Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Úthringimiðstöð opnuð á skrifstofu Ráðgarðs og ÍMGallup á Akureyri
Um 40-45 ný
hlutastörf skapast
RAÐGARÐUR hf. og IMGallup hafa tekið
upp náið samstarf um rekstur fyrirtækjanna
og í því sambandi hefur skrifstofa Ráðgarðs
á Akureyri verið stækkuð enn frekar, þar
sem IMGallup fær aðstöðu. Með opnun út-
hringimiðstöðvar á sameiginlegri skrifstofu
fyrirtækjanna á Akureyri skapast 40-45 ný
hlutastörf í bænum.
Sameiginleg skrifstofa getur því boðið við-
skiptavinum sínum á Norðurlandi upp á mun
víðtækari þjónustu á sviði rekstrarráðgjafar,
starfsmannaráðgjafar, skoðanakannana;
markaðsrannsókna og þjónustukannana. í
gær var úthringimiðstöðin formlega opnuð
en hún samanstendur af 12 úthringistöðvum
og skapast við opnun hennar 20-25 hluta-
störf.
Ætlunin er að nota úthringimiðstöðina til
þess að gera kannanir á landsvísu fyrir við-
skiptavini alls staðar af landinu. Mikil eftir-
spum er eftir þjónustu faglegra og reyndra
rannsóknaraðila er helsta ástæðan fyrir opn-
uninni. Eftirspurnin er í raun svo mikil að
þegar er farið að vinna að stækkun úthringi-
miðstöðvarinnar. Aætlað er að bæta við að
minnsta kosti átta úthringistöðvum og við
það skapast 15-20 hlutastörf til viðbótar.
Markaðsrannsóknir og
skoðanakannanir
Helstu nýjungar í þjónustuframboði sam-
eiginlegrar skrifstofu Ráðgarðs og IM-
Gallup á Akureyri eru markaðsrannsóknir
þar sem eru spurningavagnar, ímyndarmæl-
ingar, þjónustumælingar, auglýsingamæl-
ingar og sérkannanir. Einnig hugskot, sem
gefur stjórnendum fyrirtækja möguleika á
að athuga reglulega stöðu vörumerkja eða
þjónustu hjá mismunandi markhópum. Þá
geta viðskiptavinir Ráðgarðs á Akureyri nú
keypt áskrift að Neyslu- og lífsstílskönnun-
inni.
Ennfremur er boðið upp á skoðanakann-
anir, bæjarfélagskannanir, pólitískar mæl-
Morgunblaðið/Kristján
Jón Birgir Guðmundsson, forsvarsmaður Ráðgarðs og ÍMGallup á Akureyri, fylgist með
þegar Kristján Þór Júlíusson opnar úthringimiðstöðina.
ingar, fyrirtækjarannsóknir og stjómenda- Þar er að finna niðurstöður úr spumingum
þjálfun. Þjóðarpúls Gallup er fréttabréf sem um ýmis þau málefni sem efst em á baugi
gefið hefur verið út fi-á því í febrúar 1993. hverju sinni.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, skoðar aðstæður þar sem aurskriðan féll í gærmorgun.
Aurskriða féll úr Tindaöxl
Vetrarsport 2000 á Akureyri
Fjölbreytt úti-
^ lífssýning' í
íþróttahöllinni
AURSKRIÐA féll úr Tindaöxl of-
an íbúðabyggðarinnar í Ólafs-
firði í gærmorgun. Að sögn Jóns
Konráðssonar, lögreglumanns í
Ólafsfirði, var skriðan um 5-10
metra breið. Hún rann um 200
metra og ofan í varnarskurð í
hlíðinni, um 400-500 metrum
fyrir ofan byggðina. Ekki urðu
slys á fólki eða eignaskemmdir.
Skriðan féll úr hlíðinni rétt
norðan við svæðið þar sem stór
aurskriða féll á byggðina í lok
ágúst 1988 og olli miklum
skemmdum í bænum. Jón sagði
að skriðan í gær hafi aðeins verið
BÆJARRÁÐ Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum í gær að
leggja til við bæjarstjóm að dómi
Héraðsdóms Norðurlands eystra í
máli Ragnhildar Vigfúsdóttur,
fyrrverandi jafnréttisfulltrúa, verði
áfrýjað til Hæstaréttar.
Eins og fram hefur komið var
Akureyrarbær dæmdur til að
greiða kæranefnd jafnréttismála
vegna Ragnhildar Vigfúsdóttur,
fyrrverandi jafnréttis- og fræðslu-
smáspýja miðað við skriðuna sem
féll þá. f Tindaöxl eru þrír varn-
arskurðir og aurskriðan í gær
fór af stað frá efsta skurðinum
og niður að þeim næsta. Jón
sagði að skriðan hafi að mestu
leyti farið í skurðinn og lítið far-
ið upp á bakkann hinum megin.
Hann sagði að sárið þar sem
skriðan fór af stað væri nokkuð
djúpt.
Allur snjór horfinn
Upp úr hádeginu í gær var
hafist handa við að hreinsa drull-
una upp úr skurðinum en að sögn
fulltrúa bæjarins, hálfa milljón
króna. Einnig var bærinn dæmdur
til að greiða tæpar 400 þúsund
krónur í málskostnað og til að
greiða Ragnhildi um 87 þúsund
krónur vegna málareksturs síns.
