Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 67
v-
FRÉTTIR
A opna húsinu hjá dagvist MS-félagsins verða til sölu handunnir munir.
Opið hús í dagvist MS-félagsins
OPIÐ hús verður í dagvist MS-félagsins, Sléttuvegi
5, laugardaginn 13. nóvember frá kl. 12-16. Þá verð-
ur starfsemi dagvistarinnar kynnt og boðnir til sölu
handunnir munir.
Allur ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð dagvistar-
fólks en fyrirhuguð er vikuferð til Danmerkur næsta
sumar.
Hægt verður að kaupa vöfflur, kakó og kaffi á
vægu verði um leið og setið er yfir spjalli, segir í
fréttatilkynningu.
Lára Bjömsdóttir, formaður Soroptimistafélagsins afhendir Hjördísi
Jónsddttur yfirlækni á Reykjalundi gjafabréf að upphæð 1,5 milljónir kr.
Soroptimistar í Reykjavík
færa Reykjalundi gjöf
Dansað í
Kring'lunni
ÁRLEG danshátíð Kringlunnar og
Dansskóla Jóns Péturs og Köru fer
fram laugardaginn 13. nóvember.
Þar munu fjöldi keppnispara frá
skólanum dansa fyrir framan versl-
anir Kringlunnar milli kl. 10 og 16.
Enn sem fyrr er tilgangurinn
fjáröflun keppnisparanna sem halda
utan til danskeppni í samkvæmis-
dönsum í Blackpool í Englandi í
apríl og maí nk. Þessar keppnir eru
stærstu danskeppnir sem haldnar
eru í heiminum og hafa sum par-
anna, sem dansa í Kringlunni, náð
frábærum árangri £ Blackpool sem
og öðrum keppnum erlendis undan-
farin ár, segir í fréttatilkynningu.
Minningar-
athöfn
um breska
hermenn
STUTT minningarathöfn um
hermenn frá Bretlandi og
breskum samveldislöndum
verður haldin í hermannagraf-
reitnum í Fossvogskirkjugarði
sunnudaginn 14. nóvemger kl.
10.45.
Athöfnin er til minningar
um þá sem létu lífið í heims-
styrjöldunum. Sr. Amgrímur
Jónsson stjómar athöfninni og
öllum er velkomið að taka þátt
í henni.
FÉLAGSKONUR í Soroptimista-
klúbbi Reykjavíkur fögnuðu 40 ára
afmæli klúbbsins 19. september 1999
m.a. með því að færa Reykjalundi,
endurhæfingarmiðstöð, eina og hálfa
milljón krónur að gjöf til uppbygg-
ingar atvinnulegrar endurhæfingar.
Fram kom við afhendingu gjafarinn-
ar að það er ósk Soroptimista að
gjafaféð nýtist konum sérstaklega,
enda munu konur oftar en ekki eiga
erfitt með að komast út á vinnu-
markaðinn eftir veikindi eða slys.
Laugardaginn 18. september sl
sóttu 17 Soroptimistasystur
Reykjalund heim til þess að af-
henda gjöftna. Þau Hjördís Jóns-
dóttir yfirlæknir, Jón M. Benedikts-
son framkvæmdastjóri og Lilja
Ingvarsson yfiriðjuþjálfi tóku á
móti gestunum, kynntu þeim starf-
semi Reykjalundar og sögðu m.a.
frá breytingum í uppbyggingu at-
vinnulegrar endurhæfingar sem þar
stendur yfir. Þá kom fram að gjafa-
fé Soroptimista mun nýtt í kaup á
tölvum og ýmiskonar hjálpartækj-
um þeim tengdum.
Um leið og Lára Bjömsdóttir for-
maður Soroptimistaklúbbs Reykja-
víkur afhenti Hjördísi Jónsdóttur
yfirlækni gjöfina ávarpaði hún for-
svarsfólk Reykjalundar og sagði
Reykjalund hafa orðið íyrir valinu
vegna þess mikilvæga starfs sem
þar er unnið í þágu svo margra að
það á einn eða annan hátt snertir
flesta ef ekki alla íslendinga.
Á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá
því að Gallerí SÚM var opnað með
fyrstu einkasýningu Sigurðar
Guðmundssonar. Á þeim árum
AÐRAR SÝNINGAR:
• Nýja málverkiö á 9. áratugnum
• öræfalandslag
Basar Hríngs-
kvenna í Perlunni
HRINGURINN heldur árlegan handavinnu- og
kökubasar sunnudaginn 14. nóvember kl. 13 í
Perlunni. Þar verða margir fallegir munir hentugir
til jólagjafa og heimabakaðar kökur. Jólakort Hr-
ingsins með mynd eftir Brian Pilkington verða
einnig seld á basarnum. Allur ágóði rennur til
Barnaspítalasjóðs Hringsins.
Hringskonur hafa af miklum dugnaði unnið að
mannúðarmálum í marga áratugi. Sérstaka rækt
hafa þær lagt við Barnaspitala Hringsins og allan
búnað hans. Framkvæmdir á byggingu fullkomins
og sérhannaðs barnaspítala á Landspítalalóð eru nú
hafnar og hafa Hringskonur lofað 100 millj. króna
til byggingarinnar.
Basarmunir eru til sýnir ( glugga verslunarinnar Basarmunir Hringskvenna eru til sýnis í glugga
Herragarðsins, Laugavegi 13. verslunarinnar Herragarðsins, Laugavegi 13.
hafa margir félagar SÚM hópsins
getið sér orðstír langt út fyrir
landsteinana með tilraunakenndri
list sinni.
Sýningunni Fimm súmmarar er
ædað að gefa innsýn í umbyltingar-
tíma í íslenskri listasögu.
• I landi birtunnar
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvcgi 7 • Sími 562 1000
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17
LANDSSÍMINN STYRKlR
LISTASAFN ÍSLANDS
LANDS SIMINN