Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Alríkisdómari segir hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hafa teygt sig of langt f markaðsyfírráðum AI> BILL Gates veitir hluthöfum eiginhandaráritun að loknum ársfundi Microsoft er haldinn var í Meydenbauer Center í Bellvue í Washington-ríki á miðvikudag. Gates lýsti því þar yfir að Microsoft væri reiðubúið að Ieggja mikið á sig til að koma til móts við kröfur stjórnvalda. MICROSOFT er fyrirtæki í einok- unaraðstöðu, sem nýtur þess að um 95% allra einkatölva í heimin- um nota stýrikerfið Windows. Um það velkist dómarinn ekki í vafa, en það er ekki ólöglegt í sjálfu sér. Hins vegar hefur Microsoft nýtt yfirburðastöðu sína á markaði til að beita önnur fyrirtæki þvingunum og það er brot á lögum um vamir gegn auð- hringum. Dómarinn segir þetta framferði hafa skaðað neytendur, en samkvæmt skoðanakönn- un tekur meirihluti þessara sömu neytenda af- stöðu með Bill Gates og Microsoft. Það er vart einfalt að finna lausn svo öllum líki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og 20 ríki höfðuðu mál á hendur Microsoft í október 1997. Áður hafði fyrirtækið fallist á að sæta til- skipun um að nýta ekki stöðu sína til að krefjast þess að tölvufyrirtæld, sem nýttu Windows stýrikeríið samkvæmt samningi við Microsoft, nýttu líka ýmsan annan hugbúnað frá fyrirtæk- inu. Málshöfðunin nú byggðist m.a. á því, að Microsoft hefði brotið gegn tilskipuninni með því að láta netvafrann Intemet Explorer fylgja Windows 95 kerfinu og síðar að hafa vafiann sem órjúfanlegan hluta Windows 98. Sá sem var með Windows 98 í tölvunni sinni var jafn- framt með Explorer hvort sem honum Mkaði betur eða verr. Fyrirtækið Netscape, sem setti vafrann Netscape Navigator á markað, átti vemlega undir högg að sækja, því það hafði byijað á að selja sinn vafra, en síðar að bjóða fólki að ná sér í forritið á Netinu. Neytendur, sem sátu við tölvu sína, vom hins vegar mun líklegri til að nota Explorer, sem var þegar til staðar, en að leita uppi Navigator og færa forritið inn á tölv- una með ærinni fyrirhöfn. Þrýst á stórfyrirtæki Netscape og Microsofthöfðu raunar átt í við- ræðum um samstarf áður en harka færðist í leikinn. Haustið 1994 vildi Netscape tryggja að Navigator vafrinn félli vel að væntanlegu Windows 95 kerfi og Microsoft sá sér hag í að kynnast vel þessari nýju tækni, sem færði alla möguleika Netsins á hvers manns tölvu. Netscape óttaðist þann áhuga að vísu, enda hafði Microsoft lýst því yfir að fyrirtækið ætlaði sér að markaðssetja eigin vafra, sem það og gerði í ágúst 1995. Vandinn var í raun sá, að Netscape þurfti samstarf við þann hluta SLEGIÐ ÁPUTTA RISANS Úrskurður alríklsdómara í Bandaríkjunum í máli yfír- valda gegn stórfyrirtækinu Microsoft hefur vakið spurningar um hvort fyrirtækinu verði gert að sæta ströngum tilskipunum um viðskiptahætti, eða hvort jafnvel verður gengið svo langt að skipta því upp 1 smærri einingar. Ragnhildur Sverrisdóttir rekur sögu dómsmálsins, viðbrögð við úrskurði dómarans og vangaveltur um hvort Microsoft setjist nú að samn- ingaborði, til að hindra að keppinautarnir höfði eigið dómsmál vegna markaðsyfírráða hugbúnaðarrisans. Microsoft veldisins sem hafði stýrikerfi á sinni könnu, en óttaðist hugbúnaðarhluta þessa sama fyrirtækis. Ekld varð af neinu samkomulag milli aðila og hélt hvor sína leið. Microsoft dreifði sínum vafra ókeypis, sem neyddi Netscape til að gera slíkt hið sama og fyrirtækið varð þar með af milljónasölu. Þá notaði Microsoft aðstöðu sína til að fá tölvu- framleiðendur og netþjónustuaðila til að hampa Intemet Explorer fremur en Na- vigator. Compaq, Apple, Disney, Intuit og fleiri stórfyrirtæki tóku Intemet Explorer fram yfir Navigator vegna mikils þrýstings frá Microsoft. Þrátt fyrir þetta þótti Navigator betri vafri og var vinsælli meðal almennings, allt þar til Microsoft greip til þess ráðs að hafa Explorer innbyggðan í Windows 98. Fyrirtækið sagði að þar með hefði það bætt hag neytenda, en ekki skaðað hann. Hins vegar væri ekki með góðu móti hægt að taka Explorer út úr Windows 98, eins og keppinautamir fæm fram á. Vafrinn væri óijúfanlegur og eðlilegur hluti kerfisins, rétt eins og hraðamælir væri óijúfanlegur hluti bíls og raunar framleiðans sjálfs að ákveða hvað fólk fengi mikið fyrir peningana sína, þetta væri bara aukabúnaður án aukakostnaðar, en ekki aðferð til að nota gífurleg auðæfi Microsoft til að koma Netscape á kaldan klaka. Því má skjóta hér inn í að Microsoft hafði áð- ur niðurgreitt vörar hraustlega til að ná mark- aðshlutdeild. Dæmi um það var Microsoft Mon- ey, hugbúnaðm’ sem settur var á markaðinn til höfuðs fjármálahugbúnaði Intuit. Hugbúnaður Microsoft var verðlagður á 9.99 dollara, en kaupendur fengu 10 dollara afslátt. Verðlagning eftir geðþótta Þrátt fyrir að vafrastríðið hafi verið stærsti einstaki hluti málaferlanna gegn Microsoft kom fjöldi annarra atriða til álita, sem tengdust við- skiptaháttum Microsoft. Hið opinbera lagði fram heilu skjalabunkana, meðal annars afrit af tölvupósti milli Microsoft-manna, þar sem fram kom að fyrirtækið lagði hart að Ápple fyrirtæk- inu að hætta við þróun nettækni og taka þess í stað vafra Mierosoft upp á sína arma. Þá kom fram að Microsoft setti ekki alltaf sama verð upp þegar tölvufyrirtæki keyptu Windows stýrikerfi. Fyrirtækjum þóknanleg- um Microsoft var umbunað með lægra verði. Þá reyndi fyrirtækið að þrýsta á fyrirtækin Intel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.