Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 i---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HAFSTEINN GUÐMUNDSSON + Hafsteinn Guð- mundsson járn- smiður fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1912. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 16. mai síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. maí. Sæmdarhjónunum Hansínu Jónsdóttur og Hafsteini Guðmunds- syni kynntist ég 1984 er við urðum nágrannar á Kambs- veginum í Reykjavík. Trúlega voru fyrstu kynni okkar þegar synir mínir tveir, þá kom- ungir, fóru í sinn fyrsta leiðangur að kanna heiminn. Drengimir höfðu verið að leik við húsvegginn heima og vissi ég vel hvar þeir vom en svo kemur að því að ég heyri ekki frá þeim og finn þá ekki. Svipast var nú um í næstu húsagörðum og fundust þeir þá á bak við hús hjá þeim hjón- um - höfðu þeir þar fundið gersemi mikla, rólu, er hékk þar í tré einu og ^undu sér þar hið besta. I garðinn og ‘róluna leituðu þeir oft eftir þetta enda var þeim þar blíðlega tekið. Konu sína missti Hafsteinn sum- arið 1991 af slysföram. Hafsteinn var jámsmiður að ævi- starfi, dvergur hagur, og var ánægjulegt að heyra hamarshögg hans styrk og þung óma út í götuna heima og sama var með hvað eða hvenær ég leitaði til hans, ætíð var hann boðinn og búinn að leysa vandann. Glögg- skyggn og víðsýnn var Hafsteinn hið besta og er ljúft að minnast stunda við skraf um hin ýmsu mál yfir rjúk- andi kaffibolla í eldhús- inu á Kambsvegi 33 sem og ferðanna með honum á fundi í kvæðamannafélaginu Iðunni en þar var hann virtur félagi enda hag- yrðingur hinn besti. Leyfi ég mér að setja hér á blaðið vísu sem hann gerði við ákveðin tímamót: Mannfólkið á marga lund mig hefur viljað gleðja en það er ætíð þungbær stund þegar vinir kveðja. Nú þegar litið er til baka við síð- búna kveðju er mér þökk í huga fyr- ir að hafa átt samleið nokkurn spöl með öðlingnum Hafsteini Guð- mundssyni. Aðstandendum votta ég samúð mína. Vert þú kært kvaddur, góði vinur. Gylfi Þór Magnússon. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. > v t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA SVEINSDÓTTIR, Skaftahlíð 4, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september. Jarðarförin auglýst síðar. Olgeir Engilbertsson, Guðný Finna Benediktsdóttir, Skúli Engilbertsson, Hallfríður Gunnarsdóttir, Ólafur Engilbertsson, Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, Laufey Brekkan, barnabörn og barnabarnabörn. - 1 t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR ÁGÚSTSSONAR, Laugavegi 24, Reykjavík. Rannveig Haraldsdóttir, Gústaf Gústafsson, Sigrún Haraldsdóttir, Jón Gunnar Þorkelsson, Helga Haraldsdóttir, Markús Úlfsson, Dagmar Haraldsdóttir, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIMARÍU ÞORBJÖRGU KARLSDÓTTUR, Freyjugötu 43, Reykjavík. Einnig færum við starfsfólki á hjúkrunarheimil- inu Sólvangi þakkir fyrir þá alúð og hlýju sem það sýndi henni. Kolbrún Gunnarsdóttir, Róbert Pétursson, Auður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL + Hedvig Arndís Blöndal fæddist í Reykjavík 7. sept- ember 1924. