Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stærðfræðin er tungumál náttúrunnar KVIKMYJVDIR Bfóbnrgin „PÍ“ ★★★ eftir Darren Aronofsky „PI“ er bandarískur vísinda- skáldskapartryllir sem gerður er af óháðum aðilum fyrir lítinn sem eng- an pen- ing en er betri en margur 100 milljón dollara Hollywoodtryllirinn. Darren Aronofsky heitir höfundur myndar- innar sem segir frá stærðfræðingi er vinnur við að finna númerakerfi innan verðbréfamarkaðarins á Wall Perlur Sigfúsar í Salnum FYRSTU tónleikar í áskriftar- röð Tíbrár í Salnum verða þriðjudagskvöldið 7. september kl. 20:30 og ber þá upp á fæðingardag tónskáldsins og heiðurs- borgara Kópavogs- bæjar, Sig- fúsar Hall- dórssonar. Það eru þau Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson sem flytja ýmsar af þekktustu perl- um Sigfúsar en auk þess leika þau og syngja ýmis atriði úr söngleikjum eftir Andrew Lloyd-Webber, Jerome Kern, Leonard Bernstein, Jerry Herman og Gíeorge Gershwin. Tónleikamir verða endur- teknir fímmtudagskvöldið 9. september kl. 20:30. Street sem hann getur notað til þess að segja fyrir um þróun mark- aðarins. Lífsmottó hans er eftirfar- andi: Stærðfræðin er tungumál náttúrunnar. Hann er sannfærður um að allt hér á jörðinni byggist á stærðfræðiformúlum og hvers vegna þá ekki verðbréfamarkaður- inn líka? Fleiri virðast hafa djúpan áhuga á því sem hann er að gera og koma við sögu strang- trúaðir gyðingar, fulltrúar fjármála- heimsins, gamli kennarinn hans og næstu nágrannar í blokkinni þar sem hann býr. Aronofsky byggir upp þessa spennumynd sína á frábærlega skemmtilegan máta. Stærðfræðing- urinn er einbúi og kvalinn af of- sóknarkennd svo hann hræðist allt það sem mætir honum utan dyra. Að auki á hann í heilmikilli innri baráttu vegna þeirrar snilligáfu sem hann hefur sem stærðfræðing- ur og þeirrar sífelldu leitar sem hún rekur hann í að svörum, að kerfum, að hinum dularfullu spírallaga fyrir- bærum sem eru allt í öllu í alheimi. Niðurstaðan er mynd sem kemur fjarska mikið á óvart. Hún er tekin á svart/hvíta fílmu og á David Lynch margt að þakka hvað varðar drungalega og fráhrindandi per- sónusköpun og niðumítt umhverfi. Ibúð snillingsins er vaðandi í skor- dýrum og hann þjáist af ofskynjun- um þar sem við sögu kemur manns- heilinn (kannski miðstöð hans eigin snilldar) og hin geðsýkislega ofsókn- arkennd í sambland við snilligáfuna gerir hann að furðufyrirbæri. Aronofsky tekst að setja fram mjög spennandi athuganir um stærðfræði og leitina að kerfum í náttúrunni, leitina jafnvel að guði og í leiðinni fjalla á skynugan hátt um ofsafengna togstreitu milli ein- staklingsins og gáfunnar sem hon- um er gefin í umhverfi sem verður sífellt myrkara og jafnvel á endan- um lífshættulegt. Aronofsky hefur búið til spírallaga frásögn úr stærð- fræðigátu sem er allt í senn spenn- andi, fróðleg og heillandi. Arnaldur Indriðason Jazzleikskóli barnanna Jazzballett 4-7 ara Skemmtilegur dans, þjálfun í líkamsburði, jafnvægi, teygjur og leikur. J azzballetnámskeið fyrir allan aldur. Góðar og styrkjandi æfingar fyrir líkamann - góðar teygjur og dansar. 14 vikna námskeið AP Munch á uppboð JUSSI Pylkkanen, deildarstjóri hjá Christies-uppboðsfyrirtæk- inu í London, sýnir máiverk Norðmannsins Edvards Munchs, „Madonna", í Berlín á fímmtudag. Málverkið, sem metið er á um 840 milljónir ísl. króna, verður sett á uppboð hjá Christies í London 7. október næstkomandi. Islensk listakona vekur atliygli í Hong Kong SÝNING Ingu Svölu Þórs- dóttur og kínverska lista- mannsins Wu Shanzhuan vakti athygli í Hong Kong nýlega. Sýningin var haldin í Hanart galleríinu og bar nafnið „Vege pleasures", en hún hlaut góð viðbrögð að sögn Ingu Svölu sem og jákvæð viðbrögð þarlendra