Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 5J^ MINNINGAR verustigi. Þú kenndir mér margt og það var gott að vera með þér. En nú ert þú orðinn engill með hinum englunum og á ég alltaf að geta beðið til þín við öll tækifæri. Hugsunin um þig bætir heiminn og einhvern veginn sýndir þú mér með allri þinni list og þeirri fegurð sem þú skapaðir, litina á regnbog- anum og hefði ég svo gjarnan vilj- að geta komið til þín aftur með hana Doppu í heimsókn. En drott- inn stýrir leiðum og vindum og að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Elsku Begga, Gunni, Jóhanna og Sigurjóna við Frissi og börnin erum með ykkur í huga og hjarta. Guð gefi ykkur styrk og hugrekki til að takast á við missi ykkar. Þín Vaka. Mig langar til að minnast Þór- steins Leós Gpnnarssonar í fáein- um orðum. Eg kynntist honum ung að aldri í gegnum dætur hans sem eru mínar nánustu vinkonur, tvíburasysturnar Jóhanna og Sig- urjóna. Ég var daglegur gestur á heimili þeirra frá þeirri tíð. Þór- steinn var rólegur í fasi, hógvær og oft djúpt hugsi en undir niðri leyndist mikill húmoristi sem hitti oft beint í mark á réttu augnabliki. Við stelpurnar brölluðum margt þá dagana og stundum reyndum við á þolinmæði Þórsteins með ýmsum uppátækjum. Mér er t.d. minnisstætt þegar við misstum eyrnalokk ofan í vaskinn inni á baði og þegar Þórsteinn kom heim höfðum við skrúfað í sundur allar vatnslagnir og vaskurinn var laf- laus á veggnum. Þórsteini leist að sjálfsögðu ekki á blikuna en í ró- legheitum fann hann eyrnalokkinn og skrúfaði allt saman og bað okk- ur vinsamlegast að gera ekkert þessu líkt aftur. Þórsteinn var mikill listamaður. Hann var frábær teiknari, hannaði og saumaði föt sem vöktu hvar- vetna athygli fyrir smekkvísi og frumleika, ekki sist þegar Sigur- jóna og Jóhanna klæddust fötun- um frá pabba sínum. Eftir því sem árin liðu urðu samskipti okkar Þórsteins fátíðari en fyiir rúmum tveimur árum kynntumst við á ný er ég leitaði til hans með verkefni sem alls ekki mátti misheppnast, nefnilega hönnun og saumun brúðarkjóls míns. Ég hafði ákveðnar hugmyndir sem Þór- steinn útfærði með sinni snilli og að sjálfsögðu með svolitlum af- skiptum Beggu, konu hans, sem var hans helsti og fremsti ráðgjafi. Þegar kjóllinn var fullgerður og ég átti að máta hann í síðasta skipti fyrir brúðkaupið kom ná- kvæmnin fram í Þórsteini. Hann sleppti ekki kjólnum frá sér nema að prófa hann við réttar kringumstæður og því dönsuðum við brúðarvalsinn á saumastofu hans í vesturbænum áður en kjóll- inn fékk viðurkenningu hans og Beggu. Að lokum vil ég þakka Þórsteini og fjölskyldu hans fyrir góðar samverustundir og vinskap frá barnæsku til fullorðinsára sem skipa stóran sess í mínu hjarta. Ég og fjölskylda mín sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til allra ættingja og vina Þórsteins, þó sérstaklega til þeirra Jóhönnu, Sigurjónu, Gunnars Leós og Beggu. í dag dvelur hugur okkar hjá ykkur. Blessuð sé minning Þórsteins Leós Gunnarssonar. Hallgerður Gunnarsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. RAGNHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR + Ragnheiður Pét- ursdóttir fædd- ist á Gunnlaugsstöð- um á Völlum 9. ágúst 1904. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 1. