Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Best að borða ljdð
Er yfirskrift dagskrár í
söng og ljóðum sem
frumsýnd verður á
Smíðaverkstæði Þjóð-
leikhússins í kvöld. Háv-
ar Sigmjónsson ræddi
við höfundana Þórarin
Eldjárn og Jóhann G.
Jóhannsson.
í ljóðinu Bókagleypi i barnaljóða
bókinni Óðfluga segir frá Guð
mundi ,,„á Mýrum sem þótti ekk-
ert eins gott og að borða bækur.
„Ljóðinu lýkur á eftirfarandi línum:
„Þó er best að borða ljóð, en bara reyndar
þau sem eru góð."
Petta gera þeir Jóhann og Þóra-
rinn að einkennisorðum sýningar
sinnar og bjóða til Ljóðaveislu í
Þjóðleikhúsinu, „byggðri á völdu
ljóðmeti úr búri Þórarins Eldjáms.
Ljóðmetið verður svo borið fram
með kartöflumús-ík Jóhanns G. Jó-
hannssonar."
Eldri en umferðarljósin
„Það er nú mest mér að kenna að
þetta fór í gang „segir Jóhann
semgegnir starfi tónlistarstjóra
Þjóðleikhússins. „Mig hafði lengi
langað til að semja tónlist við ljóð
Þórarins og síðastliðið vor gafst
svigrúm til þess svo ég hellti mér út
í vinnu við það. Það dró svo ekki úr
kraftinum þegar ég uppgötvaði að
Þórarinn ætti senn stórafmæli en
hann varð fimmtugur í ágúst.“
„Þórarinn verður sposkur á svip
þegar spurt erhvort hann finni fyr-
ir aldrinum „Ég komst að því um
daginn að ég er eldri en elstu um-
ferðarljósin í borginni. Og svo auð-
vitað jafnaldri Þjóðleikhússins
enda hafa leiðir okkar legið saman
um langa hríð. „Hér vísar Þórarinn
til farsæls leikferils síns bama-
leikritum Þjóðleikhússins á
sjöunda áratugnum en hann lék
böm, bæði manna.og íkoma, í
fyrstu uppfærslunum á Dýranum í
Hálsaskógi og útvarpsupptöku á
Nýjar hljóðbækur
• HLJÓÐBÓKA ÚTGÁFA
Blindrabókasafns íslands, Orð í
eyra, hefur gefið út nokkra bóka-
titla: Barnabækumar Ronju ræn-
ingjadóttur eftir Astrid Lindgren í
flutningi Þorleifs Haukssonar og
Bíttu á jaxlinn Binna mín eftir
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í
lestri höfundar.
Af öðram titlum má geta
Dreggja dagsins eftir Kazuo Ishig-
uro í lestri Sigurðar Skúlasonar
leikara, Lífsgleði á tréfæti eftir
Stefán Jónsson í lestri Gísla Hall-
dórssonar leikara og Bréfs til Lára
eftir Þórberg Þórðarson í lestri
Hjalta Rögnvaldssonar leikara, en
hann les einnig samstæðu norska
Nóbelsskáldsins Knuts Hamsuns,
Benóní og Rósu.
Þá gefur Orð í eyra nú í fyrsta
sinn út kennslubækur fyrir fram-
haldsskóla: Félagsfræði eftir Garð-
ar Gíslason í lestri Hildigunnar
Þráinsdóttur og Upprana nútím-
ans eftir þá Braga Guðmundsson
og Gunnar Karlsson í lestri Kol-
beins Proppé sagnfræðings.
Orð í eyra hefur á boðstólum um
70 titla eftir ýmsa höfunda, m.a.
Böðvar Guðmundsson, Guðberg
Bergsson, Einar Má Guðmun-
dsson, Fjodor Dostojevskíj og Mil-
an Kundera. Stærð bókanna er frá
2 og upp í 12 snældur.
Bækurnar era til sölu á Blindra-
bókasafni Islands, en fást auk þess
í bókaverslunum Máls og menning-
ar, Pennans/Eymundsson og víðar.
