Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vestur-Evrópusambandið hugsanlega innlimað í Evrópusambandið Nýjar horfur fyr- ir Norður- löndin Varnarsamstarf Evrópusambandsins var kannski fyrirsjáanlegt, skrifar Sig- rún Davíðsdóttir, og telur að það hljóti að þvinga Norðurlöndin, einkum -------------7-------------------- Danmörku, Island og Noreg, til að hugleiða nýjar aðstæður. Reuters Chinok-þyrla frá breska flughernum flýgur með Land Rover-bifreið yfir Makedóníu. í framtíðinni er hugs- anlegt að hernaðaraðgerðir á borð við þær í Kosovo verði samræmdar á vettvangi Evrópusambandsins. EGAR umræður stóðu sem hæst á árunum 1992-1994 um aðild Nor- egs, Finnlands og Sví- þjóðar að Evrópusambandinu, ESB, var þeim rökum gjaman beitt að best væri að öll löndin bættust þar við hlið Danmerkur til að rödd Norðurlandanna og áhrif yrðu sem sterkust í ESB. Eftir að aðild Svía og Finna var orðin stað- reynd heyrast ráðherrar sjaldan hamra á norrænni samstöðu innan ESB. í staðinn komu viðvaranir um að slík samstaða gæti dregið úr norrænum trúverðugleika á evrópskum vettvangi. Nú þegar þegar stefnir í að Vestur-Évrópusambandið, VES, verði innlimað í ESB og myndi þar vamar- og öryggiskerfí ESB, kemur glöggt í ljós hve hagir og hagsmunir Norðurlandanna em ólíkir á þessu sviði. Það reynir á skilning Finna sem formennsku- lands í garð nágranna sinna og á það hvort norrænu ESB-löndin þrjú em reiðubúin að beita sér í þágu Noregs og íslands. En þessi nýja þróun hlýtur einnig að vekja upp spumingar í Noregi og á Is- landi um hvemig vamar- og ör- yggismálum landanna verði best hagað ef þessi mál bætast við áhrifasvið ESB, ofan á pólitíska og efnahagslega samvinnu. Hvert Norðurlandanna með sínar séraðstæður Danmörk á aðild að ESB og NATO, en ekki VES og hefur fengið undanþágu frá þátttöku í hemaðarsamstarfi ESB. Finnar og Svíar era einnig aðilar að ESB, en hvorki að NATO né VES og íslendingar og Norð- menn aðilar að NATO, aukaaðilar að VES, en ekki hluti af ESB. í umræðum um evrópskar vamir er afstaðan til Bandaríkj- anna grandvallaratriði. Hér hef- ur afstaða nomænu NATO-land- anna líkt og Bretlands einkennst af Atlantshafsstefnu, sem sumir kalla fylgispekt við Bandaríkin, aðrir raunsæi, sem byggist á því að Bandaríkin séu ekki aðeins megin stoðin í NATO, heldur einnig í vömum Evrópu. Öll varnarskipan í Evrópu hljóti því óhjákvæmilega að taka mið af óskum Bandaríkjanna. Fyrram hlutlausu löndin Sví- þjóð og Finnland, sem nú tala ekki lengur um hlutleysi, heldur að þau standi utan hernaðar- bandalaga, eru hins vegar óbundnari af því að taka tillit til NATO og Bandaríkjanna, en það er hins vegar sjónarmunur á af- stöðu þeirra. Svíar virðast al- mennt eiga erfitt með að fóta sig í ESB, meðan Finnar era einkar einbeittir í að skilgreina hags- muni sína út frá því sem þeir álíta evrópska hagsmuni. Norrænn stjórnmálamaður segir í samtali við Morgunblaðið að afstaða Finna sé skiljanleg í ljósi sögu landsins og legu. í sam- skiptum við Finna skynji hann að þeir hugsi sem svo að best sé að gera ESB sem tryggilegast að einu ríld, svo Finnland þurfí ekki aðeins að treysta á finnsk landa- mæri að Rússlandi, heldur hvíli þar í skjóli ESB. Þó að þetta sé ekki sagt beram orðum, sé