Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 8

Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 8
8 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Feðgarnir Ásbjörn Óttarsson t.h. og Friðbjörn Ásbjörnsson frá Iiellissandi með ágæta veiði úr Miðfjarðará fyrír skömmu, 13 laxa og 8 bleikjur. Stærstu laxarnir þrír eru 16 og 17 punda. Birtingurinn er seinn á ferð DÁLÍTIÐ er byrjað að glæðast á sjóbirtingsslóðum í Landbroti og á Síðu, en þó er miklu mun minni físk- gengd á ferðinni heldur en menn reikna jafnan með á þessum tíma að sögn Sigmars Helgasonar, veiðieft- irlitsmanns á Kii-kjubæjarklaustri. Gott vatn hefur verið í Eld- hraunsánum í allt sumar og með skúraveðri síðustu daga hefur vatnsbúskapur áa á borð við Geir- landsá og Hörgsá batnað mjög. Pór- arinn Kristinsson, einn eigenda Tungulækjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki ný bóla að birtingurinn væri seinn á ferðinni. „Þeir fyrstu eru komnir, ég veiddi mér einn í soðið síðustu helgi og sá fleiri. Þetta er ekki mik- ið ennþá, en göngumar eiga efth- að hellast inn. Þegar ágúst er svona rólegur eru september og október bara betri,“ sagði Þórarinn. Sigmar sagði að teijarinn sem er staðsettur um miðbik Seglbúða- lands í Grenlæk hefði sýnt 800 físka fyrir skömmu. „Um 100 af því eru bleikjur síðan í júní, en hitt er sjó- birtingur. Það hafa engar stórgöng- ur verið og engin skot, fiskur hefur bara verið að reytast inn. Menn sjá af þessari tölu að það er alls ekki fisldaust, en það vantar þó allan kraft í göngumar enn sem komið er. Það hefur þó glæðst í Fossinum að undanfömu og nokkrir fiskar hafa einnig veiðst á 7. svæði síðustu daga. Þar hefur þó lítið verið reynt. Það er sama á Seglbúðasvæðinu og í Flóðinu, veiðin og gangan em bara reytingur enn þá,“ sagði Sigmar. Sigmar sagðist hafa heimsótt veiðimenn við Hörgsá á föstudags- morgun og þeir hefðu þá verið ný- búnir að landa laxi. Lítið hafði þó sést af birtingi, utan að menn vissu af einhverjum fískum í hyljum 3 og 5. Rólegt hefur einnig verið í Geir- landsá, en Sigmar hafði einnig hitt og rætt við veiðimenn í Fossálum sem höfðu fengið nokkra fiska, bæði birtinga og bleikjur. Stærstu fisk- amir sem enn hafa veiðst í bergvatnsánum á svæðinu em 8 til 10 pund. Lægra hlutfall í veiði? Guðni Guðbergsson, fiskifræðing- ur hjá Veiðimálastofnun, var ekki sérlega tilkippOegur að gera upp veiðisumarið 1999 í lok vikunnar, enda sagði hann gögn ekki búin að skila sér og veiði enn í gangi. Þó dregur nú að lokum sumars sem var að mörgu leyti ekki eins og menn væntu. Spár manna fyrir sumarið 1999 vom yfirleitt á þann veg að nú skyldi metveiða. Fiskifræðingar bentu þó á að smálaxagengd gæti orðið brokkgeng nyrðra vegna kulda á þeim slóðum sumaríð 1998. Það kom á daginn. Guðni sagði þó að sumt hefði sér virst af tali manna og fréttum fjöl- miðla, m.a. að í upphafi hefði um tíma litið út fyrir að botninn ætlaði að detta úr göngum laxa sem dvalið höfðu tvö ár í sjó. „En svo virðist sem menn séu enn að veiða þennan stórlax og ef til vill verður niðurstaðan sú að sá ár- gangur hafi alls ekki verið neitt minni en vonir stóðu til. Hlutfall milli smálax eitt