Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Himinn og j ör ð
Hin heilaga þrenning, kolateikning, neonljós, 1999.
Jazz-
bræður
á Múl-
anum
JAZZBRÆÐUR halda tónlejka á
Múlanum, á efri hæð Sólon Islan-
dus á sunnudagskvöld, kl. 21.
Jazzbræðumir eru Olafur Jónsson
saxófónleikari og Ástvaldur
Traustason píanóleikari. Auk Ólafs
og Astvaldar spila þeir Birgir
Bragason á bassa og Pétur Grétar-
ssop á trommur.
Á efnisskrá tónleika eru frum-
samin lög auk þekktra djassstand-
arda.
Aðgangseyrir er 1.000 kr., 500 kr.
íyrir nemendur og eldri borgara.
Fyrirlestr-
ar í LHÍ
HELGI Hjaltalin Eyjólfsson
myndlistarmaður og kennari við
LHÍ, fjallar um eign verk í LHI,
stofu 24, kl. 12.30 á mánudag.
Guðrún Gunnarsdóttir mynd-
listarmaður og _ umsjónarkennari
textfldeildar LHÍ,sýnir litskyggnur
og kynnir eigin myndlistarferil, í
stofu 113 kl. 12.30 miðvikudaginn
17 október.
MYNDLIST
H a 11 g r í m s k i r k ] a
TEIKNINGAR
JÓN AXEL BJÖRNSSON
Opið þegar kirkjan er opin. Til 28.
nóvember. Aðgangur ókeypis.
FJÓRAR stórar kolteikningar
eftir Jón Axel Björnsson prýða
forrými Hallgrímskirkju um
þessar mundir. Listamaðurinn
hefur víða komið við á sýningar-
vettvangi eftir frumraun sína í
Ásmundarsal 1982, sem drjúga
athygli vakti. Með henni gerðist
hann einn helsti frumkvöðull
nýja málverksins svonefnda hér
landi, en það barst tiltölulega
snemma hingað, beint frá megin-
landi Evrópu, aðallega Þýska-
landi og Italíu.
Jón Axel hefur allar götur síð-
an haldið tryggð við þennan
geira númálverksins, jafnvel eft-
ir að önnur gildi stugguðu við því
og þrengdu sér fram í sviðsljósið.
Frumkvöðlarnir héldu þó áfram
og eru enn að og sumir orðnir sí-
gildir og þá helst í Þýskalandi, en
þar tóku menn þessum viðhorf-
um með stormi eftir ánauð hug-
myndalistar áttunda áratugsins,
sem var meira en eðlilegt í landi
úthverfa innsæisins, enda stutt
frá málurum Die Brúcke yfír í
villta málverkið eins og það var
líka nefnt. Slíkt var gengi nýja
málverksins í Þýskalandi að
helstu forsprakkarnir höfðu á
blómatímabili þess allt á annan
tug aðstoðarmanna í fullri vinnu
til að anna eftirspurninni!
En hvort sem málarinn er einn
eða hafi 10-20 aðstoðarmenn,
skiptir meginmáli að hann sé á
réttu róli og jarðtengdur sinni
list, hviki ekki frá sannfæringu
sinni hvað sem er að byltast í
kringum hann. Þannig voru t.d.
höfuðpaurar strangflatamál-
verksins trúir sínu málverki fram
í rauðan dauðann, þótt margur
sporgöngumaður þeirra um víða
veröld sneri við stefnumörkunum
baki jafnskjótt og ný viðhorf
ruddu sér rúms í móðurlöndun-
um, annað inni í myndinni. Og
satt að segja var ég farinn að
halda að Jón Axel fyllti hóp hinna
staðföstu í nýja málverkinu hér á
landi svona líkt og Hafsteinn
Austmann í flatamálverki sínu,
sem hann hefur þó mýkt umtals-
vert og þá helst í akvarellunni.
Að vísu var um nokkra formræna
þráhyggju að ræða hjá Jóni Axel,
sem átti erfitt að losa sig við
fyrstu áhrifin og vinna sig rök-
rétt út úr þeim og stundum mátti
kenna nokkurrar þreytu. Það vill
fara svo, þá menn eru ekki í
miðju hræringanna heldur fylgj-
ast með þeim úr fjarska og eru
hér þiggjendur en síður veitend-
ur.
I ljósi framanskráðs hnykkti
mér við er ég leit myndir lista-
mannsins í Hallgrímskirkju, því
nú hefur hann kúvent í sínum
vinnubrögðum. Þó má vel vera að
hann hugsi öðru vísi í teikningu
en málverki sem er til í dæminu.
Trúlega er um að ræða innsetn-
ingu í hið sérstaka rými og í slík-
um tilkvikum stokka menn
stundum upp í hugmyndum sín-
um, en ég skal ekki segja,- kýs að
bíða átekta og sjá hverju fram
vindur. En fram má koma að
þetta eru vel gerðar myndir,
bera við fyrstu sýn nokkurn keim
af nýju landnámi og þreifingum
inn á framandi vettvang.
Bragi Ásgeirsson
Síðasti
áfangi
Lífæða 1999
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur
MYNDLISTAR- og ljóðasýningin
Lífæðar verður opnuð á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur á morgun, föstu-
dag, kl. 15. Þessi sýning er sú el-
Iefta og lýkur þar með hringferð
með sýninguna um landið. Henni
var hleypt af stokkunum á Land-
spítalanum íbyrjun janúar sl. og
kemur nú frá Sjúkrahúsi Keflavík-
ur.
Tólf myndlistarmenn sýna sam-
tals þrjátíu og fjögur myndverk
og tólf ljóðskáld birta átján ljóð.
