Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 41 MINNINGAR + Margrét Ingi- niundardóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1910. Hún lést á heimili sínu 14. ágúst síð- astliðinn og fór út- fpr hennar fram frá Askirkju 24. ágiíst. Til moldar hefur ver- ið borin, á 89. ald- ursári, elskuleg frænka mín, Margrét Ingi- mundardóttir, eða Magga eins og hún var ætíð kölluð meðal fólksins frá Litlahvammi. Magga var í miðjum systkinahópnum í Litlahvammi við Engjaveg, eldri en Heiða og Dúna, yngri en Inga og Toggi. Og nú við andlát Möggu eru systkinin frá Litlahvammi öll horfin af sjónarsviðinu. Magga fæddist og lifði alla ævi sína í Reykjavík, sann- ur Reykvíkingur. í Litlahvammi drakk hún í sig dálæti á söng og fögrum listum og bjó við ástríki foreldra sinna, Ingimundar og Þorbjargar. í Litla- hvammi ríkti gleði og nægjusemi þótt oft væri þröngt í búi og vistarverur litlar í lágreistum bæ. Þessi glaðværð og nægju- semi fylgdi Möggu alla ævi en með þessum eiginleikum, ásamt dugnaði og æðruleysi, yfirvann hún alla erfið- leika í lífinu, sigraðist á öllum þrautum. Hún eignaðist fjórar dætur með eigin- manni sínum, Ásgrími Ágústssyni, en hann var af listamannakyni, systursonur nafna síns Jónssonar listmálara. Ásgrímur var listhneigð- ur og listrænn maður, málaði, lék á orgel og deildi með Möggu ást á listum og menningu, hinu fagra í líf- inu. Hjónaband þeirra var innilegt og hamingjuríkt og á heimilinu ríkti glaðværð og friðsæld. Ásgrímur féll frá í blóma lífsins, sárt tregaður af eiginkonu og dætrum. Eftir lát Ás- gríms helgaði Magga dætrunum alla sína umhyggju og starfsorku. Þær urðu og móður sinni til sannrar ánægju í lífinu, allar gæfusamar og menntaðar konur; Sigríður Ágústa, rafmagnsverkfræðingur og hag- fræðingur, Kolbrún kennari, Ása Margrét hjúkrunarfræðingur, Inga Hlíf myndlistarmaður og í miðjum þessum fríða hópi var Magga eins og drottning í ríki sínu! Magga hafði mikla ást á bamabörnum sín- um og fylgdist stolt með þroska þeirra og uppvexti, en þau eru við andlát hennar níu talsins. Það var alltaf sérstök ánægja að hitta Möggu hvort sem var heima, í veislum eða á öðrum mannamótum og mér fannst hún alltaf sönn hefð- arkona, fáguð, víðsýn og vel að sér um alla hluti. Og nú hefur þessi elskulega frænka kvatt þennan heim eftir dagsverk sem margir gætu öfundað hana af. Það er með söknuði í hjarta, virð- ingu og þakklæti sem ég kveð mína góðu frænku, Möggu frá Litla- hvammi, í hinsta sinn. Farðu vel, frænka mín, og góða heimkomu. Steinar Harðarson. MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR + Anna Sigurðar- dóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit 9. nóvember 1910. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. ágúst siðastliðinn og fór útför hcnnar fram frá Akureyrar- kirkju 31. ágúst. Anna Sigurðardótt- ir, mamma, tengda- mamma, amma og langamma er látin. Hún er gengin í Guðs faðm en skilur eftir sig í hug okkar og hjarta minningar og tilfinningar um konuna sem tengdi okkur sem einn hóp. Við erum öll frá henni komin eða tengd. Anna Sig. í Norð- urgötunni, eða amma í Norró, var fyrst og fremst mamma og amma sem ól upp börnin sín og kom þeim til manns og veitti bamabörnum og bamabamabörnum sínum hlýjan faðm og gaukaði að þeim góð- gæti og öðm sem henni fannst þau hefðu not fyrir. Hún var góð manneskja. Ævi hennar var um margt eins og margra jafnaldra hennar. Það var mikið unnið við ýmisleg störf og stundum tekið á með hörkunni. Hún vann við bústörfin heima á Syðra-Hóli, hún vann sem húshjálp, við af- greiðslustörf og starfaði lengi í eld- húsi Sjallans og að síðustu í H-100; frá þeim stöðum kannast margir við hana. Hún var mikil hannyrða- kona, prjónaði mikið og má segja að hún hafi heklað fram á síðasta dag. Það var aðdáunarvert að sjá færni hennar með