Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 84

Morgunblaðið - 12.11.1999, Síða 84
r KOSTA með vaxta , ÖH; Ht.NMttKIWNRIN’ | www.bi.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569IIÍO, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Upplýsingafulltrúi Hydro Aluminium um óvissu af niðurstöðu umhverfísmats Tafir fela alltaf í sér aukna áhættu Morgunblaðið/Kristinn Staur settur niður með annarri hendi Opið bréf til ríkis- stjórnarinnar Spurst fyrir ^im rannsókn á klám- iðnaðinum TUTTUGU og átta konur, sem gert hafa vettvangskönnun á nektardans- stöðum í Reykjavík, hafa sent opið bréf um málið til ríkisstjórnarinnar. Lýsa þær starfsemi á stöðunum og varpa fram nokkrum spumingum til ríkisstjórnarinnar. Konurnar lýsa þeirri skoðun sinni að sú starfsemi sem fram fer á nekt- ardansstöðunum eigi sér enga stoð í lögum. Spyrja þær ríkisstjórnina jjaeðal annars að því hvort þess sé ekki að vænta að lögreglunni verði falið að rannsaka klám- og vændis- iðnaðinn. Spurt er að því hvenær lög og reglugerðir verði löguð að þörfum dagsins i dag svo lögreglan geti óhindrað tekist á við vandann. Bréfið er stílað á Davíð Oddsson forsætisráðherra og hann sérstak- lega spurður að því hvort hann telji ekki ástæðu til þess að láta kanna of- an í kjölinn hvort einhver angi versl- unar með manneskjur eða nútíma- þrælahalds eða annarrar starfsemi í ífcf svipuðum toga hafi borist hingað til lands, þar sem vissir aðilar græði á því að senda stúlkur milli landa til starfa í klám- og vændisiðnaðinum. ■ Opið bréf/13 -------------- Tíu árekstrar á klukkustund MIKIÐ annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík milli klukkan sex og sjö í gærkvöldi þegar um tíu árekstar urðu á rúmri klukkustund. Engin teljandi slys urðu í árekstrunum sem áttu sér stað víða um borgina. Einn maður (rsSft'artaði um eymsl í hálsi eftir árekst- ur á Vesturlandsvegi við Höfðabakka- brú og hélt hann sjálfur á slysadeild. ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA iðnaðarráðherra um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun verð- ur lögð fram á Alþingi í dag. Meðal fylgiskjala verður skýrsla Lands- virkjunar um umhverfisáhrif virkj- unarinnar en hún var kynnt á blaða- mannafundi í gær. Reiknað er með að iðnaðarráðherra mæli íyrir tillög- unni á þingi á þriðjudag og að fyi-sta umræða fari fram um hana á þriðju- y-zffag og miðvikudag. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagðist í gær vonast til þess að ákvörðun Alþingis lægi íyrir áður en þingi yrði slitið fyrir jól, svo samstarfsáætlun Landsvirkjunar og Hydro Aluminium fengi staðist. I niðm'stöðu skýrslu Landsvirkj- unar kemur fram að umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar séu íjölmörg og margvísleg. Hins vegar hafi ekki fundist annar raunhæfur möguleiki á vatnsmiðlun fyrir sjálfstæða virkjun í Jökulsá í Fljótsdal en á Eyjabökkum. Eini möguleikinn til að virkja ána án "j'JJRðlunar á Eyjabökkum væri að veita henni í aðrennslisgöng Kára- hnúkavirkjunar eftir að sú virkjun hefði verið reist auk Hálslóns, sem er fyrirhugað miðlunarlón við hana. Um umhverfisáhrif Eyjabakkalóns segir að Eyjabakkasvæðið sé hluti af landslagsheild sem breytist verulega _með tilkomu miðlunarlóns. Það sem eiúkum geri þá landslagsheild til- ÞAÐ er engu líkara en hann haldi heilum ljósastaur með annarri hendi, maðurinn sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins á Dalvegi í Kópavogi. Þar var hann við vinnu sína, að setja niður ljósastaura, og vísar hann stjórn- anda gröfunnar í rétta átt með annarri hendi og beinir staurnum í stæði sitt með hinni. Ósló. Morgunblaðið. OVISSA sem skapast myndi um niðurstöðu lögformlegs umhverfis- mats Fijótsdalsvirkjunar gerði það að verkum að Hydro Aluminium yrði að líta til annarra fjárfestingar- kosta en álvers í Reyðarfirði, að sögn upplýsingafulltrúa fyrirtækis- ins. Thomas Knutzsen, upplýsinga- fulltrúi norska álfyrirtækisins Hydro Aluminium, sagði þegar hann var spurður að því hvort fyrir- tækið myndi missa áhugann á að fjárfesta í álveri í Reyðarfírði ,ef ráðist yrði í lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, að það myndi hugsanlega tefja framkvæmdina en tafir fælu alltaf í sér aukna áhættu þegar fjárfesting af þessu tagi væri undirbúin. „Meg- inatriðið