Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flóttinn mikli. Vegnr 66 . Sighvatur Björgvinsson Höfuðástæðan (yrir þessu væri að kvótakóngarnir fara með allt sitt burt úr sjávar- plássunum og eftir stæði at- vinnulaust fólk í þorpum og bæj- um sem ætti engan annan kost Og enn horfa menn hissa um öxl. Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10. nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. ÆJi Gæði og glæsileiki í fyrirrúmi BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. Líttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Opið laugardag frá 10 til 16 Heilsufarsvandamál í lok 20. aldar Fræðslu- fundaröð LR Ólafur Þór Ævarsson VEGUM Lækna- félags Reykjavík- ur (LR) er nú haf- in röð fræðslufunda fyrir almenning til að minnast níutíu ára afmælis félags- ins nú í haust. Fyrirlestr- aröðin er haldin undir yf- irskriftinni: Heilsufars- vandamál í lok tuttugustu aldar. Ólafur Þór Ævars- son geðlæknir er formað- ur Læknafélags Reykja- víkur. Hann var spurður um hvað fyrirlestrarnir myndu fjalla? „I kvöld verður í hús- næði læknasamtakanna á fjórðu hæð í Hlíðasmára 8 í Kópavogi haldinn íyr- irlestur um reykingar og æðaskemmdir. Þar tala æðaskurðlæknarnir Stef- án E. Matthíasson og Georg Steinþórsson. Fimmtudaginn 28. október mun Kristín Þórisdóttir húðlæknir ræða um skaðleg áhrif sólargeislunar á húð. Hinn 4. nóvember nk. fjalla þau María Ólafsdóttir heimilislæknir og Sigurður P. Pálsson og Ólafur Þór Ævarsson geðlæknar um geðtruflanir hjá öldruðum, 11. nóvember mun Helgi Guðbergs- son, sérfræðingur í atvinnusjúk- dómum, tala um mengun og lungnasjúkdóma og 18. nóvem- ber ræðir Jens A. Guðmundsson kvensjúkdómalæknh- um tíða- hvörf og breytingaskeið kvenna. Hinn 25. nóvember verður síðasti fræðslufundurinn. Þá munu þeir Asgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, og Gunnar Valtýsson, sérfræðingur í inn- kirtla- og efnaskiptasjúkdómum, ræða um offitu og leiðir til megr- unar. Allir fræðslufundfrnir hefj- ast klukkan 20.30 og eru eins og fyrr kom fram haldnir í húsnæði læknasamtakanna í Hlíðasmára 8 í Kópavogi.“ - Hefur starf lækna ekki breyst ótrúlega mikið á þessum 90 árum sem liðin eru frá því Læknafélag Reykjavíkur var stofnað? „Jú, vissulega hefur starfsvett- vangur og aðstaða lækna breyst mikið á þessum 90 árum, en bar- áttumál Læknafélags Reykjavík- ur hafa hins vegar mikið til verið þau sömu; að sameina lækna um áhuga- og hagsmunamál stéttar- innar og vinna að stefnumótun í heilbrigðismálum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og veita al- menningi fræðslu. Þó hefur síð- asti þátturinn orðið veigaminni á síðustu árum og viljum við nú bæta úr því.“ - Eru margir læknar í Læknafé- lagi Reykjavíkur? „Þeir eru um sjö hundruð núna í þessu langstærsta svæðafélagi Læknafélags Islands (LI). Stjórn félagsins skipa auk Ólafs Þór Ævarssonar formanns þau Mar- grét Georgsdóttir heimilislæknir, sem er ritari félagsins, og Run- ólfur Pálsson lyflækn- ir, sem er gjaldkeri. Að auki sitja níu full- trúar og þrír varafull- trúar í meðstjórn. Stjórn og meðstjóm kallast stórráð. Meðstjórnendur eru valdir þannig að fulltrúar komi frá sem flestum sérgreinum læknisfræðinnar og hefð er fyrir því að fulltrúi ungra lækna sitji í stórráðinu. Viðamestu viðfangs- efni í félagsstarfi eru, auk ofan- nefnds, kjaramál. Síðustu samn- ingar LÍ og LR við sjúkrahúsin voru tímamótasamningar þar sem mikilvæg spor voru stigin í átt að breyttu launakerfi í takt ►Ólafur Þór Ævarsson fædd- ist 13. nóvember 1958. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1978 og tók læknapróf frá Háskóla ís- lands 1985. Sérfræðingur í geðlækningum varð hann ár- ið 1992 og dr. med. í geð- læknisfræðum 1998 frá há- skólanum í Gautaborg. Hann hefur starfað sem geðlæknir á geðdeild Landsspítalans frá 1995. Ólafur er nú for- maður Læknafélags Reykja- víkur. Hann er kvæntur Mörtu Lárusdóttur heimilis- lækni í Kópavogi og eiga þau þijú börn. við nútímalega vinnulöggjöf Evr- ópulanda. Hefð er fyrir því að LR sjái um samninga lækna við Tryggingastofnun ríkisins í sam- vinnu við LI. Mikil og góð sam- vinna er milli Tryggingastofnun- ar og samráðsnefndar LR, þar sem stöðugt er unnið að bættri þjónustu við sjúklinga. Kjaramál heilsugæslulækna eru sér á báti en þeir hafa heyrt undir Kjara- nefnd frá 11. september 1996. Ljóst er að þetta fyrirkomulag hefur ekki leyst vandann varð- andi mönnun á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hafa heilsugæslulæknar unað misvel við ný kjör sín og umdeilt hvort breytt fyrirkomulag hefur bætt þjónustuna við sjúklingana. A síðustu árum hefur talvert verið rætt um sjálfstætt starfandi heimilislækna. Þrátt fyrir að fylgi við slíkt starfsfyrirkomulag virðist hafa aukist meðal lækna og heilbrigðisyfirvalda og nokkr- ir sérfræðingar í heimilislækn- ingum hafi sótt um að fá að starfa sjálfstætt hefur engin ný- liðun orðið. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur skýra stefnu í þessum málum og telur eðlilegt að sérfræðingar í heimilislækn- ingum hafi sambærilegar skyldur og réttindi og sérfræðingar í öðr- um greinum læknisfræðinnar." -Hvað með framtíð- arsýn? „Á nýrri öld mun sérhæfing innan læknisfræðinnar halda áfram að vaxa í takt við aukna þekkingu. Margir telja að aukin sérhæfing muni leiða til þess að fræðigreinin brotni niður í margar einingar. En á sama tíma mun þörf sér- fræðinga til að vinna saman að meðferð sjúklingsins aukast. Læknar vilja stuðla að faglegri samvinnu milli lækna og við ann- að starfsfólk heilbrigðisþjónust- unnar, sjúklinginn og aðstand- endur hans.“ Sérhæfing vex með auk- inni þekkingu i | v.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.