Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ
72. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
---------------------------
m
Vinningashrá
26. útdráttur 11. nóvember 1999
Bif reiðavinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
24585
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur)
1436
606 1 0
64493
71111
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfald ur)
1186 15685 56253 62451 67727 75080
9839 32315 59284 66128 67747 79279
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.C »00 Kr. 2C 1.000 (tvöfaldur)
262 10337 21181 30924 42048 53871 66879 73917
263 11755 22796 31888 42936 54162 67990 74845
1474 12689 23353 32110 44875 54199 68472 74904
i 1836 13191 23430 32357 45569 54330 68625 75514
2033 13561 23615 35447 46597 58825 68660 76285
3548 14189 24231 36127 48166 58973 68987 76880
5608 15130 24723 37701 48898 59290 69040 78121
7395 17499 27108 38273 49019 59654 69369 78818
7603 17555 27247 38416 49308 59749 70990 78960
8441 17979 27652 38983 49647 60466 72013
9068 20082 27899 39595 51458 61807 72090
9565 20344 28408 40533 51581 63785 72541
9583 20423 30722 41006 52316 64479 72874
Húsbúnaðarvi
Kr. 5.000 Kr. 10.1
n n í n g u r
1019 11145 22748 30759 39519 50280 61830 71769
1176 11364 23411 30776 39691 50552 61997 72021
1947 11483 23792 30903 40033 51181 62403 72565
2823 12661 23801 30931 40419 51653 62668 73679
3051 14268 24206 31154 40517 51784 62921 73932
3123 15006 24749 31292 40806 52847 63133 74211
3493 15851 24972 31517 41071 52952 63490 74237
3553 16056 25062 31544 41446 53296 63553 74823
3669 16089 25183 31626 42013 53915 63564 75010
3978 16189 25220 31830 42265 54204 63581 75655
4468 16446 25762 32219 42345 54999 63726 75980
4639 16575 26068 32476 42590 55001 64408 76217
4778 17060 26125 33169 43500 55125 64702 76248
4946 17429 26789 33886 43607 55362 65990 76452
5047 18063 26930 34041 43633 56190 66007 76680
5325 18067 26981 34295 43835 56414 66180 76688
5572 18357 27422 34489 44563 56615 66288 76731
5660 18498 27448 34570 45279 57389 66549 76894
6253 19061 27622 34947 45553 57538 66592 76960
6279 19624 28121 35019 45555 58126 67393 76979
7461 19756 28816 35170 46022 58131 67938 77125
7691 20152 28839 35506 46859 58296 68013 77191
7758 20308 28868 36036 47111 58512 68372 77393
7985 20545 28875 36560 47614 58557 68693 78714
8264 21729 29023 36711 47967 58763 68786 78967
8364 21957 29626 37772 49025 59112 69036 79544
8937 22055 29643 38236 49310 59230 69041
9404 22073 29695 38386 49478 59667 69659
9487 22078 29786 38445 49535 60041 69799
10666 22251 29818 39009 49702 60302 71073
11071 22416 29993 39380 50011 61148 71230
11133 22496 30036 39503 50193 61339 71468
Næstu útdrættír fara fram 18. & 25. nóvember 1999.
Heimasíða á Interneti: www.das.is
;jl_
Nýjar vörtir
Pelsjakkar
Úlpur
Ullarjakkar
- stórar stærðir
Hattar og hú£ur ■ •
\<#HI/I5IÐ *' ®
1 IV Mörkinni 6, sími 588 5518
I DAG
VELVAKAMU
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Nýtt líf
ÉG er sjötug kona, eða því
sem næst. Alveg frá því ég
var um 36 til 40 ára, hef ég
verið með vonda vefjagigt
og verki í hálsi og herðum,
í og með vegna áverka á
hálsi og svo endurtekinn
áverka á sama stað, að vísu
var langur tími á milli
þessara tveggja óhappa.
Seinna á ævi minni fékk ég
slitgigt í hné og mjaðmir,
sem sagt daglegir verkir -
líka í höfði og fótum, allt á
víxl. Lengi vel vissi ég ekki
hvað amaði að mér, vegna
þess að t.d. vefjagigt var
þá ekki nefnd, mér vitan-
lega, sem sjúkdómur og
erfitt að finna til í annars
kroppi, það er þó stað-
rejmd.
