Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 76
Tölvueftirlitskerfi y sem skilar arangrí <Q> nýherji S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK 'v Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil fjölgun nemenda NEMENDUM grunnskóla Reykjavíkur fjölgar um 350 frá síðasta skólaári og eru samtals um 15 þúsund. Samsvarar fjölg- unin heilum skóla og eru mörg ár síðan nemendum hefur fjölgað jafnmikið milli ára. Þessi sjö ára drengur var í öruggum höndum móður sinnar í gær, fyrsta skóla- daginn í Laugarnesskóla. ■ TJtlit fyrir/13 Gufunesradíó Mótmæla íbúðarbyggð ÞRJÁTÍU íbúar í Rimahverfi hafa mótmælt áformum um íbúðarbyggð á lóð Gufunes- radíós. Telja þeir að sam- kvæmt skipulagi sem í gildi var þegar þeir fluttu í hverfið hafi verið gert ráð fyrir íþrótta- og útivistarsvæði á lóðinni. ■ fbúar mótmæla/14 Bílstjórar lokuðu Rey kj anesbraut Þrjú stór hugbúnaðarfyrirtæki stofna AX-hugbúnaðarhús Mótmæla hækkun olíuverðs og skatta - m VÖRUBÍLSTJÓRAR lokuðu ann- arri akrein Reykjanesbrautar í Hafnarfirði í eina klukkustund síð- degis í gær til þess að mótmæla kostnaðarhækkunum á bílaútgerð- irnar undanfama mánuði. Talsmaður bílstjóra segir að olíuverðshækkunin í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn og gefur í skyn að gripið verði til frekari aðgerða. Um 70 til 90 stórir vörubílar voru stöðvaðir á Reykjanesbrautinni klukkan fimm síðdegis í gær og lok- uðu með því fyrir umferðina frá Suð- urnesjum. Myndaðst töluverð röð bíla þann klukkutíma sem aðgerðin stóð en Jón Pálsson, formaður Vörubíla- stöðvarinnar Þróttar, segir að vegfar- endur hafi sýnt málinu skilning. Næstu skref ígrunduð Tilgangur aðgerða bílstjóra er að sögn Jóns að mótmæla kostnaðar- hækkunum sem dunið hafa yfir eig- endur vörubíla og beinast mótmælin að ríkisvaldinu. Vekur hann athygli á því að olíuverð hafi hækkað um 19% frá því í mars og það hafi gífurlegan kostnað í för með sér fyrir eigendur stórra vörubíla sem eyði 50 til 100 lítrum á hundraði. Ríkið fái stóran hluta hækkunarinnar. Þungaskattur hafi hækkað tvisvar frá áramótum, ^^samtals um 5,5%. Þá hafi tryggingar hækkað um 12-15% vegna breytinga á löggjöf. Jón bætir því við að það sitji enn í bíleigendum hvernig hags- munir þeirra voru sniðgengnir við breytingar á þungaskattslöggjöfinni á sínum tíma. Jón segir að mikill urgur só í vöru- bílaeigendum enda séu þeir mest ^skattpínda stétt landsins. Áðgerðirn- i®ar nú séu aðeins byrjunin og næstu skref verði ígrunduð. Ráðgert að starfsmenn verði um eitt hundrað TÆKNIVAL hf., Skýrr hf. og Opin kerfi hf. hafa stofnað nýtt hugbún- aðarfyrirtæki, AX-hugbúnaðarhús hf., sem taka mun yfir starfsemi hugbúnaðarsviðs Tæknivals og Agresso-sviðs Skýrr. Á blaða- mannafundi í gær kom fram að markmiðið með stofnun fyrirtækis- ins sé að skapa öflugt hugbúnaðar- fyrirtæki sem verði í stakk búið að sækja fram á mörkuðum, bæði inn- anlands og utan. Stefnt er að því að AX-hugbún- aðarhús verði leiðandi í ráðgjöf, þróun og þjónustu á sviði við- skiptahugbúnaðar en starfsemin mun byggjast á 6 viðskiptakerfum sem Skýrr og Tæknival hafa verið með á markaði hérlendis undanfar- in ár. Gert er ráð fyrir að starfs- menn verði um 100 en fýrirtækið mun hafa aðsetur þar sem hugbún- aðarsvið Tæknivals er nú til húsa, Skeifunni 8. Hlutafé 300 milljónir Hlutafé er 300 milljónir og mun skiptast þannig að Skýrr mun eiga 40%, Tæknival 25%, Opin kerfi 10%, og fagfjárfestar og starfs- menn 25%. AX-hugbúnaðarhús hefur eignast 83% hlut í hugbúnað- arfyrirtækinu Kerfi hf. og er stefnt að sameiningu félaganna á næst- unni. Einnig á AX-hugbúnaðarhús nú ráðandi hlut í Tæknivali AS í Danmörku og mun markaðssókn hins nýja fyrirtækis inn á erlenda markaði verða sinnt gegnum Tæknival AS. Ekki hefur verið gengið frá því hvaða fagfjárfestum verði gefinn kostur á að eignast hlut í félaginu en að sögn Hreins Jakobssonar, stjórnarformanns AX-hugbúnaðar- húss, verður stai-fsmönnum einnig boðið að eignast hlut í fyrirtækinu með valréttarsamningum. Ekki hefur verið ákveðið hvort fyrirtæk- ið verði tekið til skráningar á ís- lenskan hlutabréfamarkað, eða hvenær það geti orðið. Jóhann Jónsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri AX-hug- búnaðarhúss. Hann var áður fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Tæknivals. ■ Verður stærsta/Cl Fámennt í Grímsey vegna Sjávarútvegssýningarmnar Yfir 70% eyjarskeggja hafa brugðið sér í land INNAN við 30 af um 100 íbúum Grímseyjar eru nú staddir í eynni. Langflestir þeirra sem nú eru staddir uppi á landi hafa lagt leið sína á Islensku sjávarútvegs- sýninguna sem opnuð var í Smáranum í Kópavogi í morgun. Gylfí Gunnarsson, skip- sljóri, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey er einn þeirra fáu sem sátu heima í gær. „Jú, það er rétt. Það eru afskaplega fáir hérna núna. Þetta er hálfgert eyðisker, eins og segir í vís- unni. Ég var nú að taka það saman hérna í hádeginu að það eru sennilega innan við þrjátíu manns staddir í eynni núna, svona 26-28 manns,“ segir Gylfi. Ekki ballfært vegna fámennis Ekki taldi Gylfi að lát yrði á fólksfækkuninni, einhverjir væru að bræða með sér að skella sér suður nú fyrir helgi. „Ég held jafnvel að eitthvað af því sé að fara á morgun, jafnvel fjórir eða fimm.“ Þetta merkir að yfir sjötíu prósent íbúa hafa yfir- gefið heimili sín í eynni þar sem um eitt hundrað manns eru skráð þar með lögheim- ili. Gylfi sagði langt síðan jafn fámennt hefði verið í eynni. „Það er ekki líf í mörgum húsum þessa stundina. Það eru þrjár fímm manna fjöl- skyldur í þeim hópi sem er hérna eftir. Ætli það sé ekki fólk í níu eða tíu húsum. Þetta er dálítið sérstakt. Það voru aðeins tveir bátar á sjó í dag af öllum flotanum! Ætli fólk fari svo ekki að tínast heim um eða upp úr helgi. Þetta eru mikið sjómenn sem hafa tekið fjölskylduna með sér á Sjávarútvegssýning- una,“ sagði Gylfi. Hann taldi ólíklegt að ball yrði haldið um helgina. „Við höldum það þá bara í eldhúsinu hjá einhverj- um.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.