Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI VERIÐ Svæðisstjóraskipti hjá Scania á Norðurlöndum ísland fellur undir heimamarkaðinn Nýr svæðisstjóri Scania segir að mikil áhersla sé nú lögð á þróun gírkassa og hag- kvæmari véla. Er það m.a. til að mæta stöðl- um um minni mengun frá dísilvélum. Anders Grundströmer (t.v.) og Thomas Bertilsson sem tekur við sem svæðisstjóri Norðurlanda- markaðs Scania sem Island fellur undir. NÝR svæðisstjóri Scania í Svíþjóð, sem hefur Norðurlöndin og fleiri lönd á sinni könnu, hefur nýlega verið skipaður og er það Thomas Bertils- son. Tók hann við af Anders Grundström- er, sem skipaður hef- ur verið yfirmaður fyrirtækis Scania í Tékklandi. í stuttri heimsókn til Islands á dögunum ræddu þeir við forráðamenn Heklu hf., sem hefur umboð fyrir Scania, og fóru yfir áherslur og helstu verkefnin sem framund- an eru í markaðsmálum. „Brýnasta málið hjá Heklu er að okkar mati að bæta aðstöðu fyrir verkstæðið og nú er afráðið að flytja það á lóð við Sundahöfn og reisa þar nýja og fullkomna að- stöðu fyrir alla þjónustu við Scania og önnur tæki sem Hekla hefur umboð fyrir. Par verður nóg pláss og unnt að veita betri og viðameiri þjónustu og veitir ekki af fyrir sí- stækkandi flota Scania-bíla,“ segir Thomas Bertilsson aðspurður um helstu mál sem til umræðu eru. Anders Grundströmer segir að Scania taki yfirleitt þátt í undir- búningi og vangaveltum umboðs- manna sinna þegar slíkar breyt- ingar standi fyrir dyrum, bjóði ráðgjöf eftir því sem þurfi varð- andi stærð, íyrirkomulag, tækjaval og annað sem huga þurfi að þegar nýtt þjónustuhús er byggt. En hvernig líta þeir á Island í saman- burði við aðra markaði fyrir Scan- ia: og burðargetu en í Svíþjóð er leyfð hámarksþyngd flutningabíla nú 60 tonn og mega þeir vera 24 m lang- ir, þ.e. að meðtöldum vagni. Scania beri hagkvæmni mjög fyrir brjósti og lipurð enda séu vöruflutningar með bílum helsti keppinautur járn- brautaflutninga. Nefndi hann að fyrir dyrum stæði til dæmis að auka mjög fjárfestingu í járn- brautakerfinu í Þýskalandi en hann kvað Scania ekki þurfa að óttast slíkt, menn væru nokkuð sannfærðir um að aukning í flutn- ingum yrði næstu árin að mestu leyti í bflunum. „Enda verður líka að líta til þess að lestir þurfa ork- ugjafa, þær flytja ekíd vöruna beint á milli húsa heldur þarf að umskipa þeim og flytja kannski á annan hátt síðasta spölinn þannig að bflarnir eru ekki síðri valkostur þegar flutningar eru annars veg- ar,“ segir hann. Það segir hann bæði gilda um vörur og farþega, sí- fellt aukist farþegaflutningar með rútum á kostnað lestanna. Spennandi markaður í Póllandi „ísland er heimamarkaður Scania því við lítum á öll Norður- löndin og reyndar líka Eystrasalts- löndin sem heimamarkað," segir Anders Grundströmer. Hann segir sölu hafa verið góða á Norðurlönd- um en meðal mest spennandi markaðssvæða sé til dæmis Póll- and. Þar séu íbúar 39 milljónir, landið liggi nánast við bæjardyr Svíþjóðar og fjárfesting vestrænna ríkja fari þar vaxandi. Þetta segir hann líka eiga að vissu leyti við um Tékkland og fleiri lönd í austur- hluta Evrópu. En hvað er fram- undan hjá Scania sem íslenskir kaupendur geta vænst að sjá? „Við kynntum nýja vörubílalínu í október 1995 og hófum sölu á henni strax árið eftir og þeir sem þekkja fyrirtækið vita að áður var ný lína kynnt árið 1989 og þar áður 1982,“ segir Thomas Bertilsson, „og því ætti ekki að vera erfitt að reikna út að ný lína hlýtur að vera