Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 1
200. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um framtíð Austur-Tímor liggur fyrir Meirihluti íbúa kaus sjálfstæði Spennuástand í höfuðborginni Dili, Jakarta, Lissabon, London, SÞ, Singapúr, Washington. AFP, AP, Reuters. YFIRGNÆFANDI meirihluti íbúa Austur-Tímor kaus sjálfstæði í þjóðarat- kvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag, en Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti úrslit hennar í gær. Spenna hefur ríkt á Austur-Tímor eftir að niðurstaðan varð ljós. Vopnaðar sveitir andstæðinga sjálfstæðis hafa farið mikinn í höfuðborginni Dili og víðar, og fjöldi manna leitaði í gær skjóls hjá her og lögreglu af ótta við ofbeldisverk af þeirra hálfu. í atkvæðagreiðslunni var kosið um þá tillögu Indónesíustjómar að Austur-Tímor fengi takmarkað sjálfræði og sérstaka stöðu innan Indónesíu, en 78,5% kjósenda höfn- uðu því. Forseti Indónesíu, BJ Ha- bibie, kvaðst í gær virða niðurstöð- ur atkvæðagreiðslunnar og sagði að í ljósi úrslitanna myndi stjórn sín standa við skuldbindingar um að veita Austur-Tímor sjálfstæði. Hvatti hann Indónesa og sam- bandssinnaða íbúa Austur-Tímor til að sætta sig við niðurstöðuna og halda friðinn. Jose „Xanana" Gusmao, leiðtogi sjálfstæðissinnaðra skæruliða á Austur-Tímor, fagnaði úrslitunum í gær. „Þessa dags verður ætíð minnst sem dags frelsunar þjóðar- innar,“ sagði Gusmao, en líldegt er að hann verði fyrsti forseti Austur- Tímor, fái svæðið sjálfstæði. Hvatti hann Sameinuðu þjóðimar í gær til að senda friðargæslulið án tafar til Austur-Tímor til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Gusmao er nú haldið í stofufang- elsi fyrir baráttu sína gegn Indónesíustjóm. Lausn hans hafði verið heitið 15. september næst- komandi, en eftir að úrslit atkvæða- greiðslunnar vom gerð kunn í gær sagði Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, að Gusmao yrði látinn laus fyrr. Vilji íbúa Austur-Tímor Ijós Sameinuðu þjóðunum. „Nú liggja úrslit fyrir og það er alveg ljóst hver vUji íbúa Austur-Tímor er,“ sagði Annan. „Eg vona að þessi skilaboð geri stuðningsmönnum sambands við Indónesíu ljóst að þeir hafa beðið lægri hlut, og að ekki sé þörf á áframhaldandi of- beldisverkum." Ofbeldisverk framin Þegar niðurstaða lá fyrir hófu vopnaðar sveitir andstæðinga sjálf- stæðis öldu ofbeldisverka. Ráðist var á hótel þar sem háttsettir emb- ættismenn SÞ og margir frétta- menn dvelja. Stjóm eftirlitsliðs SÞ flutti burt starfsmenn sína frá bæj- unum Ainaro, Liquica og Same, eft- ir árásir og morðhótanir. Banda- rískur lögreglumaður var skotinn í magann í árás á skrifstofu SÞ í Liquica, en hann mun ekki hafa særst alvarlega. Þá bárust fregnir af morðum í bænum Maliana. Habibie hefur skipað hersveitum Indónesíustjómar á Austur-Tímor að halda uppi lögum og reglu og tryggja öryggi borgaranna. Mann- réttindasamtökin Amnesty Intemational fordæmdu Indónesíu- stjóm í gær fyrir að hafa mistekist að koma í veg fyrir ofbeldisverk í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er ekki bindandi, en Indónesíu- stjóm ber nú skylda til að gera til- lögu að stjómarskrárbreytingu á þá leið að Austur-Tímor hljóti sjálf- stæði, og verður hún lögð fyrir indónesíska þingið í október. Stjórnmálaskýrendur sögðust í gær