Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 51^ I DAG BRIDS Umsjún Uutlmiindtir Páll Arnarson FJÓRAR sveitir kepptu um Kínabikarinn í Hong Kong í síðasta mánuði: Kína, Evr- ópa, Norður-Ameríka og „Stjörnusveitin“. Sú síðast- nefnda fór með sigur af hólmi í kvennaflokki, en þar voru að verki hin dansk- þýska Sabine Auken og hin aldanska Kirsten-Steen Möller, Willard og Cronier frá Frakklandi og Stawowy og Sarwig frá Þýskalandi. Sveit Evrópu varð í öðru sæti, kínversku konurnar í þvi þriðja og þær banda- rísku ráku lestina. Spil dagsins kom upp í viðureign Evrópu og Kína: Norður gefur; NS á hættu. Norður *Á7 V ÁD1097 ♦ — ♦ KG9872 Vcstur Austur A 85 * D6 V K V 6542 ♦ ÁD98532 ♦ KG107 * 1063 * ÁD5 Suður ♦ KG109432 VG83 ♦ 64 *4 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður - ltyarta Pass lspaði 3 tíglar 4 lauf 5 tíglar Dobl Pass Pass Pass Italska parið Olivieri og Arrigoni var með spil NS gegn Kínverjunum Yu og Wenfei. Það er augljóst að kínversku konurnar höfðu hér betur, því fimm tíglar fara aðeins einn niður, en bæði má vinna fímm spaða og fimm hjörtu í NS. Það er sú ákvörðun suðurs að dobla fimm tígla, sem fyrst og fremst er umdeilanleg, því spilin henta betur til sóknar en varnar. í lokaða salnum sóttu Kínverjar spilið upp í fimm spaða og unnu þann samning slétt eftir tígul út. Sem gaf Kínverjum 11 IMPa íyrir spilið. En svona í lokin: Hvernig myndi lesandinn spila sex spaða með tígli út? I fimm spöðum trompaði sú kínverska með sjöunni og spilaði laufníu úr borði. Aust- ur drap með drottningu og gat nú byggt upp trompslag á drottninguna með því að spila tígli og neyða sagnhafa til að trompa með ásnum. Samgangsvandræðin gera það að verkum að í slemmu er best að trompa útspilið með ás og svína síðan spaða- gosa. Sem skilar þrettán slögum eins og spilið liggur. Arnað heilla /»r|ÁRA afmæli. í dag, Ovrsunnudaginn 14. nóv- ember, _ verður sextugur Andri ísaksson, prófessor og fyrrv. yfirdeildarstjóri hjá UNESCO - Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna - í París, Hjalla- brekku 14, Kópavogi. Eig- inkona hans er Svava Sig- urjónsdóttir. pf/\ÁRA afmæli. í dag, tíOsunnudaginn 14. nóv- ember, verður fimmtugur Sigurður Ingi Svavarsson, bifreiðasljóri, Stuðlaseli 11, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðný Pálsdóttir. BRUÐKAUP. Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 21. ágúst síðastliðinn af sr. Birgi Snæbjörnssyni Rut Sverrisdóttir og Bjarki Hilmarsson. Heimili þeirra er í Tröllagili 14 á Akureyri. SILFURBRÚÐKAUP. A morgun, mánudaginn 15. nóvember, eiga 25 ára hjú- skaparafmæli hjónin Ingi- björg Svala Jónsdóttir, doktor í plöntuvistfræði. og Ólafur Ingólfsson, doktor í jöklajarðfræði. Þau hjónin stunda nú bæði rannsóknir og kennslu við Gautaborgar- háskóla þar sem þau skipa dósentstöður hvort í sínu fagi. Fjölskyldan dvelur um þessar mundir í Colorado, en Ingibjörg og Ólafur eru þar í rannsóknarleyfi við rannsóknarmiðstöð Colorado-háskóla í heim- skauta- og háfjallafræðum. Þau hjónin halda uppá brúð- kaupsafmælið á skíðum í Kiettafjöllum. 1» Það er hræðilegt að muna ekki hvort óg er vin- kona hennar núna eða ekki. LJOÐABROT HLIÐIN Enn er brekkan blíð og fríð blóm í runnum innar, þar sem valt í víðihlíð vagga æsku minnar. Þessum brekku brjóstum hjá beztu gekk ég sporin, þegar brá mér eintal á albjört nótt á vorin. Jón Porsteinsson. ORÐABOKIN Vænn - grænn ÞESSI lo. eru alkunna í máli okkar. Aftur á móti virðist ekki alltaf ljóst, hvernig þau stigbreytast. Þau fara hvort sína leið í svonefndu efsta stigi, en þar ruglast menn stundum í ríminu. í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 21. okt. sl., 10 B. er grein, þar sem fyrirsögn er þessi með stóru letri: „Vistvænastir allra parketframleiðenda.“ I sjálfri greininni bregður þessu svo aftur iyrir, þar sem segir svo: „Það má raunar segja að við séum vistvænasti framleiðandi parkets í heiminum ...