Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. NOVEMBER 1999 47
+ Arnheiður Inga
Elíasddttir
fæddist 28. júní
1924 á Oddhöli,
Rangárvöllum. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Elías
Steinsson, f. 3.2.
1884, d. 6.1. 1957,
og kona hans Svein-
björg Bjarnadóttir,
f. 18.10. 1897, d.
21.1. 1984. Systkini
hennar eru: Kristín,
f. 23.12. 1918. Steingrímur, f.
7.5. 1920, d. 5.5. 1996. Bjarnhéð-
inn, f. 27.8. 1921, d. 8.10. 1992.
Eyþóra, f. 7.5. 1930. Fyrir átti
Elías soninn Halldór, f. 2.12.
1913, d. 30.12.1996.
Arnheiður giftist Guðmundi
Þórðarsyni 1945. Hann var frá
Lambhaga, Rangárvöllum, f.
11.3. 1897. Fyrir átti hann dæt-
urnar Huldu og Þóru. Börn Að-
alheiðar og Guðmundar eru:
Guðrún, f. 4.12. 1944, maki
Ragnar Aðalsteinsson. Saman
eiga þau eina dóttur en fyrir átti
hún einn son. Elías, f. 15.6. 1949,
maki Sigríður Magnúsdóttir.
Kæra tengdamóðir.
Fyrir rúmum tuttugu og þremur
árum kynntist ég þér þegar ég kom
inn í fjölskylduna og var mér þá
ljóst að þú hafðir að bera svo margt
sem ég hafði lítið kynnst eða ekki
tekið eftir áður hjá fólki í kringum
mig. Þar á ég við það æðruleysi sem
þú bjóst yfir. Þú tókst öllu með
jafnaðargeði sama hvað það var og
gast komið öllum í gott skap með
þínum léttleika og glaðværð. Alltaf
var hægt að gera að gamni sínu við
þig, þú tókst því öllu, sama hvað
það var. Nú í þínum erfiðu veikind-
um var sama að segja, þú tókst
þeim með æðruleysi og sættir þig
við það sem að höndum bar. Einnig
var það trú þín á Guð almáttugan
sem hjálpaðþþér í þessum miklu
veikindum. Eg hef ekki kynnst
nokkurri manneskju sem hefur
verið jafn dugleg og þú hefur verið,
við svipaðar aðstæður.
Látgróa sorgarsár,
látsorgarþomatár,
lát ástarásjón þína,
mót öllum þjáðum skína.
Eg kveð þig með söknuði, Guð
geymi þig. Blessuð sé minning þín.
Þinn tengdasonur,
Ragnar Aðalsteinsson.
Kveðja frá tengdasyni
Amheiður Inga fæddist á Oddhól
á Rangárvöllum og ólst þar upp í
glaðværum hópi fimm systkina.
Hún kynntist því snemma öllum al-
mennum sveitastörfum og þótt hún
kysi ung að árum að flytjast burt úr
sveitinni hélt hún ævinlega tryggð
við æskustöðvarnar.
Ófáar ferðimar tókst hún á
hendur að vitja vina sinna og vin-
kvenna fyrir austan og hafði ævin-
lega mikla ánægju af.
Fyrri eiginmaður hennar, Guð-
mundur Þórðarson, var ekkjumað-
ur er þau bundust tryggðum og átti
hann tvær dætur, Huldu og Þóra,
og bjuggu þær á heimili þeirra.
Þau Guðmundur eignuðust tvö
börn, Guðrúnu (Rúnu) og Elías.
Guðmundur lést af slysförum er
Arnheiður var aðeins 28 ára að
aldri. Hún vissi að lífið héldi áfram
þótt það tæki nýja stefnu og réð
hún sig sem ráðskonu fyrst í vega-
vinnu og síðan að Þorlaugargerði í
Vestmannaeyjum.
Skömmu áður hafði hún kynnst
seinni manni sínum, Steingrími
Þórðarsyni trésmíðameistara, en
hann hafði einnig misst sinn maka
frá fjórum börnum, þeim Valgerði,
Kolbrúnu, Jóhanni og Erni Stein-
ari. Saman eignuðust þau Arnheið-
ur og Steingrímur dæturnar Svein-
Saman eiga þau
þrjú börn, en fyrir
átti hann tvö börn.