hekluprjóninn, hvemig hún töfraði úr fínasta garni dúka, kappa, gardínur, serví- ettuhringi og hvaðeina sem hugur hennar stóð til. Hún bakaði mikið og átti alltaf heimabakað sæta- brauð þegar gestir litu inn. Eld- húsið var sá staður á heimilinu þar sem flest fór fram, þaðan komu bestu kleinur veraldar, fiskibollur og bestu piparkökurnar. Þar dmkku menn kaffi daglangt og spjölluðu. Þar sameinuðust móðir og dætur í sláturtöku, laufabrauðs- útskurði og jólabakstri svo fátt eitt sé nefnt en hún vildi gjarnan hafa stelpurnar sínai' hjá sér í þessum verkum. Á þeim tíma er gosdrykk- ir vora ekki algengir átti hún alltaf flöskur með Vallasi í búrinu sínu, bamabörnum hennar til óblandinn- ar ánægju. Árin liðu og hún eltist eins og við öll hin. Það var gott að eiga hana að, vitandi að í Norður- götu 60 vora allir velkomnir. Þar var alltaf von á góðu. Nú er hún dáin en það er gott að eiga minn- inguna um hana. Megi Drottinn blessa minningu hennar og varð- veita. Fari hún í Guðs friði. Emilía Sigríður Sveinsdóttir, Finnur S. Kjartansson, Viðar Garðarsson, Geir Hólmarsson, Andri Gylfason og fjölskyldur þeirra. ANNA SIG URÐARDÓTTIR Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, HAFSTEINN JÓNSSON, sem lést þriðjudaginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 8. september kl. 13.30. Elín Jóna Hafsteinsdóttir, Sóley Hafsteinsdóttir, Elín Sólmundardóttir, Jón Bárðarson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Birna Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960,fax: 587 1986 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR MAGNÚS MAGNÚSSON, Lynghaga 26, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Borghiidur Guðmundsdóttir, Arndís J. Gunnarsdóttir, Erlingur Viðar Leifsson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Lena Hallbáck, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ásbjörn Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA V. BJÖRNSSONAR, Heiðvangi 12, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda L-1 og L-4 á Landakoti og starfsfólki Hlíðarþæjar fyrir góða umönnun. Hallbjörg Gunnarsdóttir, Björn Guðnason, Steinunn Ólafsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðrún Tryggvadóttir, Guðjón Guðnason, Hafdis Ólafsdóttir, Grétar Guðnason, Edda Arinbjarnardóttir, Guðni Guðnason, Jenný Guðmundsdóttir, María Jóna Guðnadóttir, Hallgrímur Smári Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, þar á meðal starfsfólk á gjörgæslu- og krabbameinsdeild Landspítalans, sem sýndu ókkur ómetanlega vin- áttu, hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður og tengda- móður, SIGURJÓNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Syðra-Langholti. Ykkar vinátta er okkur mikill styrkur. Guð blessi ykkur öll. Þórður Þórðarson, Sigurjón Þórðarson, Guðrún Sigurðardóttir, Jóna Soffía Þórðardóttir, Sveinn Flosi Jóhannsson, Þórir Ágúst Þórðarson, Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Garðar Þórðarson, Ingibjörg Steindórsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hjartkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, DAGBJARTAR FINNBOGADÓTTUR, Selbraut 9, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hrafnkell Eiríksson, Valgerður Franklínsdóttir, Eiríkur Kristinn Hrafnkelsson, Patrick Hrafnkelsson, Ragnar Ingi Hrafnkelsson, Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir. Elísabet F. Eiríksdóttir, Þórleifur Jónsson, Dagbjört Þórleifsdóttir, Eiríkur Þórleifsson, Unnur Þórleifsdóttir, + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar HEDVIGAR ARNDÍSAR BLÖNDAL, Leifsgötu 30. t Ingibjörg Blöndal Stenning, Alan Stenning, Ragnheiður I. Blöndal, Ágúst I. Sigurðsson, Sigrún Óskarsdóttir, Kristín Blöndal, Pétur Björn Pétursson og börn. 6 r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.