árið og stórlax árið eftir hefur verið að breytast og því alltaf erfitt að spá fyrir hvað árið eftir beri í skauti sér. Annað sem ég gæti trúað að gögn muni staðfesta þegar þar að kemur og það er að sums staðar er minni veiði af ýmsum tímabundnum ástæðum. Ar hafa verið glærar, mikið sólskin og vatnsmagn lítið. Það veldur þvi að laxinn er í vondu skapi ef við getum orðað það svo. Niðurstaðan hefur verið að veiði- hlutfallið úr göngunum virðist vera minna heldur en undanfarin ár.“ Og um smálaxagöngur sagði Guðni: „Smálaxagengdin virðist vera frekar slöpp, þ.e.a.s. Norðan- lands. Sveiflan er alltaf miklu minni á Vestur- og Suðvesturlandi. En varðandi Norðurlandið mega menn ekki gleyma því að til þess að seiði gangi til sjávar þarf vatnshiti að ná 12-13 gráðum og slíkar tölur sáust ekki á þessum slóðum fyrr en langt var liðið á sumar. Einhver óþekktur fjöldi seiða situr þá kannski eftir í ánni og önnur fara seint út og hafa þá misst úr dýrmætan tíma til að éta. Einu sinni voru kenningar um að ef smálax skilaði sér illa úr hafí þá hefði svo og svo mikill hópur ákveðið að dvelja árinu lengur. Þetta hefur ekki gengið eftir. Varðandi horfur fyrir sumarið 2000 sagði Guðni of snemmt að segja nokkuð, enn lægju ekki fyrir tölur um seiðamælingar. Að fram- ansögðu má þó ætla að umrætt sumar verði vart mikið stórlaxa- sumar á Norðurlandi. þarf ekki að kosta meira Bræðurnlr Ormsson hafa opnað glæsllegan sýnlngarsal með HTH innréttlngum. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tfma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Líttu Inn f Lágmúla 8, 3 hæð. 530 2800 www.ormsson.is Vistvænt íslenskt eldsneyti Gæti minnk- að mengun Helga Tulinius ATTUNDA sept- ember nk. hefst á Grand Hóteli í Reykjavík ráðstefna sem ber heitið Islenskt vist- vænt eldsneyti. Helga Tulinius hefur með höndum fyrir Orkustofn- un að fylgjast með þróun rannsókna á öðrum orkugjöfum en vatnsafls- og jarðhita. Helga á sæti fyrir hönd íslands í stjóm Altener-sjóðs Evrópusambandsins sem stendur fyrir þess- ari ráðstefnu ásamt OPED, skrifstofu Evr- ópusambandsins, og Iðn- tæknistofnun. En hvert skyldi þetta vistvæna ís- lenska eldsneyti vera? „Um þrjár tegundir er að ræða, sem verið er að vinna að. I fyrsta lagi er metangas, sem komið er lengst að vinna. Það er framleitt úr sorpi sem urðað hefur verið, við það myndast gas sem síðan er safnað saman og hreinsað og er þá tilbúið til notkunar sem elds- neyti. I öðm lagi em uppi áform um að rækta lúpínu í stómm stíl og vinna úr henni ýmis efni, þar á meðal etanol, sem síðan er hægt að nota sem eldsneyti. Verið er að gera kannanir á notkun C02 - koltvísýrings, sem kemur við nýtingu jarðhita á há- hitasvæðum, ásamt vetni til þess að framleiða metanol til nota sem eldsneyti. Loks er verið að kanna möguleika á að loka ofn- um jámblendiverksmiðjunnar á Grandartanga og binda þannig koleinsýi-ing (CO) úr afgasi og nota það hugsanlega til fram- leiðslu á metanoli.“ - Hvernig er hægt að nota þetta eldsneyti? „Metangasið er hægt að nota beint á þar til gerðar vélar. Síð- an er hægt að nota etanolið og metanolið í mismunandi mæli til íblöndunar í bensín og drýgja það þannig. Þá em líka að koma á markaðinn nýjar vélar með rafölum (fuelsells) sem nýta metanolið mun betur. Með þess- ari íblöndun er hægt að nota sömu vélar og sama dreifikerfi og notað hefur verið fyrir bens- ín.