Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 1
200. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um framtíð Austur-Tímor liggur fyrir
Meirihluti
íbúa kaus
sjálfstæði
Spennuástand í höfuðborginni
Dili, Jakarta, Lissabon, London, SÞ, Singapúr, Washington. AFP, AP, Reuters.
YFIRGNÆFANDI meirihluti íbúa Austur-Tímor kaus sjálfstæði í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag, en Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti úrslit hennar í gær. Spenna hefur ríkt á
Austur-Tímor eftir að niðurstaðan varð ljós. Vopnaðar sveitir andstæðinga
sjálfstæðis hafa farið mikinn í höfuðborginni Dili og víðar, og fjöldi manna
leitaði í gær skjóls hjá her og lögreglu af ótta við ofbeldisverk af þeirra hálfu.
í atkvæðagreiðslunni var kosið
um þá tillögu Indónesíustjómar að
Austur-Tímor fengi takmarkað
sjálfræði og sérstaka stöðu innan
Indónesíu, en 78,5% kjósenda höfn-
uðu því. Forseti Indónesíu, BJ Ha-
bibie, kvaðst í gær virða niðurstöð-
ur atkvæðagreiðslunnar og sagði að
í ljósi úrslitanna myndi stjórn sín
standa við skuldbindingar um að
veita Austur-Tímor sjálfstæði.
Hvatti hann Indónesa og sam-
bandssinnaða íbúa Austur-Tímor til
að sætta sig við niðurstöðuna og
halda friðinn.
Jose „Xanana" Gusmao, leiðtogi
sjálfstæðissinnaðra skæruliða á
Austur-Tímor, fagnaði úrslitunum í
gær. „Þessa dags verður ætíð
minnst sem dags frelsunar þjóðar-
innar,“ sagði Gusmao, en líldegt er
að hann verði fyrsti forseti Austur-
Tímor, fái svæðið sjálfstæði. Hvatti
hann Sameinuðu þjóðimar í gær til
að senda friðargæslulið án tafar til
Austur-Tímor til að koma í veg fyrir
þjóðarmorð.
Gusmao er nú haldið í stofufang-
elsi fyrir baráttu sína gegn
Indónesíustjóm. Lausn hans hafði
verið heitið 15. september næst-
komandi, en eftir að úrslit atkvæða-
greiðslunnar vom gerð kunn í gær
sagði Ali Alatas, utanríkisráðherra
Indónesíu, að Gusmao yrði látinn
laus fyrr.
Vilji íbúa Austur-Tímor Ijós
Sameinuðu þjóðunum. „Nú liggja
úrslit fyrir og það er alveg ljóst
hver vUji íbúa Austur-Tímor er,“
sagði Annan. „Eg vona að þessi
skilaboð geri stuðningsmönnum
sambands við Indónesíu ljóst að
þeir hafa beðið lægri hlut, og að
ekki sé þörf á áframhaldandi of-
beldisverkum."
Ofbeldisverk framin
Þegar niðurstaða lá fyrir hófu
vopnaðar sveitir andstæðinga sjálf-
stæðis öldu ofbeldisverka. Ráðist
var á hótel þar sem háttsettir emb-
ættismenn SÞ og margir frétta-
menn dvelja. Stjóm eftirlitsliðs SÞ
flutti burt starfsmenn sína frá bæj-
unum Ainaro, Liquica og Same, eft-
ir árásir og morðhótanir. Banda-
rískur lögreglumaður var skotinn í
magann í árás á skrifstofu SÞ í
Liquica, en hann mun ekki hafa
særst alvarlega. Þá bárust fregnir
af morðum í bænum Maliana.
Habibie hefur skipað hersveitum
Indónesíustjómar á Austur-Tímor
að halda uppi lögum og reglu og
tryggja öryggi borgaranna. Mann-
réttindasamtökin Amnesty
Intemational fordæmdu Indónesíu-
stjóm í gær fyrir að hafa mistekist
að koma í veg fyrir ofbeldisverk í
kjölfar atkvæðagreiðslunnar.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar
er ekki bindandi, en Indónesíu-
stjóm ber nú skylda til að gera til-
lögu að stjómarskrárbreytingu á þá
leið að Austur-Tímor hljóti sjálf-
stæði, og verður hún lögð fyrir
indónesíska þingið í október.
