Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 39>- ÓSKAR GUÐJÓNSSON + Óskar Guðjóns- son fæddist að Jaðri á Langanesi 10. maí 1916. Hann lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna í Reykjavík 10. nóv- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Þórðarson fæddur 8. janúar 1883 dáinn 23. ágúst 1968 og Kristín Sal- ína Jónsdóttir, fædd 12. september 1883, dáin 12. desember 1967. Systkini Óskars eru Þórdís, dó 2 ára. Margrét, f. 22.1.1909, d. 28.6. 1996. Þórdís, f. 24.8. 1910, d. 5.11. 1944. Steinunn, f. 26.10. 1912, d. jan. 1978. Jónína, f. 13.7. 1918. Óskar átti þijú fóstursystk- ini sem eru Margrét Kjartans- dóttir, Sigtryggur Davíðsson og Guð- jón Davíðsson. Óskar var bóndi á Jaðri ásamt foreldr- um sínum þar til þau brugðu búi 1963. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og starfaði við garð- yrkju þar til hann gerðist starfsmaður við Tilraunabúið að Keldum 1974 og starfaði þar til hann lét af störfúm sök- um aldurs 1989. Síð- ustu ár ævi sinnar dvaldi Óskar að Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Foss- vogskapellu mánudaginn 15. nóvember og hefst athöfnin klukkan 10.30. Nú kveð ég og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þú vildir öllum vel og alltaf var það hlýja sem tók á móti mér þegar ég heimsótti þig. Ég gleymi því aldrei þegar ég fékk að fara upp í sveitina til þín að Tilraunabúinu að Keldum en þar varst þú gæslumaður allra dýranna á búinu. Þó svo Keldur hafi ekki verið þessi dæmigerða sveit, þá var þetta sveit í mínum augum, þar sem þú sýndir mér öll dýrin sem þú hugsaðir um. Það var ákveðin lykt sem ég tengi við þig og pípuna þína. Ég reyndi að fram- kalla þessa ákveðnu pípulykt en hafði hvorki þolinmæði né löngun til reykja pípu, sem betur fer. En svo hættir þú bara. Elsku nafni minn, það var ótrú- legt hvað þú varst duglegur að fylgja okkur systkinunum á tön- leika hvort sem við vorum að flytja klassíska, nútíma eða háværa popptónlist léstu ekki aldurinn aftra þér að mæta. Þú þurftir ekki að tala til að segja það sem þú vildir segja. Útbreiddur faðmur þinn sem ávallt tók á móti mér sagði allt sem segja þarf. Ég veit að þú vakir yfir okkur öllum. Bless nafni minn. Láttu þér líða vel og ég mun ávallt geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku nafni minn. Þinn nafni Óskar Guðjónsson. Óskar frændi og vinur okkar er látinn. Hann bjó með afa og ömmu á Jaðri til fullorðinsára og þar ólst einnig upp bróðir okkar, Guðjón. Ég minnist þess alltaf hve það var gaman þegar hann kom í heimsókn til okkar í Klöpp, hann gaf okkur alltaf aura á afmælum og spilaði við okkur krakkana. A jólunum heimsóttum við alltaf afa og ömmu og fengum að borða rjúpur sem Óskar hafði veitt. Eftir að hann flyst tU Reykjavíkur og ég stofna heimUi var mikill samgangur á milli hans og okkar hjóna. Alltaf var hugur hans fyrir norðan og hafði hann áhuga á að fá fréttir þaðan. HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR + Hjördís Guð- mundsdóttir var fædd í Reykjavík 6. apríl 1940. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. október síðastlið- inn. Útför Hjördísar var gerð frá Digra- neskirkju í Kópa- vogi 4. nóvember sl. Það var mikil sorg í fjölskyldunni þegar fréttist um veikindi og andlát Hjördísar, enda bjóst maður ekki við að lifa það að sjá á eftir henni. Sérstaklega ekki því að í hennar móðurætt verða konur háaldraðar. En svona er lífið, dauðinn er nú fylgifiskur þess. Það hefur ávallt verið mikUl samgangur milli fjöl- skyldnanna og Hjördís var alltaf í miklu uppáhaldi á okkar heimili. Hún var alltaf svo glöð og kát. Allir vissu hvar þeir höfðu Hjördísi enda hreinskilin og ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum. Hlátur hennar er öllum eftirminnilegur og varla til sá maður sem ekki hreifst með, en nú er þessi hlátur sem alla smitaði þagnaður og sárt saknað. Þegar við hittum Hjördísi síðast tók hún glöð og kát á móti okkur sem fyrri daginn en eitthvað fannst okkur vanta í augu hennar sem allt- af höfðu verið spilandi af fjöri. Og nú þegar við kveðjum hana erum við sannfærð um að hún hefur leynt okkur öll lengi þessum sjúkdómi sem leiddi hana til dauða, enda hörð af sér þegar hún vildi það við hafa. Hjördís var afar samvisku- söm í starfi, hún vann lengi við miðasölu á Mela- og Laugardalsvelli og sýndi þar mikla reglu- semi og hámákvæmni í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. A annan áratug vann hún í þvottahúsinu Grýtu sem sonur okkar, Jón Ingi, rak um tíma. Hjördís var mikill vinur vina sinna sem sést best á því að hún var enn í sambandi við vinkonur sem hún eignaðist sem ung stelpa. Lítill vandi væri að skrifa langa grein um sam- verustundir fjölskyldunnar með Hjördísi en það verður ekki gert hér enda ekki henni að skapi. Hjördís giftist indælis dreng, Kristni