Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Veigamikil breyting hefur orðið í greininni síðustu árin, innlendar skipasmíðastöðvar ná illa að stand- ast samkeppni frá útlöndum og þær snúast orðið að mestu um við- haldsvinnu og í minna magni breytingar á fiskiskipum. í staðinn hefur smíðin sjálf færst út fyrir landsteinana og Bárður segir að það sé einn af skemmtilegri hlutum starfsins, að kynnast hinum ýmsu menningarheimum. „Auðvitað væri það lang hagkvæmast fyrir okkur að geta fengið nýsmíðaverkin unn- in heima fyrir, en það er allt of dýrt. Það er svo miklu dýrara held- ur en víða erlendis, að þótt gífur- legur kostnaður og timi fari í að sigla skipum frá Chile eða Kína, þá megnar það ekki að vega upp kostnaðinn," segir Bárður. Chile og Kína? „Já, stærstu og helstu verkin okkar síðustu misseri og um þessar mundir eru einmitt í þeim löndum. Það er samskiptatæknin sem gerir þetta kleift, tölvupóstur og faxvél- ar gera það að verkum að fjarlægð- ir eru engar lengur. Þar sem áður þurfti að panta símtal til útlanda einn daginn til að fá það afgreitt þann næsta, eru mál nú afgreidd á nokkrum andartökum. Við erum með nýsmíði í Chile, Ingunni fyrir Harald Böðvarsson, 65 metra nóta- skip, og það var verk upp á tæpar 9.000 klukkustundir, en það eru fimm starfsár miðað við átta stunda vinnudag fimm daga vik- unnar. Hér starfa 18 manns og hver og einn starfsmanna okkai’ vinnur allmiklu meira heldur en sem nemur einu slíku ári. Núna er- um við með aðra nýsmíði í Kína, mjög stórt verkefni sem stefnir í 12.000 tíma. Það er 71 meti’a frysti- skip fyrir Örn Erlingsson.“ Hvar í Kína er þessi stöð? „Borgin heitir Guang Zhou, átta milljón manna borg sem er tveggja stunda akstur frá Hong Kong. Borg þessi hét áður Canton. Við heimsóttum þessa stöð og nokkrar aðrar fyrir um tveimur árum og leist best á þessa. Hún hefur mikla og góða reynslu af smíði flókinna skipa á borð við herskip, en hafði ekki gert fiskiskip fyrr. Við treyst- um þeim þó til þess og það hefur komið á daginn að þeir standa und- ir væntingum." Þú nefndirlíka Chile? „Já, við erum með tvö ný skip í gangi þar, Hugin og Ingunni. Það eru stór verkefni og Chile er ekki síður hagstætt land til skipasmíða fyi’ir okkur. Fleiri lönd hafa í’eynst okkur hagstæð, t.d. Pólland, en þar erum við með tvö breytingarverk- efni í gangi um þessar mundir. Það er verið að lengja Frera og skipta um aðalvél. Þá er verið að skipta um aðalvél í Bergi, auk þess að smíða í hann nýjar íbúðir og stýris- hús. Markaðsstjóri nýbyrjaður Bárður segir að þó vel hafi geng- ið að undanföx-nu hafi staðan í gegnum tíðina verið á báða vegu. Þannig hafi verið lægð á árunum 1990-93 sem fyrirtækið hafi fundið „töluvert fyrir“. Þá var það, að Skipatækni fór að eiga meira og nánara samband við norska sam- steypu að nafni Vik og Sandvik, sem starfar á sama vettvangi og er næstum jafn gamalt fyrirtæki og Skipatækni. í fyrstu leiddi það af sér fleiri erlend verkefni sem hjálpaði fyrirtækinu upp úr fyrr- nefndri lægð. Síðar, eða í lok árs 1997, leiddi samstarfið af sér að noi-ska fyrirtækið keypti um helm- ing í Skipatækni. „Þetta samstarf hefur skipt miklu máli. Við höfum getað skipst á teikningum og upplýsingum og samki-ullið hefur opnað okkur leið að alþjóðlegum markaði. Þetta samstarf hefur nú þegar og á eftir að jafna út árin, koma í veg fyrir sveiflur eins og urðu fyxr á þessum áratug. Við höfum fengið mörg góð verkefni út á þetta og samvinnan hefur verið báðum aðilum til góða. Skipatækni réð markaðsstjóra í haust, Helga Kristjánsson fyrrver- andi skipstjóra og útgerðarstjóra. Það kemur á óvart að fyrirtæki á þessu sviði ráði markaðsstjóra BESTA PÓLITÍKIN AÐ BERAST EKKIÁ vinnan og miklir möguleikar á enn meiri aukavinnu. Við afréðum því að hætta hjá Siglingamálastofnun og stofna eigið fyrirtæki. f fyrstu kölluðum við það Teiknistofu Ólafs og Bárðar, en síðar kom til nafnið Skipatækni. Arið 1984 lést Ólafur langt um aldur fram eftir skamma sjúk- dómslegu og