Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 27
ans) og póstmódernistarnir ganga
langt í þessa átt. Hins vegar er
spurningin sú, hvort maðurinn er
sem einstaklingur ætíð óháður til-
teknu samhengi og hvort til séu
reglur sem einnig eru óháðar sam-
hengi. Þetta eru viðhorf sem rædd
eru nú á dögum.“
- Eru þessi viðhorf samrýman-
leg, eða eru þau ósættanlegar and-
stæður?
„Ég held að það sé mögulegt og
leyfilegt að líta á þetta sem tvö við-
horf sem stangast á. En ef nánar er
að gáð myndi ég segja að finna megi
samsvaranir, og það er einmitt það
sem ég er núna að vinna að - þessar
samsvaranir á milli algildisviðhorfa
og samhengisviðhorfa."
- Er mikilvægara að finna slíkar
samsvaranir en að etja viðhorfunum
saman og komast að því hvort ann-
að er rétt og hitt er rangt?
„Ég held að hvort tveggja sé í
tvennt. í fyrsta lagi að segja að ein-
ungis sé um að ræða þessi tvö við-
horf, og þau séu ætíð andstæður.
Hins vegar verður maður að vara
sig á því að segja að allir kettir séu
gráir, það er að segja að allt sé ein-
hvemveginn mitt á milli; þá verða
hugmyndir manns óljósar. I heim-
speki er mikilvægt að hafa hvort
tveggja í huga.“
Heimspekisagan hefur komið út í
fímm útgáfum og hafa verið gerðar
breytingar á henni frá einni útgáfu
til annarrar. Skirbekk þvertekur
ekki fyrir að að einhverju leyti sé
bókin enn í smíðum. Hún var skrif-
uð á nýnorsku, síðan þýdd á dönsku
og sænsku, þá þýsku og á norskt
bókmál. Einnig mun ensk þýðing
vera í bígerð.
„Ég er stoltur af þýsku þýðing-
unni,“ segir Skirbekk, „vegna þess
að Þjóðverjar eru sérfræðingar í
sögu heimspekinnar, þannig að
Þannig getur maður orðið of
ákveðinn í eigin afstöðu og eigin
spurningum, án þess að gagnrýna
sjálfan sig nóg og efast nóg um
eigin afstöðu. Og þá getur maður
ekki lært mikið af öðrum.
rauninni mikilvægt. Kannski er það
þetta sem er undarlegt við heim-
spekina - að maður getur skipt um
sjónarhorn. Ég held að það sé mikil-
vægt að átta sig á því að það eru tvö
viðhorf og það er hægt að einblína á
þau sem tvö viðhorf. Slíkt hefur til-
gang, rétt eins og það hefur tilgang
að sjá að eitthvað er heilbrigt og
annað sjúkt. Tilgangurinn er að
hafa skýr hugtök.
Flest heyrum við hvorki alger-
lega undir annað viðhorfið né hitt,
heldur erum einhversstaðar mitt á
milli. Þannig að þótt segja megi að
það sem er áhugaverðast sé að finna
einhverstaðar mitt á milli þessara
viðhorfa þá er mikilvægt að halda
þessum hugmyndum hreinum til að
hafa skipulag á hugsuninni.
En hér þarf maður að forðast
þetta er eiginlega eins og að selja
Japönum bíla.
En ég held að það hafi eitthvað
með að gera þennan norræna hæfi-
leika til bókmenntalegs frásagnar-
stfls, í staðinn fyrir þann
háakademíska. Að geta talað við
fólk. Ég held að það sé ein ástæðan
fyrir því að bókin hefur gengið vel á
þessum mörkuðum, meðal annars
þeim þýska. Bókin verður prentuð á
rússnesku í nóvember og búið er að
þýða hana á kínversku.“
Hefðbundin saga
„Bókin er hefðbundin saga vest-
rænnar heimspeki, hefst með Forn-
grikkjum og lýkur í nútímanum. Að
því leyti er hún reyndar frábrugðin
mörgum heimspekisögum sem enda
á Kant eða Hegel. Ég held það sé
EG GET
námskeiðin
eru leiðarvfsir á Iffsgleði________________________
Ný og framsœkin námskeið
fyrir krakka og unglinga frá Zig Ziglar þjálfunarfyrirtœkinu
Bandaríkjunum
AÐ VIRKJA HÆFILEIKA
Megintllgangur námskeiðanna er aö kenna þátttakendum raunhœfar og
einfaldar aðferöir til að virkja hœfileika sína til hámarksárangurs.
Undlr stjórn sérþjálfaðra kennara Fjölmenntar lœra þátttakendur að taka á
öllum helstu þáttum lífsins, s.s. lífssýn, sjálfsmynd. samskiptaaðferðum, jákvœðu
hugarfari, heilþrigðum lífsháttum. markmiðssetningu, vinnusemi, að virkja
löngun og eldmóð og aö vera virkir samfélagsþegnar.
