Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 43
42 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 43:
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UNDIRSKRIFTA-
SÖFNUN
ÞAÐ þarf engum að koma á óvart, að hópur fólks hefur
tekið saman höndum um að efna til undirskriftasöfn-
unar meðal landsmanna með hvatningu um að efnt verði
til lögformlegs umhverfísmats á Fljótsdalsvirkjun. Um-
ræður síðustu missera um virkjanir norðan Vatnajökuls
hafa leitt í ljós, að allur almenningur ber í brjósti sterkar
tilfínningar til óbyggðanna og fólk er mjög hugsi yfir
framkvæmdum hverju nafni sem nefnast á þeim svæðum.
Sjálfsagt er skýringin að einhverju leyti sú, að mjög
stór hópur fólks hefur haft tækifæri til þess á undanförn-
um árum að ferðast um hálendið og aðrar óbyggðir lands-
ins. Ferðalög Islendinga sjálfra hafa aukizt gífurlega um
þessi svæði. Fullyrða má, að enginn, sem um þau ferðast
verður ósnortinn af þeim kynnum.
Að öðru leyti er vafalaust töluvert til í kenningum, sem
ungur fræðimaður við Háskóla Islands, Guðmundur Hálf-
dánarspn, hefur sett fram þess efnis, að þjóðarvitund
okkar Islendinga sé nú meira tengd landinu og náttúru
þess en sögunum og hinni menningarlegu arfleifð, þótt
hvort tveggja komi við sögu.
Krafa þeirra, sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni
er sú sama og fjölmargra annarra, að fram fari lögform-
legt umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun eins og öðrum
virkjunum, sem byggja á í framtíðinni. í þessari kröfu
felst ekkert annað en að þessi virkjun hljóti sömu máls-
meðferð og aðrar virkjanir, sem byggðar verða í framtíð-
inni, þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði í lögum, sem undan-
þiggur Fljótsdalsvirkjun því ferli. Raunar hefur Aðal-
heiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur, sem m.a. vann að
gerð laganna um mat á umhverfisáhrifum á sínum tíma,
sett fram þá athyglisverðu skoðun í samtali við Morgun-
blaðið að þetta bráðabirgðaákvæði dugi ekki til.
Þetta mál kemur til kasta Alþingis á næstunni. Von-
andi hugsa ráðherrar og þingmenn sig vel um áður en
þeir taka ákvörðun um að efna til framkvæmda við
Fljótsdalsvirkjun án þess að lögformlegt umhverfismat
fari fram.
NETVERZLUN
IGÆR birtist í Morgunblaðinu auglýsing frá verzlun-
inni Lipurtá, sem selur barnaföt, þess efnis, að verzlun-
in hefði opnað verzlun á Netinu. Fyrirtækið rekur nú
þrjár verzlanir í hefðbundnu formi, þ.e. í Kringlunni,
Austurveri og á Akureyri og nú hefur útibú verið opnað á
Netinu.
Þetta eru merkileg tíðindi. Þótt önnur fyrirtæki hafi
prófað sig áfram með netverzlun svo sem bæði Hagkaup
og Mál og menning er auglýsing Lipurtáar fyrsta
ákveðna vísbendingin um, að kaupmenn hugsi sér nú til
hreyfings og stefni á þessa nýju aðferð við að selja vörur.
Netverzlun breiðist ört út, sérstaklega í Bandaríkjun-
um. Það er óhætt að fullyrða, að hún mun vaxa mjög
hratt á næstu árum bæði hér á Islandi og annars staðar.
Það mun taka tíma fyrir þetta nýja verzlunarform að ná
fótfestu en það mun takast. Stærstu bílafyrirtæki heims
hafa þegar hafizt handa um að gera fólki kleift að kaupa
bíla á Netinu. Það má búast við að þessi þróun verði gíf-
urlega ör á næstu árum.
Það sýnir kraft og framsýni hjá lítilli barnafataverzlun
að ríða á vaðið með þeim hætti, sem verzlunin Lipurtá
hefur gert.
JARÐHITASVÆÐIN
TVEIR af starfsmönnum Orkustofnunar hafa sett
fram athyglisverðar hugmyndir um raforkufram-
leiðslu á háhitasvæðum á Norðausturlandi. Þeir telja, að
þótt varlega sé áætlað megi framleiða raforku með þess-
um hætti, sem nálgist fyrirhugaða raforkuframleiðslu
Flj ótsdalsvirkj unar.
