Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Með heiminn í hendi sér Sönggleði og rómantík TONLIST III j« m d i s k a r REYKJAVÍK / RÓMANTÍK IHÚMINÆTUR - Borgarkórinn. Stjórnandi: Sigvaldi Snær Kaldalóns. Einsöngvarar: Inga Backman, Anna Margrét Kaldalóns og Bryndís Hákonardótt- ir. Píanóleikur: Gunnar Gunnars- son og Jón Sigurðsson. Hljóðritað í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í apríl og maf 1999, lög nr. 2 og 16 í Fella- og Hólakirkju í maí 1998. Stjórn upptöku og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Borgarkórinn, Fer- mata 1999. Dreifing: Japis. BORGARKÓRINN, sem hefur starfað í þrjú ár og komið víða við á stuttum tíma, var stofnaður af Sig- valda Snæ Kaldalóns tónmenntak- ennara og 22 áhugasömum söngr- öddum, sem nú að afloknu þriðja starfsári kórsins eru 40 talsins. Nú hefur hann komið með sinn fyrsta geisladisk með létt-rómantískri söngskrá, sem er þó bæði fjölbreytt og heildstæð í senn. Lögunum er skipað niður í Reykjavíkursöngva (9) leikhús (4 - allt úr Dansinum í Hruna eftir Sigvalda Kaldalóns og Indriða Einarsson) kirkjulegt (2) vorið (3) og rómantískt (4). Létt danssveifla setur ánægjulegan ef ekki þokkafullan svip á söngskrána í heild, flestallt kryddað hæíllegri „rómantík". Og allt flutt af sannri sönggleði. Nægir að nefna nöfn einsog Gunnar Þórðarson (Við Reykjavíkurtjörn - við texta for- sætisráðherra og Astarsæla við texta Þorsteins Eggertssonar) Jón Múla Arnason (Fröken Reykjavík við texta Jónasar bróður) og lög Sigfúsar Halldórssonar (Austurs- træti við ljóð Tómasar Guðmun- dssonar og Við tvö og blómið, texti Vilhjálmur frá Skáholti). Það má líka benda á lag Jerry Bocks úr Fiðlaranum, Sól rís, sól sest. Einn- ig má benda á ágæt lög eftir söng- stjórann sjálfan (I Vesturbænum við ljóð Tómasar Guðmundssonar - hitt er trúarlegt, Hátt eg kalla við texta Matthíasar Jochumssonar). Lög Sigvalda Kaldalóns (3 - fyrir utan lögin úr Dansinum í Hruna; tvö þau fyrstu ekki meðal þekktari laga tónskáldsins, Reykjavík við texta Einars Benediktssonar og Serenaði til Reykjavíkur við ljóð Tómasar Guðmundssonar) setja mikinn svip á þennan indæla hljómdisk, enda rómantísk - og auðvitað mjög melodísk æð í öllu sem hann samdi. Með öðrum orð- um: löng (meira en klukkutími) að- gengileg, fjölbreytt og hæfilega tregablandin efnisskrá, sungin af fínum kór (og góðum einsöngvur- um). Allt ber þetta vott um elju og hæfni stjórnandans, og ágætan (rómantískan) smekk. Raddsetn- ingar hans góðar - sumar skemmti- legar. Undirleikur (píanó) yfirleitt mjög góður og leiðandi. Hljóðritun skýr, sundurgreind og góð. Oddur Björnsson BÆKIJR Vísindaskúldsaga HEIMSINN eftir Gregory Benford. Þýðandi Björn E. Amason. Hávellir, 1999, 334 bls. EINKALÍF og framvinda þess ásamt heimspekilegum vangavelt- um um tilgang lífsins (eða tilgan- gsleysi) er algengt umfjöllunarefni skáldsagna, leynt og ljóst. Starf okkar og starfsframi er sjaldan meginviðfangsefni skáldsögu. Efn- iviður þessa verks er því óvenju- legur, frá mörgum sjónarhomum. Starf aðalpersónunnar er aðalat- riði og framvinda verksins helst í hendur við framvindu rannsókn- anna sem hún stundar. Spurning- arnar sem spurðar eru fjalla um upphaf heimsins, hvernig varð allt til og hver er þróunin? Hvers vegna kviknaði vitsmunalíf? Höf- undur segir í eftirmála að hann hafi langað að „... lýsa vísinda- mönnum eins og þeir eru í raun og