Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 31
ERLENT
Kjötdeila Breta
og Frakka
Aflétta
ekki inn-
flutnings-
banni
París, London. AP, AFP, The Daily
Telegraph.
RÁÐHERRA neytendamála í
Frakklandi, Marylise Lebranchu,
sagði í fyrradag, að Frakkar væni
enn ekki reiðubúnir að aflétta inn-
flutningsbanni á bresku nautakjöti.
Hún sagði að Frakkar vildu frekar
eiga á hættu að málið færi fyrir
Evrópudómstólinn en aflétta bann-
inu áður en frönsk yfirvöld væru
orðin þess fullviss að óhætt væri að
neyta kjötsins. Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins gaf
Frökkum frest í gær fram á þriðju-
dag til að aflétta banninu.
Lebranchu, sem lét ummælin
falla í viðtali við bresku útvarps-
stöðina BBC, sagði að Frakkar
teldu þær aðferðir ófullnægjandi
sem Bretar nota við prófanir á
nautakjöti og við að rekja uppruna
þess.
Prodi ræðir við Chirac
og Jospin
Forsætisráðherra Bretlands,
Tony Blair, hafnaði í gær alfarið
frekari eftirgjöf við Frakka og ár-
éttaði að afléttu Frakkar ekki inn-
flutningsbanninu yrði málið sótt
fyrir Evrópudómstólnum í Lúxem-
borg.
I yfirlýsingur frá framkvæmda-
stjóm ESB í gær sagði, að afléttu
Frakkar ekki banninu á þriðjudag í
næstu viku í síðasta lagi, myndi
verða höfðað mál á hendur þeim.
Ætlaði Romano Prodi, forseti
framkvæmdastjómarinnar, að
hitta Jacques Chirac, forseta
Frakklands, og Linoel Jospin for-
sætisráðherra í gær til að ræða
þetta mál við þá. Blair átti einnig
„vinsamlegt" viðtal við Jospin í
gæimorgun en bresjdr bændur og
stjórnarandstaða Ihaldsflokksins
leggja hart að Blair að sýna Frökk-
um klæmar.
Eldur í
Lúbjanka
Moskvu. AP, Reuters.
ELDSVOÐI olli tjóni í aðal-
stöðvum rússnesku öryggis-
lögreglunnar, FSB, í gær-
morgun. Stofnunin er til húsa í
gömlum aðalstöðvum sovésku
öryggislögreglunnar, KGB,
Lúbjanka, sem er við samn-
efnt torg.
Eldurinn kviknaði á annarri
hæð um klukkan tvö að
morgni að þarlendum tíma og
var búið að slökkva hann hálf-
um öðmm tíma síðar. Fjórir
slösuðust nokkuð og var einn
fluttur á sjúkrahús vegna
reykeitmnar. Skemmdir urðu
á fjórum herbergjum á nokkr-
um hæðum, þar af voru tvö
gereyðilögð.
Talsmaður FSB, Alexander
Zdanovítsj, sagði óljóst hvað
hefði valdið eldinum, ef til vill
hefði orðið skammhlaup en
einnig gæti rafmagnsofn hafa
ofhitnað.
Lúbjanka var alræmt í tíð
kommúnistastjórnarinnar,
þar voru andstæðingar kerfis-
ins geymdir og yfirheyrðir,
sumir líka pyntaðir í kjöllur-
unum.
Árið 1991 gerðu harðlínu-
menn misheppnaða tilraun til
að ræna völdum og í kjölfarið
var styttu af aðalsmanninum
Felix Dzherzhínskí, stofnanda
forvera KGB, Tjeka, velt um
koll en hún stóð við torgið.
Mannskæð sprengju-
árás í Kóiumbíu
AÐ MINNSTA kosti sex manns
biðu bana og þrjátíu særðust þeg-
ar öflug sprengja sprakk á fjöl-
farinni götu í Bogota, höfuðborg
Kólumbíu, í gær.
Borgarstjóri Bogota, Enrique
Penalosa, taldi að markmiðið með
sþrengjutilræðinu hefði verið að
hefna þeirrar ákvörðunar kól-
umbískra stjómvalda að fram-
selja tvo meinta eiturlyfjasmygl-
ara til Bandaríkjanna.
Flest fórnarlamba sprengjutil-
ræðisins vom gangandi vegfar-
endur. Þetta er mannskæðasta
hermdarverkið í Bogota frá hrinu
sprengjutilræða sem lauk árið
1993 með dauða Pablos Escobars,
foringja eiturlyfjasmyglhringsins
Medellin. Markmiðið með þeim
sprengjuárásum var að knýja
stjórnina til að neita að framselja
eiturlyfjasmyglara til Bandaríkj-
anna.
Óttast er að sprengjuárásin í
gær sé fyrirboði nýrrar hrinu
blóðugra hermdarverka í Kól-
umbíu.
i öllum deildum Litavers
'ólamál
vlaafsláttur
stcjr. afsl.
á 4 htra dósum
eggflísar og gólfflísar
og allt til
málningarvinnu
íslensk máining, þúsundir lica.
Litablöndun og fagþjónusta.
Þjónustan er löngu
landsfræg. iíjflffjj
Sýndu lit - það gerum við!
GIRARDI - PASTORELLI -TECHNOSTONEc
Tugir lita - margar stærðir.
Öll hjálparefni. <
Hagstætt verð.
Spáðu í flísar til frambúðar. ----
CROW1S
istptvg
'ólaafsláttur
eggefnadeil
'olaafsláttur
Eitt mesta úrval landsins af veggfóðri,
veggfóðursborðum og veggdúk. Nýir
barnaborðar með Disney-myndum:
LION KING.MERMAID,
ALLADIN, POCAHONTAS,
MJALLHVÍTo.m.fl.
Fyrsta flokks vörumerki: -
Vymura, Esta, Novo, Crown,
Wallco.Alkor. W^'
Verðið er ótrúlega hagstætt.
rtilbO'
Plús 10 hvít málning
10 lítra fata á
Sex gerðir.
BANGSlMON,
MERMAID OG FL.'
Stærð 80 x 110 cm.
Mottur - Sængurföt
Handklæði - Lampar
Veggfóður - Borðar
fdýrt plast p
Eik, Beiki,
Kirsuber.Merbau. '
eglar og
Full búð af allskonar dreglum og
mottum. Margar breiddir.
Skerum i lengd að ykkar ósk.
Gúmmímottur og
gúmmídreglar, innan húss ^
sem utan. Rykmottur og
„slabb"-dreglar.
Stoppnet fyrir mottur og stök
teppi veita rétta öryggið. A
'ommer
'ólaafslá
Líttu inn í Litaver - það hefur alltafborgað sig!
Góð greiðslukjör!
Raðgreiðslur .
Góð greiðslukjörí
Raðgreiðslur
Grensásveg 18. Sími S8I 2444. Opið: Mánudaga til föstudaga til kl. 18. Laugardaga frá kl. 10 til 16. Sunnudaga frá kl. 11 til 15.
/fs.
[X >“SiÍ*í''ý /"''‘•í'- . .S' | Á i
1 \