Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 34
*34 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ / I róti hugans Kay Redfield Jamison er bandarískur háskólakennari í sálfræði og meðal þekktustu sérfræðinga heims í geðsjúkdómum. Hún háði harða og þrotlausa baráttu við geðhvarfasýki allt frá ung- lingsárum. Geðveikin hélt henni í heljargreipum og hafði næstum svipt hana lífínu. En hún barðist áfram, náði tökum á sjúkdómn- um og öðlaðist hugrekki til þess að segja öðrum frá baráttu sinni, þjáningum og sigrum. Um reynslu sína ritaði hún bókina ✓ An Unquiet Mind sem nú er komin út á íslensku og nefnist I róti hugans. Þýðandi er Guðrún Finnbogadóttir en útgefandi Mál og menning. Hér birtast þrír stuttir kaflar úr bókinni. Það er alveg sérstök teg- und þjáningar, upphafn- ingar, einsemdar og ógnar sem einkennir þetta afbrigði af geð- veiki. Það er stórkostlegt að vera hátt uppi. Hugmyndir og tilfinn- 4ngar spretta fram og fuðra upp eins og geimsteinar. Maður fylgir þeim eftir og sleppir þeim svo þeg- ar betri og enn skærari steinar koma í ljós. Feimnin hverfur og allt í einu finnur maður réttu orðin og réttu hreyfingarnar á réttu augna- bliki og er alltaf sannfærður um persónutöfra sína. Maður finnur eitthvað athyglisvert í fari hvers- dagslegasta fólks. Allt er þrungið nautn og þráin eftir því að tæla og vera sjálfur tældur er- ómótstæði- leg. Vellíðan, innileiki, vald, unað- ur, fjárhagsleg öryggiskennd og sæluvíma flæða um mann allan. En allt í einu breytist þetta. Hugsana- gangurinn verður alltof hraður og hugsanirnar alltof margar. Skýr hugsun hverfur og yfirþyrmandi ruglingur kemur í stað hennar. Minnið glatast. Gleðin og áhuginn sem áður mátti greina í svip vin- anna breytast í kvíða og áhyggjur. Allt sem áður var auðvelt verður nú bamingur. Maður verður upp- stökkur, kvíðinn, kjarklaus, missir stjórn á sér og tapar svo áttunum í dimmustu afkimum hugans sem maður hafði ekki hugmynd um að væru tíl. Þetta tekur aldrei enda vegna þess að geðveikin skapar •*sinn eigin veruleika. Þetta heldur áfram og áfram og loks er ekki annað eftir en minn- ingar annarra um skrýtna, ofsa- fengna, óviðeigandi hegðun manns, vegna þess að með geðhæðinni er sem betur fer lögð sú líkn að minn- ið hverfur að nokkm leyti. Hvað verður þá eftir lyfjameðferðina, geðlækninn, örvæntinguna, þung- lyndið og ofskammtinn? Allar ótrú- legu tOfinningarnar sem maður verður að greiða úr. Hver er of kurteis til þess að segja hvað? Hver veit hvað? Hvað gerði ég? Hvers vegna? Og svo spurningin sem kvelur mann mest af öllu: Hvenær gerist það aftur? Þar við bætast óþolandi áminningar um að nú eigi að taka lyf sem maður vill ekki taka en tekur þó að lokum. Svo gleymist aftur að taka það, maður neitar því aftur en lætur svo alltaf undan. Lokað er á greiðslu- kortin, innistæðulausar ávísanir þarf að greiða, gefa útskýringar á vinnustað, afsökunarbeiðnir, minn- ingahrafl (hvað gerði ég eigin- lega?), vinátta sem hefur bmnnið upp eða horfið, eyðilagt hjónaband. Og svo alltaf aftur og aftur sama spurningin. Hvenær gerist þetta aftur? Hverjar af tilfinningum mín- um eru sannar? Hvað er mitt sanna ÉG? Til starfa í háskóla Ég vaknaði ekki upp einn góðan veðurdag við það að ég væri orðin geðveik. Svo einfalt er lífið ekki. Ég vaknaði smám saman til vitund- ar um það að ég væri að missa stjóm á lífi mínu og huga. Fyrsta sumarið mitt í háskólakennslunni fór allt úr böndunum svo úr varð algjör, stjómlaus glundroði. En umbreytingin frá hugarflugi til al- gjörrar upplausnar var hæg og átti -sína sérstöku töfra. í fyrstu virtist allt vera fullkomlega eðlilegt. Ég hóf kennslu við geðlækningadeild Kalifomíuháskóla í Los Angeles (UCLA) í júlí 1974, eftir að ég lauk doktorsprófi og var ætlað að starfa við eina af sjúkradeildunum fyrir fullorðna sjúklinga, bæði sem að- stoðarkennari og sálfræðingur. Það var gert ráð fyrir því að ég leiðbeindi læknum í sérnámi í geð- lækningum og nemum í klínískri sálarfræði. Ég átti að kenna þeim sjúkdómsgreiningartækni, sál- -jfræðilegar prófanii- og sállækning- ar