Netfang útgáfunnar er http://
rvik.ismennt.is/~ordieyra.
Þórarinn Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson undirbúa ljóðaveislu
kvöldsins á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Flytjendur
og listrænir
stjórnendur
BEST AÐ BORÐA LJÓÐ eftir
Þórarinn Eldjárn og Jóhann
G.Jóhannsson.
Flytjendur: Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Öm Árnason.Stefán
Karl
Stefánsson , Bryndís Páls-
dóttir fiðluleikari, Jóhann G.
Jóhannsson píanóleikari,
Richard Korn kontrabassa-
leikari, Sigurður Flosason
saxófónleikari.
Sviðsetning: Melkorka
Tekla Ólafsdóttir.
títlit: Elín Edda Árnadóttir
Lýsing: Ásmundur Karls-
son.
Kardimommubænum. Þórarinn
hefur verið tengdur leikhúsinu
meira og minna síðan og verið mik-
ilvirkur höfundur og þýðandi leik-
og söngtexta. „Það kom mér því
ekki á óvart,“segir Jóhann, „að
þjóðleikhússtjóri sýndi hugmynd
minni fljótlega mikinn áhuga og
lýsti vilja til að hún yrði að veru-
leika í formi söngskemmtunar eða
ljóðadagskrár á sviði leikhússins á
þessu afmælisári."
Farsælt samstarf
Samstarf Þórarins og Jóhanns
nær allt aftur til ársins 1981 er þeir
unnu saman að revíunni Skornir
skammtar hjá Leikfélagi Reykja-
víkur í Iðnó. Þeir hlaða lofi hvor á
annan fyrirsamstarfíð og segja það
afskaplega farsælt. "Jóhann er gott
tónskáld og mikill fagmaður. Hann
er hinn fullkomni atkvæðateljari og
hefur mjög næma tilfinningu fyr-
ir brag, en sá hæfileiki er ekki öll-
um tónskáldum gefinn,“segir Þóra-
rinn. "Hann getur verið mjög
strangur og gert ákveðnar athuga-
semdir við einstök orð sem honum
finnast kannski of veik miðað við þá
áherslu sem þau hafa í laglínunni.
„Jóhann segir á móti að einstaklega
gott sé að semja lög við ljóð Þórar-
ins. "Þau era vel ort, skemmtileg og
auðskilin, sum era alvarleg og ein-
læg, önnur leiftra af stórskemmti-
legu hugarflugi og orðaleikjum, og
bamaljóðabækumar hans era al-
veg einstakar.
Eg valdi þau ljóð sem mig lang-
aði mest að semja lög við, og lögin
komu svo eitt af öðru, oft nánast án
mikilla afskipta af minni hálfu.“"Já,
þú hefur verið eins konar hlutlaus
skrásetjari sjálfs þín,“skýtur Þóra-
rinn inn í. Og bætir svo við að Jó-
hann hafi valið ljóðin vel og sjálfur-
hafi hann ekki gert annað en leggja
blessun sína yfir valið. "Jóhann hef-
ur góðan smekk fyrir því hvaða
Ijóðum hentar lag. Sum ljóð eru vel
til þess fallin en önnur eru lesljóð
og ætti aldrei að semja lög við."
Fyndið og hátíðlegt
Utfrá þessu spinnast vangavelt-
ur um áhrif andstæðna í tónlist og
texta. Jóhann segir oft gaman að
gera hátíðlega tónlist við fyndna og
alvörulausa texta. Þórarinn tekur
undir og kveðst stundum slengja
saman ómerkilegu efni við hátíð-
lega bragarhætti. "Þetta skapar
spennu og kraft sem vekur athygli
áheyrandans eða lesandans.“"Oft-
ast er þó hugsunin sú að lagið sé
þjónn orðanna og falli vel að hug-
blæ og stíl ljóðsins,“segir Jóhann.
