Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ráðherra hugsi r* vegna fósturvísa „Þaðeru mörg rök í þessu máli. Ég þarf aö fara yfir þaö og hugsa um ffam- tiö íslenskra bænda og stöðu þeirra í þessu efiii, hvaö þeim er fyrir bestu og þjóðinni. Ég tek mér einhvem tima.“ Þetta sagöi Guðni Ágústsson * landbúnaöarráö- tgM'jsjo- Elskar hann raig, elskar hann þá norsku, elskar hann mig, elskar...? Rikisstjórnin samþykkir tillögur heilbrigðisráðherra Nefnd mótar stefnu í málefnum aldraðra RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skipan fimm manna stýrihóps á vegum fjögurra ráðuneyta til að stjórna undirbúningi stefnumótunar í málefnum aldraðra næstu fimmt- án árin. Frá árinu 1950 hefur öldruðum á íslandi fjölgað hlutfallslega meira en í öðrum aldurshópum, eða um 2,3% að jafnaði á ári. Hlutfall fólks á vinnualdri á móti hverjum ellilífeyrisþega er nú um 6,6 en Hagstofa íslands spáir því að eftir 30 ár verði þetta hlutfall komið í 3,3. „Ljóst er að þessi mikla breyting á aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar mun hafa víðtæk áhrif á þjóðfélagið allt og má nefna almannatryggingar, heil- Mikilli fjölgun aldraðra spáð á næstu árum brigðismál, lífeyrissjóði, fjármála- markaðinn, vinnumarkaðinn, hús- næðismál og félagslega þjónustu," segir í fréttatilkynningu ráðu- neytisins um tilefni skipunar stýrihópsins. Fulltrúar fjögurra ráðuneyta Að tillögu Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra ákvað ríkisstjórnin að skipa fimm manna stýrihóp til að stjórna vinnunni. Hópurinn verður undir forystu fulltrúa heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra sem skipar hópinn, en auk þess til- nefna forsætisráðherra, félags- málaráðherra og fjármálaráðherra fulltrúa. Gert er ráð fyrir að stýri- hópurinn kalli til liðs við sig sér- stakan samráðshóp sem meðal annars verði skipaður fulltrúum hagsmunaaðila, atvinnulífs, lífeyr- issjóða og sveitarfélaga. Verkefni stýrihópsins er að móta stefnu í málefnum aldraðra til fímmtán ára, greina þá málaflokka sem ætla má að fyrirsjáanlegar breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar hafi mest áhrif á, leggja mat á stöðuna í hverjum málaflokki fyrir sig og meta hvort nauðsynlegt sé að mæta þessum áhrifum með því að breyta áhersl- um. skjávarpi -á einstöku tilboðsverði SHARP XG-NV4SE • Birta: 700 Ansi Lumen • Uþplausn: 800x600 SVGA • Þyngd: 4,5 kg • Vörpunarlengd: allt oð / 8 metrar • Myndstærð allt að 762 cm (300") •Sérlega meðfærilegur skjávarpi, sýnir tölvu oa videomerki. •Einstaklega hljöðlátur. SHARR ...leiðandi framleiSandi með „LCD"'lækni ’Liquid Crisfal DispJay BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • Simi 530 2800 www.ormsson.is Tónskáldafélag íslands heldur hátíð Islensk tónlist heila öld í Kjartan Ólafsson Um þessar mundir er verið undirbúa tónlistarhátíð Tónskáldafélags Islands sem haldin verður á næsta ári í tengslum við Reykjavík-menningar- borg Evrópu árið 2000. Hátíðin verður haldin i þremur hlutum og er Tónskáldafélagið nú að leita eftir efni til að flytja á þessari hátíð. Kjartan Ólafsson er for- maður Tónskáldafélags- ins, hann var spurður nánar hvernig hátíð þessari yrði háttað? „ Tilgangur hátíðarinn- ar er að flytja tónlist frá 20. öldinni. Fyrsti hluti hátíðarinnar, sem hefst í lok janúar, byggist á flutningi tónlistar frá fyrri hluta þessarar aldar, m.a. í samstarfi við Gerðuberg. Annar hluti há- tíðarinnar hefst 20. maí n. k. og verður m.a. í samstarfi við Listahátíð i Reykjavík, þar verður áhersla lögð á flutning efnis frá miðhluta aldarinnar. Þriðji hlutinn verður svo hald- inn í byrjun nóvember, þar sem flutt verður ný tónlist og leitað verður til ungra tónlistarmanna og tónhöfunda eftir verkum. Ungir tónlistarmenn nútímans eru arftakar hinna eldri og á há- tíðinni verður gerð tilraun til að