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. ágúst. Samferðamenn okkar skilja eftir sig mismunandi minningar. Þetta verður mér best ljóst, þegar þeir hverfa af sjónarsviðinu sem ég hef haft samskipti við á lífsleiðinni. Eg kom frá ársnámi í Bristol í geðlæknis- fræði og byijaði að vinna á geðdeild Borgarspítalans 1. júlí 1970. Geð- deild Borgarspítalans var fyrsta geðdeild á deildaskiptum spítala á Islandi og hóf göngu sína árið 1968 undir farsælli forystu Karls Strand yfirlæknis. Hedvig A. Blöndal hóf störf sem læknaritari við stofnun deildarinnar með Karli og starfsfólki hans. Val á læknaritara, einkum á geðdeild, er afar vandasamt og nauðsynlegt að vel takist til um það. Varla hefði yfirlæknir og samstarfs- menn hans getað verið heppnari með valið en að fá Hedvig til starfa. Eg hugleiddi oft hversu ríkum hæfi- leikum góður læknaritari þarf að vera gæddur. Hann er nokkurs kon- ar tengiliður og samnefnari milli samstarfsfólksins og fer auk þess höndum um viðkvæm vandamál sjúklinga. Hedvig Arndís Blöndal uppfyllti allar ýtrastu kröfur um menntun, samstarfsvilja og ábyrgðartilfinn- ingu sem nauðsynlegar eru. Frá fýrsta hlýja handtaki okkar er ég heilsaði henni í litla ritaraherberg- inu hennar, sem var við hlið yfir- læknisherbergis, tókust með okkur ágæt og ná- in kynni sem aldrei bar skugga á. Hedvig var einstak- lega háttprúð og hóg- vær kona. Hún bar þess vott að hún kom frá menningarheimili. Hún var með afbrigð- um kurteis kona, fáguð og finleg í framgöngu. Hún var fríð sýnum, dökkhærð með brún, blíðleg augu og bjartan, glaðlegan andlitssvip. A geðdeild era miklar annir og oft fengist við alvarlega sjúkdóma. En í ritaraherbergi Hed- vigar ríkti ævinlega einstakur friður og rósemi, þótt hún sæti stöðugt og af stakri samviskusemi við vélritun, langan og slítandi vinnudag. Við læknarnir komum sífellt með spólur og pappíra, sem oftast lá á að vélrita. Þetta var fyrir tíð tölvuvæðingar. Hedvig var lengst af eini læknaritar- inn á deildinni og stundum beið hennar jafnvel bunki af pappíram þegar hún kom úr leyfum. Énnþá undrast ég umburðarlyndi hennar og þolinmæði við alla. Lipurð og leikni í starfi vora hennar aðals- merki enda var hún fjölmenntuð kona og með óvenjulega alhliða menntun. Það þurfti varla að lesa yf- ir texta sem hún vélritaði, slík var hæfni hennar, enda afburða tungu- málamanneskja. Ég hygg að það sé óvenjulegt að læknaritarar á litlum vinnustað hafi svo fjölmörg tungu- mál á valdi sínu. Hún hefði sómt sér vel með sína fjölbreyttu, frábæru menntun á skrifstofu alþjóðastofn- ana. Þegar stund gafst milli krefj- andi starfa leit ég og oft fleira starfsfólk inn til Hedvigar. Þá var spjallað um heima og geima og æv- inlega allt á „háu plani“. Hedvig var heimsborgari af bestu gerð, heim- sótti fjölda staða innan og utan Evr- ópu því að hún unni ferðalögum og átti auðvelt með að nýta sér kynni af löndum og lýðum sökum yfirburða kunnáttu í tungumálum, sögu, bók- menntum og listum þjóða sem hún heimsótti. Það var áhugavert að hlýða á frásögn hennar af ferðum sínum. En fegurst vitni um kærleik hennar og umhyggju bar umtal hennar um eigin fjölskyldu. Stund- um er það svo að ógift, barnlaust fólk einangrast að einhverju leyti ef það kýs ekki að stofna til eigin kjarnafjölskyldu. Hedvig talaði um foreldra sína lífs og liðna, systkini sín, systkinabörn og þeirra börn af sh'kri ást og umhyggju að unun var á að hlýða og mér fannst eins og ég þekkti sjálf þessa samhentu, ham- ingjusömu stórfjölskyldu hennar. Oft héldum við samstarfsfólkið á geðdeild Borgarspítala heimboð Qg hátíðir á heimilum okkar eða annars staðar af ýmsu tilefni og þá naut Hedvig sín mjög vel í glöðum hópi starfsfélaga sinna. Hún var gestrisin og rausnarleg heim að sækja. Heim- ili hennai- á Leifsgötunni var öllum