þá keypti Bárður hlut fjölskyldu Olafs og hefur rekið fyr- irtækið síðan. Á í’éttum stað á réttum tíma Sem fyiT segir var skuttogara- væðingin að hefjast er þeir félagar stofnuðu fyrirtæki sitt og því óhætt að segja að þeir hafi verið réttir menn á réttum stað á réttum tíma eins og sagt er. Allar götur síðan hafa verkefnin verið hin sömu, hönnun á nýsmíði og hönnun á breytingum á skipum. Það hefur sveiflast mikið hvort er veigameira hverju sinni. Bárður segii’ að í vei’kahi’ing Skipatækni sé, auk hönnunar á teikniborði, samninga- gjörð við verktaka og síðan, í stærri verkefnum, sé einnig eftirlit og ráðgjöf uns verkinu er lokið. Ut- gerðirnar koma ekki að málinu nema til að „taka upp pyngjuna og borga“. eins og Bái’ður kemst að orði. Áður en Bárður og Ólafur buðu fram sína sérhæfðu þjónustu var algengast að útgerðarmenn létu vinna verkin erlendis, eða að þeir færu inn á skipasmíðastöðvar og þar var „hlutunum reddað". Það væri langur listi að nefna skip sem hafa verið undir smásjá Skipatækni. Við getum nefnt Heiðrúnu, Guðmund Jónsson, Ósk- ar Magnússon, Björgvin, Snæfugl, Ými, Hálfdán í búð, Júlíus Geir- mundsson númer tvö, Baldvin Þor- steinsson, Guðbjörgu hina nýju, ferjurnar Baldur og Herjólf og fleiri og fleiri. eftir Guðmund Guðjónsson BÁRÐUR er boi’inn og barnfæddur ísfirðingur, fæddist þar árið 1945. Eftir venjulega skóla- göngu á Isafirði lauk hann stúd- entsnámi við MA árið 1965. Þaðan lá leiðin í HI þar sem hann nam fyrri hluta vélaverkfræðináms og hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk námi sem skipa- verkfræðingur í janúar 1972. Strax að námi loknu fór hann til Noregs þar sem hann starfaði í Flekkefjord í tvö ár sem eftirlits- maður að smíði sex nýrra skuttog- ara fyrir Vestfirðinga og Dalvík- inga. í Danmörku kynntist hann eiginkonu sinni, Eddu Gunnars- dóttur leikskólakennara, en þau eiga þrjá syni. Á þessum ánxm var skuttogara- væðingin að hefjast hér á landi og Bárður því með góða tímasetningu við námslok. Þetta voru skuttogar- arnir Júlíus Geinnundsson, Guð- bjartur, Framnes, Bessi, Björgvin og Guðbjörgin, fyrsta kynslóð þessara skipa. Bárður telur það enga tilviljun að hann hafi valið þessa leið í lífinu, því uppeldisfaðir móður hans á Isafirði hafi verið Bárður Tómasson, líklega fyrsti skipaverkfræðingur Islands. Hann kom vestur frá námi í Danmörku og Englandi árið 1918 og setti á stofn dráttarbraut og hóf að smíða trébáta. Sonur hans var Hjálmar R. Bárðarson, fyrrverandi siglinga- málastjóri og þekktur Ijósmyndari. Marsilíus Bernharðssón keypti smíðastöðina árið 1944 og Bárður vann þar mörg sumur á uppvaxtar- árum sínum. „Þessar rætur hafa eflaust grafið um sig í mér og kom- ið við sögu er ég valdi mér nám. a.m.k. kom ekkert annað til greina,“ segir Bárður. Þegar heim var komið eftir verk- efnið í Flekkefjord fór Bárður til starfa á siglingamálastofnun og VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Starfsmenn Skipatækni hafa í nógu að snúast þessa dagana, enda hafa verkefnin sjaldan verið fleiri eða viðameiri. Á þeim 25 árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur starfsumhverfíð breyst gífurlega þótt í grundvallaratriðum sé alltaf verið að vinna við það sama, s.s. að hanna skip til nýsmíða og hanna breytingar á eldri skipum. Morgunblaðið ræddi við Bárð Haf- steinsson, framkvæmdastjóra Skipatækni, í vikunni og hann rakti sögu fyrirtækisins og greindi frá nútíð og framtíð þess. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Unnið að breytingum á fiskiskipi. þar hitti hann Ólaf H. Jónsson. „Verkefnið í Noregi var mikill og góður skóli fyrir ungan mann sem var að Ijúka námi. Þetta var mjög krefjandi, enda um framúrstefnu- smíði að ræða á þeim tíma. Þegar heim var komið var mikið um auka- vinnu á þessu sviði og við Ólafur tókum að okkur hvert verkið af öðru. En þetta voru miklir breyt- ingatímai- og fljótlega var auka- vinnan orðin jafn viðamikil og aðal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.