Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ráðherra hugsi r* vegna fósturvísa „Þaðeru mörg rök í þessu máli. Ég þarf aö fara yfir þaö og hugsa um ffam- tiö íslenskra bænda og stöðu þeirra í þessu efiii, hvaö þeim er fyrir bestu og þjóðinni. Ég tek mér einhvem tima.“ Þetta sagöi Guðni Ágústsson * landbúnaöarráö- tgM'jsjo- Elskar hann raig, elskar hann þá norsku, elskar hann mig, elskar...? Rikisstjórnin samþykkir tillögur heilbrigðisráðherra Nefnd mótar stefnu í málefnum aldraðra RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skipan fimm manna stýrihóps á vegum fjögurra ráðuneyta til að stjórna undirbúningi stefnumótunar í málefnum aldraðra næstu fimmt- án árin. Frá árinu 1950 hefur öldruðum á íslandi fjölgað hlutfallslega meira en í öðrum aldurshópum, eða um 2,3% að jafnaði á ári. Hlutfall fólks á vinnualdri á móti hverjum ellilífeyrisþega er nú um 6,6 en Hagstofa íslands spáir því að eftir 30 ár verði þetta hlutfall komið í 3,3. „Ljóst er að þessi mikla breyting á aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar mun hafa víðtæk áhrif á þjóðfélagið allt og má nefna almannatryggingar, heil- Mikilli fjölgun aldraðra spáð á næstu árum brigðismál, lífeyrissjóði, fjármála- markaðinn, vinnumarkaðinn, hús- næðismál og félagslega þjónustu," segir í fréttatilkynningu ráðu- neytisins um tilefni skipunar stýrihópsins. Fulltrúar fjögurra ráðuneyta Að tillögu Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra ákvað ríkisstjórnin að skipa fimm manna stýrihóp til að stjórna vinnunni. Hópurinn verður undir forystu fulltrúa heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra sem skipar hópinn, en auk þess til- nefna forsætisráðherra, félags- málaráðherra og fjármálaráðherra fulltrúa. Gert er ráð fyrir að stýri- hópurinn kalli til liðs við sig sér- stakan samráðshóp sem meðal annars verði skipaður fulltrúum hagsmunaaðila, atvinnulífs, lífeyr- issjóða og sveitarfélaga. Verkefni stýrihópsins er að móta stefnu í málefnum aldraðra til fímmtán ára, greina þá málaflokka sem ætla má að fyrirsjáanlegar breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar hafi mest áhrif á, leggja mat á stöðuna í hverjum málaflokki fyrir sig og meta hvort nauðsynlegt sé að mæta þessum áhrifum með því að breyta áhersl- um. skjávarpi -á einstöku tilboðsverði SHARP XG-NV4SE • Birta: 700 Ansi Lumen • Uþplausn: 800x600 SVGA • Þyngd: 4,5 kg • Vörpunarlengd: allt oð / 8 metrar • Myndstærð allt að 762 cm (300") •Sérlega meðfærilegur skjávarpi, sýnir tölvu oa videomerki. •Einstaklega hljöðlátur. SHARR ...leiðandi framleiSandi með „LCD"'lækni ’Liquid Crisfal DispJay BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • Simi 530 2800 www.ormsson.is Tónskáldafélag íslands heldur hátíð Islensk tónlist heila öld í Kjartan Ólafsson Um þessar mundir er verið undirbúa tónlistarhátíð Tónskáldafélags Islands sem haldin verður á næsta ári í tengslum við Reykjavík-menningar- borg Evrópu árið 2000. Hátíðin verður haldin i þremur hlutum og er Tónskáldafélagið nú að leita eftir efni til að flytja á þessari hátíð. Kjartan Ólafsson er for- maður Tónskáldafélags- ins, hann var spurður nánar hvernig hátíð þessari yrði háttað? „ Tilgangur hátíðarinn- ar er að flytja tónlist frá 20. öldinni. Fyrsti hluti hátíðarinnar, sem hefst í lok janúar, byggist á flutningi tónlistar frá fyrri hluta þessarar aldar, m.a. í samstarfi við Gerðuberg. Annar hluti há- tíðarinnar hefst 20. maí n. k. og verður m.a. í samstarfi við Listahátíð i Reykjavík, þar verður áhersla lögð á flutning efnis frá miðhluta aldarinnar. Þriðji hlutinn verður svo hald- inn í byrjun nóvember, þar sem flutt verður ný tónlist og leitað verður til ungra tónlistarmanna og tónhöfunda eftir verkum. Ungir tónlistarmenn nútímans eru arftakar hinna eldri og á há- tíðinni verður gerð tilraun til að