Hugmyndir sem þessar hafa verið settar fram áður en
þær hafa ekki hlotið hljómgrunn. Reynslan af raforku-
framleiðslu úr háhitasvæðum er misjöfn. Sums staðar
hefur tekizt mjög vel til, annars staðar síður. I ljósi
þeirra miklu umræðna, sem nú fara fram um virkjanamál
sýnist hins vegar full ástæða til að hugmyndir sérfræð-
inganna tveggja hjá Orkustofnun verði skoðaðar mjög vel
og með jákvæðu hugarfari.
Skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar lögð fyrir Alþinffl til grundvallar þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra
Höfundar skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar ásamt fulltrúum fyrirtækisins kynna skýrsluna í gær. Frá vinstri eru:
Signrjón Páll Isaksson hjá Línuhönnun, Björn Jóhann Björnsson hjá Stuðli, Sigurður Þórðarson hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfisdeildar LV, og Friðrik Sophusson forstjóri LV.
Ahrifín á umhverfí
mikil og margvísleg
Skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverf-
isáhrifum var kynnt á blaðamannafundi í
gær. Skýrslan verður lögð til grundvallar
þingsályktunartillögu sem iðnaðarráðherra
leggur fram á Alþingi í dag um að fram-
kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun verði fram-
haldið. Ragna Sara Jónsdóttir gerir hér
grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar.
Morgunblaðið/RAX
Mótvægisaðgerðir vegna neikvæðra áhrifa virkjunarinnar felast að mestu leyti í átaki í uppgræðslu og ræktun
annarra svæða vegna gróðureyðingarinnar sem verður á Eyjabökkum, segir í skýrslunni.
Áhrif Fljótsdalsvirkjunar á a ■ m i
NÁTTÚRUFAR: Eyjabakka- svæði Veitur að vestan Sauðár- veita Aðveita/ stöðvarhús Neðan virkjunar Virkjun í heild
Landslag mikil lítil irtii lítil óveruleg
Jarðveg og jarðmyndanir mikil lítil lítil lítil óveruleg
Yfirborðsvatn og fossa mikil lítil talsverð óveruleg óveruleg
Grunnvatn lítil óveruleg óveruleg óveruleg óveruleg
Loftslag lítil óveruleg óveruleg óveruleg óveruleg
Gróður mikil lítil óveruleg lítil óveruleg
Dýralíf mikil óveruleg óveruleg óveruleg óveruleg
| SAMFÉLAG OG SKIPULAG:
Fornleifar og menningarverðmæti lítil óveruleg óveruleg óveruleg óveruleg
Friðlýst svæði/Sv. á Náttúruminjaskrá mikil óveruleg óveruleg óveruleg óveruleg
Útivist og ferðamennsku talsverð
Samgöngur talsverð
Atvinnu og atvinnusköpun mikil
Opinbera þjónustu talsverð
Skipulag Ktil
i
LANDSVIRKJUN birti í gær
opinberlega skýrslu sem fyr-
irtækið hefur látið gera um
umhverfisáhrif Fljótsdals-
virkjunar. Stjórn fyrirtækisins ákvað í
júní 1998 að slík skýrsla skyldi unnin
og hefur vinnu við hana verið háttað
eins og um formlegt mat á umhverfis-
áhrifum væri að ræða.
Skýrsla Landsvirkjunar verður
lögð fyrir Alþingi en ef um formlegt
mat væri að ræða hefði skýrslan verið
lögð iram hjá Skipulagsstofnun eins
og lög um mat á umhverfisáhrifum
gera ráð fyrir að gert sé við fram-
kvæmdir sem hafa veruleg áhrif á um-
hverfið. Fljótsdalsvirkjun fellur, sam-
kvæmt almennri túlkun laga, ekki
undir þau lög og er Landsvirkjun þvi
ekki skylt að láta slíkt mat fara fram.
