Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samgönguráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um fjarskiptamál Grunimet Landssímans ekki skilið frá Morgunblaðið/Kristinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mælti í gær fyrir lagafrum- varpi um fjarskiptamál. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði í umræðum á Al- þingi í gær að ekki væri á dagskrá að öllu óbreyttu að aðskilja grunn- net Landssímans frá öðrum rekstri fyrirtækisins. Hins vegar væri ekk- ert óeðlilegt þótt annar stjómar- flokkanna hefði beitt sér fyrir um- ræðu um þessi mál. Lýsti Sturla sig samþykkan því að leita þyrfti allra leiða tO að tryggja að þjónusta í fj arskiptamálum yrði sem mest og best um allt land. Sturla mælti í gær fyrir frum- varpi til nýrra laga um fjar- skiptamál og sagði í framsögu- ræðu sinni að það væri til marks um afar öra þróun að ekki væru nema þrjú ár síðan sett voru lög um fjar- skiptamál. Sagði hann það mat margra að upplýsingabyltingin myndi á næstu öld hafa meiri áhrif heldur en sjálf iðnbyltingin og að því væri brýnt að setja góða um- gjörð um þessi mál. Fram kom í ræðu Sturlu að meg- inmarkmið frumvarpsins væri að tryggja öllum landsmönnum örugg og hagkvæm fjarskipti á sambæri- legum kjörum og efla samskipti á fjarskiptamarkaðnum. Hann rakti helstu atriði frumvarpsins en þar má telja ákvæði um samtengingu neta svo að viðskiptavinir ólíkra fjarskiptafyrirtækja geti haft sam- band sín á milli, nauðsyn þess að stuðla að raunverulegri samkeppni á markaðnum með því að jafna sam- keppnisstöðu fjarskiptafyrirtækja, t.d. með aðgangi að heimtaug, nauð- syn þess að markaðsráðandi fyrir- tækjum sé veitt aðhald, m.a. með kröfu um bókhaldslegan aðskilnað, o.fl. Stefnumótun ESB skynsamleg Sturla vék í ræðu sinni sérstak- lega að þeirri hugmynd, sem m.a. var rædd á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins um síðustu helgi, að skilja það sem kallað er grunnnet frá annarri starfsemi Landssímans og fela sérstakri ríkisstofnun rekst- ur þess nets. Sagði Sturla að hvati þeirrar umræðu væri þá oftast það mat að ríkisvaldið ætti að tryggja jafnræði með fyrirtækjum, sem veita fjarskiptaþjónustu, og að þjónustan sé tiltæk og á viðunandi verði um landið allt. Sturla sagði þessa umi-æðu ekki nýja en benti á að Evrópusamband- ið hefði haft frumkvæði að stefnu- mótun sem fól í sér að rekstur gömlu símafyrirtækjanna yrði ekki brotinn upp heldur yrðu þau skylduð til að opna grunnnet fyrir þjónustu keppinauta á kostnaðarverði með hóflegri álagningu. Sagði Sturla að Evr- ópuríkin hefðu talið að þannig mætti forðast of- fjárfestingu í dreifikerfum, flýta fyrir samkeppni og tryggja upp- byggingu fjarskiptaneta þar sem saman færi ábyrgð á uppbyggingu og þjónustu. „Þessi niðurstaða er skynsamleg enda augljóst þegar að er gáð að ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi fjarskiptanetsins um allt land er þeim mun meiri þegar sami aðili þarf að svara kröfum viðskipta- manna um verð og gæði fjarskipta- þjónustunnar," sagði Sturla. „Ef Landssíminn væri leystur undan rekstri á grunnnetinu út um land er einnig augljóst að fyrirtækið kynni að fara að fordæmi annarra sem bjóða fjarskiptaþjónustu og byggja upp eigið fjarskiptanet á ábatasöm- ustu markaðssvæðunum hér í mesta þéttbýlinu en ríkið sæti þá eitt uppi með þjónustu út um landsbyggð- ina.“ Sagði Sturla að við þær aðstæður væri hætta á að ekki yrðu tryggðar sömu tæknilegu framfarir og þjón- usta og á höfuðborgarsvæðinu. Minnti hann á stöðu RARIK á raf- orkumarkaði í því sambandi og vanda fyrirtækisins í sveitunum. Frurnvarpið sagt almennt til bóta Þingmenn sem tóku til máls í um- ræðum um fjarskiptalagafrumvarp- ið í gær sögðu það almennt til mik- illa bóta. Lýsti Arni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, sér- staklega ánægju sinni með hversu mikil áhersla væri lögð á það í frum- varpinu að tryggja þjónustu við landsbyggðina. Það væri nefnilega nauðsynlegt að menn gerðu sér grein fyrir því að samkeppnisað- stæður væru ekki alls staðar jafnar. