Morgunblaðið - 05.09.1999, Side 39

Morgunblaðið - 05.09.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 39 , ————— "i ■■■ honum af hjarta ég treysti, hann mýkir dauðans hníf. Eg lifí í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgímur Pétursson) Elsku Lára mín, sem stóðst eins og hetja seinustu árin við hlið afa og hjúkraðir honum af alúð, megi Guð blessa þig fyrir það og veita þér styrk. Og elsku mamma, Svava og Heiða, ég veit að seinustu mánuðir hafa verið ykkur erfiðir og nú er söknuðurinn mikill, en ég veit að Guð mun veita ykkur styrk í sorg- inni. Takk fyrir allt afi minn. Ásdís, Haukur, Dagmar Una. Elsku afi minn. Sá dagur rennur upp hjá okkur öllum er við kveðjum þetta líf. Lífið sem Guð gaf okkur, lífið sem Guð hefur ætíð leitt okkur í gegnum og verið okkur nálægur bæði í gleði og sorg. En þó svo að lífið taki enda er sálin ávallt til staðar. Sú sál sem Guð gaf okkur lifir með okkur alla tíð þó að það sýnilega hverfi. Hið sýnilega deyr - hið ósýnilega er ei- líft. Og þannig bar það að hjá þér elsku afi minn hinn 19. ágúst sl. er þú kvaddir þennan heim. Þennan harða heim sem hafði reynst þér svo erfiður þessi seinustu ár þín á meðan þú lifðir. En þrátt fyrir alla þessa erfiðleika, þennan sjúkdóm sem eitt sinn bar að dyrum varstu ávallt sterkur sem stál. Hjarta þitt svo sterkt að lítt fékkst ráðið við það. En það kom að því að vindur- inn hvein og nú þegar þú ert farinn, farinn upp til himna þar sem þú loksins hvílir í friði og ró, vitum við það öll að nú líður þér vel. En þó svo að líkami þinn sé lagstur til hinnai- hinstu hvílu er sálin ekki bú- in að yfirgefa okkur, sál þín á eftir að vera með okkur þar til við deyj- um sjálf. Mér þótti alltaf mjög vænt um þig sem afa minn þó svo að við vær- um aldrei mjög náin. Eg þekkti þig aldrei mikið en ég vissi þó alltaf að þú barst hlýjan hug til mín eins og allra þinna barnabarna. Pú hefur átt þína erfiðu daga. Þegar þú misstir ástvini þína hvem á fætur öðrum náði sorgin völdum hjá þér. En þrátt fyrir þessa miklu sorg gafstu aldrei upp. Þú horfðist í augu við staðreyndirnar og hélst áfram út í lífið, einn með litlu dætur þínar, sem nú voru móðurlausar. En þegar þú hittir Láru blasti hamingja og gleði aftur við þér. Þið færðuð hvort öðru ást og umhyggju og þú hefur ef til vill fengið nýja sýn á lífíð. Eft- ir að þú veiktist var hún þér einnig mikill styrkur. Hún hugsaði um þig dag og nótt og það kom ekki sá tími að hún væri ekki hjá þér. Við eram því afar þakklát henni fyrir hve dugleg og hlý hún var afa okkar og við vitum það öll að hann var mjög ríkur að eiga hana að. En nú þegar hin eilífa kyrrð hef- ur tekið við hvílir þú á þeim stað er þú varst fæddur og uppalinn. Þú hvflir í sveitinni þinni fyrir norðan, sveitinni sem þú elskaðir og dáðir meira en allt annað. Við vitum það öll að þú hefðir ekki viljað hvíla ann- ars staðar en þar, í þessari fallegu sveit þar sem há fjöllin ber við heið- an himin og loftið ávallt svo hreint og tært. Nú hvílir þú þar, elsku afi minn, í friði og ró í faðmi Guðs þar sem þér mun ætíð líða vel. Hafðu, Jesús mig í minni, mæðu og dauóans hrelling stytt, börn mín hjá þér forsjón finni, frá þeim öllum vanda hritt, láttu standa á lífsbók þinni líka þeirra nafn sem mitt. (Hallgrímur Pétursson.) Fyrir hönd mína og systkina minna, Sandra Björk Björnsdóttir. HELGI ENOKSSON + Helgi Enoksson fæddist í Reykjavík 27. októ- ber 1923. Hann lést á St. Jósefsspítala 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 16. ágúst. Það er