Morgunblaðið - 05.09.1999, Side 40
40 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999
ý---------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGFÚS
SIGURÐSSON
OSWALDS
si'mi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
ADAi.srR/i:ri 4u • 101 rlykjavík l
starf og kórstarf og
voru virk í leikjum
okkar í hverfínu. Sig-
fús sýndi okkur krökk-
unum alltaf mikla góð-
vild og áhuga. Eftir-
minnilegt er þegar
hann, einn af fáum
fullorðnum, kom á
leiksýningu sem haldin
var í kjallaranum
heima. Þar var þá sýnt
frumsamið leikrit sem
krakkarnir í götunni
höfðu æft. Þá fannst
okkur mikið til okkar
koma þegar Sigfús
með bros á vör reiddi fram 50
aurana sem krafist var í aðgangs-
eyri.
Seinna þegar þau hjónin ráku
veitingastaðinn Þrastalund í nokkur
sumur með börnum sínum fékk ég
vinnu hjá þeim. Það var lærdóms-
ríkt. Mikill metnaður var lagður í að
allt væri vel gert og til fyrirmyndar,
bæði veitingar, umhverfi og mót-
taka gesta. Oft var glatt á hjalla
þessi sumur. Mig minnir að það hafi
verið á Þrastalundarárunum sem
hið svokallaða „pu-u“ hóf göngu
sína. Sigfús tók virkan þátt í þessu
gríni ungdómsins, okkur til mikils
gamans, og sýndi þar milda leikni.
Eins og gerist og gengur þá
skildu leiðir um tíma, ég fór í skóla
til Reykjavíkur, Þau fluttust vestur
til Stykkishólms á æskuslóðir Sig-
fúsar. Þegar ég síðar settist að í
Stykkishólmi, langt frá minni
heimabyggð, var það mér mikill
styrkur að eiga þar þessa gömlu
góðu vini, reyndar tel ég þau eiga
mikinn þátt í að svo fór. Sigfús og
Esther, mín gamla vinkona Maja
og dóttir hennar, afastelpan Heiða,
voru mér þá eins og önnur fjöl-
skylda. Þangað gat ég leitað með
hverskonar vandamál og kvabb
ungrar húsmóður, hvort sem það
varðaði suðu á nýjum rauðmaga,
uppskriftir að jólakræsingum eða
+ Sigfús Sigurðs-
son fæddist á
Hofsstöðum, Mikla-
holtshreppi, Snæ-
feiisnesi 19. febrúar
1922. Hann Iést 21.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Selfoss-
kirkju 27. ágúst.
Sigfús Sigurðsson
varð einn af föstu
- punktunum í tilverunni
þegar ég, fjögurra ára,
fluttist með foreldrum
mínum og systrum á
Skólavelli 10 á Selfossi. Fljótlega
kynntist ég Maju, sem var sex ára
og átti heima á Skólavöllum 2. Hún
átti einn yngri bróður, einn eldri
bróður og þrjár eldri systur.
Mamma hennar var Esther hár-
greiðslukona. Pabbi hennar átti
Skoda og var oftast kallaður Fúsi í
Kaupfélaginu.
Mér var strax vel tekið sem vin-
konu í fjölskyldunni og fljótt skynj-
aði ég hvað innan fjölskyldunnar
ríkti mikil vinátta og glaðværð.
Þangað var alltaf gott og gaman að
• koma. Það var greinilegt að vina-
hópur barnanna á heimilinu var
stór og þangað var hann líka vel-
kominn. I fjölskyldunni var mikill
bókaáhugi og íþróttaáhugi, heimilið
var fallegt og garðurinn líka með
fjölbreyttri blóma- og trjárækt.
Krakkarnir stunduðu frjálsar
íþróttir, sund og fótbolta, skáta-
LÍKKJSTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Altan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blómustofa
Friðjtnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
y -• ■; ’„■'•• j i
Þegar andlót ber að höndum
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara
ó höfuðborgarsvæíinu. Þar starfa nú 15 manns
við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúélegþjánusta sem bygglr á langrl reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð2-Fossvogi-Sími 551 1266
barnagæslu. Synir mínir minnast
þess ennþá hve gott var að koma til
þeirra.
Sigfús var alla tíð mikill áhuga-
maður um íþróttir og átti sjálfur
frægðarferil sem íþróttamaður. Ég
var ekki há í loftinu þegar ég fyrst
fékk að líta verðlaunapeninginn
sem hann fékk á Ólympíuleikunum
1948. Mörgum árum seinna, þegar
annar sonur minn átti að vinna
verkefni í grunnskólanum um
Ólympíuleikana, sagði hann bekkj-
arfélögum sínum stoltur frá þessu
afreki Sigfúsar vinar síns og því að
hann hefði einnig séð þennan dýr-
grip.