veru, einkum í starfi" (bls. 333). Vísindi, vísindastarf og vísinda- menn fjalla um heiminn í hnotsk- urn. Hér er lýst starfi vísinda- manna, stéttskiptingu innan vísindanna, milli fræðigreina og jafnvel innan sömu fræðigreinar. Barátta vísindamanna fyrir fræðum sínum er oft hörð. Það er deilt á skammsýni pólitíkusa við styrkveitingar til vísindaiðkana og rannsókna. Fjallað um hvort við- urkenningar séu einhvers virði eða beinlínis hættulegar í vísindum. Orðstír, eignaréttur yfir uppgötv- unum, kapphlaup um að vera fyrstur, vaxandi samkeppni um stöðuveitingar og peninga. Og síð- ast en ekki síst stéttskipting og valdaklíka innan háskólasamfé- lagsins. Vísindamaður gerir merka upp- götvun fýrir slysni, en þannig verða jú flestar þeirra til. Tilraun mistekst en í kjölfarið fylgir ný uppgötvun sem verður að ranns- aka nákvæmlega. Aðalpersónan vill fá að rannsaka viðfangsefni sitt í friði en kollegarnir, og að lokum allur heimurinn, vilja fá að fylgjast með enda er um óvenju- legt fyrirbæri að ræða. Vísinda- maðurinn hefur heiminn í hendi sér, í tvíræðum skilningi. Annars vegar er það Heimsinn, sem er á stærð við bolta, en er heill heimur út af fyrir sig. Hins vegar eru ekki allir í heiminum tilbúnir fýrir óyggjandi svör við spurningum um upphaf og þróun alheimsins. Al- isía, aðalpersónan, lendir því upp á kant við nánast allt og alla og sitt sýnist hverjum. Alisía er tilraunavísindamaður sem leitar til fræðivisindamanns til að komast til botns í því sem hún er með í höndunum. Fræði- maðurinn reiknar út hvaða fyrir- bæri komi til greina sem svo er ýmist staðfest eða kollvarpað með frekari mælingum. Þessar tvær „tegundir" vísindamanna geta ekki án hinnar verið en búa samt við gífurlega fordóma í garð hvor ann- arrar. Passað er upp á að jafnræðis sé gætt milli kynþátta þannig að að- alpersónurnar eru af ólíku „bergi brotnar". Alisía er svört en það gerði henni erfiðara fyrir í skóla en líklega aðeins auðveldara í starfi, að minnsta kosti til að byrja með. Aðstoðarmaður hennar, Zak, i á víetnamska foreldra og Max, fræðimaðurinn, er hvítur. Það verða því töluverðir árekstrar en kannski ekki miklir á mælikvarða heimsins. Einkalífið er nokkurs konar aukapersóna í þessu verki. Vís- indamenn starfa saman hlið við hlið langtímum saman án þess að j þekkjast að ráði. Félagslíf er eitthvað sem er stundað i neyð. Hjónaband er þó ( ofarlega á lista þar sem það sparar tíma og orku því þá er hægt að einbeita sér enn meir að vísindun- um. Fyrir liggur að flestir merkis- menn eðlisfræðinnar hafa verið vel giftir! ítarlegar lýsingar á jöfnum, mælitækjum og aðferðum eru oft fráhrindandi en eiga að auka á trúverðugleikann. Það er reynt að vekja áhuga á vísindum almennt og spanna allt svið samfélagsins svo að stundum gætir rembings í verkinu. Og þó Alisía sé hér að færast yfir á nýtt svið er ósann- færandi að hún er í hlutverki les- andans þegar Max er að útskýra Heimsann og nýjar kenningar um hann. Efnistök verksins eru vissulega fáséð en ekki alltaf jafn spennandi þrátt íyrir það. Kristín Ólafs „Aldrei að segja sjálfsagða hluti, þeir segja sig sjálfir“ BÆKUR Ljðð, smúsögnr YDD/SAGNABELGUR Endurútgáfa á ljóðum eftir Þórarin Eldjám og safn áður útgefinna smásagna eftir sama höfund, Vaka- Helgafell, Reykjavík, 1999. ÞÓRARINN Eldjárn sendi frá sér ljóðabókina Ydd árið 1984 og hefur hún nú verið endurútgefin