opið. Það var fallegt, listrænt og hlý- legt í senn. Það bar húsmóðurhæfi- leikum hennar og fágaðri smekkvísi fagurt vitni. Listmunir frá framandi löndum og fjölbreyttur bókakostur fylltu heimili hennar. Mest um vert var þó alúð hennai' og áhugi á mönn- um og málefnum. Allt sem var fag- urt, jákvætt, uppbyggilegt og elsku- vert var henni að skapi. Hún hafði ríka samkennd með sjúkum og elskaði blóm og börn. Hún var ein- staklega vönduð til orðs og æðis. Hún var sannur vinur allra sem henni kynntust í starfi og einkalífi og skilur eftir bjartar minningar um kærleiksríka þjónustu. Ég mun ævinlega minnast hennar með þakklæti, virðingu og aðdáun fyrir dýrmæt kynni og ánægjulegt samstarf um árabil. „Sælir eru dán- ir, þeir sem í Drottni deyja. Þeir skulu fá hvfld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Guði-ún Jónsdóttir. KRISTÍN ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR + Kristín Þóra Er- lendsdóttir fæddist á Landspít- alanum 14. ágúst 1991. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 15. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 26. ágúst. Mig langar til að minnast vinkonu minn- ar, Kristínar Þóra, með nokkram orðum. Reyndar er það svo með sumt fólk að það era ekki til nógu sterk orð til að lýsa því, og Kristín var ein af þeim. Ég kynntist henni og að- standendum hennar á mjög erfiðum tímamót- um í lífi þeirra. Kristín Þóra hafði greinst með illvígan sjúkdóm, og Ijóst að mikil barátta var framundan. Þess- ari baráttu er nú lokið, tveimur áram síðar. Þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi á ég ekkert nema góðar minningar um hana, minnist hennar þar sem hún lét gamminn geisa um allt milli himins og jarðar. Vissulega ræddum við stundum um veikindin hennar, og var ég alltaf jafnhissa á því hve þessi stúlka, sem fékk aðeins átta ár hér á jörðu, var gömul og skynsöm sál. Hún kenndi mér mun meira en ég gerði mér grein fyrir. Ekki bara sem hjúkranarfræðingi, heldur einnig sem manneskju. Krafturinn, bjartsýnin, kímnin - þessi einstaki hæfileiki sem hún hafði til að sjá spaugilegu hliðarnar á öllu og öll- um, er það sem uppúr stendur þeg- ar ég hugsa til Kristínar Þóru. Þú skildir eftir margar fallegar og skemmtilegar minningai*. Ég trúi því að nú sé þjáningum þínum lokið, elsku vinkona, að nú sértu hjá Guði og passir mömmu þína, bróður þinn og alla þá sem þér þótti vænt um og börðust með þér af krafti. Þú hafðir stórt hlutverk hér á jörðinni, Krist- ín mín, og trúi ég því að Guð hafi ætlað þér enn stærra hlutverk á himnum. Blessuð sé minning þín, Kristín mín. Elsku Elfa mín, Egill og aðrir að- standendur, ég sendi ykkur mínar innflegustu samúðarkveðjur, og megi góð Guð vera með ykkur. Linda. Afmælis- og' minningargreinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfimda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugi-ein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningar- greinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningargrein- um fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyi'ir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningai'gi-ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrest- ur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf gi'einin að ber- ast fyrii' hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningargreina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eft> ir að útíor hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.