fjölmiðla. Dagblaðið Hong Kong Standard beinir athygli sinni þó einna mest að ljósmyndinni „Para- dises“, sem sýnir listamennina nakta í ávaxtadeild þýsks stór- markaðar. En nekt er bönnuð með lögum í Hong Kong og kemur fram á forsíðu blaðsins að sýningin sé undir ströngu eftirliti Tela, stofn- unar sem sjái um leyfisveitingar sjónvarpsútsendinga og ákveðna ritskoðun fjölmiðlaefnis. I blaðinu kemur enn fremur fram að berist kvartanir vegna sýn- ingarinnar verði þær tekn- ar fyrir hjá nefnd sem skil- greini klám og annað óvið- urkvæmilegt athæfí. Engar aðgerðir fóru þó fram af hálfu Tela, en nokkrar kvartanir bárust vegna sýningarinnar að því er Inga Svala segir. „Lögin eru hins vegar nokkuð loð- in og því getur verið erfitt fyrir yf- irvöld að bregðast við þeim,“ bætir hún við og kveður sýninguna al- mennt hafa fengið jákvæða um- fjöllun, m.a. í viðtali sem Hong Kong Standard tók við hana og Shanzhuan. „Paradises" var meðal þeirra verka sem voru á sýningunni Flögð og fögur skinn í Nýlistasafninu í fyrra. Inga Svala Þórsdóttir Kór Flensborgarskóla. heQast 11. september Kennt er í Baðhúsinu - Innritun í síma 553 0786 milli kl. 13.00 og 18.00. Skólakór KÓR Flensborgarskólans í Hafnarfírði heldur tónleika í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn flytur hluta efnis- Hásölum skrár sinnar frá síðastliðnu vori, en þá tók kórinn þátt í al- þjóðlegu kóramóti í Portúgal. Söngstjóri kórsins er Hrafn- hildur Blomsterberg. Einsöngstón- leikar í Há- sölum og Bolungarvík SIGRÚN Pálmadóttir sópran- söngkona heldur einsöngstón- leika í Hásölum (safnaðarsal Hafnarfjarð- arkirkju) þriðjudags- kvöldið 7. september kl. 20.30 og í Félagsheim- ilinu Víkur- bæ í Bolung- arvík fimmtudag- inn 9. sept- ember kl. 20.30. Und- irleikari á tónleikunum verður Iwpna Jagla. A efnisskránni eru m.a. ís- lenskir ljóðasöngvar eftir Sig- valda Kaldalóns, næturljóð eft- ir þrjá höfunda, Richard Strauss, Benjamin Britten, og Alban Berg, og einnig verða flutt norræn ljóð eftir Grieg og Sibelius. Flutt verða atriði úr óperum, s.s. arían Juliette úr Rómeó og Júlíu. Sigrún hóf ung tónlistarnám við Tónlistarskóla Bolungar- víkur og lauk þaðan 5. stigi í pí- anóleik. Söngnám stundaði hún við Tónlistarskólann á Akur- eyri og hóf nám við Söngskól- ann í Reykjavík árið 1996 og lauk burtfararprófi (Advanced Certificate) sl. vor. Sigrún hefur starfað með Nemendaóperu Söngskólans undanfarin tvö ár og m.a. tekið þátt í uppfærslum á Töfraflaut- unni, þar sem hún söng bæði hlutverk Fyrstu dömu og Papagenu og í Leðurblökunni, þar sem hún fór með hlutverk Adele. Hún er félagi í Kór ís- lensku óperunnar, og tók þar þátt í uppfærslum á Turandot og Leðurblökunni sem var á fjölum óperunnai- sl. vor. Hún hefur komið fram sem ein- söngvari við ýmis tækifæri og hélt hádegistónleika ásamt Iwonu Jagla í Norræna húsinu í febrúar sl. Sigrún stefnir nú á fram- haldsnám í Þýskalandi og fer utan í lok september. Iwona Jagla er kennari við Söngskólann í Reykjavík. Björg Þórhallsdóttir og Daníel Þorsteinsson. Ljóða- tónleikar á Austurlandi BJÖRG Þórhallsdóttir sópran- söngkona og Daníel Þorsteins- son píanóleikari halda ljóðatón- leika í safnaðarheimili Norð- fjarðarkirkju í kvöld, sunnu- dag, og í Egilsstaðakirkju mánudaginn 6. september. Tónleikamir hefjast báðir kl. 20.30. A efnisskránni er ein- göngu trúarleg tónlist er spannar yfir 300 ár í tónlistar- sögunni. Meðal höfunda eru Ami Thorsteinsson, Sigvaldi Kaldalóns, Jón Leifs, Hándel, Schubert, Dvorák, Barber og Copland. Björg og Daníel fluttu sömu efnisskrá við setningu Kristni- hátíðar á íslandi á Kirkjulista- viku í Akureyrarkirkju í apríl sl. Signín Pálma- dóttir sópran- söngkona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.