Guðmundur lést
1.8.1952.
Seinni maður
Arnheiðar var
Steingrímur Þórð-
arson frá Eyrar-
bakka, f. 10.5. 1912.
Þau giftust 1956.
Átti hann fyrir fjög-
ur börn. Þau eru
Valgerður, Kol-
brún, Örn Steinar,
látinn, og Jóhann
Axel, látinn. Arn-
heiður og Steingrímur eignuð-
ust ljórar dætur, þær eru: Svein-
björg, f. 8.12. 1955, maki Elís
Guðmundsson, börn þeirra eru
tvö. Guðrún, f. 23.2. 1957, maki
Pétur Ingi Ágústsson, eiga þau
þrjár dætur. Guðmunda, f. 27.4.
1958, maki Guðmundur Jensson,
eiga þau eina dóttur. Þórlaug, f.
6.5. 1962, maki Jón Einarsson,
börn þeirra eru þijú. Steingrím-
ur lést 24.7. 1984. Ömmubörnin
eru 16 og langömmubörnin eru
fimm.
títför Arnheiðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
björgu, Guðrúnu (Gunnu),
Guðmundu og Þórlaugu. Það leiddi
því af sjálfu sér að oft var mann-
margt og líflegt á heimilinu. Alla tíð
var gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna enda stóð það jafnan öllum
opið og allir sem þekktu þau keppt-
ust um að vera í návist þeirra því
þau vora bæði óvenju skemmtileg.
Þau Arnheiður og Steingrímur
slitu samvistum er dætur þeirra
voru uppkomnar, en milli þeirra
hélst þó ævinlega vinskapur á með-
an hann lifði. Sennilega voru þau
alla tíð miklu meiri vinir en hjón og
þótt þau ættu margt sameiginlegt
voru þau að ýmsu leyti ólík hvað
varðaði viðhorf og lífsskoðanir.
Arnheiður var bömum sínum
góð móðir og miðlaði þeim af þeim
lífsreynslu sem hún bjó yfir. Hún
var sá klettur sem braut þá sjói er
buldu á fjölskyldu hennar. Hún bjó
yfír þeim töfram að það leið öllum
vel í návist hennar. Hún hafði sér-
stakt lag á að ýta til hliðar amstri
og áhyggjum hversdagsins og seiða
fram hið bjarta og broslega í tilver-
unni. Það komst enginn gestur á
Grýtubakkanum (en þar bjó hún
mestan hluta þess tíma sem ég
þekkti hana) hjá því að vera kysst-
ur á báða vanga bæði við komu og
brottför. Hún lagði alltaf mikið upp
úr því að vera vel til fara og fín,
enda gustaði af henni og alls staðar
eftir henni tekið. Hún skartaði
gjarnan skæram litum og þar sem
það gilti bæði um fatnaðinn og
varalitinn varð það að venju í mínu
tilfelli að kíkja í spegilinn eftir að
hafa mætt faðmlögum hennar, til
að fullvissa mig um að varaliturinn
væri ekki stimplaður á vangann og
ég liti út eins og einhver flagari er
ég kæmi af hennar fundi.
Hún tengdamamma mín var geð-
góð kona. Dillandi hlátur hennar
hljómar mér enn í eyram og ég sé
fyrir mér augun hennar sökkva í
andlitið í hlátrasköllunum. Já, hún
kom ævinlega öllum í gott skap og
þess vegna var svo gott að leita til
hennar, gott að vera nálægt henni.
Það var aldrei það svartnætti til að
hún kæmi ekki auga á ljósglætu
einhvers staðar og fyrr en varði
gleymdist myrkrið sem áður eink-
enndi tilveruna, ljósið og lífsgleðin
tóku öll völd.
Hún hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum og gat verið föst fyrir.