og vegna þess að ég hafði stund- að nám í geðlyfjafræði tók ég líka til meðferðar ýmislegt sem snerti eiturlyfjaprófanir og lyfjagjöf. Ég var líka, fyrir hönd háskóladeildar- innar, tengiliður á milli geðdeildar- innar og svæfíngadeildarinnar en þar stundaði ég bæði ráðgjöf og kennslu og kom á laggimar rann- sókn sem snerti sálfræðilegar og læknisfræðilegar hliðar sársauka. Mínar eigin rannsóknir voru aðal- lega fólgnar í því að koma á blað rannsóknum á eiturlyfjaneyslu sem ég hafði gert í framhaldsnám- inu. Ég hafði engan sérstakan áhuga á klínískri vinnu né heldur rannsóknum sem snertu geðsveifl- ur og þar sem ég hafði verið svo til alveg laus við þær í meira en ár,' gerði ég ráð fyrir því að þessi vandamál tilheyrðu fortíðinni. Þeg- ar manni finnst maður vera heil- brigður í nokkuð langan tíma gefur það manni vonir sem reynast næst- um því alltaf vera tálvonir. Ég hóf nýja stapfíð mjög bjart- sýn og full orku. Ég hafði ánægju af kennslunni og þótt mér þætti í fyrstu vera dálítið einkennilegt að hafa eftirlit með klínískri vinnu annarra, fannst mér það líka ánægjulegt. Mér fannst alls ekki jafn erfitt og ég hafði haldið að fara úr sæti nemanda í kennarastólinn og umskiptin vora að sjálfsögðu auðveldari vegna þess hve launa- hækkunin var upplífgandi. Ég fékk tiltölulega mikið frelsi til að geta sinnt mínum eigin vísinda- legu áhugamálum og það var vímukennt. Ég vann mjög mikið og ég held að ég hafi sofið lítið. Styttri svefn er bæði einkenni og orsök geðbrigðasýkinnar en það vissi ég ekki þá og líklega hefði það ekki breytt miklu þótt ég hefði vitað það. Ég hafði oft sofið skemur á sumrin og verið hærra stemmd en þetta sumar komst ég enn hærra og náði geðveikin sjúk- legri hæð og fór yfir hættumörk. Sumarið, svefnleysið, óhófleg vinna og sérlega viðkvæm gen sendu mig að lokum langt út yfir mörk eldmóðsins sem var mér eðl- islægur og inn á litskrúðugar lendur geðveikinnar. Óheftur eldur Einu sinni á ári hélt háskólarekt- or gai’ðveislu til þess að bjóða nýja kennara velkomna til starfa. Ég veit ekki hvaða tilviljun réð því að maðurinn, sem síðar átti eftir að verða geðlæknirinn minn, var líka í garðveislunni en hann hafði þá ný- verið tekið við stöðu við læknadeild háskólans. Þetta varð áhugavert dæmi um hyldýpisgjána sem stað- fest var á milli sjálfsskynjunar minnar og kaldari, yfirvegaðri at- hugunar reynds geðlæknis á hegð- un fyrrverandi nemanda síns, sem hann hafði haft eftirlit með árinu áður þegar hann var aldursforseti aðstoðarlækna. Nú sá hann mig æða um með trylling í augum. Þeg- ar ég rifjaði þetta boð upp fannst mér ég hafa verið dálítið æst en það sem ég minntist fyrst og fremst var allt fólkið sem ég talaði við, allir drykkirnir sem ég inn- byrti, hvernig ég þaut frá einu hlaðborðinu til annars og fannst ég vera ómótstæðilega töfrandi. Ég talaði lengi við rektorinn. Hann hafði auðvitað enga hugmynd um hver ég var en hvort sem það var af einstakri kurteisi eða til þess að sanna hjartaknúsaraorðið sem af honum fór, þá talaði hann lengi við mig. Burtséð frá því hver var hin raunverulega ástæða, þá var ég viss um að honum þætti ég óendan- lega heillandi. Ég átti líka langar og ansi skrýtnar samræður við deildarfor- setann. Mér fannst þær alveg stór- kostlegar. Hann var sjálfur ekki laus við að vera léttur í máli og hann hafði ímyndunarafl sem ekki var rígbundið við beitilönd hreinn- ar læknisfræði. Hann var frægur fyrir það meðal geðlyflækna að hafa í ógáti drepið leigðan sirkusfíl með LSD. Þetta var flókið, dálítið ævintýralegt mál þar sem við sögu komu stór jarðarspendýr um fengi- tímann, kirtlar tengdir heilanum, áhrif of- skynjunarlyfja á ofbeldis- hegðun og misreiknað rúmmál og yfirborð. Við helltum okkur út í langt samtal sem teygði anga sína vítt og breitt en kjami þess voru áætlanir um rannsóknir á fílum og klettagreifingjum. Klettagreifíngj- ar eða stökkhérar eru smádýr í Af- ríku sem líkjast fílum ekki neitt en era samt talin vera nánustu lifandi ættingjar þeirra. Sú fullyrðing byggist á athugunum á tann- mynstri þeirra. Ég man