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Ragnheiðar voru Pétur Péturs- son, f. 1874, d. 1936, vinnumaður og póstur á Héraði, síð- an verkamaður og múrari í Neskaup- stað, og Una Stefan- ía Stefánsdóttir húsmóðir, f. 1882, d. 1950. Systkini Ragn- heiðar: Sigurbjörg, f. 14. febr- úar 1902, látin, Jón, f. 25. júní 1903, látinn, Sigurður, f. 21. des- ember 1905, látinn, Sigríður, f. 13. janúar 1907, látin, Eva, f. 29. október 1908, búsett á Eskifirði, Margrét, f. 3. maí 1911, búsett í Vestmannaeyjum, Sveinbjörg, f. 11. maí 1912, búsett á Héraði, Þorgerður f. 3. ágúst 1913, látin, Stefán, f. 13. nóvember 1915, iátinn, Guðný, f. 31. júlí 1917, búsett í Neskaupstað, María, f. 8. nóvember 1923, búsett í Vestmanna- eyjum. Ragna, f. 1919 dó á fyrsta ári, þá dóu tveir dreng- ir í fæðingu, 1910 og 1921. Hinn 12. maí 1926 giftist Ragn- heiður Þórði Svein- björnssyni frá Kvía- bóli í Norðfirði, f. 5. júlí 1892, d. 9. febr- úar 1933. Þau eign- uðust eina dóttur, Unu, f. 4. október 1926, d. 28. mars 1996. Maki Guðjón Aanes, lát- inn. Þau eignuðust sex börn og eru fímm þeirra á lífi. Seinni maður Ragnheiðar var Víglun- dur Víglundsson .r" Krossi í IVflóafirði, f. 6. desi :i. jr 1894, d. 20. desember 1976. Þau eignuð- ust einn son, Þórð Anton, f. 29. desember 1935. Maki Stella Steinþórsdóttir, þau eiga þijú börn. Ragnheiður bjó lengst af á Hlíðargötu 9 í Neskaupstað. Utför Ragnheiðar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að kvöldi 1. nóvember lést amma mín, Ragnheiður Pétursdóttir, á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað, södd lífdaga, enda komin á 96. aldursár. A stund sem þessari er við hæfi að líta yfir farinn veg og koma margvísleg minningarbrot upp í hugann. Mér er minnisstæð frásögn ömmu af því er foreldrar hennar, Pétur Pétursson og Una Stefanía Stefánsdóttir, voru stödd á Seyðis- firði í byrjun aldarinnar, albúinn að takast á hendur ferð til Vestur- heims með skipi sem var væntan- legt. Þá veiktist langamma mín skyndilega enda orðin þunguð af þeiiTa fyrsta bami og þau þurftu að hætta við ferðina. Hjónin ungu sném því aftur á vit hins íslenska bændasamfélags sem var á margan hátt harðneskjulegt og lífsbaráttan erfið, ekki síst fyrir fólk sem ekld átti jarðnæði og varð að framfleyta sér í vinnumennsku. Amma var fædd á Gunnlaugsstöðum á Völlum 9. ágúst 1904, þriðja barn þeirra hjóna af tólf sem komust á legg. BöiTiin vora tekin og þeim komið í fóstm’, ýmist beint af sænginni eða nokkuð eldri. Það var ekki fyrr en árið 1918 að Pétur og Una Stefanía fluttust á Norðfjörð. Þar tókst þeim með góðra manna hjálp að komast í eigið húsnæði og þar auðnaðist þeim að fá að ala upp þrjú yngstu böm sín. Má nærri geta að þessar ráð- stafanir hafi verið sársaukafullar og gætti gi-einilega beiskju í rödd ömmu minnar er þessi mál bar á góma. Hún taldi sig þó hafa verið heppna en henni var komið í fóstur til Helgu Bjamadóttur og Stefáns Einarssonar á Gunnlaugsstöðum. Sérstaklega minntist hún Helgu fóstra sinnar með mikilli hlýju og taldi hana til helstu velgjörðar- manna í lífi sínu. Það var svo í kringum tvítugsa- ldurinn að amma hleypti heimdrag- anum og fluttist búferlum til Norð- fjarðar. Hún hafði erft nokkra fjármuni eftir fóstra sína og gat reist sér hús á melunum innarlega í bænum. Húsið nefndi hún Garð en í næsta húsi, Garðshomi, voru