í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá því að hún kom út. Vaka-Helgafell hefur tekið upp á því að endurút- gefa ljóðabækur, „mílusteina“ í ís- lenskri ljóðlist. Það er þarft fram- tak því gailinn hefur verið sá að íslenskar ljóðabækur seljast upp (að vísu gjaman mjög hægt) og eru eftir það ófáanlegar nema á bóka- söfnum. Úr þessu bæta endurút- gáfur og hafa þar að auki fram yfir heildarútgáfur að hvert verk fær að njóta sín sem heild - hafa þau ekki tilhneigingu til að renna saman í heildarútgáfum? Það er hægt að hugsa sér langan lista af ljóðabók- um sem mætti gefa út að nýju. Ydd markaði þáttaskii á ferli Þórarins þar sem ekki var lengur ort í hefðbundnu formi einsog í fyrri bókum hans sem þó eru ef til vill þekktari og vinsælli. Og Ijóðin eru nálægari en áður, skáldið kemst „nær lesendum sínum“ eins- og Pétur Már Ólafsson orðar það í formála. Þetta á ekki síst við um ljóðið „Óli“, eitthvert nálægasta ljóð Þórarins. Þessi útgáfa Ydds er tileinkuð minningu Kristjáns Eld- járns og Ólafs Eldjáms. Ydd hefur að geyma fjölbreytt ljóð, stundlega þanka, minninga- brot, myndir, smámuni úr hvers- dagslífinu, annarlegar kringumst- æður; sum ljóðin eru hreinar ögranir einsog samnefnt ljóð, „Ögr- un“, þar sem þrjátíu börn leika „sá sem flöskustúturinn lendir á“; „Tuttugu ámm síðarýeinn af hverj- um tíu/var orðinn alkóhólisti/og hin öll fremur drykk- felld“. Ljóðið „Fmm- henda“ er sömuleiðis ögran og fleygur úr því frasinn „að það var ekki lengur framlegt/ að vera framlegur". Og „Framfarir" er skemmtileg athuga- semd um auglýsingar á rakvélarblöðum. Ljóðið „Ort“ má kannski kalla fagur- fræði verksins í hnotskum: Órofa logsuða hugsuða mérjafnanfjarri myndasmiðureftilvill eða skeyting gæti það heitið Frambæjargöngin óma mínar druslur en sálmana skal ég spara til sunnudags Það er fengur að endurútgáfu Ydds. Því „Oss vantar svo sárlega/ íslenska heimspeki/ og reykvíska goðafræði“ einsog segir í upphaf- sljóði bókarinnar. Og kannski er það þetta sem smásögur Þórarins hafa leitast við að skapa, en smásöguformið hefur hentað Þórarni einkar vel. Helstu einkenni smásagna hans era þrjú: hinn óáreiðanlegi sögumaður, skopstæling á fræðilegri orðræðu og þjóðsagan í nútímanum. Sögu- maðurinn varasami er til dæmis að- all sögunnar „Maðurinn er það sem hann væri“ sem segir frá einum mesta rithöfundi þjóðarinnar, Skúla W. Skíðdal, sem hafði það fram yfir aðra rithöfunda að skrifa aldrei neitt. Frásagnaraðferð sög- unnar krefst þess að lesandinn sjái í gegnum aðdáun sögumanns á Skúla; en eins tengist þetta öðrum þætti sagna Þórarins: að gjarnan er leikið með tengsl skáldskapar og raunvera, skrifað í skýrslustíl líkt og allt sé satt og rétt, að um sögu- legar staðreyndir sé að ræða. Sag- an. „Ókvæða við“ er með þessu sama sniði. Og þannig þarf lesandi „Töskum- álanna“ ef til vill að hafa nokkuð fyrir því að átta sig á að ekki hafí í raun og veru ríkt hálfgert neyðarástand á íslandi á ótilgreind- um tíma vegna þeirrar firru fólks að hafa skilti sem á stóð „Ger- um ekki við töskur“ á húsi sínu einsog strangfræðileg skýrsl- an um „Töskumálin" gefur til kynna (í það minnsta minnist und- irritaður þess að hafa barnungur spurt sér eldri varfærnislega hvemig þessu hafi eiginlega yerið háttað og var fátt um svör). I þessari sögu er hin algjörlega óþarfa tvítekning sem hér er fyrirsögn. Fræðilegir textar í sögunum era undantekningalaust