skyggnast inn í tónlist nýrrar aldar. Þess má geta að Tón- skáldafélag íslands hefur staðið iyrir hliðstæðum tónlistarhátíð- um á undanförnum áratugum, má þar nefna Myrka músikdaga og Norræna tónlistardaga. - Er mikið til af tónlistarefni frá fyrri hluta þessarar aldar? „ Það er ekki mikið en þó er það meira en við bjuggumst við. Við höfum haft mjög góða ráð- gjafa sem þekkja tónlist frá þessum tíma, eins og Jón Þórar- insson tónskáld og Jónas Ingi- mundarson píanóleikara og Trausta Jónsson veðurfræðing, þeir síðarnefndu eru mjög kunnugir íslenska einsöngslag- inu. Við höfum eigi að síður grun um að til sé tónlist sem hvergi er til á skrá né á vitorði núlifandi tónlistarmanna, þar á ég við tónlist frá fyrsta hluta þessarar aldar. Ég vil því beina þeim tilmælum til allra þeirra sem vita af nótum með gamalli íslenskri tónlist að hafa endi- lega samband við Tónskáldafé- lag íslands og leyfa okkur að skoða umrætt efni. - Hverjir taka þátt í hinni fyrirhugðu tón- listarhátíð? „Þar á meðal eru margir af okkar fremstu tónlistar- mönnum og hljóðfærahópum. Við höfum átt mjög gott sam- starf við þessa aðila á undan- förnum áratugum enda hafa ís- lenskir hljóðfæraleikarar og hópar löngum sýnt íslenskri tónlist mikinn áhuga og velvilja. - Hvernig verður samstarfinu við fyrrnefnda aðila háttað? „ Samstarfi við Reykjavík- menningarborg í Evrópu árið 2000 er þannig að þeir veita okkur fjárhagsstuðning með beinum og óbeinum hætti í sam- ræmi við tillögur sem við lögð- um fyrir þá á sínum tíma og höldum hátíðina að hluta til undir merkjum menningarborg- arinnar. Samstarfi við Listahá- tíð er þannig háttað að við erum ► Kjartan Ólafsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Menutaskólanum við Hamrahlíð 1980, BM-prófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984 og stundaði hann þar næst nám í raftónsmíðum í Hollandi til ársins 1986. Frá þeim tíma stundaði hann nám í tónsmíðum við Sibeliusar Akademíuna í Finnlandi og lauk þaðan próf- inu licentiate of Music í tölvu- tónlist og tónsmíðum 1995. Kjartan hefur starfað undanfar- in ár sem tónskáld og tónlistar- kennari, unnið að þróun tón- smíðaforritsins Calmus og séð um framkvæmd tónlistarhátíða. Hann er formaður Tónskáldafé- lagsins og Stefs. Kona Kjartans er Álfrún G. Guðrúnardóttir bókmenntafræðingur. Kjartan á tvær dætur, Védísi og Sunnefu með ferna tónleika inni á lista- hátíð í ár ásamt því að listahá- tíðin styrkir pöntun nýrra ís- lenskra verka sem flutt verða á hinni íyrirhuguðu tónlistarhá- tíð. Tónskáldafélagið mun eiga samstarf við Caput og Kammersveit Reykjavíkur að tilhlutan Reykjavík m-2000. Þess má geta að Tónskáldafé- lagið er í tengslum við þetta verkefni að láta sérhanna gagnagrunn fyrir tónlist og tón- listartengt efni með styrk frá Rannsóknarráði Islands. - Hefur íslensk tónlist ekki breyst óskaplega mikið á frá upphafí til loka þessarar aldar? „Jú, þessu verð ég að svara ját- andi, hún hefur breyst og þró- ast mjög mikið. í upphafi aldar- innar einkenndist íslensk tón- list mest af ein- söngs- og kórlögum sem höfðu sterka samsvörun við tón- list frá fyrri tímum. Þetta byrjaði fyrst að taka breytingum þegar Páll ísólfsson og Jón Leifs komu hingaði til eftir lands eftir nám í Þýskalandi. Um 1950 þegar Jón Þórarinsson og Jórunn Við- ar og síðar Þorkell Sigur- björnsson, Magnús Blöndal Jó- hannsson, Atli Heimir Sveins- son, Jón Nordal og íleiri komu til skjalanna varð grunnur þess tónlistarlífs sem við þekkjum í dag lagður. Frá þeim tíma hef- ur íslenskt tónlistarlíf vaxið og dafnað og er í dag orðið snar þátt í íslensku menningarlífi. Á fyrirhugaðri tónlistarhátíð Tón- skáldafélags íslands gefst mönnum kostur á að heyra hvernig þróunin hefur orðið í tónlist á þessari öld. íslensk tón- list breyst og þróast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.