Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 42
Jl2 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGUNN JÓNASDÓTTIR + Ingiinn Jónas- dóttir var fædd 28. nóvember 1909. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði _ 29. október sl. títför Ingunnar fór fram frá Langholtskirkju föstudaginn 5. nóv- ember sl. Elsku amma í Ljósó. Þrátt fyrir háan ald- iur og ég hafí vitað að hverju stefndi, gerði ég mér enga grein fyrir hve sárt er að kveðja þig. Þú varst yndisleg manneskja á þinn einstaka hátt, tókst alltaf vel á móti okkur með bros á vör og gleði í hjarta. Þú elskaðir okkur öll án skilyrða með öllum okkar kostum og göllum um leið og þú einblíndir á allt hið já- kvæða og góða í fari okkar. Þú kenndir okkur að trúa á hið góða í lífinu og að aldur er afstæður, með þínu innsæi og einstæða jákvæða viðmóti sem einkenndist af framsýni og trú á unga fólkinu. Á 75 ára af- mæli þínu hélstu meira að segja partý fyrir okkur barnabörnin og maka, enda varstu hrókur alls fagn- kaðar og ávallt með þeim fyrstu þegar fjölskyldan kom saman til að gera sér glaðan dag. Elsku amma mín. Ég geymi í minningunni góðviðrisdaginn í ágúst síðastliðnum þegar þú heimsóttir okkur í Mururimann og við sátum úti í góða veðrinu. Þú lékst á als oddi og sagðist vilja fara í heita pottinn, þó þú værir að verða níræð. Svona varst þú. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hh'fðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfúm - eins og þú. (Davíð Stefánsson) Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Guðrún, Jökull og börn. Mæt kona og móðir hefur kvatt þennan heim og skroppið á annað til- verustig. Já, alveg eins og hún mátti til með að skjótast í tilverunni því virkari og annasamari konu hef ég _>ekki kynnst. v/ ’Fossvogskii'Ujw^a^ð “ Sími. 554 0500 Kynni okkar voru ein af þessum tilviljunum í tilverunni; dóttir henn- ar og þáverandi hjúkr- unarfræðinemi við Hjúkrunarskóla Is- lands, Margrét Magn- úsdóttir, bauð mér, skólasystur sinni og vinkonu, að leigja með sér í Ljósheimum 6. Það átti eftir að verða gjöful ákvörðun mín að taka þessu, því gjöfulla spor hef ég vart stigið á ævinni. Þetta reyndist allmikið stærri heimur en ég sá fyrir mér í litlu herbergi uppi á 9. hæð í stórborgarblokk. Dóttirin átti sem sagt heimili sitt hjá einstakri móður. „Já, kallaðu mig bara Ingu og láttu eins og þú sért heima hjá þér.“ Þetta var bara eitt af mörgum tilsvörum þessarar eld- hressu konu. Þau voru í senn stutt, hnitmiðuð, kímin og ekkert verið að skafa utan af hlutunum, enda Ing- unn af Reykhólasveitarætt einni stórbrotinni. Auk þess var hún níu barna móðir og þar af fæddust henni yndislegar eftirlíkingar, þ.e. tvíbura- dætur, báðar hárgreiðslumeistarar og naut ég „sjálfsagðra" starfskrafta þeiira. Það var allt svo sjálfgert í lífi Ingunnar minnar elskulegrar. Að fá sniðinn einn kjól hjá vinkonu hennar var sjálfsagt mál, þótt hún byggi suður í Garðabæ. Ekkert fékk ég að greiða eftir veturinn og eftirlét Ing- unni fábrotnar hannyrðir og fátæk- lega listsköpun sem veturinn skildi eftir ásamt yndislegum samveru- stundum með þeim mæðgum, með, NB, útsýni til Snæfellsjökuls. Ing- unn var ákafiega glaðsinna kona sem kunni þá list að „sækja kraft í lífíð“. Hún lét sig sjaldan vanta á gömlu dansana og þess á milli setti hún plötu á fóninn og steig dansspor við heima í stofu. Inga komst fljótlega að því að ég var heimakærari en dóttirin og þá sagði sú gamla: „Drífðu þig út á lífíð manneskja, þið getið það þessar ungu!