Hún hafði gaman af að þrátta um
þjóðmálin og annað sem ofarlega
var á baugi. Aldrei held ég þó að
nokkur hafi farið sár frá slíkum
snerrum, til þess var hún of víðsýn
og virti önnur sjónarmið þó þau
hugnuðust henni ekki. Ekki held ég
að nokkur maður hafi heldur þurft
að hafa áhyggjur af að hún talaði á
bakið á honum. Hún sagði sína
skoðun umbúðalaust og bar ekki
kala til nokkurs manns enda þótt
hún vorkenndi stundum sumum
fyrir að vera ekki sammála sér. En
það var bara þeirra vandamál, ekki
hennar.
Ógleymanlegir eru maidagarnir
sem hún átti ásamt móður minni í
Kaupmannahöfn vorið 1993 en þær
heimsóttu okkur meðan við hjónin
bjuggum þar. Innileg, bamsleg
gleðin skein úr augum nánast við
hvert fótmál. Þá var sko gaman að
vera til.
En lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um hana tengdamömmu
mína. Seinustu árin mátti hún þola
heilsubrest og erfiðleika sem meira
að segja henni reyndist um megn
að fela eða ýta burt. Hún hélt þó
sinni léttu lund, aðdráttarafli og
persónutöfrum fram á seinustu
stund, farin að heilsu og þrótti.
Seinasta árið dvaldi hún á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur og þurfti að gang-
ast undir margar erfiðar aðgerðir.
Þrátt fyrir frábæra umönnun dró
sífellt af henni en lífsviljinn dró
hana sífellt áfram því hún var ekki
tilbúin að deyja þrátt fyrir miklar
þjáningar. í lokin var þó eins og
hún hefði náð samkomulagi við al-
mættið um að hún fengi að deyja
þjáningalaust.
Að síðustu vil ég fyrir hönd hinn-
ar látnu og allra aðstandenda færa
öllu því frábæra starfsfólki Sjúkra-
húss Reykjavíkur sem annaðist
hana síðustu misserin alúðarþakk-
ir.
Guðmundur Jensson.
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
„Komdu nú sæl elskan og mikið
er gaman að sjá þig.“ Þannig heils-
aði hún mér elskuleg vinkona mín
sem nú er látin eftir langt og mikið
veikindastríð. Vegna dvalar í öðru
landi hef ég ekki tök á að fylgja
henni síðasta spölinn. Þegar góður
vinur hverfur frá rifjast upp í hug-
anum minningar frá liðnum tíma.
Fyrstu kynni mín af Öddu hófust
er við fluttum á svipuðum tíma á
Grýtubakka. Við kunnum strax vel
að meta hvor aðra þótt árafjöldinn
á milli okkar væri nokkur og urðu
þau mörg sporin á milli hæða í kaff-
isopa og spjall. Örlögin höguðu því
þannig að Adda var stjúpmóðir
mannsins míns og ekki minkaði
samgangur á milli heimilanna við
það.
Þau hjónin, Adda og Steingrím-
ur, vora bæði með eindæmum fé-
lagslynd og heimili þeirra ætíð opið
fyrir fjölskyldu og vinum sem nutu
þess að ræða við þau hjónin. Faðm-
urinn hennar var hlýr og sterkur og
ótrúlega mikið sálarþrek hafði hún
elskuleg vinkona mín þar til yfir
lauk. Hennar góðu bömum og fjöl-
skyldum þeirra, sem reyndust móð-
ur sinni svo vel, sendi ég og fjöl-
skylda: mín okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ég kveð Öddu eins og hún
kvaddi mig í síðasta skipti er við
sjáumst: „Vertu blessuð elskan og
hafðu það alltaf sem allra best.“
Guðbjörg Cassidy (Bogga).
Elsku amma mín.
Þegar mamma hringdi og til-
kynnti mér það að þú værir dáin
brá mér svolítið en það var léttir í
senn. Það má segja að ég hafi búist
við þessu eftir að ég sá þig á spíta-
lanum sólarhring áður en þú
kvaddir okkur. Mikið er ég ánægð
yfir því að hafa kvatt þig, elsku
amma mín. Það var eins og þú viss-
ir þegar ég var að fara að þetta var í
síðast sinn sem þú myndir sjá mig
og Tomma. Þú vildir ekki sleppa
honum. Það var eins og þú vildir
segja eitthvað en gætir það ekki.
