Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
900 milljóna afgangur hjá Kópavogsbæ
Auknar tekjur og
aðhald í útgjöldum
REKSTRARAFGANGUR Kópa-
vogsbæjar, samkvæmt endurskoðaðri
fjárhagsáætlun fyrir árið 1999, verð-
ur ríflega 900 milijónir nettó og segir
Gunnar Birgisson, formaður bæjar-
ráðs, að Kópavogur sé í sérflokki
meðal stærri sveitarfélaga hvað
reksti-arafkomu varðar. „Bæði er
þetta vegna þess að tekjur sveitarfé-
lagsins hafa aukist á síðustu árum og
einnig hefur ítrasta aðhalds verið
gætt í útgjöldum þess,“ segir Gunnar.
Heildarútgjöld í rekstri bæjarins
nema um 3.350 milljónum króna.
Langstærsti útgjaldaiiðurinn er
fræðslumál, rúmlega 1.200 milljónir
og félagsþjónusta, rúmlega 870 millj-
ónir en undir þann lið falla leikskól-
arnir og til þeirra fara um 500 millj-
ónir. Samanlagt fer því um helming-
ur útgjalda í rekstri bæjarins til
skólanna og leikskólanna.
Heildarskuldir bæjarfélagsins
lækka um 480 milljónir
Rekstrarafgangnum, rúmlega 900
milljónum, verður svo deilt milli
framkvæmda og niðurgreiðslu
skulda. Fjárfesting bæjarins verður
um 720 milljónir nettó en stærstu
framkvæmdaliðirnir þar eru gatna-
og holræsagerð, skólar og leikskólar.
Nettóafgangur eftir rekstur og
framkvæmdir er því um 180 milljónir
og verður hann notaður til að greiða
niður skuldir bæjarfélagsins. Gunn-
ar segir að heildarskuldir bæjarfé-
lagsins muni því lækka um 480 millj-
ónir á þessu ári, bæði vegna þessar-
ar niðurgreiðslu og vegna þess að
lántökur verði minni.
Gunnar segir að í góðæri eigi sveit-
arfélög að reyna að greiða niður
skuldir sínar. „Þó verður að athuga
að sveitarfélögin eru í vanda. Tekju-
stofnar þeirra hafa verið rýrðir und-
anfarin ár og útgjaldaliðum hefur
fjölgað. Þetta er mál sem þarf að
leysa við ríkið sem allra fyrst og verð-
ur það að gerast í sátt og samlyndi en
ekki með gífuryrðum í fjölmiðlum."
Meðaltekjur íbúa hafa hækkað
mikið á undanfórnum árum
Skatttekjur á íbúa í Kópavogi
hafa aukist mikið síðustu ár. I ár eru
þær um 160.000 krónur á íbúa en ár-
ið 1989 voru þær um 112.000 krónur
á verðlagi dagsins í dag. Gunnar seg-
ir þetta einkum vegna þess að til
bæjarins hefur flutt fólk með háar
tekjur og eru meðaltekjur Kópa-
vogsbúa nú orðnar hærri en meðal-
tekjur Reykvíkinga en árið 1989
voru meðaltekjur í Kópavogi 23,5%
lægri en í Reykjavík. Nú eru meðal-
tekjur Kópavogsbúa orðnar sam-
bærilegar meðaltekjum íbúa í þeim
sveitarfélögum þar sem þær eru
hæstar, sem eru Garðabær og Sel-
tjarnarnes. I kjölfar aukinna skatt-
tekna hefur rekstrarkostnaður bæj-
arins sem hlutfall af skatttekjum
einnig minnkað. Hann er 68% í ár en
var 82% árið 1989.
Gunnar segir framtíðina bjarta í
Kópavogi. Gert er ráð íyrir því að
rekstrarafgangur aukist enn frekar
á næstu árum og bendir Gunnar á að
hlutur framkvæmda eigi eftir að
minnka þegar nauðsynlegasta upp-
byggingin hefur orðið og verður þá
enn meira svigrúm til að greiða nið-
ur skuldir bæjarfélagsins.
