Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 50
51í FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞORSTEINN LEO
GUNNARSSON
Þórsteinn Leó
Gunnarsson fæddist
í Reykjavík þann 15.
júlí árið 1934. Hann
andaðist þann 4. nó-
vember síðastliðinn.
Foreldrar Þórsteins
voru Guðmunda
Sveinsdóttir, fædd
5. desember árið
1908, dáin 7. ágúst
1996, og Gunnar
J.f'ó Þórsteinsson,
fáeddur 31. júlí árið
1907, dáinn 6. júlí
árið 1989. Systkini
Þórsteins voru
Erna, maki Gísli Jónsson, sem er
látinn, Kristjana, maki Guð-
mundur G. Pétursson, og
Hrefna, sem er látin, maki Helgi
Jónsson. Þann 1. ágúst árið 1973
kvæntist Þórsteinn eftirlifandi
eiginkonu sinni, Bergljótu Frí-
mann, fædd 1. nóvember árið
1944. Foreldrar Bergljótar voru
Sigurjóna Frímann, fædd 17.
júní árið 1909, dáin 24. maí árið
1981 og Jóhann Frímann, fædd-
ur 27. nóvember árið 1906, dá-
inn 28. febrúar árið
1990. Börn Þór-
steins og Bergljótar
eru Jóhanna, fædd
9. desember árið
1966, eiginmaður
Bragi Þór Hinriks-
son, börn þeirra
Bergþór og Isa-
bella; Sigurjóna,
fædd 9. desember
árið 1966, sambýlis-
maður Haraldur
Marinósson, dætur
þeirra Rakel og
Eva, og Gunnar Leó
Þórsteinsson fædd-
ur 17. ágúst árið 1974. Þórsteinn
lærði klæðskeraiðn og stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skólann. Einnig var hann í nokk-
ur ár í Kaupmannahöfn við nám
og búningahönnun. Þá hannaði
hann ullarvörur og veitti for-
stöðu hönnunardeild Iðnaðar-
deildar Sambandsins í 13 ár.
Utför Þórsteins fer fram
föstudaginn 12. nóvember nk.
Athöfnin hefst kl. 13.30 í Háteig-
skirkju.
TSsku pabbi.
Þú komst inn í líf okkar systra
þegar við vorum fímm ára gamlar.
Þú varst glæsilegur maður sem við
vorum hreyknar af og skilst okkur
á mömmu að strax fyrsta daginn
sem við kynntumst þér hafi okkur
litist svo vel á þig að við spurðum
hvort við mættum ekki kalla þig
pabba. Allar götur síðan hefur þú
reynst okkur einstaklega vel og
viljum við fá að þakka þér fyrir allt
það góða sem þú gafst okkur og
köilndir. Á þig var alltaf hægt að
treysta. Þú varst dulur maður og
sagðir kannski ekki margt en náv-
ist þín og nærvera, og um fram allt
umhyggja, sagði okkur allt. Þetta
voru svo stutt og erfið veikindi,
elsku pabbi, sem þú tókst á við með
þínu ótrúlega æðruleysi og jafnað-
argeði og vildir sem minnst um allt
þetta tala. Nú eigum við öll um sárt
að binda. Litlu barnabömin þín
fjögur, sem þú varst svo góður,
skilja þetta ekki alveg, sérstaklega
hún Isabella, sem alltaf sat í fangi
þínu og kúrði sig í hálsakoti. Þar
fann hún hlýju, frið og ró. Þau vita
nú að þú ert kominn til Guðs og
englanna þar sem þér líður vel, eða
tiLNangiala, eins og Bergþór sagði.
við erum Theu frænku innilega
þakklátar fyrir hversu vel hún
reyndist þér í veikindum þínum og
hversu ómetanlegur styrkur hún
var okkur. Sibbu okkar þökkum við
líka fyrir alla umhyggjuna. Við
biðjum góðan Guð að geyma þig,
elsku pabbi, og styrkja okkur öll,
þó sérstaklega mömmu og Gunna
bróður.
Sigurjóna og Jóhanna.
