Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ __________LISTIR________ Grisham, vænti ég? ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga ERFÐASKRÁIN „THE TESTAMENT" eftir John Grisham, Island Books 1999. 533 síður NÝJASTI lögfræðitryllir banda- ríska spennusagnahöfundarins John Grishams, Erfðaskráin eða „The Testament", kom fyrir skemmstu út hjá Islands Books í vasabroti og er fyrir það fyrsta alls enginn lagatryllir. Grisham er að verða heilagastur bandarískra spennusagnahöfunda. Hann er hættur að segja skemmtilegar sögur af lögfræðingum á æsilegum flótta undan óþokkum sem stunda peningaþvætti eða myrða hæsta- réttardómara. Núna segir hann sögur hlaðnar ódýrum boðskap af lögfræðingum sem snúa baki við auði og völdum og ómerkilegu lagaþjarki og næstum því hverfa aftur til náttúrunnar og finna guð sinn, já verða allt að því trúaðir. Þessi nýjasta saga Grishams ger- ist mikið til í frumskógum Brasilíu og segir frá hjartahreinum trú- boða sem lítur ekki við ellefu millj- örðum dollara! Ótæti allt Hvað er Grisham að gera í Brasil- íu? Og höfum við áhuga á að vita það? Tæpast. Mikill hluti nýju sög- unnar er lýsing á leiðangri einnar aðalpersónunnar, lögfræðingsins og drykkjumannsfins fyrrverandi Nate O’Rileys, í gegnum óbyggðir og ógreiðfært brasilískt fenja- og frumskógasvæði og það verður að segjast eins og er að sá hluti allur er heldur óspennandi og gerir þessa 533 síðna sögu óþarflega langa. Hún tekur hins vegar strax við sér þegar Grisham snýr sér aftur að því sem hann kann best sem er karp á milli lögfræðinga um allt það sem viðkemur erfða- skránni og spaugileg lýsing á erf- ingjum hins látna, sem satt er segja er „ótæti allt". Erfðaski-áin er tíunda metsölubók John Grishams sem eins og kunn- ugt er stundaði áður lögfræði og nýtti sér mjög þekkingu sína í þeim fræðum þegar hann ákvað að gerast spennusagnahöfundur fyrir eins og áratug. Bækur hans allar hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá fyrstu sögunum, Dauðasök og Firmanu, til þessarar nýjustu. Þær hafa verið kvikmyndaðar næstum um leið og þær hafa kom- ið úr prentsmiðjunni en kvik- myndaútgáfurnar hafa verið ákaf- lega misjafnar að gæðum („The Rainmaker" eftir Francis Coppola líklega einna best heppnuð). Erfðaskráin hefst á dauða auðkýf- ingsins Troy Phelans, tíunda rík- asta manni Bandaríkjanna hvorki meira né minna. Hann er margfrá- skilinn og á böm sem hann þolir ekki og gætir þess áður en hann tekur líf sitt að þau fái ekki cent frá honum. Allur auðurinn fer til læknisins og mannvinarins Rakel- ar Lane, sem stundar kristilegt trúboð í myrk(viðum Brasilíu og er eina bamið sem millinn átti ut- an hjónabands. Brokkgeng Uppi verður fótur og fit meðal erf- ingjanna er ráða sér her lögfræð- inga sem eiga að sjá til þess að erfðaskráin verði dæmd ógild á þeim forsendum að sá gamli hafi verið galinn þegar hann samdi hana. A meðan er áðurnefndur Nate O’Riley sendur suður á bóg- inn að hafa uppi á nýja milljarða- mæringnum. Stundum er eins og Grisham sé að skrifa um Stanley og Liv- ing(stone. Hann hefur kynnt sér talsvert nákvæmlega sögusviðið suðurfrá enda segist