Þegar Sigfús og fjölskylda flutt-
ist til Reykjavíkur myndaðist stórt
skarð, ekki bara hjá mér, heldur
hjá bæjarbúum öllum. Þau hjónin
settu sterkan svip á samfélagið í
Stykkishólmi, alveg eins og á Sel-
fossi áður. Með Sigfúsi hvarf einn
af föstu áhorfendunum á íþrótta-
kappleikjum bæjarins og er hans
ennþá minnst þar. Hans er einnig
minnst sem öflugs Lionsmann, góðs
söngmanns, bridge-spilara, garð-
yrkjumanns og gestgjafa. Síðast en
ekki síst er hans minnst sem góðs
vinar og samborgara.
Ég sendi Esther og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur mín-
ar og fjölskyldu minnar og bið Guð
að blessa minningu Sigfúsar Sig-
urðssonar.
Jóhanna Guðmundsdóttir.
Mikill og merkur maður hefur
kvatt okkur að sinni. Það er hugg-
un harmi gegn að vita að hann
kemur til með að vaka yfir sínum
nánustu um ókomna tíð, því að ekk-
ert var honum mikilvægara en
gæfa og gengi stóru fjölskyldunnar
hans. Þegar Sigþór maðurinn minn
kynnti mig fyrst fullur stolts fyrir
„afa í Hólminum“ varð mér það
strax ljóst að þarna var enginn
venjulegur maður á ferð. Hann var
óvenju rólegur og yfirvegaður á all-
an hátt, og frá honum streymdi ör-
yggi og hlýja. Ég komst að því er á
leið að líklega eru fáir menn sem
njóta jafnmikillar virðingar og
væntumþykju fjölskyldu sinnar og
Sigfús. Hann var stoð og stytta
allra í fjölskyldunni á sinn rólega
hátt, og hégóma og tilgerð þekkti
hann ekki. Hann hafði þann eigin-
leika að geta alltaf séð skoplegu
hliðina á lífinu, og mikið má læra af
því. Ég vil þakka fyrir viðkynningu
af einstökum manni og bið Guð að
styrkja fjölskylduna í sorg sinni.
Sigrún (Silla).
RAGNAR
SIGURÐSSON
+ Ragnar Sig-
urðsson læknir
fæddist á Ljósa-
vatni í S-Þingeyjar-
sýslu 17. apríl 1916.
Hann lést á Land-
spítalanum 24.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Áskirkju
31. ágúst.
Það er sárt að
kveðja þá sem alltaf
hafa verið til staðar og
upplifa það að góðu
stundir bemskunnar
verða enn fjarlægari. Það var alltaf
efst á óskalistanum að fara í heim-
sókn til Rúnu og Ragnars þegar
farið var til Reykjavíkur. Þar átt-
um við margar góðar stundir um-
vafin þeim hlýleika sem einkenndi
þau bæði. Það var fátt meira
spennandi en að sitja við eldhús-
borðið í Sporðagrunninu, borða
rúnstykki og drekka Sinalco úr
flösku. Vera svo boðið í nefið í
dessert.
Glottsins og laumulega augna-
ráðsins verður sárt saknað, að
ógleymdum athugasemdunum sem
oft fylgdu. Það fylgdi því alltaf til-
hlökkun að kynna nýja vini eða
vinkonur fyrir Ragnari og fylgjast
með hversu langt hann gengi til að
fá fram eldrauðar kinnar hjá við-
komandi. Sem oftar
en ekki gekk fljótt og
vel.
Þið hjónin báruð af
hvar sem þið komuð,
svo ástfangin og natin
hvort við annað. Enda
vorum við systurnar
ekki gamlar þegar við
ákváðum að verða
svona „flott gömul
hjón“ eins og þið Rúna
voruð.
Elsku Ragnar okk-
ar, það er þó huggun
harmi gegn að loksins
ertu kominn aftur til
elsku Rúnu þinnar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Andrea, Gunnur
og Hjálmur Dór
INGIMARÍA ÞOR-
BJÖRG KARLSDÓTTIR
+ Ingimana Þorbjörg Karls-
dóttir fæddist á Draflastöð-
um í Fnjóskadal 15. janúar
1911. Hún lést á Sólvangi í
Hafnarfírði 20. ágúst siðastlið-
inn og fór útför hennar fram
frá Hallgrímskirkju 27. ágúst.
Hinn 27. ágúst sl. var til moldar
borin Ingimaría Karlsdóttir. Á
kveðjustundu leita á hugann minn-
ingar liðinna ára. Ingu hef ég þekkt
í áratugi og hefur aldrei borið
skugga á vinskap okkar. I fjölda-
mörg ár störfuðum við Inga saman
að félagsmálum í Kvenfélagi Hvera-
gerðis. Hún var heiðarleg, traust og
dugleg í öllu því sem hún tók sér
fyrir hendur. Saman spiluðum við
brids í spilaklúbbum og hafði ég af
því sérstaka ánægju því Inga var
ávallt skemmtileg og hvers manns
hugljúfi.