"Það gefur svo lagi og texta nýjam
vídd þegar góðir leikarar og söngv-
arar leggja sitt af mörkum við
flutninginn,“segir Þórarinn. Jó-
hann bætir því við að þegar lögin
lágu fyrir hafi leiklistarráðunautur
Þjóðleikhússins, Melkorka Tekla
Ólafsdóttir, komið til skjalanna og
valið með honum ljóðin sem lesin
era í dagskránni auk þess sem hún
liðsinnti leikm-unum.
Fyrir börn og fullorðna
Alls verða sungin eða lesin 35
ljóð úr nær öllum ljóðabókum Þór-
arins, hin elstu úr Kvæði er út kom
1974, en nýjust era ljóðin Yðar
mjátign er birtist í vorhefti Skírnis
1999 og Veran Vera sem ekki hefur
birst á prenti enn. Þá era ljóð úr
barnaljóðabókunum Óðfluga og
Heimskringla sem mörg hver hafa
orðið fleyg á vörum bama um land
allt frá því þær komu út 1991 og
1992. Samkvæmt því má ætla að
dagskráin sé ekki síður við hæfi
stálpaðra barna en fullorðinna og
Þórarinn svarar að bragði: "Þetta
er dagskrá fyrir bamalega full-
orðna og fullorðinsleg börn.“Hann
segist hafa sérstaka ánægju af því
að yrkja fyrir börn enda hafi börn
sterka tilfinningu fyrir rímuðum
kveðskap. "Þeim finnst þetta bæði
skemmtilegt og spennandi. Tilfinn-
ingin að vita næstum því hvað kem-
ur næst en ekki alveg. Samt kemur
það á óvart. Börn hafa líka gaman
af háttbundnu hljómfalli og góð ljóð
á að vera hægt að berja á trommur
annars era þau bara ekki ljóð."
Að ýmsu að hyggja
Flest laganna era framsamin
fyrir þessa sýningu, en þó era
nokkur sem samin hafa verið og
flutt við sýningar Þjóðleikhússins á
undanförnum áram þar sem Þóra-
rinn hefur samið eða þýtt söngtexta
við lög Jóhanns. Má þar nefna
Litla-Kláus og Stóra-Kláus, Yndis-
fríði og ófreskjuna og Bróður minn
Ljónshjarta. Jóhann hefur samið
og/eða stjómað tónlist við fjölda
sýninga í Þjóðleikhúsinu og oftar
en ekki hefur Þórarinn verið þar
nærri sem þýðandi eða textahöfun-
dur. Hann segir að oft liggi mikil
vinna að baki slíkum þýðingum, "þó
efnislega sé textinn oft ekki ýkja
merkilegur. En það þarf að hyggja
að ýmsu við söngtextaþýðingar og
laglínan ræður þar auðvitað mestu,
en einnig verður efnið að komast til
skila og þetta getur oft orðið gífur-
lega mikil vinna sem er í engu hlut-
fallivið skáldskapargildið."
Hönnunardagur
SAMTÖK iðnaðarins efna til
Hönnunardags húsgagna og inn-
réttinga 1999 í dag, föstudag.
Þetta er í sjöunda sinn, síðan
1988, sem Hönnunardagur er
haldinn en markmiðið með hon-
um er að kynna helstu nýjungar í
hönnun og framleiðslu húsgagna
og innréttinga hérlendis og veita
viðurkenningar fyrir þær áhuga-
verðustu.
Að þessu sinni kynna fyrir-
tækin Á. Guðmundsson, Epal,
GKS og Penninn rúmlega tutt-
ugu ný verk tólf hönnuða, arki-
tekta og iðnhönnuða, sem til-
nefnd era til
Hönnunar-verðlauna 1999 en
það er iðnaðarráðuneytið sem
gefur þau að þessu sinni. Dóm-
nefnd, skipuð fulltrúum frá Ai'ki-
tektafélagi Islands, Félagi hús-
gagna- og innanhússarkitekta,
Félagi húsgagna- og innrétt-
ingaframleiðenda og Útflutn-
ingsráði Islands, birtir umsögn
um verkin en úrslit kunngjörir
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra við hátíðlega athöfn á
Kjarvalsstöðum í kvöld.