Ég man svo vel og mun aldrei
gleyma brosinu sem þú brostir þeg-
ar ég var að fara, það greip um
hjarta mitt.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað.
Það rifjast upp fyrir mér ýmsir
atburðir en upp úr stendur samtal-
ið sem við áttum í sumar, ég hafði
einhvern veginn gleymt hve gott
var að tala við þig og hve góður
hlustandi þú varst.
Ég man þegar ég var lítil hvað
mér þótti gaman að stríða þér og þú
tókst því svo vel, hlóst bara. Það
var alltaf stutt í brosið og góða
skapið hjá þér.
Elsku amma mín, ég á erfitt með
að átta mig á því að þú ert farin en
ég veit að þú verður samt alltaf hjá
okkur.
Mig langar að þakka þér fyrir all-
ar þær stundir sem við höfum átt
saman. Megi guð vera með þér.
Þín
Rúna Rut.
Elsku amma. Nú hafa Guð og
englarnir tekið þig undir sinn
vemdarvæng og við sitjum eftir
með minningarnar um þig.
Þú varst alltaf svo létt í lund og
það var stutt í húmorinn hjá þér.
Það var alltaf glatt á hjalla þegar
við sátum saman á aðventunni við
systurnar, mamma og þú og bökuð-
um smákökur fyrir jólin. Þegar þú
bjóst í Breiðholtinu fórum við
ósjaldan hjólandi til þín í kapp við
hver aðra eða reyndum að vera á
undan pabba. Þú tókst alltaf svo vel
á móti okkur og alltaf áttir þú eitt-
hvað gott handa okkur og þó það
væri ekki nema suðusúkkulaði urð-
um við alsælar. En ísinn hjá þér var
mjög sérstakur. Hann var öðravísi
en við voram vanar að heiman, en
við gerðum okkur gi’ein fyrir þvi
seinna meir að til að fá þetta
„ömmubragð" á ísinn þarf að leyfa
honum að bráðna aðeins og frysta
hann aftur og borða svo.
Það vora ófá skiptin sem þú
fylgdir litlu sveitastelpunni norður
í sveitina og var mamma ánægð að
unginn hennar fengi fylgd í rútunni
og þú fékkst að heyra allar sveita-
sögumar á leiðinni.
Amma var alltaf mjög glysgjörn
og hafði gaman af því að líta vel út.
Hún var iðulega með bleikan vara-
lit, bláan augnskugga og lakkaðar
neglur. Hún var iðulega í litríkum
fötum og átti hún rauða kápu sem
hún arkaði í um bæinn þveran og
endilangan. Hún var ekki kölluð
rauða rakettan fyrir ekki neitt.
Elsku besta amma. Þó að þú sért
fallin frá lifir minningin um þig í
hjörtum okkar.
Anna Kristín, Heiða
og Inger Birta.
Hún Adda, föðursystir mín, var
einstaklega hnyttin og hispurslaus í
lífsins melódí, bráðskemmtileg og
var ekkert að tvínóna með orða-
forðann ef svo bar undir. En þótt
hún hefði gaman af að skerpa á
könnu hversdagsspjallsins og
skjóta nett á bæði borð þá var inn-
byggt í hana að draga alltaf fram
jákvæðar hliðar þess sem hún
ræddi um með kjarnyrðum sínum.
Arnheiður Elíasdóttir frá Odd-
hóli á Rangárvöllum var ekki alin
upp við silfurföt og ekki hlóðust þau
að henni á lífsleiðinni. Hún var
þessi seiga hvunndagsmanneskja
sem aldrei gafst upp þótt á móti
blési og það var unun að upplifa það
hvað hún naut þess ef eitthvað var
gert til hátíðarbrigða. I rauninni
varð alltaf hátíð úr því að hitta hana
og Adda, þessi stóra kona varð svo
kvenleg og fínleg þegar yndis-
stundir bar að garði eða vora rifjað-
ar upp. Þá fór umhverfið í hátíðar-
búning. Þegar hún Adda mín
dubbaði sig hins vegar upp fór það
ekkert á milli mála. Ömáluð tók hún
ekki á móti gestum. Drottningin af
Saba hefði sáröfundað hana.