væntanleg. En það sem einkum er unnið að nú er þróun á vélum og gírkössum." Hann segir reglur sí- fellt að verða strangari um alla Evrópu um mengun frá dísilvélum og kemur t.d. einn áfangi til fram- kvæmda á næsta ári, Euro III, og síðan megi búast við Euro IV og V og því þurfi framleiðendur stöðugt að leitast við að framleiða vélar sem bæði mengi sem minnst og séu jafnfram sparneytnar og hag- kvæmar. Bertilsson segir flutningafyrir- tækin í Evrópu gera sífellt meiri kröfu um hagkvæmni, m.a. lengd Scania áfram sjálfstætt fyrirtæki Komið hefur fram að Volvo fyr- irtækið hefur keypt hlut í Scania. Verið er að kanna hvort kaupin gangi gegn reglum um hringa- myndun og samkeppni en gangi kaupin eftir segja þeir enga breyt- ingu verða á andiiti Scania út á við. „Scania verður sjálfstætt íyrirtæki um alla framtíð," segir Thomas Bertilsson en þá yfirlýsingu hafa aðalstjómendur fyrirtækisins gef- ið. Segir hann Scania verða eitt af mörgum fyrirtækjum Volvo, rétt eins og Volvo vörubílar, Volvo gröfur og tæki, og svo framvegis. „Það verður því samkeppni áfram milli þessara íyrirtækja og við- skiptavinir okkar finna enga breyt- ingu þar á og sölukerfinu verður ekki breytt. Það sem breytist er að samvinna verður tekin upp á viss- um sviðum er varða tæknimál og þróunarvinnu enda er það þekkt að margir framleiðendur eru að nota hluti frá sömu framleiðendum í bfla sína, til dæmis í rafkerfi, hemla og eldsneytiskerfi, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Þeir félagar segja Scania og Vol- vo verði samanlagt annar stærsti vörubílaframleiðandi heims með 124 þúsund bíla á ári á eftir fyrir- tækjum Mercedes Benz sem fram- leiða 165 þúsund bíla og Paccar í Bandaríkjunum með 83 þúsund. „Aðalatriðið er að Scania og Volvo verða áfram tvö merki og þau keppa grimmt hér eftir sem hingað til,“ segja þeir Anders Grund- strömer og Thomas Bertilsson að lokum. „Happdrættisvinning- ar“ verði afnumdir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Islands, við setningu árs- þings félagsins í gær. Skapar sátt um fí skveiðislj órnun- arkerfíð að mati Helga Laxdal^ formanns VSFI KOMA þarf í veg fyrir að einstakl- ingar hverfi úr útgerð með milljarða hagnað, enda myndi slíkt leiða til sáttar um fiskveiðistjómarkerfið, að mati Helga Laxdal, formanns Vél- stjórafélags Islands. Þetta kom fram í setningarræðu hans á ár- sþingi félagsins sem hófst í gær. Þar sagði hann ennfremur að skylda ætti útgerðarmenn til að manna yf- irmannastöður með Islendingum, ellegar svipta þá leyfi til nýtingar á auðlindinni. Helgi rifjaði upp í ræðu sinni að sjávarútvegsráðherra hafi nýverið skipað nefnd sem setja eigi fram til- lögur tfl breytinga á núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi til að um kerfið náist sátt án þess að dregið sé úr hagkvæmninni. Sagðist Helgi þeirr- ar skoðunar að megin ósættið um gfldandi stjómkerfi væri tflkomið vegna þeiira tflefnislausu happ- drættisvinninga sem fallið hafi þeim í skaut sem hafi á síðustu áram verið að hætta útgerð og horfið úr grein- inni. Stundum séu á ferðinni ein- staklingar sem hafi eignast hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum af tflviljun einni, eins og þeirri, að þegar við- komandi fyrirtæki var stofnað þá hafi þeirra tíma lög um hlutafélög krafist lágmarksfjölda hluthafa til að tryggja lögmæti félagsins. „Þess vegna er það að mínu mati megin verkefni nefndarinnar að setja fram tillögur sem tfl dæmis í gegnum skattkerfið tryggi það að þetta einka happdrætti, þó kostað sé af almenningi, heyri sem fyrst sög- unni til. Það er mín bjargfasta trú að sú aðgerð ein mundi leiða til þokka- legrar sáttar um þetta kerfi sem að þessu frátöldu, sem á sér að vísu aðrar rætur, er skflvirkt stjórnkerfi sem á að geta tryggt bæði viðhald fiskistofna og hagkvæmni í grein- inni.