skopstælingar, Þórarinn sérhæfir sig í þannig skopstælingum; má nefna atferlisfræðilega rannsókn á svæðamerldngu í sturtum í Sund- laug Vesturbæjar (reyndar ekki í þessu safni) eða tilbúnar tilvitnanir í fræðimenn og gagnrýnendur. Sagan um Major Tilbury (lesist: til- beri) er dæmi um endurvinnslu þjóðsögunnar í nútímanum sem áð- ur er nefnd, sömuleiðis sagan „Skýrsla" sem fjallar um ískyggi- lega framleiðslu á NOW-buxum (lesist: nábrókum). Þá eiga sögur Þórarins til mjög kamivalískar hliðar: I „Síðustu rannsóknaræf- ingunni" og „Níðstöng“ er sög- uþræðinum hleypt á óreiðukennt skrið. Sögumar í þessu safni era húm- orískar og segja aldrei sjálfsagða hluti. Þær era brot af því besta sem Þórarinn hefur látið frá sér fara og ásamt með endurútgáfunni á Yddi er Sagnabelgur góð kynning fyrir þá sem ekki þekkja til ljóða og sagna Þórarins. Fyrir hina er alltaf gaman að lesa þær aftur. Hermann Stefánsson Þórarinn Eldjám Lítil hvalsaga BÆKUR IIVALRKKI EÐA KVALRÆUI Náttúrufræðirit eftir Jón Kr. Gunnarsson. 80 bls. Útgefandi er Rauðskinna. Verð 1680 kr. FLUMBRUGANGURINN í kringum Keikó, háhyminginn, sem fluttur var til Is- lands fyrr á þessu ári, gekk fram af fólki. I raun hefur aldrei fengizt svar við þeirri spumingu, hvers vegna hann var fluttur hingað. Ekki er það trúverðugt, að hugsjónin ein um frelsi honum til handa, sé undirrót, því að þeir, sem að baki standa, vilja hafa eitthvað fyrir sinn snúð. I nýútkominni rit- gerð reifar Jón Kr. Gunnarsson ýmis at- riði í sambandi við svokallað Keikó-mál. Hann er gjörkunnugur málum þessum og var forgöngumaður um veiðar á háhymingum hér við land. Jón dregur upp ýmsar hliðar þessa máls og kemur víða við. Hann er ómyrkur í máli og á stundum fer hann full geyst og vandar ekki orðbragðið. Fróðlegasti hluti þessarar rit- gerðar er frásögn Jóns af veiðum á háhymingum og umstangið í kringum þær. Þar er hann vel heima og segir skilmerkilega frá. Vel hefði þó farið á því að greina meira frá hvers konar skepnur háhyrningar era, lifnaðarháttum þeirra og atferli. Að öðra leyti fjallai- Jón að mestu um fáránleika og öfgar í sambandi við umgengni við dýr meðal svokallaðra menningar- þjóða í ljósi sjúkdóma og hung- urs hjá bágstöddum þjóðum. Þar sem margir búa við sult og marg- víslega áþján, þykir honum lítil sæmd að dekra við gæludýr; sýnu verst er þó, að misvitrir fjárplógsmenn og áróðursmeist- arar standa hér að baki, sem fyrst og fremst era að hugsa um eigin hag. Þá er með eindæmum hve auðvelt það reynist útlending- um að fá ýmsa ráða- menn okkar til þess að hlaupa upp til handa og fóta af litlu tilefni og hve auð- trúa þeir era á skjótfenginn gróða. Eins og áður sagði er ritgerð þessi einkum hug- leiðing um öfgar í nútíma þjóðfélagi. Sitt sýnist þar hverjum og má lengi deila. Um margt er hægt að vera sammála Jóni, en þó hættir honum til að einfalda málin um of með óraunhæfum samanburði. Þau málefni, sem Jón minnist á, eru um margt keimlík umræðu um umhverfismál annars staðar á Norðurlöndum fyrir rámum ára- tug. Af því má nokkuð marka, hve aftarlega á merinni við erum í þessum efnum. Það hefur held- ur ekki tíðkast að gefa út rök- ræðubækur um vistfræði- og umhverfismál líðandi stundar hérlendis; umræða hefur að mestu farið fram á síðum dag- blaða. Bók Jóns er virðingarverð tilraun í þá átt. Ágúst H. Bjarnason Jún Kr. Gunnarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.