Ég fékk þó yfirleitt
mjög góða hjáip bæði frá
læknum og sjúkraþjálfur-
um og var þá nokkuð góð
um tíma, en þetta vildi
samt sem áður láta á sér
kræla aftur og aftur alls
staðar og oftast óvænt. Að
því kom svo að ég lagðist
bara í rúmið og lét þá yfir-
leitt engan vita um mína
líðan, enda erfitt að vera
að masa um kvalir í sínum
eigin skrokki, sí og æ. Það
er þó nokkuð langt síðan
ég uppgötvaði Biáa lónið
og fór þá alltaf ein og lá
þar daglangt. Varð ég þá
betri í einhvern tíma, en
svo lengdist vegurinn á
milli eftir því sem aldur
færist yfir. Maður reynir
þó að bjai'ga sér eftir
bestu getu. Svo var það að
ég sá auglýsingu í Morg-
unblaðinu um athyglis-
verða nýjung við verkjum
sem byggjast á segulmeð-
ferð. Ég fór á kynningu í
Blómavali og fékk þar
upplýsingar um þessa
dýnu, sem í eru settar ótal-
margar litlar segulþynnur,
sem eiga að koma manni í
lag.
Eftir allgóða umhugsun
ákvað ég svo að fjárfesta í
BlOflex-undirsænginni,
sem var í rauninni engin
áhætta, þar sem seljand-
inn ábyrgðist að endur-
greiða mér verðið eftir
ákveðinn tíma, ef mér iík-
aði ekki dýnan. Nú hef ég
sofið á BlOflex-undir-
sænginni um tíma og er
ákveðin í að nota hana á
meðan ég lifi og það segir
sína sögu. Undirsængin er
alltaf hérna heima á sínum
stað og ég þarf ekki að
hringja eitt né neitt til að
panta tíma. Fyrstu næt-
umar voru alveg hræðileg-
ar. Vond var ég fyrir og
ekkert lagaðist, en ég var
svo þrjósk að ég hélt
áfram að sofa á undir-
sænginni, þótt illa gengi.
Eftir sjöttu nóttina fann
ég breytingu til batnaðar
og þar kom að eftir tíu
nætur leið mér mjög vel.
Þegar manneskjan hefur
ekki lengur verki um ailan
skrokkinn fer hún að
vinna, glöð yfir því að geta
gert það sem hún hefur
ekki lengi getað unnið.
Þannig fór nú fyrir mér en
ég fann um leið að auðvitað
er aldrei raunhæft að of-
gera sér. Ég get nú flest
það sem ég gat ekki gert
fyrir fáum dögum og ég er
nokkuð örugg að svo verði
áfram og mun notfæra
mér það frelsi sem felst í
því að kveljast ekki lengur.
BlOflex-undirsængina
hefði gjarnan mátt reka á
fjörur mínar iyrr á ævinni,
en samt er yndislegt að fá
hana núna. Betra er seint
en ekki. Ég mæli eindregið
með þessari góðu undir-
sæng - alltaf.
Gunnhildur Kristjánsd.
Vantar fleiri
pappírsgáma
KONA á Kleppsvegi hafði
samband við Velvakanda
og sagðist hafa áhyggjur
af því að t.d. pappír sé ekki
endurnýttur. Hún segir að
fólk af eldri kynslóðinni
hafi kannski ekki tækifæri
til að koma pappír í endur-
vinnslugáma og finnst
henni vanta fleiri gáma.
Segir hún að t.d. á Klepps-
vegi séu stórar blokkir og
langt að fara í endur-
vinnslugáma. Sagði hún að
það yrði til mikilla bóta ef
gámar væru settir við
hverja blokk, þá yrði fólk
viljugra að setja pappír í
endurvinnslu. Það sé ekki
gott að henda þessu, þetta
séu verðmæti sem betra
væri að nýta og endur-
vinna.
Tapað/fundið
Karlmanns-
gleraugxi týndust
Straumlínulöguð karl-
mannsgleraugu af gerðinni
Brendeli týndust í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt
sunnudagsins 7. nóvember.
Gleraugun eru með ljós-
grænni umgjörð. Skilvís
finnandi vinsamlegast
hringi í síma 863 6399 eða
554 3121.
Dýrahald
Kettlingur fæst gefins
STOR, svartur, eins og
hálfs árs gamall köttur
þarfnast heimilis vegna
búferiaflutninga. Hann er
kelinn og blíður. Upplýs-
ingar í síma 564 3416 eftir
kl. 18.
SKAK
llmsjún Margeir
l’élnrssoii
STAÐAN kom upp á armenska
meistaramótinu í ár. A. Nadanian
(2410) hafði hvítt og átti leik gegn
G. Sargissian (2470)
29. Rxf7! - Kxf7 30. Ha6 - Kf8
(Ekki 30. - Hxc3 31. Bxe6+ - Kg7
32. g5 og hvítur vinnur mann) 31.
Bxe6 - Hd8 32. g5 - Bg7 33. Bf4
- Bf5 34. Bc7 - He8 35. Bxf5 -
gxf5 36. Ha5 og með peði meira í
endataflinu vann hvítur örugg-
lega.
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynning-
ar um afmæli, brúðkaup, ættarmót
og fleira lesendum sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-
1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
Yíkverji skrifar...