Það víst mun drottins vilji,
að vegir okkar skilji,
hann mun og sefa sorg.
Ef loforð h'fsins rætast,
að lokum allir mætast
í friðarguðsins björtu borg.
(J.Fr.)
Elskulegi vinur minn og mágur,
Þórsteinn. Ekki hvarflaði það að
mér er við skildum - í afmæli
Jonna - að við ættum ekki eftir að
sjást framar í þessu jarðlífi. Hefði
eg vitað það þegar við kvöddumst
þetta kvöld, hefði eg í kveðjuskyni
þrýst hönd þína eilítið þéttar, litið
dýpra í augu þér og mælt eitthvað
hlýlegt sem þakklætisvott fyrir
samfylgd þína og órofa vináttu allt
frá því við fyrst kynntumst norður
á Akureyri. Þar gekkst þú að eiga
mína góðu systur, Bergljótu, sem
þá var einstæð móðir að kornung-
um dætrum sínum, þeim tvíburun-
um Jóhönnu og Sigurjónu. Þeim
gekkst þú þegar í föðurstað en árið
1974 fæddist ykkur sonurinn,
Gunnar Leó. Allt er þetta myndar-
fólk sem nú starfar í Reykjavík að
loknu iðnnámi.
Þú varst aðkomumaður á Akur-
t
Ástkær frændi okkar og vinur,
ÓSKAR GUÐJÓNSSON
frá Jaðri á Langanesi,
sem lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík
miðvikudaginn 10. nóvember, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn
16. nóvember kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðjón Davíðsson, Anna M. Eymundsdóttir,
Þórdís Davíðsdóttir, Hafsteinn Steinsson.
t
Okkar elskulega uppeldisdóttir, dóttir og
systir,
EYRÚN GUNNARSDÓTTIR,
Ásgarði 3,
Reykjavík,
er látin.
Eyjólfur Arthúrsson, H. Svava Þorsteinsdóttir,
Guðrún Gerður Eyjólfsdóttir, Gunnar L. Benediktsson
og systkini.
eyri - fæddur Reykvíkingur, en
ekki var þá laust við ríg á milli
þessara tveggja „stórborga" og
fannst sumum höfuðborgarbúum
sem við Akureyringar værum du-
lítið merkilegir með okkur og að
alls kyns klíkur réðu hér ríkjum og
lituðu mannlífið. Ekki vil eg svara
fyrir um slíkt í minningargrein. En
á Akureyri hófuð þið Begga ykkar
búskap og ekki var annað að sjá en
að þú hafír auðveldlega samið þig
að háttum norðanmanna. Kom
menntun þín i klæðskeraiðn þegar
að góðum notum auk þess að þú
varst danskmenntaður fatahönn-
uður.
Þú réðir þig að Ullarverksmiðju
SIS - Gefjuni - þar sem þú starfað-
ir síðan alla tíð á meðan þið bjugg-
uð á Akureyri. Voru þér fengin hin
margvíslegustu ábyrgðarstörf sem
þú leystir af mikilli prýði. Nægir að
nefna peysurnar þínar, nýstárlegar
að gerð og hinar eigulegustu flíkur,
eða værðarvoðirnar góðu, ullar-
teppin. Vart fannst það heimili á
Akureyri sem ekki átti sitt Gefjun-
arteppi. Einnig komst þú að hönn-
un og framleiðslu skinnafatnaðar
sem var þá afar vinnsæll undir vör-
umerkinu Mokka. Bar allt frjóu
ímyndunarafli þínu gott vitni. Á
þeim tíma var uppgangur SIS mik-
ill. Víða um land voru reknar
prjóna- og saumastofur á vegum
Sambandsins með höfuðstöðvar á
Gleráreyrum. Oft varst þú í ferðum
á milli þessara staða sem eftirlits-
maður og leiðbeinandi. Þekktir þú
orðið víða til á landinu þar sem þú
áttir orðið góðan hóp vina og kunn-
ingja.