“ Pólverjar ráðnir í vélsljórastöður Helgi sagði nokkra eftirspurn hafa verið eftir vélstjóram tfl starfa á sjó á seinni áram og þá sérstak- lega á fiskiskipum. Utgerðarmenn hafi brugðist við því með því að flytja hingað til lands erlenda vél- stjóra, einkum frá Póllandi. „Það vita allir sem eitthvað fylgjast með að laun í Póllandi era mun lægri en á vesturlöndum. Þess vegna verður sjálfsagt hægt að fá hingað pólska vélstjóra tfl starfa á okkar fiskiskip- um, a.m.k. þeim sem betur gefa af sér. Með þessari ráðstöfun sýnist mér að íslenskir útgerðarmenn séu endanlega búnir að gefast upp við það að laða íslendinga tfl starfa á skipum sínum. Þess í stað á að fá hingað erlenda sjómenn sem búa við atvinnuleysi í sínu heimalandi tfl þess að sinna störfum yfirmanna á fiskiskipunum okkar.“ Sagði Helgi að í þessum áformum útgerðarinnar fælist tvískinnungur og algjört vh-ðingarleysi fyrir þeim sérréttindum sem þeim hafa verið afhent sem væru einkaleyfi á nýt- ingu á íslensku fiskimiðunum. „Þeg- ar kemur að nýtingu fiskimiðanna þá má til dæmis ekki bjóða út er- lendis veiðar á ákveðnu magni fisks vegna þess að hérlendir útgerðar- menn hafa einkaleyfi á nánast öllum veiðum innan landhelginnar. Sér- leyfi sem þeir ætla nú að nýta með ódýra erlendu vinnuafli til að auka enn sinn ábata. Að mínu mati kemur ekki tfl greina að úthluta útgerðinni einkarétti á þessari auðlind án þess að binda það því skflyrði að skipin séu mönnuð íslendingum. Geti þeir ekki sætt sig við það á að taka þetta sérleyfi af þeim og bjóða veiðamar út eins og hverjar aðrar fi’am- kvæmdir hér á landi; því ef tryggja á einum hópi sérréttindi á þessu sviði verða allir sem tengjast greininni að sitja við sama borð, bæði sjómenn og útgerðarmenn." Stofnanir ekki staðið undir væntingum Helgi rakti í ræðu sinni þær að- gerðir sem gripið var tfl tfl að binda enda á verkfall sjómanna fyrir hálfu öðra ári, Verðlagsstofu skiptaverðs, úrskurðamefnd og Kvótaþing. Hann sagði reynsluna sína að þess- ar stofnanir hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem við þær vora bundnar. Verðlagsstofa skiptaverðs hafi reyndar staðið sig mjög vel en engu að síður hafi það sýnt sig að þær ábendingar sem Verðlagsstofan hef- ur sett fram eru að engu hafðar í alltof mörgum tilfellum. Því væri nauðsynlegt þegar stof- an hefur fram að færa athugasemdir við uppgjör tfl áhafha á einstökum skipum, þá sendi hún ekld bara at- hugasemdir sínar til viðkomandi áhafnar og útgerðar, eins og lögin kveða á um, heldur einnig tfl við- komandi stéttarfélaga sem geta þá knúið á um að málin séu færð tfl betri vegar. Þá sagði Helgi að gera þyrfti viðmiðanir úrskurðamefndar, sem væra grandvöllur að nýju fisk- verði, glöggar og auðskildar þannig að enginn velktist í vafa um við hvað væri átt. Leggja má Kvótaþing niður „Verði nefndum lögum a.m.k. breytt á þennan veg og tfl viðbótar gengið þannig frá málum að ekki sé heimilt að flytja kvóta umfram út- hlutun til annarra skipa en þeirra sem uppfylla ákveðin skflyrði varð- andi fiskverðssamninga við sína sjó- menn; þá má að mínu mati leggja Kvótaþing niður í