Stjórnmálaskýrendur sögðust í gær
telja víst að þingið myndi sam-
þykkja sjálfstæði Austur-Tímor í
ljósi afgerandi úrslita atkvæða-
greiðslunnar.
Kofí Annan sagði á fréttamanna-
fundi í gær að nú væri brýnt að
tryggja frið og stöðugleika á Aust-
ur-Tímor. Hvatti hann Indónesíu-
stjóm til að gæta þess að lög og
regla yrðu í heiðri höfð, en sagði of
snemmt að segja til um hvort þörf
yrði á að senda friðargæslulið frá
Reuters
Austur-Tímorbúar fagna tilkynningu um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í höfuðborginni Dili í gær. Portú-
galar, fyrrverandi nýlenduherrar á Austur-Tímor, lýstu yfír ánægju með niðurstöðuna í gær. Það gerðu
einnig Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralar og fleiri þjóðir, en Bill Clinton Bandaríkjaforseti lagði áherslu á að
Indónesíustjórn þyrfti að tryggja öryggi borgaranna og koma í veg fyrir að andstæðingar sjálfstæðis fremdu
ofbeldisverk. Fæstir íbúa Dili þorðu að fagna úrslitum atkvæðagreiðslunnar á götum úti í gær.
Samkomulagi Israela og
Palestínumanna fagnað
Damaskus, Jeríkó, Jerúsalem, Róm. AFP, AP, Reuters.
SAMKOMULAGI Israela og Pal-
estinumanna um framkvæmd frið-
arsamninga, sem náðist á föstu-
dagskvöld, var víða fagnað í gær.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði í gær að samkomulag-
ið markaði þáttaskil á leiðinni til
friðar í Mið-Austurlöndum. Kvaðst
hann myndu vinna heilshugar með
Ehud Barak, forsætisráðherra Isra-
els.
Arafat og Barak hugðust undir-
rita samkomulagið í Sharm el-
Sheikh í Egyptalandi síðdegis á
laugardag. Tilkynnt var að Madel-
eine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Hosni Mubarak,
forseti Egyptalands, og Abdullah
Jórdaníukonungur yrðu viðstödd
athöfnina. Til stóð að Gilead Sher,
sendimaður Israelsstjómar, og
Saeb Erekat, samningamaður Pal-
estínumanna, ættu fund fyrir undir-
ritunina og ákvæðu hvenær fyrstu
hermenn Israela yrðu kvaddir brott
frá Vesturbakkanum, og hvenær
fyrstu Palestínumennimir yrðu
látnir lausir úr ísraelskum fangels-
um.
Yossi Beilin, dómsmálaráðherra
ísraels, sagði í gær að ný samninga-
lota þjóðanna hæfist strax í dag.
Kvaðst hann búast við því að byrjað
yrði að flytja ísraelska hermenn frá
Vesturbakkanum eftir tíu daga,
þegar nýárshátíð gyðinga verður af-
staðin. Israelar munu í heild láta
Palestínumönnum eftir 11% Vestur-
bakkans, en landið verður afhent í
nokkram áföngum fram í janúar.
„Dagur friðar"
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
fagnaði samkomulaginu í gær.
„Þetta sýnir að þegar báðir aðilar
era reiðubúnir að vinna saman er
hægt að mæta grandvallarskilyrð-
um beggja, byggja upp traust, og
halda ferlinu áfram,“ sagði Clinton.
Madeleine Albright, sem hafði
lagt allt kapp á að sætta sjónarmið
Israela og Palestínumanna í viðræð-
unum, sagði í gær að leiðtogamir
hefðu „gripið sögulegt tækifæri" til
að stuðla að því að komandi kyn-
slóðir gætu lifað saman í sátt og
samlyndi. Albright átti í gær við-
ræður við Assad Sýrlandsforseta í
Damaskus um hvemig unnt væri að
hefja friðarviðræður milli Sýrlend-
inga og Israela á ný.
Arafat fór í gærmorgun til Róm-
ar til fundar við Carlo Azeglio Ci-
ampi, forseta Italíu, og skýrði hon-
um frá niðurstöðum viðræðnanna
við Israelsmenn. Að fundinum lokn-
um sagði Ciampi að þetta hefði ver-
ið dagur friðai’ sem lengi yrði í
minnum hafður.