KÓPAVOGSBÆR1999
Endurskoðuð fjárhagsáætlun
Tölur í þús. kr. R E K S T U R
Gjöld Tekjur
SKATTTEKJUR, samtals 3.665.500
MÁLAFLOKKAR Yfirstjórn bæjarfélagsins 150.351 2.000
Félagsþjónusta 871.438 264.687
Fræðslumál 1.211.832 71.738
Menningarmál 92.344 19.100
Æskulýðs- og íþróttamál 271.931 122.303
Brunamál og almannavarnir 52.082 10.000
Hreinlætismál 108.880 59.589
Skipulags- og byggingamál 95.164 25.370
Götur, holræsi og umferðamál 118.691 52.274
Almenningsgarðar og útivist 76.906 870
Aðrir liðir 304.408 245.343
Samtals
3.354.027
873.274
FJÁRMAGNSLIÐIR
Fjáimagnsgiðld/fjármunatekjur
302.500
24.000
SAMTALS
3.656.527
4.562.774
Nettó rekstrarafgangur
906.247
MAKING FACES
KEVYN AUC0IN
Frábær bók um andlits-
förðun. Nýjar og spenn-
andi leiðir til að líta
enn betur út.
2.595
ikr.
EVYN AUCOIN
The Conran Octopus
Decorating Book
Ævisaga Einars
Benediktssonar,
II. bindi
Nýjar erlendar
bækur daglega
w Eymundsson
Austurstræti » Kringlunni
FRÉTTIR
Stofnþing nýs Kennarasambands Islands
"• - rí' n!S 1
Morgunblaðið/Kristinn
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HIK, og Eiríkur Jónsson, formaður KI.
Eðlileg þróun að
sameina kraftana
í SETNINGARRÆÐU Elnu
Katrínar Jónsdóttur, formanns Hins
ísL kennarafélags, við upphaf stofn-
þings nýs Kennarasambands ís-
lands kom fram að líta yrði á það
sem eðlilega þróun að skyld fagfélög
sameinuðu krafta sína í stærri félög-
um og bandalögum. Þau hefðu þá
bolmagn til að halda uppi öflugu fé-
lagsstarfi jafnt í faglegu starfi, á
fræðslu- og félagsmálasviði og í
kjaramálum. Ennfremur ávörpuðu
þingið þau Björk Vilhelmsdóttir,
formaður BHM, Ögmundur Jónas-
son, formaður BSRB, og Lillemor
Darinder, framkvæmdastjóri Nor-
ræna kennarasambandsins, sem
flutti kveðjur norrænu félaganna.
I máli Elnu kom fram að í raun
hefði það verið leiðarljós í starfi
HÍK og KÍ um tveggja áratuga
skeið að stíga enn frekari skref til
sameiningar stéttarfélaga kennara.
„Þessir tveir áratugir hafa verið
dýrmætur mótunartími í starfi og
stefnumörkun enda hafa kennarar
sýnt og sannað að þeir standa sam-
an sem fagmenn og baráttumenn
bæði fyrir hag og velferð skóla og
menntunar og eigin kjörum,“ sagði
hún. „Bjartsýni og ferskir vindar
fylgja nýju upphafi í nýjum samtök-
um og má vænta þess að stofnþingið
marki sókn til þess að hefja kenn-
arastarfið til vegs og virðingar."
Fram kom að fyrir þinginu liggja
fjölmargar tillögur um skólamál,
kjaramál og réttindi og innra starf
nýs stéttarfélags og sagði Elna að í
skólamálum þyrftu kennarar að
leggja sitt af mörkum við mótun
skólastarfs á grundvelli nýrrar
námskráar. „Þar þurfa þeir kjark til
þess í senn að breyta og bæta en um
leið að standa gegn breytingum sem
skerða jafnrétti til náms, hefta eðli-
legt frumkvæði og sjálfstæði skóla
eða eru að þeirra mati ekki skref
fram á við í skólastarfi," sagði hún.
Hún vék að kjaramálum og sagði
að samtökin þyrftu að búa sig undir
framtíð sem hugsanlega bæri með
sér breyttar aðferðir við kjarasamn-
inga. Nýtt kennarasamband þyrfti
að taka frumkvæðið við að endur-
meta kennarastarfið á grundvelli
menntunar, ábyrgðar og eðlis
starfsins. Hún benti síðan á að í
starfi samtakanna héldust fagleg
mál og launakjör í hendur. ,Aukin
virðing fyrir skólastarfi, lífvænlegt
skólaumhverfi fyrir nemendur, for-
eldra og kennara og launakjör sem
eru í samræmi við menntun og
ábyrgð kennara, námsráðgjafa og
skólastjórnenda er takmarldð sem
hið nýja Kennarasamband Islands,
stjómvöld og almenningur í landinu
þurfa að ná saman um,“ sagði hún.