Listamennirnir eru Bragi Ásgeirs-
son, Eggert Pétursson, Georg
Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðf-
innsson, Huida Hákon, ívar Brynj-
ólfsson, Kristján Davíðsson, Ósk
Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jóns-
dóttir og Tumi Magnússon. Ljóð-
skáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyrð-
ir Elíasson, Hannes Pétursson,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Isak
Harðarson, Kristín Ómarsdóttir,
Sigurður Pálsson, Sjón, Matthfas
Johannessen, Megas, Vilborg
Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá
Hamri.
Það er Islcnska menningar-
L
. 'k-
1 /p, ** : ( ' -:vyV •' ■ - ' -5?
Verk eftir Eggert Pálsson er
m.a. á sýningu Lífæða 1999.
samsteypan art.is sem gengst fyr-
ir sýningunni í boði Glaxo
Wellcome á Islandi.
Nýjar bækur
SNIÐ og sniðtcikningar er eftir
Inger Öberg og Hervor Ersman í
þýðingu Ásdísar Jónsdóttur.
Bókin er ætluð sem hjálpartæki,
þangað sem kennarar og nemend-
ur í fata- og textílhönnun geta sótt
hugmyndir. Hún er einnig ætluð
öðrum sem sauma og vilja sjálfir
læra að búa til sín eigin snið.
I bókinni eru ellefu kaflar, og
íjallar hver þeirra um ákveðið
grunnsnið með leiðbciningum sem
byija á því einfalda og lýkur á því
sem er meira krefjandi. Útskýrt er
hvernig máltaka er gerð og veitt-
ar eru nákvæmar upplýsingar um
hvemig hugsanleg mál og ein-
staklingsbundin frávik em gerð.
Inger Öber og Hervor Ersman
em báðar með starfsmenntun og
textílkennaramenntun.
Útgefandi er IÐNÚ. Bókin er
312 bls., henni fylgirmappa með
nokkrum grunnsniðum ogmáltafla
fyrir sniðteikningar. Prentun og
frágangur: Prentstofa IÐNÚ. Káp-
an varprentuðíSteindórsprent-
Gutenberg. Verð:5.480 kr.
Hugurinn ber
mig hálfa leið
MYNDLIST
IMælon og jarflarber,
llverfisgötu 39
SKIPAN - INSTALLA-
TION
SARA BJÖRNSDÓTTIR
Til 15. nóvember. Opið á verslunar-
túna.
ÞÖRFIN fyrir staðfestingu á því að
enn sé hægt að ímynda sér hlutina
er í réttu hlutfalli við sívaxandi
ágengni sjónræns áreitis í um-
hverfinu. Hvað er hægt að sjá fyrir
sér sem ekki á sér uppruna í
ákveðnum hlutveruleik, auglýs-
ingu, auglýsingaskilti, myndvarpi
eða ljósmynd? I leit sinni inn á við -
inn í eigið hugskot - hverfur Sara
Bjömsdóttir aftur fyrir hin miklu
vatnaskil sem urðu um miðjan
sjöunda áratuginn þegar listin
þróaðist frá því að vera ákveðinn
hlutur með listræna lögun til þess
að verða leikræn skipan hluta sem
ekki höfðu neitt listrænt gildi einir
og sér.
Stökkið örlagaríka frá for-
mrænni list til tilfæringa á leiksviði
svipti burt gildi sértækrar hugsýn-
ar og skildi okkur eftir í raunveru-
leik sem erfitt var að flýja. Stöðluð
ásýnd gámanna vitnaði um sigur
verkfræðinnar og skipulagsins yfir
sérstæðu útliti útúrdúranna og
húsagerðarinnar. Vissulega hníga
öll rök til þess að við höldum vöku
okkar gagnvart umheiminum en
látum ekki hrífast af einhveiju svo
afstæðu að það eigi sér enga stoð í
tilverunni, eða hvað?
Höfum við glatað hæfileikanum
til að hverfa burt úr raunveruleik-
anum, eða hvað skyldi slíkur missir
gera okkur þegar öllu er á botninn
hvolft? Hægt er að ímynda sér að
fangar raunveruleikans verði með
tímanum ófærir um að sjá út fyrir
takmörk hans. Einnig getur maður
séð fyrir sér að taugaveiklun fari
vaxandi um leið og sá hæfileiki
þverr að geta kúplað sig um stund-
arsakir frá ríkjandi ástandi. Sá sem
getur ekki horfið á vit hugarheims
síns sökum þess að hann hefur glat-
að ímyndunaraflinu er trúlega of-
urseldur þörfinni fyrir að víma sig
burt frá tilverunni. I stað ímyndun-
ar kemur minnisleysi; draumlaus
dásvefn fíkilsins og óumflýjanlegir
timburmenn.
Sara reynir með svífandi högg-
myndum sínum að hamla gegn
ágangi raunveruleikans á hendur
"hugarfluginu. Hér eru hlutir sem
eru ekki af neinu raunverulegu
nema sjálfum sér; sjálfsprottnir,
með öðrum orðum, eins og tónlist
sem spunnin er af fingrum fram. Sú
samlíking kemst einna næst því að
lýsa þessari baráttu Söru Bjöms-
dóttur við ofurmátt hversdagslegs
áreitis, sem enginn bað um, enginn
kærir sig um en frekir menn - sem
aldrei mega sjá neitt né neinn í friði
- töldu sér leyfilegt að flíka og ota
án þess að spyrja kóng eða prest.
Hverju ætlarðu að bjarga næst frá
glötun, Sara; - þögninni?
Halldór Björn Runólfsson