skyggnast inn í tónlist nýrrar aldar. Þess má geta að Tón- skáldafélag íslands hefur staðið iyrir hliðstæðum tónlistarhátíð- um á undanförnum áratugum, má þar nefna Myrka músikdaga og Norræna tónlistardaga. - Er mikið til af tónlistarefni frá fyrri hluta þessarar aldar? „ Það er ekki mikið en þó er það meira en við bjuggumst við. Við höfum haft mjög góða ráð- gjafa sem þekkja tónlist frá þessum tíma, eins og Jón Þórar- insson tónskáld og Jónas Ingi- mundarson píanóleikara og Trausta Jónsson veðurfræðing, þeir síðarnefndu eru mjög kunnugir íslenska einsöngslag- inu. Við höfum eigi að síður grun um að til sé tónlist sem hvergi er til á skrá né á vitorði núlifandi tónlistarmanna, þar á ég við tónlist frá fyrsta hluta þessarar aldar. Ég vil því beina þeim tilmælum til allra þeirra sem vita af nótum með gamalli íslenskri tónlist að hafa endi- lega samband við Tónskáldafé- lag íslands og leyfa okkur að skoða umrætt efni. - Hverjir taka þátt í hinni fyrirhugðu tón- listarhátíð? „Þar á meðal eru margir af okkar fremstu tónlistar- mönnum og hljóðfærahópum. Við höfum átt mjög gott sam- starf við þessa aðila á undan- förnum áratugum enda hafa ís- lenskir hljóðfæraleikarar og hópar löngum sýnt íslenskri tónlist mikinn áhuga og velvilja. - Hvernig verður samstarfinu við fyrrnefnda aðila háttað? „ Samstarfi við Reykjavík- menningarborg í Evrópu árið 2000 er þannig að þeir veita okkur fjárhagsstuðning með beinum og óbeinum hætti í sam- ræmi við tillögur sem við lögð- um fyrir þá á sínum tíma og höldum hátíðina að hluta til undir merkjum menningarborg- arinnar. Samstarfi við Listahá- tíð er þannig háttað að við erum ► Kjartan Ólafsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Menutaskólanum við Hamrahlíð 1980, BM-prófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984 og stundaði hann þar næst nám í raftónsmíðum í Hollandi til ársins 1986. Frá þeim tíma stundaði hann nám í tónsmíðum við Sibeliusar Akademíuna í Finnlandi og lauk þaðan próf- inu licentiate of Music í tölvu- tónlist og tónsmíðum 1995. Kjartan hefur starfað undanfar- in ár sem tónskáld og tónlistar- kennari, unnið að þróun tón- smíðaforritsins Calmus og séð um framkvæmd tónlistarhátíða. Hann er formaður Tónskáldafé- lagsins og Stefs. Kona Kjartans er Álfrún G. Guðrúnardóttir bókmenntafræðingur. Kjartan á tvær dætur, Védísi og Sunnefu með ferna tónleika inni á lista- hátíð í ár ásamt því að listahá- tíðin styrkir pöntun nýrra ís- lenskra verka sem flutt verða á hinni íyrirhuguðu tónlistarhá- tíð. Tónskáldafélagið mun eiga samstarf við Caput og Kammersveit Reykjavíkur að tilhlutan Reykjavík m-2000. Þess má geta að Tónskáldafé- lagið er í tengslum við þetta verkefni að láta sérhanna gagnagrunn fyrir tónlist og tón- listartengt efni með styrk frá Rannsóknarráði Islands. - Hefur íslensk tónlist ekki breyst óskaplega mikið á frá upphafí til loka þessarar aldar? „Jú, þessu verð ég að svara ját- andi, hún hefur breyst og þró- ast mjög mikið. í upphafi aldar- innar einkenndist íslensk tón- list mest af ein- söngs- og kórlögum sem höfðu sterka samsvörun við tón- list frá fyrri tímum. Þetta byrjaði fyrst að taka breytingum þegar Páll ísólfsson og Jón Leifs komu hingaði til eftir lands eftir nám í Þýskalandi. Um 1950 þegar Jón Þórarinsson og Jórunn Við- ar og síðar Þorkell Sigur- björnsson, Magnús Blöndal Jó- hannsson, Atli Heimir Sveins- son, Jón Nordal og íleiri komu til skjalanna varð grunnur þess tónlistarlífs sem við þekkjum í dag lagður. Frá þeim tíma hef- ur íslenskt tónlistarlíf vaxið og dafnað og er í dag orðið snar þátt í íslensku menningarlífi. Á fyrirhugaðri tónlistarhátíð Tón- skáldafélags íslands gefst mönnum kostur á að heyra hvernig þróunin hefur orðið í tónlist á þessari öld. íslensk tón- list breyst og þróast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.