Eðlileg sameining
„Eg tel sameiningu Hins ís-
lenska kennararfélags og Kennara-
sambands Islands vera eðlilega,“
sagði Björk Vilhelmsdóttir, for-
maður BHM. Sagði hún að hlut-
verk nýja sambandsins væri skýrt
afmarkað í þeim tillögum sem lagð-
ar hefðu verið fyrir þingið. Hún
sagðist hins vegar vonast til að
halda kennurum á háskólastigi inn-
an vébanda BHM. „En í dag heldur
enginn í neitt nema sýna styrk
sinn,“ sagði hún. „Það þurfum við
að gera og það þurfið þið að gera.
Kannski er bara ágætt að það verði
smásamkeppni um opinbera starfs-
menn. A.m.k. ef það skilar sér í
bættum kjörum og öflugra verka-
lýðsfélagi.“
Ætlum að standa saman
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, sagðist fagna því að kenn-
arafélögin væru að sameinast. „En
samtökin verða ekki sterk af því
einu að vera fjölmenn og fjárhags-
lega burðug,“ sagði hann. „Því að-
eins verða þau sterk að þau byggi á
sannfæringu og öflugust eru þau
samtök sem reist eru á hugsjónum
sem eiga sér rætur í hjörtum þeii'ra
sem fylla raðirnar." Ögmundur
minnti á að kennarar, BHM og
BSRB hafi á undanförnum árum
náð saman í kjarabaráttunni og að
aldrei hefði tekist að ná þeim ár-
angri í lífeyrissjóðsmálum nema
með samstöðu. „Og nú ætlum við að
standa saman í öðrum réttindamál-
um,“ sagði hann.
Leigjjendasamtökin skora á borgaryfírvöld
Fyrirhuguðum útburði
á leigjendum mótmælt
STJÓRN Leigjendasamtakanna
mótmælir „fyrirhuguðum fjöldaút-
burði á leigjendum11 í íbúðum á veg-
um Reykjavíkurborgar. Þetta kem-
ur fram í ályktun stjómar. Stjórnin
„undrast þá veruleikafirringu sem
iýsir sér í þeirri hugmynd að senda
bjargarlaust fólk útí það hrikalega
ástand sem hér ríkir á leigumark-
aðnum,“ eins og segir í ályktuninni,
og skorar á borgarstjórn að beita
sér fyrir nauðsynlegum úrbótum.
Jón Kjartansson frá Pálmholti,
formaður Leigjendasamtakanna,
segir að um 50 manns hafi fengið
hótun um útburð. „Það hefur af ein-
hverjum ástæðum ekki greitt leigu í
einhvern tíma. En það er engin
lausn að henda þessu fólki út.“ Að
sögn Jóns hefur málið verið rætt við
fulltrúa Reykjavíkurborgar og til
stendur að funda um málið á næst-
unni.
Veruleg hækkun húsaleigu
Jón bendir á að stærstur hluti af
leigjendum félagsbústaða séu ör-
yrkjar, aldrað fólk og einstæðir for-
eldrar og að inn í þær komist enginn
nema eftir nákvæma könnun. „Þá
eru gerðar kannanir til að fylgjast
með því hvernig hagur þessa fólks
er. Þannig að það getur varla verið
að þarna sé um að ræða eitthvað
efnað fólk. En aðalatriðið er að það
verði fundin önnur lausn en sú að
henda fólkinu bara út á götu vegna
þess að leigumarkaðurinn er nánast
í rúst og það er engin lausn að vísa
fólkinu þangað.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan
Félagsbústaðir voru stofnaðir, þeg-
ar leiguíbúðir Félagsmálastofnunar
voru svo að segja einkavæddar, þá
hefur húsaleigan hækkað um tugi
prósenta. Og veruleg hækkun á
húsaleigu hlýtur að eiga sinn þátt í
þessu ástandi,“ segir Jón.
Á laugardaginn kemur standa
Leigjendasamtökin, ásamt ASI,
BSRB, Eflingu og Örykjabandalag-
inu, fyrir fundi til að ræða ástand
húsnæðismála á höfuðborgarsvæð-
inu. Fundurinn verður haldinn í
Þjóðleikhúskjallaranum og þar munu
meðal annarra verkalýðsforingjar og
alþingismenn sitja fyrir svörum.