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, gerði hins vegar einnig að umtalsefni meintan ágreining ríkisstjómarflokkanna um hvort æskiiegt væri að skiija grunnnet Landssímans frá öðrum rekstri fyrirtækisins áður en til sölu þess kemur. Velti hann því jafn- framt fyrir sér hvort orðalag laga- frumvarpsins gæfi ekki til kynna að ný Póst- og fjarskiptastofnun myndi fara inn á verksvið Samkeppnis- stofnunar. Lýsti Lúðvík áhyggjum vegna þessa og sagði mikilvægt að ekki kæmi til árekstra milli tveggja stofnana í þessu efni, það yrði að vera skýrt að Samkeppnisstofnun færi með öll mál sem snúa að sam- keppnismálum. Gætu reynst óþarfar áhyggjur Hjálmar Amason, þingmaður Framsóknarflokks og varaformaður samgöngunefndar, lagði áherslu á að mestu máli skipti að með nýjum fjarskiptalögum hefðu allir lands- menn, hvar svo sem þeir væm bú- settir, jöfn tækifæri til að taka þátt í upplýsingabyltingunni. Hjálmar sagði að það væri mat Framsóknarmanna að til greina kæmi að aðskilja grunnnet Lands- símans frá öðmm rekstri fyrirtæk- isins áður en það verður selt, en ein- ungis ef það væri landsmönnum tii hagsbóta. Hann taldi hins vegar að svo gæti farið að áhyggjur af þessu efni reyndust óþarfar, þróunin gæti orðið sú að öll fjarskiptanet færðust í annað form en sem felst í grann- neti í jörðu. Alþingi Óskuðu eftir því að umræðu yrði frestað VIÐ upphaf þingfundar í gær fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar fram á að umræðu um frumvarp samgönguráðherra til laga um fjar- skiptamál yrði frestað. Halldór Blön- dal þingforseti taldi hins vegar ekki ástæðu til að verða við óskinni. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu að í bígerð væri að taka umrætt frumvarp til umræðu jafnvel þótt framvarp til laga um Póst- og fjar- skiptastofnun, sem vísað er til í fjar- skiptalagafrumvarpinu, hefði ekki komið fyrir sjónir þingmanna ennþá. Sögðu þeir eðlilegt að þessi mál væra rædd saman, eða að þingmenn hefðu í það minnsta litið það fram- varp augum áður en umræða um fjarskiptalagaframvarpið hæfist. Ennfremur sögðu stjórnarand- stæðingar að óeðlilegt væri að ræða málið við þetta tækifæri þar sem Arni Johnsen, formaður samgöngu- nefndar Alþingis, væri fjarverandi. Það hlyti að teljast bagalegt að verk- stjóri þeirrar vinnu, sem fram ætti að fara í samgöngunefnd, væri ekki viðstaddur fyrstu umræðu um fram- varpið. Stjórnarliðar sögðu hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að taka fjar- skiptalagaframvarpið á dagskrá, enda ætti skv. þingskaparlögum ein- ungis að ræða almennt um málið við fyrstu umræðu. Alþingi FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Fjarskipti, frh. 1. umræðu (at- kvgr). 2. Rekstur almenningssam- göngukerfis í Eyjafirði, fhr. fyrri umræðu (atkvgr). 3. Aukinn róttur foreldra vegna veikinda barna, frh. fyrri um- ræðu (atkvgr). 4. Happdrætti Háskóla íslands, frh. 1. umræðu (atkvgr.). 5. Söfnunarkassar, frh. 1. um- ræðu (atkvgr). 6. Uttekt á stöðu safna á lands- byggðinni, frh. fyrri umræðu (atkvgr.). 7. Oryggi greiðslufyrirmæla, 2. umræða. 8. Stjórnarráð íslands, 1. um- ræða. 9. Þingsköp Alþingis (rannsókn- arvald þingnefnda), 1. um- ræða. 10. Textun íslensks sjónvarpsefn- is, fyrri umræða. 11. Fjárreiður ríkisins (söluand- virði eigna), 1. umræða. 12. Lánasjóður landbúnaðarins, 1. umræða. 