“ Aldrei þreyttist hún á því að stappa í okkur stálinu varðandi námið og lagði góð orð með öllu. Eftir útivinnuna sína í mötuneyti símans lagði hún sig augnablik og var þá aftur full orku, þurfti endilega af afgreiða nokkur símtöl til stóra vinar- og ættarhrings síns. En það var nú bara dropi í haf- ið. Þá er eftir að telja öll kaffi- og matarboðin sem hún stóð fyrir, öll prjónuðu sjölin sem hún afkastaði inn á milli þvottavéla. Kaffísopar síð- ar, urðu ekki bara „komdu í kleinur, manneskja, hvað er þetta, ætlarðu ekki að fara að láta sjá þig“. Hún var mér sem engill. Um leið og ég votta kærum afkomendum hluttekningu, langar mig til að láta fylgja með ljóð Stgr. Thorsteinssonar, Verndi þig englar. Vemdi þig englar, elskan raín, þá augun fógru lykjast þín, líði þeir kring um hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er, englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á Karóh'na Hdlm. JOHANNES JÓNSSON + Jóhannes Jóns- son var fæddur á Hóli í Höfðahverfí 15. maí 1904. Hann Iést á Grenilundi á Grenivík 1. nóvem- ber. títför Jóhann- esar fór fram frá Grenivikurkirkju þriðjudaginn 9. nóv- ember sl. Genginn er mikill öðlingur og merkur bóndi. Jóhannes á Hóli fannst mér alltaf vera mikill frændi, enda við nánir vensla- menn, þar sem faðir hans var bróðir fóðurafa míns og móðir hans systir föðurömmu minnar. Nær verður vart komist að skyldleika í annan og þriðja lið. Jóhannes tók sterkan ætt- arsvip föðurættar okkar. Hann var lágur meðalmaður á hæð, nokkuð lot- inn í herðum írá því ég man hann fyrst, sterkiegur, samanrekinn og aflmikill. Hann var ljós yfírlitum, nokkuð þunnhærður, með óstýrlátar, PrárjLll* íilldiíií hrit Llí) íl! juduiii Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúileg þjónusta sem byggir á langri reynsíu nrorv Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. mör Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com LEGSTEINAR t Marmari Islenskframleiðsla Grunít Vönduð vinna, gott verð Blácrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 þykkar augabrúnir, sem voru mjög lifandi, þegar hann hló sínum rólynda hlátri, sem breiddist á sérstæðan, feimnislegan hátt um andlitið og gerði það að verkum, að manni leið vel í návist hans. Hann var afskap- lega hæverskur og kurt- eis í viðmóti, en stóð þó mjög fast á sínu, án þess að valta yfir aðra. Hann hafði fremur hægan talanda og syngjandi framsetningu, sem bar vel uppi létta kímni hans. Handtakið var þétt og fullt. Jóhannes var vitur maður, vel les- inn og hafði yndi af bókum. Ekki komst hann hjá þvi að vera valinn til forustustarfa og var meðal annars oddviti og hreppstjóri í sinni sveit. Hann gerðist bóndi strax ungur mað- ur og var svo þar til lúinn sótti nokk- uð að honum og lungann úr ævinni bjó hann -á ættaróðalinu Hóli, að frá- töldu fyrsta búskaparárinu er hann sat Sund, skammt vestan túnfótarins ofar í Höfðanum. Jóhannes stundaði ekki ferðalög en sat að búi sínu. Kindur áttu hug hans allan. Hann var með afbrigðum fjárglöggur, þótti vænt um kindurnar og gaf þeim vel á garðann. Leið honum alltaf best að haustinu, þegar vel verkuð taðan náði upp í hlöðurjáfrið. Sem ungur drengur bældi ég oft hey hans, en á seinni stríðsárunum dvaldi ég nokkur sumur með systkin- um mínum og móður í Hlíð í Höfðan- um og vorum við því mörgum stund- um heima á Hóli og sóttum þangað mjólk. Man ég, að ég fór oft í lófa Joja frænda til að ná mér í hlýju. Blá- berin hans voru og lokkandi á haustin og marga lófafylli bárum við heim til okkar frá honum inn á Akureyri. Nú þegar vænn maður er allur bærist í brjósti mínu þakklæti til hans, fyrir alla hlýjuna og viskuna, sem hann bar mér úr nægtabrunni sínum, því þrátt íyrir mikinn kær- leika til barna sinna átti hann næga hlýju til handa stútungi, sem hafði órólegar hugsanir vegna fóður síns, sem sigldi þá með físk til Bretlands. Þá voru brosviprur Jóhannesar frænda mér mikils virði. Kveð þig af kæru hjarta, frændi minn. Eiríkur Sveinsson. INGA BRYNJA GUÐMUNDSDÓTTIR + Inga Brynja Guðmundsdóttir fæddist á Akranesi 10. janúar 1947. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 8. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 15. október. Alltaf setur mann hljóðan er maður heyrii’ um andlát vin- ar, minningarnar hrannast upp í huganum. Við Inga Brynja kynntumst þeg- ar við vorum ungar stúlkur og unn- um í frystihúsinu heima á Akra- nesi. Einn daginn datt okkur í hug að fara í ævintýraleit og vai’ð Akureyri fyrir valinu. Þar vorum við í rúmt ár. Þá fór ég á Blönduós að vinna, en hún varð eftir í smá tíma. Þetta ævintýri okkar endaði svo aftur heima. Og fannst okkur báðum þetta hafa verið gaman og lærdómsríkt. Oft í gegnum árin skoðuðum við Inga Brynja myndir og töluðum um þetta ævintýri okk- ar höfðum gaman af. Ég kynntist foreldrum Ingu Brynju. Alltaf tóku þau á móti mér með hlýju og góðsemi og var ekki hægt annað en að þykja vænt um þau. Blessuð sé minning þeirra beggja. Inga Brynja erfði þessa hlýju og góðvild frá þeim. Já, við Inga Brynja áttum góðar minningar frá þessu tímabili. Svo kom að því að við uxum úr grasi og þurftum að takast á við lífíð. Inga Brynja eignaðist tvö böm, þau Kjartan og Sdlu. Fékk ég að njóta þess að sjá þau dafna fyrstu árin. Svo sá ég þau sjaldnar. Allt í einu voru þau orðin stór og sjálf komin með fjölskyldur en Inga Brynja sýndi mér alltaf nýjar og nýjar myndir af þeim og leyndi stoltið sér ekki er hún talaði um þau, enda mátti hún vera stolt. Hún lagði alla tíð mikla natni og ástúð við börnin sín og síðar barnabörnin, sem hún elskaði svo mikið enda fékk hún ríkulega til baka ástúð, hlýju og góðvild þeirra. Maður sér í dag speglast í börnum Ingu Brynju þessa ástúð og hlýju er ein- kenndi Ingu Brynju vinkonu mína. Og ég bið: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt Elsku Kjartan, Hlíf og litlu dætur ykkar, Silla og litla Inga Elín, Guðný og fjölskylda og Maddý og fjölskylda, Guð gefi ykk- ur allan þann styrk sem hægt er að gefa í ykkar miklu sorg. Við munum öll geyma minningu Ingu Brynju í hjörtum okkar og enginn mun geta tekið hana frá okkur. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum og hugsum um að: Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért og horfmn ert burt þessum heimi. Eg minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Astvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsd.) Og þannig kveð ég mína kæru vinu. Magnea Grímsdóttir. HLIF GUNNLA UGSDÓTTIR + Hlíf Gunnlaugs- dóttir fæddist í Meiri Hattardal í Álftafirði við Djúp 9. mars 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. ágúst sfðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Elsku amma, við systurnar kveðjum þig með miklum sökn- uði og við eigum oft eftir að minnast þín og þeirrar hlýju sem við fengum er við heimsóttum þig. Við þökkum þér fyrir allar yndislegu stundirn- ar sem við áttum saman og þegar þú sagðir okkur margar sögur að vestan. Elsku amma á Æsó, eins og þú vildir að við kölluðum þig þó svo að þú værir langamma okkar þá voru það forréttindi að fá að kynnast þér og hafa þig svona lengi hjá okkur. Alltaf var gaman að heyra hvað þú hafðir að segja okkur frá þinni æsku og hvernig það var öðruvísi í gamla daga heldur en er orðið núna. Það er gott að vita af þér á góðum stað, þar sem þér líður vel og ert komin í ná- vist Hjalta afa. Við áttum dýrmætar stundir með þér sem hverfa aldrei úr huga okkar. Elsku amma á Æsó, við viljum minnast þín með þessum erindum: Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður hug okkar grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) En stundum kemur þögnin og þylur gömul (jóð. Þá þrái ég enn að þakka hvað þú varst mild og góð. (Tómas Guðm.) Heiðrún Jóna, Kolbrún Halla og Guðrún Æsa. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.