hann hafa ferðast um óbyggðir BrasOíu í tvígang og ætli sér aftur við fyrsta tækifæri. I bókinni kemur hann fram sem náttúruvemdar- og um- hverfissinni, fyrirlítur auðhyggju en mælir fyrir einfaldara, fallegra lífi, einskonar sjálfsþurftarbúskap með kristilegu ívafi. John Gris- ham? Hann er í það minnsta skemmti- legri aflestrar þegar hann lýsir lögfræðingagenginu og hinum ein- staklega gráðuga og iðjulausa fyllibyttu- og dóplýð sem er af- komendur millans. Þá er hann í essinu sínu og ef hann hefði haldið sig þar hefði lang(dregin og að mörgu leyti brokkgeng sagan hans ugglaust orðið mun betri. Arnaldur Indriðason SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 23 brottflutnings elnstakur I Jeep Wrangler Laredo árg. '94, nýskráöur í maí '95, ek. aöeins 58 þús. km, uél 4.0, beinsk., 5 gíra, rauöur. 4} Bíllinn er s \ > innfluttur nýr af /% umboöi og i eigu sama aöila frá M, upphafi. Tjónlaus K' og reyklaus. Bíllinn er til sýnis og sölu hjá Bílasölunni, Skeifunni 5, síma 568 5020. Upplýsingar einnig í síma 897 2646. Feng-Shui er forn kínversk aðferð sem jafnor „Chi" (lífsorku) í umhverfi okkar. Feng- Shui hefur óhrif ó heilsu, samskipti og farsæld. AfstaSan er mæld með kínverskum „lopan" (óttavita) til að nó fram því besta í hverju húsi, heimili eða fyrirtæki. Grundvallarlögmól Feng-Shui er uð skapa jufnvægi í kringum okkur svo að umhverfið styðji og vinni með okkur en ekki fyrir ó móti Athena er fædd í Kanada en hefur verið búsett ó íslandi í mörg úr og talar íslensku. Hún fer um allt land og heimsækir heimahús og fyrirtæki til oð bæta og auka heilsu, hamingju og farsæld í peningamólum. Athena lærði Feng-Shui í American Feng-Shui Institute undir leiðsögn Larry Sang, heimsþekkts Feng-Shui meistara. Hún starfar með og er i stöðugu sambandi við stofnunina. Athena hefur einnig verið í einkakennslu hjó Kartar Diamond sem er mjög þekktur rúðgjafi fræga fólksins í Los Angeles. Skýrsla og úbendingar eru ó íslensku eða ensku ef óskað er. - RÁÐGJÖF - Athena Spielberg sími 862 4477 fax 561 5130 E-mail: arnio@est.is Námskeið, fyrirlestrar og róðgjöf mmm tfp&tý3ííH}Btr fyrír sfcfípsfefg&i fríí& ftmkiffMtrHr tíWiýsinqar fyftr s Mrttfiftkr iíWfá&Hgatr ■3575. wHMWKl ímirtfciwíf fíagfeilfer, S®te6p4ttíft$ai.i$ pmter táWéÝgetáÍ Up&týútt&r em 3ö$® firéðMifltyaic^ar, íséirfséfá®wf&tíogs Ösftur ktimmt* K Ferðatilboð á Flugleiðavefnum: Netklúbburinn Á Flugleiðavefnum eru birt reglulega freistandi ferðatilboð vikunnar. Með því að gerast félagi í Netklúbbi Flugleiða - á vefnum - gefst þér svo kostur á enn fleiri hagstæðum ferðatilboðum. Opnaðu þína eigin ferðaskrifstofu: www. icelandair.is A nýja Flugleiðavefnum, www.icelandair.is, býðst þér alhliða ferðaþjónusta inni á þínu eigin heimili eða á vinnustað. ■ A www.icelandair.is færðu allar nauðsynlegar upplýsingar um áfangastaði og flugáædun ■ A www.icelandair.is geturðu pantað dugfar, hótelgistingu og bdaleigubd. ■ A www.icelandair.is geturðu bókað á Saga Buisness Class - meiri hagkvæmni og minni kostnaður. Velkomin um borð - á vef Flugleiða ICELANDAIR www.icelandair.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.