auð- velt að sjá að afstaðan sé þessi og hún sé vel skiljanleg. Finnar eru vanir að taka tillit til voldugra granna. Svíar era hins vegar óvanir að taka tillit til annarra eftir að hafa leikið ein- leik á alþjóðavettvangi síðan eftir stríð. Þeir virðast almennt eiga í erfiðleikum með að móta sér ESB-stefnu og hafa til dæmis ekki kunngjört nein stefnumál fyrir formennskutíma sinn fyrri hluta 2001 önnur en jafnréttis- mál, sem löngum hafa verið hjartansmál sænskra jafnaðar- manna. Þótt hvorki Finnar né Svíar ljái máls á aðild að NATO hefur Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finna, sagt hvað eftir að annað að það sé aðeins vegna þess að engin ástæða sé til þess skrefs. Engar hótanir liggi í loft- inu. Finnskur blaðamaður segist í samtali við Morgunblaðið sann- færður um að í ljósi sögulegrar reynslu Finna verði auðveldara íyrir þá að sætta sig við NATO- aðild ef þar að kæmi en það hafi verið að sætta sig við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Andstaðan við hernaðarbanda- lög er sterk í Svíþjóð, þar sem jafnvel hægrimenn hafa ekki lagt í að setja NATO-aðild á oddinn, heldur talað um nauðsyn á sterk- um sænskum vömum. Samt hef- ur orðið lítil umræða um að ESB sé að breytast í varnarbandalag, auk þess að vera efnahagslegt og pólitískt samstarf. Sama hefur reyndar einnig ver- ið í Danmörku, þott Atlantshafs- stefnan eigi þar sterk ítök, ekki síður meðal jafnaðarmanna en á hægri vængnum. Það er eins og Danir hafi að vissu leyti gefist upp við að andæfa þróun ÉSB, en sætti sig við orðinn hlut, meðan stjóm- málaleiðtogar þeirra brjóta heil- ann um hvemig þeir geti sloppið úr sjálfheldu ESB-undanþága án þess að styggja kjósendur. Það er forvitnilegt að hugleiða hvers vegna vamarhlutverk ESB vekur ekki meiri umræðu og deil- ur en raun ber vitni. Þegar farið var að ræða um aðild Austur- og Mið-Evrópulanda að Evrópusam- starfinu og NATO í kjölfar upp- lausnar Sovétríkjanna var iðu- lega bent á að aðild að Evrópu- samstarfinu væri þeim í raun mikilvægari. Með því fengju þau aðild að hinu efnahagslega og pólitíska samstarfi, sem í raun þýddi einnig hernaðarlegt öryggi. Óhugsandi væri að ESB-löndin gætu horft upp á yfirgang við eitthvert þeirra án þess að grípa til aðgerða. Það má því leiða að því líkur að lítil umræða um nýtt vamarhlut- verk ESB stafi af því að þessi ný- skipan sé í raun fremur form- breyting en eðlisbreyting. Svo víð- tækt samstarf sem það á vett- vangi ESB felur í sér hlýtur á endanum að taka til vamar- og ör- yggissamstarfs, ekki aðeins óformlega heldur einnig formlega. Minni nauðsyn á finnskri og sænskri NATO-aðild Það má leiða að því líkur að innlimun varnar- og öryggismála í formlegt samstarf ESB hafi að hluta til verið fyrirsjáanleg og rökrétt frá því á síðasta áratug að horfið var frá að þróa Evrópu- samstarf sem hreinræktað versl- unar- og viðskiptabandalag yfir í pólitískt samstarf, þar sem hinn efnahagslegi samrani undirbyggi hinn pólitíska. En breytingin er á engan hátt léttvæg, heldur dreg- ur dilk á eftir sér fyrir einstök ESB-lönd og hefur áhrif á sam- band Evrópu og Bandaríkjanna. Það má leiða að því líkur að með þessum breytingum dragi enn úr vangaveltum Finna og Svía um NATO-aðild. Nýskipanin virðist