Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 33

Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 33 Gersk ævintýri Sergeij Rakhmanínov Livia Sohn Rico Saccani TOM.IST Háskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands flutti Fiðlukonsert eftir Aram Katsjatúrjan og Sinfóníu nr. 2 eftir Sergeij Rak- hmaninov; einleikari var Livia Sohn og sjórnandi Rico Saccani. Fimmtu- dagskvöld kl. 20. EINS og fleiri tónskáld Rússa- veldis er Armeninn Aram Katsjat- úrjan kunnastur fyrir balletttónlist sína, ekki síst smelli á borð við Sverðdansinn úr ballettinum Gaya- neh og Adagio Frýgíu og Spar- takusar úr samnefndum ballett. Ónedín skipakóngur gerði að leið- arstefi sínu um heimsins höf í sjón- varpinu forðum. Önnur hljómsveit- artónlist Katsjatúrjans heyrist allt of sjaldan, sérstaklega ágætir ein- leikskonsertar hans fyrir píanó, fiðlu og selló. Píanókonsertinn, saminn 1936, var það verk Katsjat- úrjans, sem fyrst sló í gegn; fiðlu- konsertinn var saminn fjórum ár- um seinna og sellókonsertinn 1946. Þessi þrjú verk standa saman sem eins konar þiTlógía og eru talin til öndvegisverka tónskáldsins. I gær- kvöld var þó upp runnin sú stund að fá að heyra fiðlukonsertinn. Þetta verk hefur notið talsverðra vinsælda; og býður upp á mikil til- þrif fyrir einleikarann. Flautusnill- ingurinn Jean-Pierre Rampal unni þessu verki svo heitt að hann um- ritaði það fyrir flautu. Verkið er í þremur hefðbundn- um þáttum. Hraður upphafsþáttur er byggður á samspili tveggja ólíkra stefja, hröðu og gáskafullu dansstefi byggðu á lítilli þríund sem teflt er gegn ljóðrænu, leitandi og draumkenndu stefi. Miðþáttur- inn er hægur vals, byggður á seið- andi og sefjandi þjóðlegum stefjum sem gætu verið ættuð frá heima- högum tónskáldsins í Armeníu og Grúsíu. Lokaþátturinn er, eins og sá fyrsti, byggður á andstæðum stefjum og er annað þeitra náskylt öðru stefi fyrsta þáttarins. Einleik- ari kvöldsins var ung bandarísk stúlka, Livia Sohn, sem ku vera að hasla sér völl sem einn besti fiðlu- leikari síns heima. Leikur hennar með hljómsveitinni var líka að flestu leyti mjög góður. Fallegur tónn og mikið músíkalitet ein- kenndu leik hennar og samspO hennar og hljómsveitarinnar var frábært undir vökulli stjórn Ricos Saccanis. Sellóin sungu undurfal- lega ljóðrænt stef sitt í fyrsta þætti og Einar Jóhannesson tvinnaði stef klarinettunnar fallega saman við stef einleikarans. í miðþáttinn vantaði þó eitthvað í leik Liviu Sohn, - meiri innileik, jafnvel munúð, í ástríðufullan valstaktinn. Hljómsveitin var frábær og hefld- arsvipur flutningsins rismikill og gleðiríkur. Það má kannski segja um fyrstu sinfóníu Rakhmaninovs að þar hafi fall verið fararheill. Frumflutning- ur hennar, undir stjórn kollega hans, Glazunovs, var svo mislukk- aður að tónskáldið ákvað að gefa tónsmíðar upp á bátinn, en helga sig frekar hljómsveitarstjórn og pí- anóleik. Þar með fór frægðarsól hans sem konsertpíanista að skína fyrir alvöru og hann varð afar eftir- sóttur hljómsveitarstjóri. En römm er sú taug er rekka dregur tón- smíða til, - löngun Rakhmaninovs til að semja var svo sterk, að hann fór hreinlega í meðferð til að byggja upp sjálfstraust sitt sem tónskáld. Það tókst, og í kjölfar fjölmargi’a dáleiðslutíma, kom frjótt sköpunartímabil þar sem mörg hans vinsælustu verk urðu til, - þar á meðal píanókonsertinn nr. 2. Önnur sinfónían, sú sem leikin var á tónleikum Sinfóníunnar í gærkvöldi var samin í Dresden vet- urinn 1906-7, en til Dresden sótti Rakhmaninov oft, í frið og næði sem hann þurfti til að sinna tón- smíðum. Sinfónían er fjórum þáttum, sem eru meira og minna spunnir út frá upphafsstefi verksins og tilbrigðum við það. Stjórnandinn, Rico Saccani, hélt uppteknum hætti að stjórna blaðlaust og það skilaði gíf- urlega áhrifamikium „performans", mun sterkari en ella væri. Stigvax- andi spenna í fyrsta þætti var svo vel byggð upp að maður var sem festur upp á þráð. Athygli stjórn- andans var öfl á hljómsveitinni og leik hennar, frjáls frá nótum á blaði. Strengirnir áttu stórleik í þéttum og ljóðrænum leik sem lagðist eins og voð yfir tré, málm og slagverk. í öðrum þætti, sem er ekki bara hraður, heldur líka súrr- andi fjörugur og skemmtflegur, voru hornin í sviðsljósinu með aðal- stef áður en fiðlur og klarinetta tóku við. Þriðji þáttur verksins er veikasti hlekkur þess og kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í framvindu verksins. Hann er dísæt hljómafroða þar sem lopinn er teygður úr hófi fram. Tsjaíkov- skí kunni þá list að bera tilfinningar sínar í tónlist án þess að úr því yrði væmni eða tflfinningasemi. Rak- hmaninov aftur á móti átti það til að ganga of langt og detta í væmni svo um munaði, eins og þessi þáttur ber með sér. í lokaþættinum er svo eiginlega fram haldið þar sem frá var horfið, með gleðiríka dansmús- ík þar sem Rakhmaninov býður upp í tarantellu. Þar er að finna skyldleika við tónlist eldri Rússa, Borodins og Rimskíj-Korsakovs, - sérstaklega tarantellu þess síðar- nefnda úr Seheherazade. Leikur Sinfóníuhljómsveitar Islands var feiknagóður; Saccani galdraði fram úr hljóðfæri sínu ótrúlegt litróf nú- ansa og blæbrigða. Rússneskt þema á tónleikum Sinfóníuhljómsveit Islands í haust hefur lánast með afbrigðum vel og hafa hverjir tónleikarnir á fætur öðrum verið mikfl músíkupplifun. Tónleikai-nir í gærkvöld voru engin undantekning þar á. Bergþóra Jónsdóttir 1 e Á morgun frumsýnum við nýjan bíl frá Opel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.