LENGD NÁMSKEIÐA
Námskeiðln standa yfir í 6 vikur í senn. Kennt er tvisvar í viku í 2 klst hvert sinn.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
á skrlfstofu okkar í síma 5 100 900 á milli 9.00 og 17.00
UMBOÐSAÐILI „ZIG ZIGLAR TRAINING SYSTEMS" Á ÍSLANDi
/ FJOLMENNT ehf
Skeltunnl 7,2.H., 108 Reykjavfk, slml 5100 900, fax 5100 901, tðlvupóstur: brela«k@ismennt.ls
mjög mikflvægt að segja frá því sem
nýjast er, stöðunni eins og hún er í
raun og veru.
I öðru lagi má segja að þetta sé
eins konar milliganga og þess vegna
er mikilvægt að skrifa ætíð með það
í huga að lesandinn er nútíma ein-
staklingur. Viðmiðunin er því nú-
tíminn, bæði hvað varðar innihaldið
og frásagnarháttinn.“
- Hefurðu lesandann alltaf í
huga þegar þú skrifar?
„Já, ákaflega mikið. Ég er ekki að
skrifa fyrir sérfræðingana, þeir vita
þetta allt nú þegar. Eg skrifa fyrir
þá sem hafa áhuga, bæði á heim-
spekisögu og á sinni eigin hugsun.
Og hugsun þeirra er í veröld nútím-
ans. Margar af þeim hugmyndum
sem við höfum núna eru að hluta til
arfleifð úr heimspekisögunni. Ég tel
mikflvægt að draga fram samræðu
milli okkar tíðar og eldri tíðar.
I Heimspekisögunni hefur enn-
„Það kann að vera breytilegt frá
einum stað til annars. En almennt
talað held ég að það sé eitthvað við
þekkingarfræðina sem gerir að
verkum að það er erfitt að snið-
ganga hana. Það má segja að innan
þekkingarfræði og verufræði liggi
grundvallarspurningar sem ekki er
hægt að virða að vettugi.“
Falleinkunn Aristótelesar
„Ég held að það sé ógemingur
að skrifa sögu heimspekinnar án
þess að setja þekkingarfræði í önd-
vegi, en það er ekki ráðlegt að
skrifa slíka sögu eingöngu um
þekkingarfræði. Ég held að sumir
rökgreiningarheimspekingar hafi
kannski gert það. Til dæmis má
nefna kennslubók eftir O’Connor
sem skrifar um Aristóteles eins og
Aristóteles eigi að taka próf hjá
O’Connor í Oxford, og Aristóteles
fellur. En af hverju ættum við þá
Kannski er gott að vera
menntamaður á útivelli. Maður
tekur hlutunum ekki sem gefnum,
og maður fer varlegar. Maður er
spurull. Spurull um það sem
heimamenn taka sem gefnu.
fremur verið lögð áhersla á stjórn-
málaheimspeki. Frá tímum Éorn-
grikkja gegnum miðaldir og End-
urreisnina, til dæmis Machiavelli,
og allar götur til nútímans. Við
fjöllum um fasisma og kommún-
isma. Hér er því ekki bara fjallað
um þekkingarfræði og siðfræði.
Það er dálítið óvenjulegt.
Þá er líka fjallað um raunvísinda-
lega og hugvísindalega hugsun. Við
höfum því víkkað hið heimspekilega
samhengi þannig að rúm sé fyrir
ekki einungis stjórnmálahugsun
heldur einnig vísindalega hugsun.
Ég held að bókin sé kannski ein-
stök að því leyti að við tökum hug-
vísindin með í reikninginn."
- Telurðu að þekkingarfræðin
hafí kannski notið óeðlilega mikill-
ar athygli hjá heimspekingum?
að hafa áhuga á Aristótelesi ef
hann var svoná mistækur?
Ég held að O’Connor hafi mis-
tekist að útlista það samhengi sem
Aristóteles var í og þær spurningar
sem Aristóteles var að fást við og
hvert var mikilvægi þeirra spum-
inga.
Þannig getur maður orðið of
ákveðinn í eigin afstöðu og eigin
spurningum, án þess að gagnrýna
sjálfan sig nóg og efast nóg um eig-
in afstöðu. Og þá getur maður ekki
lært mikið af öðrum.
Kannski gerist það stundum að
mikilvægi þekkingarfræðinnar ýtir
öðrum þáttum til hliðar. Fyrir
Forngrikki var stjórnspeki svo
sannarlega mikilvæg, hún var hluti
af siðfræði og maðurinn var hluti af
samfélaginu. Þeir gerðu heldur
ekki skarpan greinarmun á stjórn-
speki og öðrum vísindum. Sá mun-
ur kom ekki til sögunnar fyrr en
seinna, þegar hvers konar sérhæf-
ing varð til. En ég held að það sé
mikilvægt að átta sig á því hvernig
þetta tengist.“
- Heldurðu að til sé eitthvað í
heimspeki sem kalla mætti nor-
ræna hefð?