“ Um þetta orð vistvænasti hnaut einn lesandi biaðs- ins. Ljóst er, að hér renna saman beygingar tveggja lýsingai’orða. Lo. vænn er í miðstigi vænni og í efsta stigi vænstur, ekki væn- astur. Þvi hefði átt að segja og skrifa um þessa framleiðendur parketsins, að þeir væru vistvænstir, ekki vistvænastir. Nokkur vorkunn er nú samt, að mönnum verði hér hált á í mæltu máli. Ef við tökum t.d. lo. grænn, þá má tala um, að blettur nágrannans sé gi-ænni en hjá okkur sjálfum eða jafnvel græn- astur í hverfinu. Ég held enginn geti sagt grænstur í þessu sambandi. Annað lo., kænn, stigbeygist eins og vænn: kænn, kænni og kænstur, ekki kænastur. Aftur á móti höfum við svo m.a. lo. beinn, beinni, bein- astur, seinn, seinni, sein- astur. Sjálfsagt er að halda þessu vel aðgreindu. - J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert athugull og hefur næmt auga fyrir því sem betw má fara. Afþeim sökum ertu oft beðinn um að miðla málum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þótt þér séu ailir vegir færir þarft þú eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. Sæktu styrk til þeirra sem eru þér nánastir. Naut (20. apríl - 20. maí) Vertu á verði gagnvart viðsjálu fólki og taktu ekld þátt í nein- um skrípaleikjum aðeins tii að þóknast því. Fyigdu sannfær- ingu þinni íyrst og fi-emst. Tvíburar (21. maí - 20. júní) NÁ Miklar breytingai’ eru í vænd- um og til að geta aðlagast þeim skiptir öllu máii að vera með fætumar á jörðinni og láta skynsemina ráða. Krobbi (21. júní - 22. júlí) Gættu þess að láta tilfinning- amar ekki ná tökum á þér þegar viðkvæm mál ber á góma varðandi fiölskylduna. Vertu raunsær og þá leysast málin farsællega. Ljón (23. júb' - 22. ágúst) Ef að samskipti þín við ein- hvem em orðin þrúgandi er kominn tími til að sieppa. Veldu þá leið sem veldur við- komandi sem mhmstum sárs- auka. Meyja (23. ágúst - 22. septcmber) ©SL Farðu í gegnum hirslur þínar og losaðu þig við allt sem þú hefur ekki þörf fyrir. Þú gætir rekið augun í eitthvað sem þú hélst að væri iöngu glatað. 'iTi'x (23. sept. - 22. október) 4* 4* Eins og það er gaman að sitja í góðra vina hópi og spjalla get- ur það snúist upp í andhverfú sína þekki fólk ekki sín tak- mörk. Hafðu gætur á þínum. Sporðdreki (SS. okt. - 21. nóvember) Vandamál varðandi heimilið veldur þér áhyggjum. Bregstu ekki ókvæða við þótt einhver gefi þér góð ráð því honum gengur aðeins gott eitt til. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) fUO Þú hefur öðlast nægiiega reynslu til að geta miðlað öðr- um og hefur sýnt svo mikið þrek í erfíðleikunum að menn bera óblandna virðingu fjrir þér. Steingeit (22. des. -19. janúar) mC Það er alveg óvitiaust að leggja örlítið til hliðar og eiga varasjóð ef eitthvað óvænt kemur upp á. Skoðaðu dæmið af fullri rf skynsemi. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cfinl Þú hefúr aflað þér mikilla upp- lýsinga um það verkefni sem nú á að hrinda í framkvæmd á vinnustað svo þú mátt eiga von á umbun iyrir það. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sökktu þér ekki ofan í dagdrauma því kiukkan tifar og þú þarft að haida vel á spöð- unum eigii’ðu að geta staðið við gefin loforð og tímasetningar. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Jólatrölladeigs- námskeið í nóvember. Aldís, símar 565 0829 og 698 5704. KLUKKUVERK OG SKIFUR MIKIÐ ÚRVAL Óðinsgötu 7 TIFFANY’S Siml 562 844sS Ég hef opnað sálfræðistofu í Kjörgarði við Laugaveg 59 Sérgrein mín er klínísk sálarfræði. Starfssvið er sálfræðileg ráðgjöf fyrir einstak- linga, hjón og fyrirtæki. Einnig er sérhæfing mín á sviði ráðgjafar við svefnvandamálum. Nánari upplýsingar og bókun viðtals fer fram í síma 897 2712. Brynhildur Scheving Thorsteinsson, Cand. Psych. Hef opnaö stofu a 6 Túngötu 5 í Reykjavík - Fagleg greining og meðferbarviðtöl - Vibtalspantanir í síma 561-9062 og 697-6202 Áfengis- og fíkniefnaráögjöf Gubbergs Auöunssonar l V SJALFSDALEIÐSLA EINKATIMAR/NAMSKEIÐ Sími 694 5494 Námskeiðið hefst 18. november Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hverju viltu breyta? Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. ' Auðvelt - hringdu J íþróttatöskur með nafni aðeins kr. 2.850. Ödruvísi jólagjafír Hringið eftir bæklingi eða skoðið vöruúrvalið á vefnum ^PÖNTUNARSÍMI virka daga kl. 16-19 . 557-1960 ■ A bak viö hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna, sem tryggir hámarksvirkni. ■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð i þynnupakkningum. Þaö auðveldar alla meðhöndlun og tryggir hreinlæti. BI0-QUIN0N 010 eykur úthald og orku. BIO-BILOBA skerpir athvgli og einbeitingu. Dregur úr hand- og fótkulda. BIO-SELEN+ZINK er áhrifarikt andoxunarefni. stuðlar áð bættu sykurjafnvægí tikamans, dregur úr þreytu og tilefnislausu hungri. fypj £ m'- BlO-bætiefnin BI0-CHR0M Iibnmnnr rlrannr úr hroirfu - fýrir þá, sem gera kröfur! 1 5% kynningarafsláttur - Ráögjöf Hringbrautar apótek - mánud. Lyf og heilsa Melhaga - þriðjud. Laugarvegs apótek - miðvikd. Lyf og heilsa Kringlunni- fimmtud. Rima apótek - föstud. 15. nóv. kl. 15-19 16. nóv. kl. 14-18 17. nóv. kl. 14-18 18. nóv. kl. 14-18 19. nóv. kl. 14-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.