Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 70
MORGUNBLAÐIÐ
æ70 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
Smáfólk
Sjáðu. Kennarinn hefur hengt upp
allar blómamy ndirnar sem
bekkurinn hefur gert.
Og lengst út í horni þar sem enginn
sér hana er neðanjarðarmyndin
sem þú teiknaðir
Hún er
á hvolfi.
t*T
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringiunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Af ljótum, feitum og
leiðinlegum körlum
Frá Svavarí Knúti Kristinssyni:
ÁGÆTU lesendur, mér varð um
daginn, (þriðjudaginn annan nóvem-
ber), litið í blað okkar landsmanna,
Morgunblaðið, eins og gerist oft með
íslendinga. Margt bar þar skemmti-
legt á góma og ekki síst beindist at-
hygli mín að opnugrein blaðsins, sem
fjallaði um hið hræðilega klámvanda-
mál okkar Islendinga. Mér þykir ís-
lenska pressan og jafnvel þjóðin öll,
fara svolítið offari með þetta annars
óttalega hversdagslega fyrirbæri
sem kynlífsiðnaðurinn er. Jaðra þá
aðfarir fjölmiðlanna við hasarblaða-
mennsku eins og neyðarleg umfjöll-
un Stöðvar 2 um kúkinn í fjörunni.
Þarna fóru hamförum ungfeminíst-
ar, dansarar, stjórnmálamenn og
prestar, og kepptist hver við næsta
mann að fordæma þennan ósóma og
viðbjóð sem nektardans þykir. Samt
slógu mig harðast ummæli kven-
prests nokkurs sem sagðist hafa tal-
að við dyravörð á einum slíkum
,sorastað“ og spurt hann hvers kyns
skrímsl sæktu þessa staði. Kvað hún
dyravörðinn hafa svarað að bragði
að það væri einfalt, þetta væru mest-
megnis ,nördar“. Gat ég ekki annað
en túlkað þetta sem einhvers konar
rök gegn tilvist skemmtistaða og
finnst mér því ummæli þessi hlaðin
fordómum í garð ,nörda“. Staðimir
eru sumsagt samkomuhús ljótra,
horaðra, bólugrafinna bókaorma og
tölvukalla með óvenjuleg áhugamál.
Væri sumsagt betra ef þessa staði
sæktu æskilegri karlmenn eins og
starfsmenn kjörbúða, pípulagninga-
menn, framsóknannenn eða uppar
(sem ég hef nú samt heyrt í fréttum
að séu algengustu viðskiptamenn
vændiskvenna). í rauninni sýnist
mér þetta mál allt farið að lykta eins
og „ástandið“ forðum. Að íslenskar
konur þoli ekki frekar en bræður
þeirra íyrir nímri hálfri öld að gagn-
stæða kynið sé að glápa á eitthvert
útlenskt ruslfæði þegar íslenska
lambakjötið og slátrið standa til
boða.
Þessi umræða öll er komin í verstu
lágkúru og í henni kristallast for-
dómar og hræsni hins ,réttláta“
fólks, í garð „Ijótra og leiðinlegra"
karlmanna og „ósómakvenda" sem
dirfast að kalla starf sitt „list“.
Einnig las ég í Bleiku og bláu nú rétt
áðan grein eftir tvær ungar konur
sem sögðu sem svo: „Mjúki maður-
inn á einungis að vera mjúkur að
innan en hafa velmótaða vöðva og
ekki sakar að rassinn sé stinnur.
Konum finnst nefnilega fátt
skemmtilegra en að horfa á eftir vel
byggðum karlmanni. Við höfum aft-
ur á móti litla ánægju af því að horfa
á slappholda og perralegan karl-
mann“ (Bleikt og blátt nr. 55 bls. 28).
Þetta finnst mér enn endurspegla
staðlaðar hugmyndir kvenna um feg-
urð karlmannsins. Já, hamingju nýt
ég sem sjálfur er frekar slappholda
og perralegur með bumbu að eiga
svo umburðarlynda konu að henni
finnst ennþá hrein unun á að horfa.
Fegurðin er nefnilega öll í auga sjá-
andans eins og smekkmennimir Pró-
þagóras og David Hume gerðu okk-
ur ljóst.
Sjálfur hef ég í gegnum tíðina haft
á mér vissan „nörda“stimpil, og upp-
lifði sem „nörd“ ótrúlega höfnun frá
ótrúlegasta fólki, en nú er ég „afnör-
daður“ samkvæmt hugmyndum
hinna réttlátu, góðu og skynsömu.
Eg á fallega konu og barn og hef
enga sérstaka löngun til að kíkja inn
á nektarstaði. Hins vegar get ég ekki
láð kynbræðrum mínum sem annað-
hvort eru svo fagurfræðilega haml-
aðir að konur geta ekki hugsað sér
að sænga með þeim eða vantar bara
sjónrænt krydd í tilveruna að kíkka
inn á slíka staði.
Þeir sem telja að vandi okkar
verði leystur með því að útrýma
nektarstöðum, klámblöðum og klámi
yfirleitt fara villur vegar. Það er rétt
eins og að stífla nefið til að útrýma
hnerranum, og kæfa röddina til að
útrýma öskrinu. Vandamál okkar
liggur mun dýpra í þjóðfélaginu og
klámið er einungis sjúkdómsein-
kenni þess. Vandamálið er okkar eig-
in fordómar og staðalmyndir samfé-
lagsins um hvað er gott, fallegt og
skemmtilegt. Ef við tökum klámið og
stríplið af dónaköllunum gera þeir
bara eitthvað annað og verra í stað-
inn. Við þurfum frekar að ráðast að
rótum vandans strax í uppeldi barna
okkar og kenna þeim umburðarlyndi
og opinn hugsunarhátt fyrir því sem
er ólíkt og framandi. Við verðum að
útrýma hinum stöðluðu fegurðar-
myndum bæði kvenna og karla. Að-
eins þá getum við séð einhver bata-
merki okkar siðferðislegu inflúensu.
SVAVAR KNÚTUR KRISTINSSON,
kerfisfræðingur og heimspekinemi,
Lönguhlíð 19, Reykjavík.
Um minningargreinar
Frá Mörtu Ragnarsdóttur:
ÉG VIL leyfa mér að þakka Nirði P.
Njarðvík fyrir síðasta pistil hans, en
hann fjallaði þar um skrif minningar-
greina í Morgunblaðið. Ég hef talað
við fjölda fólks sem lesið hefur grein-
ina og er undantekningarlítið að fólk
tekur undir með Nirði. í framhaldi af
þessum skrifum Njarðar langar mig
til að benda aðstandendum á aðferð
sem ég veit að er töluvert tíðkuð í
Svíþjóð. Þar er það þannig að í
sálmaskránni, sem mjög algengt er
að útbúin sé fyrir útför, er syrgjend-
um gefinn kostur á að birta minning-
argreinar eða hugleiðingar um hinn
látna. Slíkar minningargreinar mega
gjarnan vera mjög persónulegar og
tilfinningaríkar, þar sem þær koma
einungis fyrir augu vina og vanda-
manna hins látna. Nánustu aðstand-
endum þykir síðan vænt um að eiga
sálmaskrámar og geta jafnvel sent
fjarstöddum vinum þessa skrá sem
yfirleitt er bæði falleg og vönduð.
MARTA RAGNARSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 7, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.