sjónarsviptir að Helga Enokssyni, hann setti svip á sam- tíð sína og þó sérstak- lega á Hafnarfjörð þar sem hann lifði og starfaði, og bjó til æviloka. Áratug- um saman gekk hann í öll hús, bæði íbúðarhús sem önnur, í bæn- um og nágrenni, og las þar af raf- magnsmælum. Mælar þessir eru á ólíklegustu stöðum í hýbýlum fólks og ekki alls staðar auðvelt að kom- ast að þeim. Þessar þrautir og margar fleiri leysti Helgi af hendi með hæversku og lipurð, þó sjálfur væri hann fyrirferðarmikill nokk- uð. Þetta er vandasamt starf og ekki á aUra færi, en miðað við allan þann fjölda fólks sem hann hafði samskipti við í starfi sínu aflaði hann sér almennra vinsælda. Helgi bar sérkenni sín vel og vakti athygli hvar sem hann fór, vörpulegur á velli og viðmótsþýður að jafnaði, við ókunnuga var hann ekki skrafhreifinn, en við þá sem hann þekkti og geðjaðist að gat honum orðið skrafdrjúgt, venju- lega í góðu skapi, en mæðusamur í tali þegar illa gekk. Hann var bet- ur menntaður en almennt gerðist með fólk af hans kynslóð í alþýðu- stétt. Verslunarskólagenginn og með iðnskólapróf, sem fullgildur rafvirki. Þó að hann léti ekki mikið yfir sér bar hann gott skynbragð á ritað mál og var vel lesinn í því sem hann taldi góðar bókmenntir, en hafði sínar skoðanir á því, sem hann taldi ekki þess virði, að væri lesið. Það sem einkenndi Helga mest, þrátt fyrir góða greind, var bamaskapur hans og hrekkleysi. Hann svaraði að jafnaði ekki fyrir sig, ef að honum var vegið, heldur gekk þegjandi í burtu. Hann var einfari sem hélt sig að mestu utan við hringiðu daglegs lífs, kvæntist ekki, en eignaðist tvær dætur sem báðar eru á lífi. Helgi var góður vinnufélagi, prúður maður í dagfari og það var gott með honum að vera. Sá sem hér heldur á penna var samstarfsmaður hans hjá Rafveitunni í tólf ár, það samstarf var allt á eina lund og ég held að öllum sem störfuðu með honum, hvort sem það var í lengri eða skemmri tíma, hafi verið hlýtt til hans. Ég minnist þess ekki að Helgi kvartaði yfir lágum launum eins og algengt er með fólk í láglaunastörfum, sem þarf að leggja mikið á sig, þó að hann eyddi oft tómstundum sínum, til þess að geta skilað starfinu bet- ur unnu. Hann var mjög „lokaður“ maður, það var helst á kvöldin ef við urðum báðir seinir fyrir, sem einfarinn opnaði skjáinn og tjáði sig um eigin hagi. Lengst af fór hann fótgangandi um bæinn, veitusvæðið nær líka yf- ir Bessastaðahrepp og hluta Garðabæjar, og var á ferli alla daga. Síðasta ártuginn hafði hann bfl til umráða, enda hefur íbúðar- svæðið þanist út og íbúatalan margfaldast, bílinn kallaði hann Glæsi, bæði í gamni og alvöra. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Helga, samfylgdina og sam- vinnuna þakka ég með hlýhug, það hygg ég að aðrir starfsfélagar hans vilji gera einnig, þó að þeir hafi ekki tjáð sig um það opinberlega. Mér er kunnugt um að Helgi tók svari mínu þegar honum þótti ómaklega að mér vegið, fyrir það þakka ég nú þegar leiðir skilur. Ég set þessar línur á blað af því að ég vil ekki að hann liggi „óbættur hjá garði“. Forráðamenn Hafnarfjarð- ar hafa oft þakkað mönnum fjálg- lega vel unnin störf í þágu bæjarfé- lagsins, sem ekki eru að mínu áliti þakkarverðari en störf þau sem Helgi Enoksson vann á óeigin- gjarnan hátt í þágu samborgara sinna í Hafnarfirði. Blessuð sé minninghans. Jón Ólafur Bjarnason. KRISTIN HANNESDOTTIR + Kristín Hannesdóttir fædd- ist á Bíldudal 1. október 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 19. ágúst. Elsku Bía amma. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systkinunum þegar við fóram til Reykjavíkur með foreldrum okkar. Þá gistum við oftast nær hjá þér og afa í Hamrahlíðinni og eru minningarnar margar og góðar. I Hamrahlíðinni höfðum við alltaf nóg fyrir stafni, fórum í fótbolta úti í garði, spilað var bobb inni í borðstofu og svo var alltaf spennandi að fara í litla baðið ykkar með sætinu. Eflaust var oft hávaðasamt og mikill ærslagangur þegar við vorum að hlaupa um og fikta í rennihurðinni, en aldrei munum við eftir að þú hafir svo mikið sem hækkað róminn við okkur. Þú varst alltaf svo brosmild, góð og hlý. Þegar við systkinin fórum í heimavistarskóla í Reykholti fórum við reglulega í helgarleyfí til Reykjavíkur og þá gátum við alltaf gengið að því vísu að heimili þitt stóð okkur opið. Þó svo þú vissir ekki af komu okkar vorum við varla komin inn úr dyi-unum þegar þú varst búin að reiða fram veislu- borð, alltaf var nóg til af kræsing- unum hjá þér. Uppáhaldið hjá flestum barnabörnunum var hin góða bananaterta sem þú varst snillingur að baka. Þegar við eign- uðumst svo okkar börn og komum með þau í heimsókn til þín var svo gaman að sjá hvað þú varst stolt yfir langömmubörnunum þínum. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar þær stundir sem við fengum að vera með þér. í framtíð- inni verður gott að ylja sér við allar þær yndislegu minningar sem við eigum um þig og okkur finnst gott að hugsa til þess að nú líður þér vel þar sem þú ert komin til Friðriks afa sem þú ert lengi búin að sakna. Þórarinn, Kristín og Elfar Logi. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Sonur minn, BRYNJAR SVAN SIGFÚSSON, Þverholti 26, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 31. ágúst. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. september kl. 15.00. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðrún Sigurðardóttir. t Dóttir mín, eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR, Skipholti 56, sem lést aðfaranótt mánudagsins 30. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudag- inn 7. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Ingveldur Jóna Jónsdóttir, Bjólu, Hrafnkell Ársælsson, Óskar Hrafnkelsson, Sigurlaug Þóra Guðnadóttir, Ágúst Hrafnkelsson, Helga Stefánsdóttir og barnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og stuðning við andlát og útför eiginmanns míns og föður, DAVIDS MICHAELS ALBERTS, sem lést í Bandaríkjunum þann 28. apríl sl. Birna Blöndal Albert, Michael Gísli Albert. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru, yndislegu dóttur, systur, barnabarns og frænku, KRISTÍNAR ÞÓRU ERLENDSDÓTTUR, Hlíðarhjalla 69, Kópavogi. Ykkar vinátta er okkur mikill styrkur og huggun. Guð blessi ykkur öll. Sérstakar þakkir til SKB fyrir ómetanlegan stuðning. Elfa Björk Vigfúsdóttir, Erlendur Atli Guðmundsson, Egill Örn Júlíusson, Ólöf Ósk Erlendsdóttir, Vigfús Ingvarsson, Guðrún Sigríður Ingimarsdóttir, móðursystkini, fjölskyldur þeirra og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, PÁLS KR. STEFÁNSSONAR auglýsingastjóra, Blómvangi 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Anna Guðnadóttir, Hildur E. Pálsson, Guðný Ólafía Pálsdóttir, Kári Ingóifsson, Stefán Pálsson, Anna Marfa Káradóttir, Guðni Páll Kárason, Hjördís Ylfa Stefánsdóttír, Stefanfa Stefánsdóttir, Björn Valgeirsson, Stefán H. Stefánsson, Jórunn Magnúsdóttir, Kittý Stefánsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Valur Ásgeirsson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.