foreld- ar hennar búsettir ásamt yngstu systkinunum. Segja má að örlögin hafi hagað því þannig að hún gat sameinast fjölskyldu sinni að nýju og var greinilega bjart yfir endur- minningu þessara ára, eins og bönd sem slitin höfðu verið væra aftur hnýtt. Fljótlega eftir að amma hóf bú- skap á Norðfirði kynntist hún eigin- manni sínum, Þórði Sveinbjöms- syni frá Kvíabóli, og eignuðust þau t Okkar eiskulega móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF EGGERTSDÓTTIR, Vallargötu 23 (Litlabae), Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju á morgun, laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Heilbrigðisstofnun Suðumesja. Lúðvík Guðmundsson, Bjarney Sigurðardóttir, Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, Ingólfur Bárðarson, Inga Kristín Ciotta, Anthony Ciotta, Þórhallur Amar Guðmundsson, Sigríður Friðjónsdóttir, Gréta Hand, James W. Hand, Birna Guðmundsdóttir, Donald Lovejoy, Ólöf Edda Guðmundsdóttir, Gísli S. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, HERDÍS STEFÁNSDÓTTIR, er látin. Þór Sigurðsson, Stefán Þórsson, Sigurður Þórsson, Þórdís Þórsdóttir. eina dóttur, Unu móður mína. Þórð- ur var heilsuveill og féll frá langt iyrir aldur fram er móðir mín var aðeins sjö ára gömul. Seinni maður- ömmu var Víglundur Víglundsson frá Krossi í Mjóafirði en saman áttu þau einn son, Þórð. Auk húsmóðurstarfa starfaði amma við fiskvinnslu, síðustu árin hjá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað. Hún vann fulla vinnu fram á áttræðisaldur enda heilsugóð með afbrigðum og minn- ist ég þess varla að henni yrði mis- dægurt. Heimilið var samt sá staður sem hún undi sér best á og minnti um margt á sveitaheimili. Alltaf var mikill gestagangur. Ekki var óal- gengt að ættingjar dveldu langdvöl- um á heimilinu þótt þröngt væri set- inn bekkurinn, en sjálfsagt þótti að gefa af sjálfum sér og sínu eins og tök vora á. Eins og nærri má geta var ekki mikill tími aflögu fyrir tómstundir og áhugamál en ég minnist þess þó að amma starfaði innan vébanda Slysavamafélagsins á Neskaupstað. Einnig að hún var sannfærður Alþýðuflokksmaður en eflaust hafa lífskjörin og þeir póli- tísku straumar sem ríktu á áranum sem hún fluttist til Norðfjarðar ráð- ið þar mestu um. í prjónaskap var hún afkastamikil svo eftir var tekið og höfum við afkomendur hennar notið góðs af. Yndi hafði hún af bókalestri og tók gjaman í spil í hópi vinkvenna sinna. Mínai’ fyrstu minningar era tengdar ömmu og húsinu hennar á Hlíðargötu 9 en foreldrar mínir vora búsett í kjallaranum og þar er ég fæddur. Ég mun fljótt hafa hænst mikið að henni og var ekki hár í loftinu er ég nánast flutti bú- ferlum upp á efri hæðina til hennar og Víglundar, stjúpafa míns. Þegar foreldrar mínir og systkini fluttust til Vestmannaeyja árið 1965 var af- ráðið að ég yrði eftir hjá ömmu og afa til að byija með og hef ég gran um að þar hafi amma ráðið miklu um. Málin þróuðust síðan á þann veg að þessi ráðstöfun varð varan- leg enda kunni ég hvergi betur við mig en á æskustöðvunum. Ég efast ekld um að ég hafi búið við mikið eftirlæti en þegar ég lít til baka held ég að það hafi verið mikil forréttindi að fá að alast upp við aðstæður sem einkenndust af skilyrðislausri vænt- umþykju og tiltrú og að sá grannur hafi reynst mér drjúgt veganesti á