“ - Gæti þetta orðið mun ódýr- ara fyrir fólk? „Það er m.a. ætlunin að kanna hvort þetta yrði ódýrara og hag- kvæmara en að nota bensín á vélar eins og nú er gert.“ - Hveryrðiþá ávinningurinn? „I fyrsta lagi yrði þetta inn- lent eldsneyti, í öðm lagi myndi það minnka útblástur gróður- húsalofttegunda og hjálpa okkur þannig að uppfylla Kýótó-sam- komulagið, ef undir það verður skrifað. Þess má geta að 2/3 af útlosun gróðurhúsalofttegunda frá íslandi má rek,ja til útblást- urs vélknúinna farar- tækja, bifreiða, vinnuvéla og fiski- flotans, þannig að mjög mikilvægt er að finna lausn á þeim vanda sem þetta skapar." - Eru þessi verkefni unnin a1- vegaf íslenskum aðilum? „Þau eru unnin að framkvæði íslendinga en í samvinnu við er- lenda aðila. Verið er að vinna að samskonar rannsóknum víða um heim. Mikil áhersla er lögð á innan Evrópusambandsins framleiðslu eldsneytis úr lífmassa sem hluti af átaki Evr- ópusambandsins til að minnka ►Helga Tulinius fæddist árið 1955 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð 1974 og BS-prófi í eðlisfræði frá Há- skóla íslands 1978 og M.Sc.- prófí í jarðeðlisfræði frá Colorodo School of Mines 1980. Hún hefur starfað að mestu á Orkustofnun frá 1982 en var tvö ár að störfum í Frakklandi við jarðhitarannsóknir 1992 til 1993. Meðan á slarfinu ytra stóð vann Helga um tíma í E1 Salvador og á Azor-eyjum. Á Orkustofnun hefur Helga mest unnið við jarðhitarannsóknir en 1997 fór hún til starfa á auð- lindadeild Orkustofnunar þar sem hún starfar nú. Sambýlis- maður Helgu er Haukur Niku- lásson innkaupastjóri, hann á tvo syni, sem eiga heimili að hluta hjá föður sínum og stjúp- móður. útblástur gróðurhúsaloftteg- unda í samræmi við Kýótó-sam- komulagið.“ -Hverjir sækja þessa ráð- stefnu um íslenskt visbvænt eldsneyti? „Það em fulltrúar frá verk- fræðifyrirtækjum, olíufyrirtækj- um, vegagerðinni, samgöngu- ráðuneytingu og fyrirtækjum og stofnunum sem áhuga hafa á orku, eldsneyti og samgöngum. Það em mest Islendingar sem tala um þau verkefni sem fyrr voru nefnd, t.d. Asgeir Leifsson frá Lífmassafélaginu, hann talar um lúpínuverkefnið svonefnda. Bragi Amason prófessor talar um metanolframleiðslu á Islandi og notkun þess á farartæki. Og- mundur Einarsson forstjóri Sorpu talar um metangasfram- leiðslu. Guðmundur Guðmunds- son frá Iðntæknistofnun talar um metanolframleiðslu frá jarð- hitasvæðum. Þorsteinn Hannes- son frá Islenska járnblendifélaginu ræðir um bindingu koleinsýrings í afgasi frá járnblendi. Einn útlendur fyrirlesari talar á ráðstefnunni. Hann heitir Régis Vankerkove og kemur á vegum OPED, skrifstofu Evr- ópusambandsins. Efni fyrirlestr- ar hans er um metanol og etanol og jafnframt ræðir sérfræðing- urinn um stöðu þessara mála í Evrópu. Ráðstefnan endar síðan á pallborðsumræðum þar sem rædd verður framtíðarsýn um framleiðslu vistvæns eldsneytis á íslandi." Innlent elds- neyti sem mengar minna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.