munu veita þeim sem ESB-aðilum áhrif á NATO. Þeir njóti því styrks NATO, án þess að vera með. Fyrir Dani, Norðmenn og Is- lendinga horfa þessar breytingar öðru vísi við. Danir eru í þeirri ill- viðráðanlegu aðstöðu að vera með í ESB en ekki í varnarsam- starfinu, sökum undaþáganna. Þegar þeir fengu undanþágu frá hemaðarsamstarfinu með Edin- borgarsamkomulaginu 1992 var slíkt samstarf enn aðeins framtíð- artónlist. Með breytingunum nú verður vandamálið áþreifanlegt og gæti tekið á sig skondnar myndir. Þegar þeir fara með for- mennsku í Evrópusamstarfinu seinni hluta árs 2002 gæti danski forsætisráðherrann þurft að víkja úr forsæti á fundum, þar sem varnarmál verða rædd ef Danir búa þá enn við undanþág- una. Hið erfiðasta er þó að ef Evrópuarmur NATO verður öfl- ugastur innan ESB og áherslan færist þangað þá era Danir áhrifalausari í varnar- og örygg- ismálum en áður. Hin sálarlega spennitreyja sem undanþágurnar era dönskum stjórnmálamönnum herðir æ meir að, því heima fyrir hafa leið- togar jafnaðarmanna átt erfitt með að viðurkenna að undanþág- urnar þýddu í raun minni áhrif. Það er sársaukafullt í landi, þar sem hlutverk Dana sem NATO- þjóðar hefur verið miðlægt í dönskum utanríkismálum og Atl- antshafsstefnan trúarsetning. Ef ekki varnarsamstarf ESB hvað þá? Enginn efi er á að íslenskir og norskir stjórnmála- og embættis- menn berjast eins og ljón þessa dagana við að gera sér grein íyrir hvað breytingarnar feli í sér íýrir stöðu þessara landa. Eins og fram hefur komið hafa löndin sem aukaaðilar að VES tillögu- og málfrelsi á fundunum og því vilja Islendingar og Norðmenn halda. Norrænu ESB-forsætis- ráðherrarnir hafa opinberlega lýst skilningi á stöðu þeirra og Poul Nyrap Rasmussen, forsæt- isráðherra Dana, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri sannfærður um að það væri skiln- ingur á þessu meðal leiðtoga ESB. Þessi skilningur kom þó tæp- lega fram í orðum Jan-Erik Enestam, varnarmálaráðherra Finna, í Morgunblaðinu, er hann sagði að íslendingar og Norð- menn gætu ekki gert sér von um að halda réttindum sínum úr VES og án þess að vera í ESB gætu þeir ekki haft áhrif þar. Það eru vísast fleiri en Enestam sem yppta öxlum og benda á að Island og Noregur hafi valið að vera ut- an ESB. Hver niðurstaðan verð- ur mun koma í ljós á leiðtoga- fundi ESB í Helsinki í desember, en endanlegan sáttmála, meðal annars með endanlegri skipan varnar- og öryggismála, á að samþykkja í formennskutíð Frakka í desember að ári. Langtíma áhrif varnarsam- starfsins eiga enn eftir að koma í ljós. Á leiðtogafundi NATO-ríkja í Washington í vor vora ekki talin nein tormerki á að Evrópa þróaði varnar- og öryggismál sín. Það er að sjálfsögðu ákaft rætt hvort þessar breytingar ýti undir ein- angrunartilhneigingar Banda- ríkjanna og leiði til minnkandi áhuga þeirra á vörnum Evrópu og eigin hlut þar í. Horft er til sögunnar og spurt hvort friður og stöðugleiki í Evrópu eftir stríð stafi af viðvera Bandaríkjanna þar eða samstai’fi Evrópuland- anna. Hver áhrifin af formlegu vam- ar- og öryggissamstarfi ESB verða á eftir að koma í ljós. Ef það verður til að draga úr áhuga Bandaríkjanna mun það ekki ger- ast á einni nóttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.