sinn bókstaflega að kæfa. Hvarvetna loftar um Ijósmynd- imar, skjálistina og gagnvirkt tölv- umyndvarpið en salimir þar sem svartlistin og málverkin hanga em alltof þétt skipaðir. Á þá fellur skuggi mergðarinnar þar sem trén sjást ekki lengur fyrir skógi. Lit- fjömg abstraktverk bítast á um at- hyglina, oft á kostnað bestu verk- anna sem em of yfirlætislaus til að standast nálægð æpandi litadýrðar. Pað er einmitt hin látlausa, hljóð- láta og hógværa myndgerð, sem ber af annarri málaralist um þessar mundir. Slík list týnist auðveldlega innan um litspennta og athyglis- freka abstraktfleka. Þá stendur fjöldinn minimalísku og geometr- ísku málverki ekki síður fyrir þrif- um. „Too much of less means a per- fect mess“ þýðir að „naum- hyggjugrúi skilar öllu á rúi og stúi“, og sannast hér sem fyrri daginn að kraðakið, með alltof þéttu upp- hengi, gengur að málaralistinni dauðri á hverri sýningunni af ann- arri. Við emm fyrir löngu hætt að njóta þess að lesa okkur línulega eftir verkum af ólíkum toga líkt og svæðið umhverfis þau gildi einu. Eftir að við hættum að trúa mynd- inni innan rammans sleppur mál- verkið ekki lengur undan þeirri kvöð að skoðast sem afmarkað fyr- irbæri í raunverulegu rými. I hvarfi frá moðinu eru tveir ljóð- rænir raunsæismálarar, hreinir og beinir og lausir við fótórealískan herping, og nota einfaldlega pappír sem undirstöðu. Þeir em Tyrkinn Banu Birecikligil (f. 1970) og Múnchenarbúinn Martin Freundl (f. 1965). Við þessa plásslausu mál- ara mætti bæta Stefan Rueff (f. 1960), frá Berlín, en einkar vel heppnað Kirsuberjaát hans sést vart íyrir látunum í mun stærri og litsterkari nágrönnum sem þó vom snöggtum lakari. Þeir málarar sem koma best út úr Junge Kunst era þeir sem um- breyta tvívíðum fleti sínum í þrívíða skipan. Reyndar em þeir Bemd Halbherr (f. 1964), frá Ulm, og Pet- er Pohl (f. 1966), frá Erlangen, ekki hreinir málarar. Sá fyrmefndi gæti eins flokkast sem ljósmyndari með- an hægt væri að skilgreina hinn síð- amefnda sem myndhöggvara. Það breytir því ekki að báðir fara þann- ig með liti að þeir hljóta jafnframt að skoðast sem málarar. Svipað gildir um svartlistina á sýningunni. Undumæmar ætingar- myndir austurríska grafíklista- mannsins Milenu Aguilar (f. 1968), sem gætu hæglega verið eftir þá Callot og Goya endurboma, njóta sín ekki sem skyldi á stigagangi Haus der Kunst. Þær hverfa of auð- veldlega því gestir hafa um annað að hugsa þegar þeir ganga upp og niður stiga en horfa á veggina fyrir ofan þrepin. Hljóð- og grafíksa- mstæða Stefanie Unmh (f. 1959), frá Hamborg, Walzer, eða „Valsar", fær hins vegar allt það pláss sem skipanin þarfnast. Hefðbundin höggmyndalist á einnig undir högg að sækja. Form- ræn gildi ein og sér svara ekki leng- ur þörfum áhorfandans. Ráði efniv- iðurinn ekki útliti verksins verður Gipsstrengur, 1999, eftir Stuttgartbúann Gerhard Mayer. Sorry Guys, 1997. Atriði úr 37 mínútna myndbandi svissnesku lista- konunnar Chantal Michel. Lítil sporaskja, 1997, eftir Achim Weinberg. handverkið of afgerandi, en of ríkj- andi handverk