Stjórn Landsvirkjunar ákvað samt
sem áður að láta vinna mat á umhverf-
isáhrifum virkjunarinnar. Fyrirtækið
byggði þá ákvörðun sína meðal annars
á ákvæði í umhverfisstefnu fyrirtæk-
isins þar sem segir: „Við ætlum að
greina umhverfisáhrif nýrra orku-
mannvirkja fyrirfram og stunda rann-
sóknir á umhverfi þeirra áður en þau
verða byggð og eftir að þau komast í
rekstur til þess að fylgjast með áhrif-
um þeirra og fyrirbyggja eftir því sem
kostur er skaða á umhverfinu sem
þær geta valdið en bæta úr ef ekki
verður hjá honum komist.“
Ákvörðunin var jafnframt tekin í
ljósi þeirrar miklu umræðu sem verið
hefur undanfarin ár um umhverfisáhrif
virkjunarinnar og andstöðu við virkj-
uniria, segir í inngangi skýrslunnar.
Á árunum 1975 til 1991 fóru fram
víðtækar rannsóknir á náttúrufari
virkjunarsvæðis Fljótsdalsvirkjunar.
I ágúst 1998 var ákveðið að endur-
skoða og bæta við fyrirliggjandi rann-
sóknir og afla frekari upplýsinga til
þess að geta betur svarað ýmsum at-
hugasemdum sem þegar höfðu fram
komið. I skýrslunni er miðað við til-
högun Fljótsdalsvirkjunar eins og
leyfi ráðherra gerir ráð fyrir og hún
var formlega auglýst til kynningar ár-
ið 1991. Orkugeta virkjunarinnar er
þar 210 MW og miðlun á Eyjabökkum
nemur 500 gígalítrum.
Þingið afgreiði málið
fyrir áramót
Skýrsla Lansdsvirkjunar verður
lögð til grundvallar þingsályktunartil-
lögu Finns Ingólfssonar iðnaðarráð-
herra sem hann mun leggja fram á AI-
þingi í dag. Þingmenn munu taka
ákvörðun um þingsályktunartillöguna
á grundvelli umræddrar skýrslu.
Friðrik Sophusson, forstjóri Lands-
virkjunar, sagði á kynningarfundi í
gær að hann teldi Alþingi réttan vett-
vang til þess að taka ákvörðun um
hvort ráðist yrði í svo umdeilda virkj-
un. Hann taldi það lýðræðislegustu
leiðina sem farin yrði í málinu. „Þjóð-
kjörnir þingmenn þjóðarinnar munu
taka ákvörðun um hvort heimild til
virkjunarinnar verður látin standa,
eða dregin til baka með lagabreyt-
ingu.“ Hann sagði jafnframt að
skýrslan ætti að vera góður grund-
völlur málefnalegra umræðna í þjóðfé-
laginu, meðal almennings og á AI-
þingi.
„Alþingi hefur tvo kosti. Að líta á
framlögð gögn og álykta að eðlilegt sé
að halda áfram framkvæmdum við
virkjunina, eða að breyta lögum og
senda málið þar með í lögformlega
ferlið,“ sagði Friðrik. Hann sagði að
svo tímarammi samstarfsyfirlýsingar
Landsvirkjunar og Norsk Hydro
fengi staðist þyrfti álit Alþingis að
liggja fyrir fyrir jól, en reiknað væri
með að framkvæmdir við virkjunina
hæfust snemma næsta sumar.
Almenningur getur nálgast skýrsl-
una hjá Landsvirkjun og Alþingi.
Vegna umfangs hennar verður hún
seld á 1.500 krónur, og viðauki með
bréfum hagsmuna- og umsagnaraðila,
fundargerðum vegna kynningar virkj-
unarinnar, bréfum, greinargerðum og
skýrslum ýmissa sérfræðinga verður
seldur á 1.000 krónur. Utdráttur úr
skýrslunni verður einnig gefinn út og
látinn í té þeim sem hans óska að
kostnaðarlausu. Skýrsluna er jafn-
framt hægt að nálgast á Netinu, á
heimasíðu Landsvirkjunar.
Enginn annar raunhæfur
virkjunarkostur á svæðinu
í skýrslunni kemur fram að um-
hverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar séu
mikil og margvísleg. Hins vegar hafi
ekki fundist annar raunhæfur mögu-
leiki á vatnsmiðlun fyrir sjálfstæða
virkjun í Jökulsá í Fljótsdal en á
Eyjabökkum. Eini möguleikinn til að
virkja ána án miðlunar á Eyjabökkum
væri að veita ánni í aðrennslisgöng
Kárahnúkavirkjunar eftir að sú virkj-
un hefði verið reist og Hálslón sem er
fyrirhugað miðlunarlón við hana.