11: ij-. j , ALÞINGI Orðsending frá orkumálastjóra um orkuöflun vegna álvers í Reyðarfírði Of mikillar bjart- sýni gætir um j arðgufuvirkj anir BORIST hefur eftirfarandi orðsending frá Orkustofnun: „Orkustofnun hefur undanfarið verið að yf- irfara kosti til orkuöflunar fyrir ráðgert 120 þús. tonna álver í Reyðarfirði. Greinargerð þar að lútandi er unnin að beiðni iðnaðarráðu- neytisins og er fylgiskjal með tillögu þeirri tO þingsályktunar sem iðnaðar- og viðskiptaráð- herra er að leggja fram um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Greinargerðin fylgir með orðsendingu þessari. Að öllu samanlögðu er það meginniðurstaða Orkustofnunar, eins og segir orðrétt í greinar- gerð hennar, „að aðeins með því að reisa Fljótsdalsvirkjun [sé] nú unnt að tryggja 120 þúsund tonna álveri á Reyðarfirði orku fyrir árslok 2003. Er þá miðað við að orkuverð frá öðram virkjunarkostum verði að vera álíka og frá Fljótsdalsvirkjun og að staðfesta verði fyr- ir mitt ár 2000 væntanlega orkuaíhendingu“. TUefni þess að Orkustofnun sendir þessa greinargerð nú sérstaklega er frétt á baksíðu Morgunblaðsins um minnisblað eftir tvo starfsmenn Orkustofnunar um jarðgufustöðv- ar á Norðausturlandi. Minnisblað þetta er al- farið á ábyrgð starfsmannanna og var ætlað til reifunar í umræðu innan Orkustofnunar, en ekki til birtingar utan hennar, enda hefur það ekki hlotið neina formlega afgreiðslu inn- an stofnunarinnar og túlkar ekki viðhorf sér- fræðinga hennar í heild. Álit stofnunarinnar kemur hins vegar fram í fyrrgreindri greinar- gerð tO ráðherra. f greinargerð orkumálastjóra tO ráðherra er vissulega höfð hliðsjón af umræddu minnis- blaði, en hann leitaði álits fleiri sérfræðinga Orkustofnunar svo og talsmanna þeirra orku- fyrirtækja sem standa fyrir rannsóknum á hugsanlegum jarðgufuvirkjunum á Norðaust- urlandi. Að fengnum þessum umsögnum er það niðurstaða orkumálastjóra að of mikOlar bjartsýni gæti í margumræddu minnisblaði, einkum um tímasetningar. í beiðni ráðuneytisins til stofnunarinnar er óskað eftir ábendingum um orkuöflun með virkjunum sem gætu verið tiltækar í árslok 2003. Jafnframt liggur það fyrir í yfirlýsingu frá 29. júní sl. um hið ráðgerða álver í Reyðar- firði að þegar á fyrri helmingi næsta árs þarf að vera unnt að jjefa bindandi vOyrði um orkuafhendingu. I greinargerð orkumála- stjóra er aðeins talið að unnt yrði að lofa orku innan þessara tímamarka frá 30 MW viðbót á Kröflusvæðinu auk 40 MW jarðgufustöðvar í Bjamarflagi. Það er þó forsenda að strax yrði hafist handa við frekari undirbúning. Samtals gætu þessar stöðvar gefið um 560 gígavatt- stundir á ári (GWh/a), en hið ráðgerða álver þarf 1.700 GWh/a. I umræddu minnisblaði sérfræðinganna tveggja er ekld sérstaklega verið að fjalla um orkuöflun fyrir álverið í Reyðarfirði. M.a. af þeim sökum er þar ekki tekið tillit til fyrrgreindra tímatakmarkana. Jarðgufukostir í Öxarfirði og á Þeistareykj- um era reifaðir í greinargerð Orkustofnunar en ekki taldir koma tO greina tO orkuöflunar í tæka tíð fyrir umrætt álver. A hvoragum þessara staða liggur fyrir staðfesting á not- hæfri jarðgufu og næsta útOokað er að slík staðfesting gæti legið fyrir um mitt næsta ár. Til viðbótar er orkukostnaður óviss og mat á umhverfisáhrifum hefur ekki farið fram. Hið síðamefnda á reyndar við um alla þá jarð- gufukosti sem hér hafa verið nefndir. Reynslan sýnir að í virkjun jarðhita ber að fara með varúð og taka ekki afdrifaríkar ákvarðanir um virkjanir fyrr en tryggt má heita að eiginleikar svæðisins séu þekktir. Vel hefur tekist til með virkjun jarðhita í Svarts- engi og á Nesjavöllum en þar hefur verið farið hægt í sakimar og vinnslan aukin í áföngum. Agætur árangur hefur einnig náðst í Kröflu á síðustu áram þegar jarðhitakerfið hafði jafn- að sig eftir eldsumbrot og menn höfðu lært hvar vænlegast væri að bora. Þar var hins vegar tekin of mikO áhætta í upphafi þegar stöðvarhús var reist löngu áður en gufa var tryggð til orkuframleiðslunnar. Sú gufuöflun lét síðan standa á sér sem alkunna er. I fyrrgreindri frétt í Morgunblaðinu er auk þess atriði sem leiðrétta þarf: Framleiðslu- geta Fljótsdalsvirkjunar er þar sögð verða 1.250 GWh/a, en rétta talan er um 1.400 GWh/a.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.