„Það má segja að nú á dögum sé
allar gerðir heimspeki að finna á
Norðurlöndum. Það er kannski dá-
lítill áherslumunur milli landa, en
það má finna allt. Að því leyti erum
við póstmódernískari en nokkrir
aðrir.
Ég held að norrænir heimspek-
ingar hafi yfirleitt staðið sig vel.
Þeir eru frá litlum löndum, er að
miklu leyti ógerlegt að nota eigin
tungumál og verða að fara til út-
landa og þurfa að keppa, svo mað-
ur noti líkingarmál úr fótbolta, á
útivelli.“
Efast með stórum orðum
„En það er líka eitthvað sérnor-
rænt í stflnum, sem ég hef tekið
eftir þegar ég hef verið í Frakk-
landi og Þýskalandi. Ég á marga
vini í þeim löndum og það er auð-
velt að ræða við þá því þeir eru
góðir heimspekingar. En það er
einhver sjálfliverf efahyggja varð-
andi eigin tungumál sem ég held að
sé einkennandi fyrir norræna
heimspeki.
Kannski er þetta komið frá
Kierkegaard. Maður fer varlega.
Maður veit af þeim vandamálum er
búa í því sem maður er að segja;
maður hefur ekki tilhneigingu til
kreddufestu. Þetta er eins konar
vitund um að maður á erfitt með að
tjásig.
Ég verð mjög þreyttur á frönsk-
um málskrúðsmönnum; ég verð
mjög þreyttur á hinum stóru hug-
tökum Þjóðverjanna - jafnvel þeg-
ar þeir efast efast þeir með stórum
orðum. Arne Næss sagði svipaða
sögu um Oxfordheimspekingana.
Hann var þar sem gestur. Það er
eitthvað við litlu orðin, tilfinning-
una fyrir litlu orðunum og mikil-
vægi litlu orðanna, sem er kannski
það sem er sérstakt við norræna
heimspeki.
Og háð. Kannski ekki mikið, en
þó nóg til að fá fjarlægð á það sem
maður er að segja. Þetta kann að
tengjast því, að maður er alltaf á
heimavelli annarra og að nota
tungumál annarra. Kannski er gott
að vera menntamaður á útivelli.
Maður tekur hlutunum ekki sem
gefnum, og maður fer varlegar.
Maður er spurull. Spurull um það
sem heimamenn taka sem gefnu.
Ég held að þetta sé hollt. Við er-
um póstmódernísk án þess að hafa
hnignað. Það má líka nefna eitt
enn, og það tengist hefðinni fyrir
almennri menntun, og það er, að
við skömmumst okkar ekki fyrir að
tala við hvern sem er, og það er
enginn virðingarauki í því að skrifa
svo flókið mál að næstum enginn
geti skilið það.“
Vita-A-Kombi
andlitslínan
Svissneska lækninum og vísindamann-
inum dr. Paul Herzog tókst eftir áratuga
rannsóknir að binda súrefni í fast form.
Eitthvað sem engum öðrum hefur enn
tekist að gera. Afraksturinn eru súrefnisvörur Karin
Herzog sem byggja á tveimur alheims einkaleyfum,
þar sem Vita-A-Kombi andlitskremin eru horn-
steinninn. Vita-A-Kombi andlitskremin hafa eigin-
leika sem eru óþekktir í öðrum snyrtivörum, því í
þeim er sameinað bundið súrefni og hlutlaust A-
SúrefnisvörurN
Karin Herzog '
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Kynningar í vikunni
Mánudagur 6. september:
Breiðholts Apótek kl. 14—18
Hafnarfjarðar Apótek kl. 14—18
vítamin sem gefur bylting-
arkenndan árangur í
uppbyggingu og vörn
húðarinnar. Uppfinn-
ingar dr. Paul Herzog
m greina súrefnisvörur
-5& Karin Herzog frá öll-
um öðrum snyrtivör-
um. Allar húðteg-
undir ná sínu
besta fram.
Þriðjudagur 7. september:
Rima Apótek kl. 14—18
Fimmtudagur 9. septemben
Hagkaup Kringlunni kl. 14—18
Föstudagur 10. september:
Hagkaup Kringlunni kl. 14—18
Hagkaup Smáratorgi kl. 13—17
Hagkaup Akureyri kl. 14—18
Laugardagur 11. september:
Hagkaup Kringlunni kl. 14—18
Hagkaup Smáratorgi kl. 13—17
Á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi nærðu
jafnvel enn skjótari árangri.
Hringdu í Önnu Maríu í s. 698 0799/565 6520.