Flokkun umhverfisáhrifanna er mat
skýrsluhöfunda. Mat þeirra á ólíkum
þáttum hefur verið sett upp í töflu og
á henni má sjá hvaða þætti höfundar
telja að mikil umhverfisáhrif stafi af.
Helgi Bjarnason, deildarstjóri um-
hverfisdeildar Landsvirkjunar, hafði
umsjón með útgáfu skýrslunnar en
aðrir höfundar hennar eru: Sigurður
Þórðarson hjá Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen hf., Björn Jóhann
Björnsson hjá Stuðli og Sigurjón Páll
Isaksson hjá Línuhönnun, auk fjöl-
margra sem stóðu að baki rannsókn-
um og athugunum.
Lónið lengnr að tæmast
en ráð var gert fyrir
í skýrslunni segir að Eyjabakka-
svæðið sé hluti af landslagsheild sem
breytist verulega með tilkomu miðl-
unarlóns. Það sem einkum geri þessa
landslagsheild tilkomumikla sé Snæ-
fell og fjallaklasinn í nágrenni þess,
ásamt Vatnajökli í suðri. „Eyjabakka-
lón veldur miklum breytingum á
þessari landslagsheild," segir í
skýrslunni. Hins vegar er tekið fram
að lítið muni sjást til lónsins af vegum
og slóðum sem um svæðið liggja.
Sjónræn áhrif á hefðbundnar göngu-
leiðir verði þó talsverð, til dæmis á
gönguleið á Snæfell og einnig á fyrsta
hluta gönguleiðar niður í Lónsöræfi.
Jafnframt segir að á mesta annatíma
göngugarpa, frá miðjum júlí og fram í
miðjan ágúst, sé Eyjabakkalón ná-
lægt hæstu stöðu, þannig að ströndin
umhverfis lónið verði mjó rönd á
flestum stöðum.
Hvað jarðveg og jarðmyndanir
varðar segir í skýrslunni að með til-
komu lónsins muni myndast strand-
lína við það. Hún verði til við rof á
þeim jarðefnum sem fyrir eru. Á
ákveðnum svæðum við sunnanvert
lónið sé þó ekki búist við miklu
öldurofi vegna þess hve land þar er
hallalítið og strandefnið grófkornótt.
Þar sem land er bratt og fínkornóttur
jarðvegur er við ströndina megi búast
við jarðvegsrofi, einkum fyrstu árin.
Helgi Bjarnason sagði á fundinum í
gær að það sem hefði einna helst kom-
ið sér á óvart við gerð skýrslunnar
væru nýjar niðurstöður sem sýndu að
lónið væri fljótara að fyllast að vori en
gert hafði verið ráð fyrir samkvæmt
nýjum rannsóknum vegna lítils halla
landsins undir því. Að sama skapi yrði
það lengur að tæmast á haustin en
gert hafði verið ráð fyrir. Þetta væru
mjög jákvæðar niðurstöður þar sem
einungis um hávetur myndi stór hluti
lónsins vera auður, en aukin hætta
væri á uppblæstri úr lónsstæðum þeg-
ar þau stæðu auð í lengri tíma.
Jökulminjar hverfa
„Aurburður í Jökulsá í Fljótsdal er
mestur í júlí og ágúst þegar lónið er
að fyllast. Því verður að gera ráð fyrir
að aur botnfalli á strandsvæðum sem
standa upp úr vatnsborði lóns að sum-
arlagi þegar lónið er ekki orðið fullt.
Há grunnvatnsstaða að vori, leysing-
arvatn og ölduáhrif lónsins á haustin
munu þó draga úr hættu á því að aur
safnist í verulegum mæli á strand-
svæði lónsins," segir jafnframt í
skýrslunni.
Þá segir að ef fínn jökulleir þorni í
þurrum og hvössum vindi megi búast
við að rykmistur myndist við lónið.
Við slíkar aðstæður verði oft mistur í
lofti við Snæfell. Þó er ekki gert ráð
fyrir að misturdögum á svæðinu fjölgi
frá því sem verið hefur. Jafnframt
sýni reynsla frá Sultartangalóni og
Blöndulóni að jökulleir safnist ekki í
strandsvæði lónanna. Annars staðar í
skýrslunni kemur þó fram að vatns-
borðssveifla lónsins er 16 metrar, sem
þýðir að frá hæstu til lægstu stöðu
lækkar vatnsborðið um 16 metra. f
lægstu stöðu yfir hávetur koma því 34
km2 lands undan vatni.