núverandi mynd þótt eftir sem áður sé nauðsynlegt að skrá verðmæti aflaheimilda þeg- ar þær skipta um eigendur. Því er skoðun mín sú að að eina verðmynd- unarkerfið sem hægt sé að byggja á til frambúðar séu fiskmarkaðimir en eins og staða mála er í dag er mikil andstaða gegn þeim hjá hinum frjálslyndu íslensku útgerðarmönn- um um þessar mundir. Þeir halda því fram að ef allur afli færi um markað mundi fiskverð lækka vera- lega en það er nú einu sinni það sem þeir hinir sömu berjast fyrir með kjafti og klóm innan Úrskurðai- nefndarinnar. Það er í þessu efni sem og öðram býsna erfitt að henda reiður á þeirra markmið hverju sinni.“ Eðlilegt samstarf við LIU mikilvægt Helgi sagði að þrátt fyrir að mikil- vægi tæknibúnaðar skipa væri alltaf að aukast og um leið þær kröfur sem gerðar eru tfl hans og þeirra sem honum þjóna, þá hafi vélstjórastétt- in orðið að lifa við stöðugan áróður frá Landssambandi íslenskr'a út- vegsmanna í þá átt að vélstjóranám- ið hér á landi sé úr takt við það sem gerist hér í nágrenninu; það væri of langt, flla skipulagt o.s.frv. I framhaldi þess hafi vélstjóran- ámið hér á landi verið borið saman við vélstjóranámið í næsta nágrenni. Niðurstaðan hafi verið sú að vél- stjórnarnám hérlendis sé yfirleitt styttra eða í það minnsta jafnlangt sambærflegu námi í nágrannalönd- unum. Helgi sagði að eitt þýðingarmesta verkefnið framundan væri þrátt fyr- ir allt að koma á eðlflegu samstarfi við LIÚ, enda falli hagsmunir sjó- manna og útgerðarmanna víða sam- an. „Því er eitt megin verkefnið að vinna að bættri ímynd sjómennsku og útgerðar í hugum almennings sem er forsenda þess að ungt og hæfileikaríkt fólk veljist þar tfl starfa sem er forsenda þess að sjáv- arútveginum sem atvinnugrein vegni vel í framtíðinni. I þessu efni bind ég miklar vonir við yngri stjómendur sem hafa ver- ið að hasla sér völl á liðnum áram hjá einstökum útgerðum en þeim hafa fylgt aðrar áherslur, m.a. hvað varðar menntun og endurmenntun vélstjóra og vélfræðinga, en mennt- unarmálin era málaflokkur sem verður að nást sátt og samstarf um, ef árangur á að nást í þeim mála- flokki í næstu framtíð," sagði Helgi Laxdal. Sjávarútvegsskóli engin allsherjarlausn Menntunarmál era meginumfjöll- unarefni á ársþingi VI að þessu sinni. í ávarpi sínu á þinginu gerði Ámi M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, að umtalsefni samdi'átt í aðsókn að hvers kyns námi er teng- ist sjávarútvegi. Sagði hann til margs að líta í þessum efnum og sér- skóli fyrir sjávarútveginn væri að sínu mati engin allsherjarlausn. „Kostimir við hugmyndina um sér- skóla era að greinin kæmi í mun meira mæli en verið hefur að því að móta skólastarf, en það er afar mik- ilvægt. Vona má að það verði, þegar fram líða stundir, til að auka áhuga ungmenna á slíku námi. Þá era auð- sæir möguleikai’ í hagræðingu sem í hugmyndinni felast meðal annars hvað varðar að miðla sérhæfðri þekkingu um sjávarútveginn. Við í sjávarútvegsráðuneytinu fylgjumst með skólaumræðunni af áhuga. A fyrri stigum hennar var stundum bent á að nám tengt land- búnaði væri í betra horfi en sjávar- útvegsnám vegna þess að það heyrði undir viðkomandi fagráðuneyti. Ég er þeirrar skoðunar að menntamál- aráðuneytið eigi að fara með málefni sjávarútvegsnáms, ég tel það nauð- synlegt tfl að tryggja samhengi við annað framhaldsnám sem boðið er upp á í landinu og það þróunarstarf sem þar er unnið,“ sagði Arni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.