Sem hönnuður sóttir þú tísk-
usýningar erlendis, oft í París. Það
segir okkur að fatahönnuður SIS á
Akureyri hafði metnað til að bera
og hafa erlendir straumar - eflaust
fyrir þitt tilstilli - náð til okkar
gömlu góðu Gefjunar á Gleráreyr-
unum. I slíkum ferðum var gjaman
komið við á erlendum listasöfnum
enda hafðir þú næmt auga fyrir
myndlist, teiknari góður og málari
ef því var að skipta. Oft sá eg hjá
þér teikningar sem voru forvinnan
að þeim flíkum sem síðar urðu að
veru-leika í framleiðslu Gefjunar.
Þar leyndi sér ekki þitt meistara-
lega handbragð. Stundum fórum
við saman á málverkasýningar sem
haldnar voru á Akureyri. Var þá
enginn asi á okkur enda ræddir þú
gjarnan efni sýninganna af næm-
um skilningi og hógværð við við-
komandi listamenn ef færi gafst.
Heimili ykkar Beggu sýndi líka svo
ekki fór á milli mála, að þar bjuggu
næmar manneskjur og listelskar.
En skjótt skipast veður í lofti.
Ullariðnaður íslendinga er nú að
mestu aflagður. Kemur þar til inn-
flutningur frá löndum sem hafa á
að skipa ódýrara vinnuaflý en hér
er í boði. Sambandið - SIS, sem
eitt sinn var stórveldi í umsvifum
okkar íslendinga er nú ekki lengur
til. Verksmiðjurnar gömlu á Akur-
eyri eru hættar að mala þjóðinni
gull. Starfsfólki einfaldlega sagt
upp, dyrum lokað og ekkert kemur
í staðinn. Akureyri er ekki lengur
sá iðnaðarbær sem við vorum svo
stolt af á sínum tíma. Sú verk-
menning sem þar hafði þróast
heyrir nú sögunni til og mun seint
endurvakin. Vonandi munu sagn-
ritarar þekkja sinn tíma og gera
rekstri Sambandsins á Akureyri
góð skil enda var þar alla tíð starf-
að af stórhug og með myndarskap.
Starfsfólk SIS á Akureyri varð
nú - eftir uppsagnir - að hugsa sitt
ráð. Svör ykkar Bergljótar urðu
þau að flytjast búferlum til Reykja-
víkur - í gamla heimahaga Þór-
steins. Þar bar fundum okkar aftur
saman. Þið stofnuðuð nýtt heimili á
Vesturgötu 56 þar sem friður sveif
yfir vötnum, engu síður en á Akur-
eyri. Þar var sömu gestrisninni
fyrir að fara. Mér hefir oft verið
ráðgáta hvemig þið gátuð alltaf
tekið á móti gestum sem gjaman
komu án nokkurs fyrirvara. Alltaf
var slegið upp smáveislu, oftast
með tilheyrandi kertaljósum og
blómum í vösum. Þetta var notaleg
umgjörð um okkar fundi og sam-
ræður sem fram fóru, oftar en ekki
á léttari nótunum. Ef sjónvarpið
bauð upp á gott efni - sem oft var,
gat eins verið notalegt að sitja með
gestgjöfunum og njóta með þeim
góðrar dagskrár.
Þórsteinn var að eðlisfari
bjartsýnn og stórhuga maður. Eft-
ir að komið var suður ætlaði hann
að vinna áfram að iðn sinni og setti
því upp verkstæði á Barónsstígn-
um. Tíminn leiddi í ljós að ekki var
nægilegt að gera enda fatasaumur
að mestu aflagður hér á landi mið-
að við það sem áður var. Fatnaður
nú mest innfluttur og á því verði að
innlend framleiðsla var ósa-
mkeppnishæf. En Þórsteinn hafði
ekki hugsað sér að láta í minni pok-
ann þótt tímar væru erfiðir. Á Suð-
urgötunni opnaði hann aftur fata-
verkstæði sem bauð uppá
viðgerðarþjónustu og fatabreyting-
ar, auk þess að hann saumaði sér-
staklega á konur sem ekki fundu
sér fatnað við hæfi. Þessar konur
kunnu vel að meta handbragð Þór-
steins sem „dressaði þær upp“ svo
eftir var tekið. Nú sem áður var þó
ekki nóg að gera. Þórsteinn lokaði
á Suðurgötunni og fór að vinna
heima, enda með húsnæði sem
losnaði eftir að börn voru flutt að
heiman.