telja víst að þingið myndi sam- þykkja sjálfstæði Austur-Tímor í ljósi afgerandi úrslita atkvæða- greiðslunnar. Kofí Annan sagði á fréttamanna- fundi í gær að nú væri brýnt að tryggja frið og stöðugleika á Aust- ur-Tímor. Hvatti hann Indónesíu- stjóm til að gæta þess að lög og regla yrðu í heiðri höfð, en sagði of snemmt að segja til um hvort þörf yrði á að senda friðargæslulið frá Reuters Austur-Tímorbúar fagna tilkynningu um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í höfuðborginni Dili í gær. Portú- galar, fyrrverandi nýlenduherrar á Austur-Tímor, lýstu yfír ánægju með niðurstöðuna í gær. Það gerðu einnig Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralar og fleiri þjóðir, en Bill Clinton Bandaríkjaforseti lagði áherslu á að Indónesíustjórn þyrfti að tryggja öryggi borgaranna og koma í veg fyrir að andstæðingar sjálfstæðis fremdu ofbeldisverk. Fæstir íbúa Dili þorðu að fagna úrslitum atkvæðagreiðslunnar á götum úti í gær. Samkomulagi Israela og Palestínumanna fagnað Damaskus, Jeríkó, Jerúsalem, Róm. AFP, AP, Reuters. SAMKOMULAGI Israela og Pal- estinumanna um framkvæmd frið- arsamninga, sem náðist á föstu- dagskvöld, var víða fagnað í gær. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær að samkomulag- ið markaði þáttaskil á leiðinni til friðar í Mið-Austurlöndum. Kvaðst hann myndu vinna heilshugar með Ehud Barak, forsætisráðherra Isra- els. Arafat og Barak hugðust undir- rita samkomulagið í Sharm el- Sheikh í Egyptalandi síðdegis á laugardag. Tilkynnt var að Madel- eine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, og Abdullah Jórdaníukonungur yrðu viðstödd athöfnina. Til stóð að Gilead Sher, sendimaður Israelsstjómar, og Saeb Erekat, samningamaður Pal- estínumanna, ættu fund fyrir undir- ritunina og ákvæðu hvenær fyrstu hermenn Israela yrðu kvaddir brott frá Vesturbakkanum, og hvenær fyrstu Palestínumennimir yrðu látnir lausir úr ísraelskum fangels- um. Yossi Beilin, dómsmálaráðherra ísraels, sagði í gær að ný samninga- lota þjóðanna hæfist strax í dag. Kvaðst hann búast við því að byrjað yrði að flytja ísraelska hermenn frá Vesturbakkanum eftir tíu daga, þegar nýárshátíð gyðinga verður af- staðin. Israelar munu í heild láta Palestínumönnum eftir 11% Vestur- bakkans, en landið verður afhent í nokkram áföngum fram í janúar. „Dagur friðar" Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði samkomulaginu í gær. „Þetta sýnir að þegar báðir aðilar era reiðubúnir að vinna saman er hægt að mæta grandvallarskilyrð- um beggja, byggja upp traust, og halda ferlinu áfram,“ sagði Clinton. Madeleine Albright, sem hafði lagt allt kapp á að sætta sjónarmið Israela og Palestínumanna í viðræð- unum, sagði í gær að leiðtogamir hefðu „gripið sögulegt tækifæri" til að stuðla að því að komandi kyn- slóðir gætu lifað saman í sátt og samlyndi. Albright átti í gær við- ræður við Assad Sýrlandsforseta í Damaskus um hvemig unnt væri að hefja friðarviðræður milli Sýrlend- inga og Israela á ný. Arafat fór í gærmorgun til Róm- ar til fundar við Carlo Azeglio Ci- ampi, forseta Italíu, og skýrði hon- um frá niðurstöðum viðræðnanna við Israelsmenn. Að fundinum lokn- um sagði Ciampi að þetta hefði ver- ið dagur friðai’ sem lengi yrði í minnum hafður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.