VELMEGUN hefur sína ókosti
og nú ætlar Víkverji að barma
sér yfir einum. Honum finnst að
verið sé að neyða upp á hann þjón-
ustu sem hann hefur aldrei beðið
um.
Inn um bréfalúgu hans streymir
endalaust flóð af hvers kyns auglýs-
ingabæklingum sem hann hefur
aldrei beðið um. Hann fær að vita
að á morgun geti hann fengið að
kaupa húðáburð og fitudrápstæki
sem yngi hann um nokkra áratugi
sem hann hefur enga þörf fyrir.
Hann er enn bráðungur og bíður
þess í ofvæni að öðlast visku ellinn-
ar. Hann fær óteljandi tilboð um
ódýra málningu, bráðskemmtilegar
leiksýningar, sólarlandaferðir og
ítalskættaðar flatbökur á gjafverði.
Þenslan veldur því að viðskipta-
heimurinn leggur enn meiri áherslu
á auglýsingar en fyrr. Ekkert er við
því að segja en málið er að Víkverji
vill fá að ákveða sjálfur hvað berst
inn á heimilið af upplýsingum og af-
þreyingu. Hann getur sjálfur skipt
um rás ef Sjónvarpsmarkaðurinn
sleppur óvart á skjáinn með öll sín
kostulegu boð en hvað á hann að
gera við það sem þrengir sér ofan í
póstkassann?
Auglýsendur hljóta að fara að
átta sig á því að þessi ofkeyrsla
hlýtur á endanum að valda því að
margir fyllist köfnunartilfinningu.
Fólk þarf ekki að vera í einhverri
baráttu gegn neysluæði þótt það
bandi frá sér þessu offramboði á til-
boðum með tilheyrandi skrumi. Vík-
verji vill bara fá að losna við hvim-
leitt starf sem er að þurfa á hverj-
um degi að skilja ruslpóstinn frá því
sem kemur honum við.
Ef hann fer niður á Hagstofu fær
hann litla úrlausn: Hún getur tekið
hann út af þjóðskránni sem fyrir-
tæki fá afrit af. Þannig losnar hann
að einhverju leyti við ruslpóst sem
merktur er viðtakanda. En megnið
af efninu er ekki þannig vaxið. Þeir
sem dreifa bæklingunum, sem oft
eru á prentaðir á rándýran pappír
sem ekki eyðist í náttúrunni, heimta
að allir fái sinn skerf.
Ekki er einu sinni nóg að setja
upp miða eða skilti með ósk um að
vera laus við sendingamar; oft er
ekki tekið mark á þeim orðsending-
um. Víkverja finnst að í þessum
málum þurfi tillitssemin að fá sinn
sess og virða eigi friðhelgi heimilis-
ins.
XXX
IÐMÆLANDI Víkverja sagði
honum frá óvæntum vanda sem
kona nokkur lenti í. Hún hafði farið
í tískubúð í Kringlunni tU að leita að
fallegri gjöf. Henni leist afskaplega
vel á eina sýningarflíkina, trefil sem
var framleiddur erlendis og í snyrti-
legum kassa. Þegar heim var komið
hætti hún af einhverjum ástæðum
við að pakka kassanum umsvifa-
laust inn í fallegan pappír. Hún opn-
aði hann - og út úr flíkinni ultu leif-
ar af stórri flugu sem kramist hafði
á mUli laga og skUið eftir sig ógeð-
felldan blett á treflinum.
Konan var ekki sátt við þetta og
fór með trefilinn í búðina til að skila
honum og tók með sér fluguhræið,
sjálft „sönnunargagnið“. En af-
greiðslustúlkan var tortryggin. Hún
spurði fyrst hvort konan hefði nú
örugglega ekki verið búin að opna
kassann og prófa flíkina. Síðan gaf
hún í skyn að ýmislegt gæti leynst í
hárinu á fólki! Kaupandinn hafði þó
sitt fram en fannst ekki mikið tU um
þj ónustulundina.
XXX
JÓÐVERJAR hafa undanfarna
áratugi gert upp við ógnir nas-
ismans og Víkverja finnst að sú
velheppnaða hundahreinsun hafi
tekist svo vel að þjóðir sem berjast
við jafn slæman arf, til dæmis
Rússar, ættu að taka þá sér til fyr-
irmyndar.
Víkverji er Þjóðverjavinur og
hefur fylgst vel með hátíðarhöldun-
um í Berlín í tilefni af því að tíu ár
eru frá falli múrsins. Þeir sem
fylgdust vel með fréttum þetta
kvöld og fram á nótt gleyma seint
þeirri ótrúlegu stund er fréttir bár-
ust af því að íbúarnir í austurhlut-
anum hefðu fengið leyfi til að heim-
sækja vesturhlutann. Tákn kalda
stríðsins var að hrynja, nýtt skeið
var tekið við.