Elsku Bergljót. Hér læt eg stað-
ar numið þótt enn sé af nokkru að
taka. Eg votta þér og börnunum
ykkar mína dýpstu samúð sem og
öðrum aðstandendum Þórsteins.
Mæli eg þá fyrir munn fjölskyldu
minnar allrar. Eg veit að það er
sárt að sjá á bak þeim góða dreng
sem Steini þinn var, enda áttuð þið
einstaklega vel saman. Nú reynir á
þig að fara nærfærnum höndum
um blómin sem borist hafa af þessu
tilefni. Þar ert þú á heimavelli enda
kaust þú á árum áður að starfa við
blómaverslanir, bæði við almenna
afgreiðslu og tilfallandi skreyting-
ar. Oft kirkjuskreytingar. Þú átt
mikið lof skilið fyrir tryggð þína
við Steina allt til síðustu stundar.
Hvernig þú af æðruleysi annaðist
hann í erfiðum veikindum sínum.
Börnin ykkar létu heldur ekki sitt
eftir liggja.
Tíminn er mikill græðari og
læknar að lokum öll sár. Þórsteinn
er heldur ekki horfinn okkur með
öllu. Eftir stendur minningin í hug-
um okkar og verður hún ekki met-
in til fjár. Þótt nú hafi verið höggv-
ið mikið skarð í okkar hóp, er það
von mín og vissa að við sem eftir
stöndum eigum eftir að hittast
marga góða stund svo sem verið
hefir. Við erum svo heppin að eiga
samhenta fjölskyldu sem áður hef-
ir orðið fyrir skakkaföllum. Slíkt er
til þess að herða menn og þroska;
Við leggjum því ekki árar í bát. I
bók bóka er okkur öllum lofað
framhaldslífi. Eg er þess fullviss að
við eigum eftir að hitta þá ættingja
okkar og vini aftur sem farnir eru á
undan okkur inn á annað og æðra
tilverusvið. Ef eitthvað er að
marka drauma vil eg og ætla að
Þórsteinn okkar hafi þegar hlotið
góðar viðtökur að loknu sínu lífs-
hlaupi. Megi góður Guð styrkja
okkur öll og styðja í lengd og bráð,
Bergljót mín.
Þess biður bróðir þinn,
Valgarður Frímann.
Kæri vinur, margra góðra
stunda er að minnast. Hlátur þinn
og húmorinn var alltaf jafn smit-
andi og hlustandi varstu sá besti.
Þau vora ófá matarboðin hjá þér
og Beggu þar sem við sátum langt
fram á nótt og veltum lífsspurning-
unum fyrir okkur en alltaf var stutt
í spaugið og hláturinn sem heyrðist
langt út á götu. Stundum voru rok-
urnar jafnvel það miklar að heilu
snóhengjurnar hrandu af húsþök-
um.
Ég minnist sérstaklega boðs
sem þú og Begga hélduð á páska-
dag þar sem þið tókuð á móti okk-
ur af rausn og gleði. Við sátum all-
an þann dag og röðuðum í okkur
hverri kræsingunni á fætur ann-
arri. Ibúðin ljómaði af kertajósum
og páskaskrauti og okkur leið vel.
Þú varst alltaf til í að taka okkur
kellurnar í stuttar dagsferðir þar
sem margt var skoðað og rætt.
Með þér var auðvelt að sjá gleðina í
hinu smáa.
Ég hitti þig síðast í Hveragerði í
sumar þegar þú og Begga heim-
sóttuð mig. Þar ætlaði ég aldeilis
að breyta lífsstfl mínum. Við feng-
um okkur heilsufæði saman og
sennilega hefur þér ekki þótt mat-
urinn mjög lystugur en lést á engu
bera.
Stuttu síðar greindust veikindi
þín sem þú fórst í gegnum af sama
æðraleysi og hægversku og eink-
enndi þig allt lífið.