Aldrei gleymast okkur hjónunum
öll þau garðyrkju- og listamanna-
böll sem við fórum á með Ingu og
eiginmanni hennar Gunnari heitn-
um Bjömssyni. Að leiðarlokum
hugsa ég með gleði til þeirra stunda
sem við Inga áttum saman. Dætrum
Ingu og fjölskyldum þeirra votta ég
mína dýpstu samúð
Jytte.
RÓSA
BJÖRNSDÓTTIR
+ Rósa Björns-
dóttir fæddist í
Helli í Breiðadal 21.
júnf 1922. Hún lést
á Landakoti 13.
ágúst siðastliðinn
og fór útför hcnnar
fram frá Óháðu
kirkjunni 26. ágúst.
Ástkær frænka mín,
Rósa Bjömsdóttir, er
látin. Minningin um
hana mun ávallt fylgja
mér í lotningu. Rósa
lét sér mjög annt um
mig allt frá því ég leit dagsins ljós
og var í góðu sambandi við móður
mína. Ég dvaldi oft á heimili Rósu
og Kristjáns sem bam og á margar
góðar minningar frá þeim stundum.
Það var t.d. á heimili þeirra sem ég
hitti pabba minn í fyrsta sinn, en
hann er bróðir Rósu. Með ámnum
fækkaði fundum okkar, en þó vor-
um við alltaf í góðu sambandi,
þannig var hún t.d. ávallt með þeim
efstu á gestalistum hjá mér ef eitt-
hvað stóð til. Mér var það mikils
virði þegar Rósa var samferða mér
og fjölskyldu minni frá Homafirði
eitt sumarið og drengimir mínir
fengu tækifæri til að kynnast henni
í eigin persónu, en þeim fannst þeir
þekkja hana þar sem
ég talaði svo oft um
„Rósu frænku“. Síð-
ustu samvisir okkar
vom sl. sumar þegar
ég og dóttir mín vomm
í helgarfríi í Reykjavík
og heimsóttum Rósu.
Það var eins með dótt-
ur mína og synina forð-
um, hún varð heilluð af
þessari frænku sinni.
Ég vil með þessum
fátæklegu orðum
þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast Rósu
og þær stundir sem við
áttum saman, ég er rík manneskja
að hafa átt þessa góðu frænku að.
Ég og fjölskylda mín biðjum góð-
an Guð að blessa ástvini hennar.
Hinsta kveðja,
Iljördís Áraadóttir.
Elsku amma okkar. Við þökkum
fyrir þann tíma sem við fengum
með þér og allar góðu, fallegu minn-
ingamar sem við eigum eftir.
Við munum öll eftir pönnukökun-
um, grjónagrautnum, loftkökunum,
ísnum og súkkulaðinu, sem aldrei
mátti kalla kakó, sem við úðuðum í
okkur í hvert skipti sem við komum í
heimsókn. í öllum fjölskylduboðum
voru öll flottu skópörin þín rifin út úr
skápunum og mátuð og á örskammri
stundu var fjólubláa baðherberginu í
Furugerðinu breytt í hina fínustu
tölubúð þar sem þú varst ávallt
dyggasti viðskiptavinurinn.
I fjölskylduboðunum var alltaf
mikið að gerast og þá sérstaklega
fyrir jólin þegar við komum saman
og skárum út laufabrauð í tugatali.
Engin ein regla var um hvemig ætti
að skera út, þér fannst öll laufa-
brauðin voða falleg og smart, sama
hversu frumleg þau voru.
Það var alltaf mikið líf og fjör í
kringum þig og í einu skiptin sem
við vorum róleg var þegar við hlust-
uðum á Karíus og Baktus og svo á
kvöldin þegar við skriðum upp í
rúm og þú kenndir okkur allar fal-
legu bænirnar.
Elsku amma okkar. Við þökkum
fyrir hvem dag sem við lifðum með
þér og söknum þín hvem dag sem
við lifum án þín. Seinustu dagamir
voru erfiðir, en þú fékkst þína hvíld
og þó svo að þú sért farin lifirðu enn
í hjörtum okkar.
Um stræti rölti ég
og hugsa um horfinn veg
á kinnar mína heit falla tár.
Allt sem áður var eru nú minningar
Því aldrei aftur koma þau ár.
Hjarta sárt ég kenni saknaðar
er ég hugsa til þín
af því ég man er ég h'til var
hver kyssti tárin mín.
(G. Ægisson)
Þínar dótturdætur
Björt, Bylgja, Hera og Katla.