Framan við sporð Eyjabakkajökuls
er kerfi af jökulgörðum og jökulmynd-
unum sem munu að mestu fara í kaf
með tilkomu lónsins. Eitt af sérkenn-
um Eyjabakkasvæðisins eru svokall-
aðir Hraukar, sem era jarðvegsfelling-
ar við Eyjafell og mynduðust við það
að jökullinn vöðlaði upp jarðvegi fyrir
framan sporðinn. Hraukarnir munu
fara í kaf og eyðileggjast vegna
öldurofs. Þeir eru ekki einstæðar nátt-
úruminjar, segh- í skýrslunni, heldur
er sambærilega jarðvegsmyndun að
finna norðan við Brúarjökul og svipuð
fyrirbæri að finna við Svalbarða.
í niðurstöðum skýrslunnar segir að
miklar breytingar verði á fossum í
Jökulsá í Fljótsdal og fossar í Laug-
ará myndu hverfa. „Enda þótt fossar í
Jökulsá hverfi ekki alveg, verða þeir
ekki svipur hjá sjón að lokinni virkjun,
nema síðla sumars þau ár þegar Eyja-
bakkalón fyllist og vatn rennur um
stífluyfirfall.“
Fullyrt er í skýrslunni að tilgátur
um að loftslagsbreytingar verði vegna
lónsins eigi ekki við rök að styðjast.
Reynsla frá náttúrulegum vötnum
eins og Leginum sýni að lofthiti og
vindur ráði mestu um hitastig lónsins
en ekki hitastig vatns sem streymir
inn í það. Jafnframt sýni reynsla frá
öðrum uppistöðulónum Landsvirkjun-
ar og reynsla frá öðrum löndum sams
konar niðurstöður.
Hugsanlegt að stækka lónið
Gróðurhúsalofttegundir losna frá
miðlunarlónum þegar gróðurlendi fer
undir vatn og rotnunarferli hefst. Ef
súrefnisþurrð er við botninn myndast
metan sem er 20 sinnum virkari gróð-
urhúsalofttegund en koltvísýringur.
Ef súrefni kemst hins vegar að rotn-
andi gróðurleifum myndast koltvísýr-
ingur og mun minni gróðurhúsaloft-
tegundir losna.
I skýrslunni segir að lítil hætta sé á
súrefnisþurrð við botninn í Eyja-
bakkalóni og því er reiknað með að
koltvísýringur myndist á botninum en
ekki metan. Losun gróðurhúsaloftteg-
unda frá lóninu verði því aðeins brot
af þeirri losun sem kemur frá öðrum
gerðum orkuvera. Samt sem áður er
lagt til að mótvægisaðgerðir vegna
losunar koltvísýrings verði gerðar og
er bent á skógrækt eða uppgræðslu
svæða þar sem jarðvegsrofs gætir.
Allur gróður á Eyjabökkum fer
undir vatn, eða 27 km2 en alls fara 43
km2 lands undir vatn með lóninu. í
skýrslunni kemur fram að hugsanlegt
sé að stækka Eyjabakkalón frá núver-
andi tilhögun og það sé fýsilegur kost-
ur. Vatnsborð lónsins yrði þá hækkað
um 3 metra, í 667,5 m og sú hækkun
þýðir að lónið stækkar um 3,3 km2,
þar af er um helmingur gróið land.
Ekki er heimild fyrir þessari stækkun.^
í lögun svo framkvæma yrði mat á
umhverfisáhrifum þeirrar stækkunar,
að sögn Helga Bjarnasonar.
Óslitið gróðurbelti
frá sjó að jökli
Gróður á Eyjabökkum er vel
þekktur, segir í skýrslunni. Ekki hafa
komið í ljós tegundir sem eru í útrým-
ingarhættu eða á válista og ekki verða
fundnir staðir á svæðinu sem eru ein-
stakir í sinni röð hvað viðkemur
gróðri. Gróðurinn á sér hliðstæður
víða á hálendinu. „Náttúrulegt gróð-
urfélag, sem hefur lagað sig að .