Kallið kom of fljótt. Það verður
skrítið að upplifa að þú sért farinn,
það séu ekki lengur Begga og Þor-
steinn, því þið vorað sem eitt.
Kæri Þorsteinn, missir okkar er
mikill en minningin um góðan
dreng mun ylja okkur um ókomin
ár. Við viljum þakka þér fyrir allt
sem þú gafst okkur. Það var heiður
og gleði að fá að kynnast þér. Guð
blessi þig.
Elsku Begga og fjölskylda, við
vottum okkar dýpstu samúð og
biðjum Guð að styrkja ykkur.
Kær kveðja.
Sigurbjörg og Ijölskylda.
Það var mikil sorg og vantrú, að
það væri komið að leiðarlokum hjá
Steina, en það var Þorsteinn Leó
oftast kallaður af fjölskyldunni og
vinum sínum. Okkur setti hljóða,
þótt við vissum að hann gengi ekki
heill til skógar.
Steini var kátur og skemmtileg-
ur í vinahópi, þótt hann væri hæg-
látur og dulur að eðlisfari. Steini
var fæddur og uppalinn í Reykja-
vík og var næstelstur af systkinum
sínum, sem voru fjögur.
Steini og Begga mín, mikið
þökkum við ykkur fyrir allar okkar
samverastundir, sérstaklega þökk-
um við fyrir þær stundir þegar við
vorum saman í vikuorlofi, bæði í
Borgarfirðinum og Grímsnesinu,
þá ekki síður dagsferðir okkar út í
guðsgræna náttúruna. Steini, sem
var listamaður, hafði unun af að
vera úti í náttúrunni.
Þegar maður á besta aldri fellur
frá hugsar maður um hvað við
hefðum getað gert og hvað við átt-
um eftir að gera saman úti í sveit-
inni og njóta þeirra réttinda að
geta hlustað á hljóðið sem var svo
kyrrlátt og gaf manni innri frið.
Ég og systir þín kveðjum þig
með söknuði og vottum Bergljótu
og börnum ykkar okkar innileg-
ustu samúð.
Kristjana Gunnarsdóttir,
Guðm. G. Pétursson.
Elsku Steini!
Það er svo undarleg tilfinning að
skrifa minningargrein um þig
svona ungan og fallegan, alltaf svo
smart í tauinu og alltaf gladdist ég
sérstaklega þegar ég fékk hól frá
þér. Sem bam bjó ég hjá þér og
Beggu og ykkar fjöldskyldu fyrir
norðan á sumrin. Alltaf fann ég
fyrir væntumþykjunni frá þér
Steini minn og alltaf hafa steinar
verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér,
það er eitthvað svo mikið við þá og
það var alltaf gott að koma til ykk-
ar Beggu og heyra þennan sér-
staka hlátur þinn, sem er í bland
dálítið stríðnislegur. Það var alltaf
stutt í húmorinn hjá þér og man ég
ekki eftir þér öðruvísi en með bros
á vör í faðmi þinnar yndislegu fjöl-
skyldu sem þú varst svo stoltur af
og klæddir svo vel.
Síðast þegar við hittumst kom-
um við Frissi með hana Doppu
okkar í heimsókn og það stóð ekki
á góðum ráðum varðandi uppeldið
og mér þótti næsta víst að þið
mynduð eiga einhverjai' stundir
saman enda bauðst þú til að passa
hana ef á þyrfti að halda. Þá hefði
ég ekki trúað að tíminn væri svo
stuttur eftir, að myndum ekki hitt-
ast aftur í þessu jarðlífi, enda varst
þú svo burðugur að það var ekki að
sjá eða finna að þú værir jafnveik-
ur og raun ber vitni.
En ég trúi því þó að við eigum
eftir að hittast aftur og þá kannski
staldra svolítið lengur við og gefa
okkur meiri tíma til að spjalla um
lífið og tilveruna sem getur verið
svo björt og fögur. Mér finnst vænt
um, Steini minn, að þú ert hættur
að kveljast og hefur nú farið á fund
ættingja þinna og vina á öðra til-