Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flóttinn mikli. Vegnr 66 . Sighvatur Björgvinsson Höfuðástæðan (yrir þessu væri að kvótakóngarnir fara með allt sitt burt úr sjávar- plássunum og eftir stæði at- vinnulaust fólk í þorpum og bæj- um sem ætti engan annan kost Og enn horfa menn hissa um öxl. Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10. nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. ÆJi Gæði og glæsileiki í fyrirrúmi BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. Líttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Opið laugardag frá 10 til 16 Heilsufarsvandamál í lok 20. aldar Fræðslu- fundaröð LR Ólafur Þór Ævarsson VEGUM Lækna- félags Reykjavík- ur (LR) er nú haf- in röð fræðslufunda fyrir almenning til að minnast níutíu ára afmælis félags- ins nú í haust. Fyrirlestr- aröðin er haldin undir yf- irskriftinni: Heilsufars- vandamál í lok tuttugustu aldar. Ólafur Þór Ævars- son geðlæknir er formað- ur Læknafélags Reykja- víkur. Hann var spurður um hvað fyrirlestrarnir myndu fjalla? „I kvöld verður í hús- næði læknasamtakanna á fjórðu hæð í Hlíðasmára 8 í Kópavogi haldinn íyr- irlestur um reykingar og æðaskemmdir. Þar tala æðaskurðlæknarnir Stef- án E. Matthíasson og Georg Steinþórsson. Fimmtudaginn 28. október mun Kristín Þórisdóttir húðlæknir ræða um skaðleg áhrif sólargeislunar á húð. Hinn 4. nóvember nk. fjalla þau María Ólafsdóttir heimilislæknir og Sigurður P. Pálsson og Ólafur Þór Ævarsson geðlæknar um geðtruflanir hjá öldruðum, 11. nóvember mun Helgi Guðbergs- son, sérfræðingur í atvinnusjúk- dómum, tala um mengun og lungnasjúkdóma og 18. nóvem- ber ræðir Jens A. Guðmundsson kvensjúkdómalæknh- um tíða- hvörf og breytingaskeið kvenna. Hinn 25. nóvember verður síðasti fræðslufundurinn. Þá munu þeir Asgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, og Gunnar Valtýsson, sérfræðingur í inn- kirtla- og efnaskiptasjúkdómum, ræða um offitu og leiðir til megr- unar. Allir fræðslufundfrnir hefj- ast klukkan 20.30 og eru eins og fyrr kom fram haldnir í húsnæði læknasamtakanna í Hlíðasmára 8 í Kópavogi.“ - Hefur starf lækna ekki breyst ótrúlega mikið á þessum 90 árum sem liðin eru frá því Læknafélag Reykjavíkur var stofnað? „Jú, vissulega hefur starfsvett- vangur og aðstaða lækna breyst mikið á þessum 90 árum, en bar- áttumál Læknafélags Reykjavík- ur hafa hins vegar mikið til verið þau sömu; að sameina lækna um áhuga- og hagsmunamál stéttar- innar og vinna að stefnumótun í heilbrigðismálum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og veita al- menningi fræðslu. Þó hefur síð- asti þátturinn orðið veigaminni á síðustu árum og viljum við nú bæta úr því.“ - Eru margir læknar í Læknafé- lagi Reykjavíkur? „Þeir eru um sjö hundruð núna í þessu langstærsta svæðafélagi Læknafélags Islands (LI). Stjórn félagsins skipa auk Ólafs Þór Ævarssonar formanns þau Mar- grét Georgsdóttir heimilislæknir, sem er ritari félagsins, og Run- ólfur Pálsson lyflækn- ir, sem er gjaldkeri. Að auki sitja níu full- trúar og þrír varafull- trúar í meðstjórn. Stjórn og meðstjóm kallast stórráð. Meðstjórnendur eru valdir þannig að fulltrúar komi frá sem flestum sérgreinum læknisfræðinnar og hefð er fyrir því að fulltrúi ungra lækna sitji í stórráðinu. Viðamestu viðfangs- efni í félagsstarfi eru, auk ofan- nefnds, kjaramál. Síðustu samn- ingar LÍ og LR við sjúkrahúsin voru tímamótasamningar þar sem mikilvæg spor voru stigin í átt að breyttu launakerfi í takt ►Ólafur Þór Ævarsson fædd- ist 13. nóvember 1958. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1978 og tók læknapróf frá Háskóla ís- lands 1985. Sérfræðingur í geðlækningum varð hann ár- ið 1992 og dr. med. í geð- læknisfræðum 1998 frá há- skólanum í Gautaborg. Hann hefur starfað sem geðlæknir á geðdeild Landsspítalans frá 1995. Ólafur er nú for- maður Læknafélags Reykja- víkur. Hann er kvæntur Mörtu Lárusdóttur heimilis- lækni í Kópavogi og eiga þau þijú börn. við nútímalega vinnulöggjöf Evr- ópulanda. Hefð er fyrir því að LR sjái um samninga lækna við Tryggingastofnun ríkisins í sam- vinnu við LI. Mikil og góð sam- vinna er milli Tryggingastofnun- ar og samráðsnefndar LR, þar sem stöðugt er unnið að bættri þjónustu við sjúklinga. Kjaramál heilsugæslulækna eru sér á báti en þeir hafa heyrt undir Kjara- nefnd frá 11. september 1996. Ljóst er að þetta fyrirkomulag hefur ekki leyst vandann varð- andi mönnun á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hafa heilsugæslulæknar unað misvel við ný kjör sín og umdeilt hvort breytt fyrirkomulag hefur bætt þjónustuna við sjúklingana. A síðustu árum hefur talvert verið rætt um sjálfstætt starfandi heimilislækna. Þrátt fyrir að fylgi við slíkt starfsfyrirkomulag virðist hafa aukist meðal lækna og heilbrigðisyfirvalda og nokkr- ir sérfræðingar í heimilislækn- ingum hafi sótt um að fá að starfa sjálfstætt hefur engin ný- liðun orðið. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur skýra stefnu í þessum málum og telur eðlilegt að sérfræðingar í heimilislækn- ingum hafi sambærilegar skyldur og réttindi og sérfræðingar í öðr- um greinum læknisfræðinnar." -Hvað með framtíð- arsýn? „Á nýrri öld mun sérhæfing innan læknisfræðinnar halda áfram að vaxa í takt við aukna þekkingu. Margir telja að aukin sérhæfing muni leiða til þess að fræðigreinin brotni niður í margar einingar. En á sama tíma mun þörf sér- fræðinga til að vinna saman að meðferð sjúklingsins aukast. Læknar vilja stuðla að faglegri samvinnu milli lækna og við ann- að starfsfólk heilbrigðisþjónust- unnar, sjúklinginn og aðstand- endur hans.“ Sérhæfing vex með auk- inni þekkingu i | v.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.