í myndlist er eins og skrúðmælgi í bókmenntum; löstur sem enginn vill lengur samþykkja. Því er það gipsbryddaður stál- strengur Stuttgartbúans Gerhard Mayer (f. 1965), Stuckleiste III, og Kleines Oval, uppvafin, hálfgagn- sæ, hunangsfyllt silikonslanga Achim Weinberg (f. 1969), frá Númberg - tvö yfirlætislaus, en af- ar heillandi og hugvitssamlega unn- in verk - sem áttu höggmyndasalina þrátt fyrir smæð. Meðal líflegustu og óvenjuleg- ustu verkanna á sýningunni vom þó eflaust textílverkin, aukin með ýms- um hjálparmiðlum svo sem viði, pappír og krítarhvítu, líkt og óburð- ug veggjarhöggmynd Jörg Buss- mann frá Brimum (f. 1960), Gemen- ge und Gemische, eða „Samsull og samkrull". Bródemð teppi af ýms- um toga em einnig undirstaðan í leir- og postulínsverki Susanne Ring frá Berlín (f. 1966), Tólf stunda nótt - ég vil ekki sjá það öðmvísi, þar sem nær sex tugir lít- illa vísunda standa eða liggja á víð og dreif um klæðin. Smámyndaröð Katrínar König frá Stuttgart (f. 1968), Fraktales Gebilde, með einföldum, ísaumuð- um táknum og teikningum er af svipuðum toga nema tvívíð, og ein- angmnarklefi úr óhreinsuðum, lag- skiptum baðmullarflóka með flóka- hægindi og flókasjónvarpi, Stille, sannkallað hljóðeinangrað, hurðar- laust og mjúkbólstrað meistaraverk eftir Cosimu Wersing (f. 1972), frá Múnchen, hnígur í svipaða átt. Tvö myndbandsverk nýta einnig textíllistina, hvort með sínum hætti. Birgit Ramsauer, frá Númberg (f. 1962) lýsir því með gulum einangr- unarböndum hvemig má einangra sjálfan sig frá öllum öðmm hvar sem maður kýs að vera í friði. SprenghlægUegt myndband hennar lýsir því meðal annars hvemig far- þegar neðanjarðarlestar virða „gula strikið“ sem hún límir kring- um sig. Þótt enginn viti hvemig túlka beri einangrunarbandið vogar enginn sér að setjast við hlið lista- konunnar einmana - innan gulu landamæranna, jafnvel þótt aUur annar sætakostur í lestinni sé troð- inn. Segjum svo að listin hafi ekki áhrif á umhverfi sitt. í tæpra 40 mínútna myndbandi sínu Sorry Guys berst svissneska listakonan Chantal Michel (f. 1968), prúðbúin, við aðstæður sem soga hana, toga og slengja utan í veggi þar sem hún reynir árangurslaust að feta sig gegnum tUvemna innan fjögurra veggja. I átökunum flaks- ast kjóhnn til og frá líkt og hann fari með sína sjálfstæðu rullu. Með hinni miklu rýmistilfinningu sem Michel tekst að skapa á einum skermi kallast hún á við Ijósmyndarana Masayuki Akiyoshi, frá Japan (f. 1968), og Beatrice Hei- ke Apel, frá Múnchen (f. 1966). Stafrænt samþætt risaljósmynd hins fyrrnefnda Rými, Tyrkja- stræti, úr hundrað einingum, og tölvusamtvinnuð sundlaugarmynd þeirrar síðamefndu, paradise standby, bera með sér þá mögu- leika sem felast í ljósmyndamiðlin- um á tölvuöld. Fyrir þá sem hafa gaman af listsýningum sem þeir þurfa sjálfír að tálga til eftir eigin listskyni er Junge Kunst í Haus der Kunst í Múnchen tilvalin dægradvöl. í kor- térsfjarlægð frá iðandi Maríutorg- inu er hún eilítil menningarvin í öld- uróti innkaupanna. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.