ekki helm- inginn af öllum þeim flóknu rökum og sameiginlegu áhugamálum sem voru grundvöllur þessara einkenni- legu og ákaflega fjöragu samræðna en ég man samt vel að ég bauðst til þess af mikilli rausn að hafa uppi á öllum greinum, sem birst hefðu í vísindalegum tímaritum um kletta- greifingja, en þær skiptu hundruð- um. Ég bauðst líka til þess að gera athuganir á atferli dýra í dýragarð- inum í Los Angeles og verða að- stoðarkennari á námskeiði í atferl- isfræði og öðru í lyfja- og atferlis- fræði. I endurminningunni var garð- veislan stórkostlega skemmtileg og ég hafði verið sprellfjörug, töfrandi og örugg með mig. En þegar geð- læknirinn minn talaði við mig löngu síðar, sagðist hann eiga aðr- ar minningar frá þessu boði. Hann sagði til dæmis að ég hefði verið áberandi glannalega klædd, allt öðruvísi en þegar hann hafði kynnst mér árinu áður þegar ég var fremur íhaldssöm í klæðaburði. Ég var miklu meira máluð en venjulega og honum virtist ég vera æst og upprifín og fram úr hófi málglöð. „Það er engu líkara en Kay sé geðhvarfasjúklingur," sagðist hann hafa hugsað með sér. Mér hafði aftur á móti fundist ég vera alveg ómótstæðileg. Fram í dagsljósið í bók sinni rekur Kay Redfield Jamison ítarlega harða baráttu sína við geðhvarfasýkina, allt þar til hún náði tökum á henni með því að taka inn litíum. Og hún gekk feti lengra, hún öðlaðist smám saman hugrekki til að segja öðrum frá baráttu sinni: Það lágu margar ástæður til þess að ég var treg til að tala opin- skátt um geðveikina. Sumar voru persónulegar, aðrar tengdust starfinu. Persónulegu ástæðurnar voru að miklu leyti tengdar frið- helgi einkalífsins, einkum vegna þess að geðveikin sem um ræðir er ættgeng og þar á ofan finnst mér almennt séð að einkamál manns ættu ekki að vera á allra vitorði. Ég hef líka haft áhyggjur af því, og þær kannski of miklar, að vit- neskjan um það að ég hafí þjáðst af geðhvarfasýki kynni að hafa áhrif á afstöðu fólks gagnvart mér og starfi mínu. Það eru hárfín mörk á milli þess sem er talið vera svolítið skrítið og þess sem stimplað er með orðinu „óviðeigandi" sem er í sjálfu sér meinlaust orð en felur í sér afdráttarlausan dóm. Þegar einhver fær orð fyrir að vera svolít- ið æstur og duttlungafullur líður ekki á löngu þar til hann er stimpl- aður sem truflaður á geðsmunum og látið þar við sitja. Það er ef til vill hégómlegt en mig hryllti við því að litið væri á sjálfmorðstilraun mína og þunglyndi sem merki um veikleika eða taugabilun. Þótt und- arlegt kunni að virðast finnst mér skárra að vera álitin geðveik með köflum en vera stimpluð sem veik- lynd og taugaveikluð. Síðast en ekki síst óttast ég að opinber ræðu- höld eða skrif um hluti sem snerta einkalíf mitt svo náið láti þá dofna í minningunni og glata merkingu sinni bæði vitsmuna- og tilfinninga- lega. Ef ég kemst of oft í þá að- stöðu að verða að tala án þess að draga neitt undan gæti mín eigin reynsla að lokum orðið sjálfri mér fjarlæg og óhöndlanleg og horfið í fjarskann langt að baki mér. Ég óttast að reynsla mín hætti að til- heyra mér einni. En aðaláhyggjur mínar í sam- bandi við umræður um sjúkdóminn era þó tengdar starfínu. I upphafi starfsferilsins óttaðist ég að lækna- ráð Kaliforníu veitti mér ekki starfsleyfi ef vitað væri að ég hefði verið haldin geðhvarfasýki. Nú orðið er ég ekki lengur jafnhrædd við slíkar skráveifur frá hendi skrifstofubáknsins en það er fyrst og fremst vegna þess að ég hef komið mér upp flóknu kerfi varnagla á deildinni. Ég trúði nán- ustu samstarfsmönnum mínum fyrir þessu og ræddi við geðlækn- inn minn fram og aftur í það óend- anlega um allt sem hugsanlega gæti komið upp og hvernig best væri að takast á við það. Ég kveið því æ meira að „faglegu hlutleysi" mínu væri hætta búin hvað varðaði kennsluna og rannsóknirnar. Við UCLA til dæmis stjórnaði ég göngudeild þar sem ég kenndi sér- fræðinemum í geðlækningum og sálfræðinemum og hafði eftirlit með vinnu þeirra. Við Johns Hopk- ins-háskólann kenni ég aðstoðar- læknum og læknastúdentum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.