Viðurkenningar
launamunar krafíst
Ragnhildur gegndi starfi jafn-
réttis- og fræðslufulltrúa Akureyr-
arbæjar frá því haustið 1995 þar til 1
Jóns fóru stórgrýti, fleiri tonn að
þyngd, einnig af stað í látunum í
gær. Hann átti þó ekki von að
það tæki nema nokkrar klukku-
stundir að hreinsa skurðinn.
Allur snjór er horfinn úr
Ólafsfirði eftir hlýindin að und-
anförnu og autt upp í miðjar
hlíðar. í gær var þurrt veður í
Ólafsfirði og 16 stiga hiti. Jón
sagði að kominn hafi verið mikill
snjór í fjallið en að frostlaust
hafi verið undir honum. Mikið
vatn hafi sigið niður hliðina og
það sé ástæðan fyrir því að
skriðan féll.
mars 1997. Kærunefnd jafnréttis-
mála höfðaði mál gegn bænum í
upphafi árs og vora dómkröfur þær
að viðurkennt yrði að sá munur sem
var á launum og öðram starfskjör-
um jafnréttis- og fræðslufulltrúa og
atvinnumálafulltrúa bæjarins hafi
verið ólögmætur og brot á lögum
um jafna stöðu og jafnan rétt karla
og kvenna. Krafist var 500 þúsund
króna greiðslu fégjalds vegna
hneisu og óþæginda Ragnhildar.
ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetrarsport
2000 verður haldin í íþróttahöllinni
á Akureyri helgina 13. og 14. nóv-
ember.
Félag vélsleðamanna í Eyjafírði
stendur fyrir sýningunni en
eyfirskir sleðamenn hafa gengist
fyrir slíku sýningarhaldi á annan
áratug.
Sýnendum fjölgar
Sýningarnar hafa vaxið og dafn-
að með áranum og sífellt orðið fjöl-
breyttari. Þetta er^ í fjórða sinn
sem sýningin er í Iþróttahöllinni,
stærsta sýningarhúsi bæjarins.
Sýnendum hefur fjölgað talsvert
frá fyrra ári en þeir era nú um 30
talsins. Því stefnir í fjölbreytta og
skemmtilega sýningu.
Markmiðið er að þarna sé á ein-
LEIKFÉLAG Akureyrar hefur
opnað nýja heimasíðu en hana er
að finna á slóðinni www.Ieikfelag.is
og má þar sjá upplýsingar um
verkefni leikfélagsins, leikara og
starfsfólk auk brota úr dómum sem
birst hafa um sýningar Leikfélags
Akureyrar.
Leikfélag Akureyrar fagnar
tímamótunum 2000 með brosi á vor
og eru gamanleikir einkennandi
fyrir leikárið. Nú standa yfir sýn-
ingar á Klukkustrengjum Jökuls
Jakobssonar sem hann skrifaði á
sínum tíma fyrir félagið. Sýningin
er í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð
og hefur hlotið góða dóma.
Framundan er framsýning á
nýju verki eftir Arnmund Back-
man, Blessuð jólin og þá tekur við
Tóbakströð eftir Erskine Caldwell.
Leikfélagið setur einnig upp í sam-
starfi við önnur leikfélög fjögur
önnur verk, Baneitrað samband á
Njálsgötunni eftir Auði Haralds,
Skækjurnar ganga fyrstar eftir
José Luis Martin Descalzo, Stjörn-
um stað hægt að sjá og kynnast
öllu því sem viðkemur útivist að
vetrarlagi. Má þar nefna jeppa,
vélsleða, skíðaiðkun, fatnað, fjar-
skiptabúnað, skotvopn, leiðsögu-
tæki, öryggisbúnað, verkfæri og
aukabúnað, ferðaþjónustu með
áherslu á vetrarferðir og fleira.
Tilgangurinn að efla
áhuga á útivist
Fjöldi fólks kemur að þessu
verkefni en framkvæmd sýningar-
innar er sem fyrr öll unnin í sjálf-
boðavinnu vélsleðafólks. Tilgang-
urinn með sýningarhaldinu er íyrst
og fremst að efla áhuga á útivist að
vetrarlagi og benda fólki á þá fjöl-
mörgu skemmtilegu möguleika
sem það hefur til að njóta íslenska
vetarins.
ur á morgunhimni eftir Alexander
Galín og brúðuleikgerð Helgu Arn-
alds af hinu sívinsæla ævintýri um
spýtustrákinn Gosa.
---------------
Akureyrar-
mót í atskák
AKUREYRARMÓTIÐ í atskák
hefst í kvöld kl. 20.00 en mótið er
jafnframt undanriðill íslandsmóts-
ins fyrir úrslitakeppnina í atskák
sem fram fer í Reykjavík síðar í
vetur.
Umhugsunartími er 25 mínútur
og verða tefldar 7 umferðir eftir
monrad-kerfi, 4 umferðir í kvöld og
3 umferðir nk. þriðjudagskvöld.
Núverandi skákmeistari Akureyr-
ar í atskák er Þór Valtýsson. Teflt
er í Skipagötu 18,2. hæð.
Skákæfingar fyrir böm og ung-
linga á grunnskólaaldri era á laug-
ardögum kl. 13.30.
Dómur í máli kærunefndar jafnréttismála gegn Akureyrarbæ
Bæjarráð vill áfrýja
Ný heimasíða Leik-
félags Akureyrar