Hjá fyrirtækjunum Á. Guð-
mundssyni, Epal, GKS og Penn-
anum verður opið á morgun,
laugardag, frá kl. 10-16 og býðst
fólki að kynnast íslenskri hönnun
og framleiðslu húsgagna og inn-
réttinga í tilefni Hönnunardags
1999.
Teketill; verk eftir Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur sem er á sýning-
unni í Galleríi Smíðum og Skarti.
Keramikmunir
í Smíðum
í GALLERÍI Snn'ðar og skart,
Skólavörðustíg 16a, stendur yfir
sýning Ragnheiðar Ingunnar
Agústsdóttur. Þar sýnir Ragn-
heiður keramikmuni framleidda á
þessu ári.
Ragnheiður lauk prófi frá Lista-
Nýjar bækur
• JOHNNÝ Tremain er ungl-
ingasaga eftir bandaríska rithöf-
undinn og sagnfræðinginn Ester
Forbes.
í fréttatilkynningu segir: Sagan
af Johnný Tremain gerist í Boston
á áranum 1773-1775. Johnný er fá-
tækur munaðarlaus piltur sem sog-
ast inn í hringiðu frelsisbaráttunn-
ar sem er að leysast úr læðingi.
Hann tekur m.a. þátt í frægum at-
burði úr veraldarsögunni, teveisl-
unni miklu.
Bókin hefur í mörg ár verið á
leslista í efri bekkjum grannskóla í
Bandaríkjunum. Sagan vann á sín-
um tíma til Newbury verðlaunanna
sem veitt eru bestu barna- og ungl-
ingabókum í Bandaríkjunum.
Þýðandinn, Bryndís Víglun-
dsdóttir, hefur tekið saman skýr-
ingar á atburðum og staðháttum
sem birtast í eftirmála og frekari
upplýsingar verður að finna á
heimasíðu Máls og menningar
(www.malogmenning.is).
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er einnig fánleg sem hljóð-
bók í örlítið styttri útgáfu.
Bókin er287 bls., prentuð í Sví-
þjóð. Verð: 2.480 kr.
o g skarti
háskólanum í I’Ecole des Arts
Decoatifs, Strassburg í Frakk-
landi árið 1991. Árið 1998 lauk
hún MA-námi í hönnun frá Domus
Academy í Miianó á ítah'u. Hún
hefur bæði sýnt og tekið þátt í
fjölda samsýninga í Belgíu, Frakk-
landi, Þýskalandi, Sviss, ítahu og
Reykjavík.
Sýningin er opin kl. 10-18 virka
daga og kl. 10-14 á laugardögum
og lýkur henni 4. desember.
------♦ ♦ ♦-----
Nýjar plötur
• REYKJA VÍK - rómantík í húmi
nætur er fyrsta geislaplata Borg-
arkórsins, sem stofnaður var
haustið 1996, af stjórnandanum
Sigvalda Snæ Kaldalóns.
Uppistaðan á plötunni era
Reykjavíkursöngvar og fleiri dæg-
urperlur, sem heyrasta hér í nýjum
búningi í raddsetningu stjórna-
ndans, s.s. Austurstræti, Við
Reykjavíkurtjörn, Ástarsæla, í
Vesturbænum o.fl. Einnig er að
finna syrpu söngva úr sjónleiknum
Dansinn í Hrana eftir Indriða Ein-
arsson, en sönglögin í leikritinu era
eftir Sigvalda Kaldalóns 1881-
1946.
Einsöngvarar með kórnum era
Anna Margrét Kaldalóns, Bryndís
Hákonardóttir og Inga Backmann.
Píanóleikarar eru Gunnar Gunn-
arsson og Jón Sigurðsson.
Utgefandi er Fermata. Stjórn
upptöku annaðist Halldór Víkings-
son, en upptökurfóru fram íVíði-
staðakirkju sl. vor. Japis sér um
dreifingu.