er hins vegar að slíkt mymdi fela í sér að núverandi áætl- anir sem unnið er eftir myndu al- gerlega breytast. Helstu áhyggj- umar snúa að því hver niðurstaða umhverfismats yrði og hvort það myndi skapa óvissu um orkuafhend- ingu. Ef við fáum ekki orku afhenta mun verkefnið að sjálfsögðu falla niður,“ sagði Knutzsen. Stefnt að lokaákvörðun á næsta ári Nánar spurður um áhrif óvissunnar um niðurstöðu umhverf- ismats sagði Thomas Knutzen: „Við hugsum þessa fjárfestingu til langs tíma en það eru augljóslega aðrir möguleikar til staðar. Ef við þyrft- um að bíða í lausu lofti í nokkur ár eftir niðurstöðu sem óvissa yrði um úrufar, samfélag og skipulag í henni. Þingsályktunartillagan um fram- hald framkvæmda við Fljótsdals- virkjun var lögð fyrir fundi þing- flokka stjórnai’flokkanna í fyrradag og heimiluðu þeir framlagningu hennar á Alþingi. Að lokinni fyrstu umræðu er gert ráð fyrir að tillögunni verði vísað til iðnaðarnefndar þingsins. Hjálmar Árnason, formaður nefndarinnar, segir að tillagan verði send til um- sagnar ýmissa hagsmunaaðila. Hann mun leggja til að hún verði einnig send til umsagnar hjá umhverfis- nefnd þingsins og reiknai- með að umhverfisnefndin muni óska eftir umsögnum aðila sem tengjast um- hverfismálum. Iðnaðarnefnd mun kalla á sinn fund ýmsa aðila vegna umfjöllunar málsins. Hjálmar Árnason segir að al- menningur muni í þessu máli eins og öðrum geta haft samband við ein- staka nefndarmenn iðnaðarnefndar eða aðra þingmenn til að segja álit sitt á efni tillögunnar. Til að auð- velda almenningi að fá upplýsingar og segja álit sitt hefur hann óskað eftir því að opnuð verði heimasíða fyrir iðnaðarnefnd. Á Hjálmar von á því að hægt verði að kynna opnun hennar í næstu viku, um það leyti sem umræður verða um tillöguna. ■ Áhrifin á/42 yrði óhjákvæmilegt að líta til ann- arra kosta. Það erum við raunar ævinlega að gera.“ Fulltrúar stjómvalda, Lands- virkjunar og Hydro Aluminium skrifuðu undir viljayfirlýsingu í júní um verk- og tímaáætlanir undirbún- ingsins. Upplýsingafulltrúi Hydro Aluminium sagði að undirbúningur- inn væri í höfuðatriðum í samræmi við tímaáætlanir og stefnt að loka- ákvörðun stjómar fyrirtækisins á næsta ári. Bátsbruni í Ólafsvík ELDUR kom upp í sex tonna plastbáti í Ólafsvík í gærkvöldi. Lögreglan á staðnum telur að kviknað hafi í út frá rafmagns- hitablásara sem var í bátnum. Um hálfsjöleytið í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að reyk legði frá beitning- arskúi-um. í ljós kom að reyk- inn lagði frá húsi þar sem fiski- mjölsverksmiðja hafði áður verið starfrækt. Þar logaði sex tonna plastbáturinn Inga Ósk. Slökkvilið staðarins var kallað út og gekk erfiðlega að komast að bátnum þar sem húsið var fullt af reyk. Rúman klukkutíma tók að ráða niðurlögum eldsins og segir lögreglan bátinn mikið skemmdan. Einnig urðu nokkr- ar skemmdir á þakjámi og loft- bitum hússins. Eldsupptök em talin vera rafmagnshitablásari sem geymdur var í bátnum. HSÍ vill draga úr brotum HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands hefur ákveðið að reyna að draga úr grófum leik og óíþrótta- mannslegri framkomu. „Við emm að reyna að stemma stigu við fostum og grófum leik og árásum á dómara, en þetta hefur færst í aukana á nýhöfnu keppnis- tímabili. Félagar innan HSÍ hafa fengið bréf þess efnis - þar sem sagt er frá hertum aðgerðum. Félög verða hiklaust sektuð ef ekki er haldið vel um umgjörð leikja og leikmenn dæmdir í viðeigandi bann fyrir gróf brot á leikvelli," segir Öm Magnús- son, framkvæmdastjóri HSI. Aganefnd sambandsins hefur sektað handknattleiksdeild KA á Akureyri um 90 þúsund krónur „vegna atvika sem áttu sér stað í og á eftir leik KA gegn Stjörnunni," eins og segir í dómi aganefndai'. ■ Hertar aðgerðir/C4 Þingsályktunartillaga um framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun lögð fram í dag Þingið afgreiði málið fyrir jól Landslagsheild svæðisins breytist verulega Morgunblaðið/RAX Höfundar skýrslu Landsvirkjunar ræða málin þegar þeir kynntu hana í gær. komumikla sé Snæfell og fjallaklas- inn í nágrenni þess, ásamt Vatnajökli í suðri. „Eyjabakkalón veldur miklum breytingum á þessari landslagsheild," segir í skýrslunni, en gerð er grein fyrir áhriftim virkjunarinnar á nátt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.