ákveðnum aðstæðum, er engu að síður
ávallt einhvers virði, þótt það búi ekki
yfir einstökum sérkennum,“ segir í
skýrslunni. Það sem er talið merkilegt
við svæðið er að gróðurlendið þar er
hluti af gróðurlendi sem nær nánast
óslitið frá sjó og inn að Eyjabakka-
jökli, eða um 140 km leið.
Dýralíf á Eyjabökkum varðar eink-
um þrjár dýrategundir. Það eru hrein-
dýr, álftir og heiðagæs. Hluti hrein-
dýrastofnsins nýtir Eyjabakka til
beitar einkum í ágúst og má þá sjá all-
stóra hópa þar. Svæðið er snjóþungt
fram eftir sumri og því er gróður síð-
sumars næringarríkari þar en á öðr-
um svæðum. I skýrslunni segir að lón-
ið muni auka beitarálag á öðrum
svæðum, en talið sé að tilkoma þess 'r
muni lítið breyta lífsskilyrðum 'hrein-
dýrastofnsins.
Ekki er talið að lónið muni hafa af-
drifaríkar afleiðingar fyrir álftastofn-
inn, þar sem einungis innan við 1% af
stofninum, eða um 20 álftapör, verpa í
lónstæðinu. Áhrif Eyjabakkalóns á
geldar heiðagæsir eru hins vegar ekki
jafn vel þekkt. Eyjabakkar eru
stærsti fjaðrafellistaður heiðagæsa og
þar fella 7-10% af geldgæsum stofns-
ins fjaðrir. Á svæðinu verpa hins veg-
ar fáar gæsir. Bent er á að heiðagæsa-
stofninn sé í örum vexti og fram til
ársins 1985 hafi Eyjabakkar gegnt
mun minna hlutverki fyrir heiðagæsa-
stofninn en nú. „Nýir staðir sem hugs-
anlegir eru sem fellistaðir fyrir heiða-
gæsir hafa einnig myndast, eins og í
nágrenni Blöndulóns. Þá er rétt að
benda á það til samanburðar að skotn-
ar eru um 30-40.000 heiðagæsir á ári,
þannig að það eru ekki eingöngu
virkjanir sem geta haft áhrif á við-
komu heiðagæsastofnsins,“ segir í
skýrslunni.
Jákvæð áhrif á byggð
í fjórðungnum
Áhrif virkjunarinnar í heild á ferða-
mennsku, samgöngur, friðlýst svæði,
atvinnusköpun og byggðaþróun eru
metin í skýrslunni. Talið er að virkj-
unin geti hleypt nýju blóði í ferða-
mennsku á svæðinu, en sá hópur
ferðamanna sem vilji lágmarksþjón-
ustu og sæki í einveru og kyrrð há-
lendisins muni minnka.
Vegagerð vegna virkjunarinnar
hefur þegar haft jákvæð áhrif á sam-
göngur á Fljótsdalsheiði og Snæfells-
svæði og opnað svæðin fyrir ferða-
mennsku. Lónið hefur áhrif á svæði
nr. 616 á náttúruminjaskrá, Eyja-
bakka í Fljótsdalshreppi.
Áhrif virkjunarinnar eru samofin
þeim efnahagslegu áhrifum sem verða
vegna byggingar og reksturs álvers
með tilheyrandi eflingu byggðar og
atvinnulífs á Austurlandi, segir í nið-
urstöðum skýrslunnar. Bygging virkj-
unarinnar er jafnframt meginfor-
senda þess að unnt sé að sjá fyrirhug-
uðu álveri við Reyðarfjörð fyrir nægri
orku eigi það að taka til starfa árið
2003.
Vitnað er til reynslu Norðmanna á
þessu sviði þar sem segir að virkjanir
og stóriðja í tiltölulega einangruðum
dreifbýlishéruðum styrki sveitarfé-
lögin og dragi úr brottflutningi fólks
af viðkomandi svæði. Jákvæð áhrif
eru jafnframt þau að á byggingar-
tíma munu mest starfa rúmlega 500
starfsmenn við virkjunina en við-»
rekstur hennar er gert ráð fyrir
15-20 störfum.
Mótvægisaðgerðir vegna neikvæðra
áhrifa virkjunarinnar felast að mestu
leyti í átaki í uppgræðslu og ræktun
annarra svæða vegna gróðureyðingar-
innar sem verður á Eyjabökkum.
Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum
Fljótsdalsvirkjunar er unnin af fjöÞ*
mörgum aðilum fyrir Landsvirkjun.