Stefánssyni, og áttu þau saman þrjár fallegar dætur, en áð- ur átti hún Guðmund Ragnarsson. Við sendum þeim og aldraðri móð- ur Hjördísar, Geirlaugu, sem nú býr á Hrafnistu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Regína, Baldur og fjölskylda. Elsku Hjödda mín! Manstu þegar ég kom í Steina- bæinn og Mummi frændi, pabbi þinn, þóttist ekki vita hver væri að koma. Þá kímdir þú. Manstu þegar við sátum hjá Laugu frænku, mömmu þinni, og borðuðum heimsins bestu pönnu- kökur og drukkum mjólk með. Þá var sælusvipur á okkur. Manstu þegar Guðmundur Þórð- ur var lítill og ég var næstum of lítil til að passa. Fyrir rúmu ári fór hann norður í áttræðisafmæli Jónu, systur sinnar, en með þeim var alltaf mjög kært. Þar hitti hann marga gömlu vinina og hafði hann mikla ánægju af því. Á Hrafnistu dvaldi hann seinustu árin og þar leið honum vel og viljum við sérstaklega þakka starfsfólkinu þar fyrir góða aðhlynningu. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn en minningin lifir. Guð blessi minningu þína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhérað þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þórdís og Hafsteinn. Kær vinur og frændi er látinn. Frá haustinu 1980 kom Óskar til ijúpnaveiða á æskustöðvar sínar og dvaldist hjá okkur nokkrar vikur ár hvert á meðan heilsan leyfði. Dæt- urnar biðu með mikilli eftirvænt- ingu að fá Óskar frænda til sín því hann var afar bamgóður. Gott þótti þeim að skríða upp í fangið á hon- um, drekka með honum morgun- kaffið og stinga kringlunni sinni of- an í bollann hans. Álltaf gaf hann sér tíma til að spjalla og lesa fyrir þær, einnig kenndi hann þeim að spila. Þegar Óskar kom af rjúpna- veiðum lét hann þær geta upp á hversu mörgum hann hefði náð og minnast þær þess sem mjög spenn- andi leiks. Velvild og umhyggja fyr- ir frændfólki og vinum einkenndu Óskar og fylgdist hann vel með öllu frændfólki sínu og fjölskyldum þess. Elsku Óskar, við þökkum góðar samverustundir og hlýju í okkar garð. Minning lifir um góðan frænda. Siguijón, Erla og dætur. Manstu þegar Svava var lítil og veik og ég fékk undanþágu til að heimsækja hana á spítalann með Gunnu Siggu nokkurra mánaða. Manstu þegar Birna sagði heila setningu eftir bæjarferð með mér, „Við keyptum ís“, og við tókum bakföll af lotningu. Manstu þegar þú passaðir Bald- ur Snæ fyrir mig og Helena var orðin svo stór og Mjallhvít kisa hvæsti á mig, (tilgangur hennar var að passa Helenu). Þá kenndir þú mér að borða skyr með rjóma. Ómissandi! Manstu þegar við skemmtum okkur saman. Manstu. Manstu. Manstu. Ég man. Þín frænka, Sigrún Baldursdóttir. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takm- arkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIBEKE HARRIET WESTERGÁRD, Hlaðbæ 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánu- daginn 15. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ann Andreasen, Þórarinn Ólafsson, Vibeke Þorbjörnsdóttir, Kristinn Bjarnason, Garðar Þorbjörnsson, Ásdís Tómasdóttir, Elna Þorbjörnsdóttir, Gunnar Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGUNNAR JÓNASDÓTTUR, Ljósheimum 6. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Sólvangs, Hafnarfirði. Hákon Magnússon, Gunnhildur Magnúsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Arndís Magnúsdóttir, Margrét Ó. Magnúsdóttir, Jón Ólafur Bjarnason, barnabörn og Marfa Anna Lund, Gunnar Geirmundsson, Sigurður Guðmundsson, Björgvin Haraldsson, Ólafur Thorarensen, Sæunn Guðmundsdóttir, Þorgerður M. Gísladóttir, barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR GÍSLASONAR framkvæmdastjóra, Nóatúni 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna hans og starfsfólks deildar A-5, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þórunn Guðmundsdóttir, Eygló Helga Haraldsdóttir, Eiður Guðnason, Guðmundur Haraldsson, Ástbjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum öllum, nær og fjær, sem sýndu okkur einlægan hlýhug og stuðning við andlát og útför BÖÐVARS BJÖRGVINSSONAR símaverkstjóra, Jöldugróf 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir til björgunarsveitarmanna, sem lögðu svo hart að sér við erfiðar aðstæður. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Nína Stefnisdóttir. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og stuðning, við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, VILBORGAR PÁLSDÓTTUR, Hrafnistu í Hafnarfirði, Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar 2B á Hrafnistu, Hafnarfirði fyrir einstaka um- önnun á undanförnum árum. Guðrún Sigurjónsdóttir, Stefán Þorleifsson, Geir Sigurjónsson, Bergsveina Gísladóttir Margrét Sigurjónsdóttir, Páll Sigurjónsson, Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Einar Karlsson, Sigurður Sigurjónsson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.