lífsleiðinni. Árin liðu, ég fór að heiman til náms en alltaf var samband okkar ömmu náið, stefnan iðulega tekin austur á land í fríum og ógleyman- legar era stundimar þegar matar- pakkamir bárust suður yfir heiðar, fullir af bakkelsi og ýmiskonar góð- meti sem var ekki daglega á borð- um. Síðar er leiðir lágu víða um land og út í heim var amma alltaf á sínum stað, ánægð með sitt hlutskipti. Síð- ustu áratugina taldi hún gjaman sína bestu er hún horfði yfir farinn veg, heilsan með ágætum og fjár- hagsáhyggjur langt að baki. Heimiíi- sitt gat amma haldið fram á síðustu ár í skjóli Þórðar sonar síns og SteEu konu hans sem reynst hafa gömlu konunni einstaklega vel. A allra síðustu áram fór að bera á vax- andi nærminnisleysi sem leiddi til þess að gamla konan varð að leggj- ast inn á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað iýrir rúmu ári síðan. Síðastliðið sumar þegar ég heim- sótti ömmu var hún ágætlega hress og með fuEa fótavist. Hún þekkti mig strax en var greirúlega meðvit- uð um minnisleysið, sagðist vera „eins og álfur á hól“, skellti sér á lær og hló. Sagðist reyndar ekkert skEja í hvers vegna hún væri á spít- ala þar sem hún fyndi hvergi tE. Þegar ég benti henni á að hún væri að verða 95 ára gömul varð hún al- veg gáttuð og fannst það greinEega með óHkindum. Banalegan var stutt og átakalítE og á starfsfólk Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað þakkir skEdar fyrir alúð og natni við umönnun gömlu konunnar á síðasta æviári hennar. Það er lærdómsríkt fyrir okkur, sem farin eru að horfa tE næstu aldar, að hafa fengið að kynnast fólki eins og Ragnheiði Pét- ursdóttur sem upplifði tímana tvenna í orðsins fyEstu merkingu, á öld sem mannkynið hefur séð rneii*-, breytingar en nokkra sinni fyrr. Með þessum orðum kveð ég ömmu mína sem stóð mér svo nærri og ég mun ætíð standa í þakkarskuld við. Sigurður V. Guðjónsson. í dag kveðjum við elskulega ömmu mína Ragnheiði Pétursdótt- ur. Amma var yndisleg kona, góð og blíð. Það var gott að alast upp í náv- ist hennar. Hún kenndi mér svo margt, t.d. að lesa og prjóna, einnigr. margar bænir. Amma las mikið iyr- ir okkur krakkana þegar við vorum litlir. Þegar ég hugsa tE baka finnst mér þetta alveg ótrúlegt, því amma vann aEtaf svo mikið í frystihúsinu ásamt því að hugsa um heimEið sitt á Hlíðargötu 9, en þar ólst ég upp til tólf ára aldurs. Elsku amma mín, það er margs að minnast og mun ég geyma ótal minningabrot um þig, þar tE leiðir okkar Mggja saman á ný. Nú ert þú búin að fá hvfldina, elsku amma. Að leiðarlokum vE ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fjTÍr mig. Snert hörpu mína himinboma dís svo hlusti englar guðs í paradís. Viðgötumínafannégijalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stefánsson.) Þín Þóra. + Útför bróður okkar, BOGA PÉTURS GUÐJÓNSSONAR frá Brekkum, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans, vinsamlega látið Dvalarheimilið Kirkjuhvol njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina, Guðrún Guðjónsdóttir og Björgvin Guðjónsson. + Minningarathöfn um elskulega eiginkonu, dóttur, móður og ömmu, EDITH MARÍU MEADOWS, Jacksonville, Flórida, verður haldin í Keflavíkurkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Dóróthea Friðriksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.