Eplið fellur sjaldan langt frá eik-
inni. Elías í Oddhóli hafði þessa
frumlegu mælsku og systkini Óddu
og börnin hennar, bráðmyndarlegt
fólk, dugmikið og skemmtilegt. I
orðfæri var Adda líklegast líkust
Bjarnhéðni, bróður sínum, en þeg-
ar hún og pabbi hittust og ræddu
saman þá titraði íslensk tunga og
sögur og tilsvör fuku á bæði borð.
Það var skemmtilegt og eftirminni-
legt.
Adda kunni þá list að gleðjast yf-
ir litlu og jafnvel í erfiðri sjúkdóms-
legu á síðasta fallinu kunni hún að
laða fram sólargeislana þótt alskýj-
að væri.
Blessuð sé minning þessarar
sómakonu og blessun fylgi börnun-
um hennar og ástvinum öllum.
Megi góður Guð varðveita hana á
nýjum leiðum þar sem amstrinu er
lokið. Hún er sigld inn í eilífðarblá-
mann, en hvar sem sá sjóndeildar-
hringur endar þá er það eitt víst að
á leið hennar verða margir sem
hafa hlakkað til að hitta hana, því
henni fylgdu yndisstundir.
Árni Johnsen.
Adda frá Oddhóli er látin eftir
harða og hetjulega sjúkdómsbar-
áttu, sem stóð í tæpt ár.
Margar og hugljúfar minningar
bærast mér í brjósti er ég nú hugsa
til Öddu vinkonu minnar. Minnist
ég okkar ánægjuferða til Böggu í
Varmadal, síðar Hellu. Hún tók
okkur alltaf opnum örmum og sam-
an áttum við ljúfar stundir vinkon-
umar þrjár. Guð blessi þær ævin-
lega. _
Líf Öddu var ekki dans á rósum.
Hugrekki hennar og létt jjmd
björguðu henni á erfiðum stundum
lífsins. Dugnaður hennar og kjark-
ur var með eindæmum. Adda var
mikil og góð húsmóðir og snilldar-
kokkur og góð móðir bama sinna,
sem þó varð að vinna úti frá þeim til
að endar næðu saman. Hennar in-
dælu og góðu börn studdu hana í
erfiðum veikindum hennar og alla
tíð._
Ég þakka þér, elsku Adda mín,
fyrir allar yndislegu samverastun-
dimar og bið góðan Guð að geyma
þig og varðveita.
Þín vinkona
Helga Gunnarsdóttir.
Þegar vetur gengur í garð með
kulda og myrkri, minnumst við
hringrásar lífsins, þar sem fæðing
og dauði haldast í hendur. Það eina
sem við vitum með vissu er að öll
eigum við eftir að kveðja þetta líf. í
dag kveð ég föðursystur mína, Arn-
heiði Elíasdóttur, eina af heima-
sætunum frá Oddhóli.
Adda var mikil kona, það sópaði
að henni, ávallt vel til höfð, ekki
gleymdi hún að fara í lagningu hvað
þá að setja upp skartgripina. Hún
var mikill gleðipinni og hafði gam-
an af dansi og söng. Skemmtileg
var hún, orðheppin og húmoristi
mikill.
Þótt svo ég hafi þekkt hana frá
þvi ég man eftir mér, kynntist ég
henni best eftir að ég fluttist til
Eyja. Þangað kom hún til að heim-
sækja dætur sínar og annað skyld-
fólk. Þá áttum við margar ánægju-
legar stundir saman sem ég ætla
ekki að tíunda hér.
Hún var búin að vera mikill
sjúklingur síðastliðið ár, og ef ég
þekki hana rétt var hún örugglega
frelsinu fegin, tilbúin að fljúga á
nýtt tilverastig og takast á við ný
verkefni.
Ég sendi börnum hennar,
tengdabörnum, barnabörnum,
systrum og öðram ástvinum mínat'
dýpstu samúðarkveðjur. Ég kveð
frænku mína með ást, virðingu og
þakklæti fyrir allt.
Auður Steingrímsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnsluterfin
Word og Wordperfect eru einnig auðv«d í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ARNHEIÐURINGA
ELÍASDÓTTIR