Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ og RealNetworks um að láta af samkeppni við Microsoft á sviði hugbúnaðar. í mars sl. var reynt að ná sáttum í málinu, en án árangurs. Málaferlin héldu því áfram, en eitt ríkjanna 20, sem upphaflega stóðu að málshöfð- un, hafði þegar dregið sig í hlé. Það var South Carolina, sem taidi að kaup America Online á Netscape í lok síðasta árs færðu heim sanninn um að buUandi samkeppni væri á þeim mark- aði, sem Microsoft væri ásakað um að einoka. Raunar hefur tölvuheimurinn breyst töluvert á þeim tíma sem málaferlin hafa staðið, svo sem vikið verður að síðar, enda hver mánuðurinn í þeim heimi á við ár á öðrum sviðum viðskipta- lífsins. Hömlur á nýsköpun Dómarinn í málinu, Thomas Penfield Jackson, kvað upp úrskurð sinn í málinu föstu- daginn 5. nóvember, eftir að verðbréfamörkuð- um hafði verið lokað, til að gefa mönnum tíma til að átta sig á stöðu mála áður en markaðir voru opnaðir á ný á mánudagsmorgun. í úrskurðinum kemur meðal annars fram, að Microsoft seldi Windows 98 á nær tvöfalt hærra verði en þurfti til að hagnast. Skaði neytenda fólst einnig í því, að þeir sátu uppi með Intemet Explorer þótt þeir kærðu sig ekkert um það. Ef þeir vildu ekki nota Explorer tók hugbúnaðurinn einfaldlega pláss í tölvunni, dró þannig úr vinnslugetu hennar og jók líkum- ar á tæknilegum erfiðleikum. Þá benti dómarinn á að fyrirtæki, sem vildu nota Windows 98, hafi setið uppi með Explorer og þeim þannig verið gert erfiðara fyrir að verj- ast því að starfsmenn fæm á Netið. Dómarinn segir, að Microsoft hafi tryggt aukna markaðshlutdeild Intemet Explorer með þessum hætti og um leið bmgðið fæti fyrir Netscape Navigator. Fyrirtækið hafi afsalað sér möguleika á að hagnast á sölu Explorer, til þess eins að tryggja að netþjónustuaðilar dreifðu hugbúnaði sem fylgdi Explorer og beindu viðskiptavinum sínum til þess vafra. Þau takmörk, sem Microsoft hefði þannig sett á dreifingu Navigator, hefðu verið miklu víðtæk- ari en fyrirtækið gat leyft sér til að tryggja eðli- legan arð. Dómai-inn lætur þyngstu orðin falla um þær hömlur, sem Microsoft hafi sett á nýsköpun í tölvuheiminum. „Microsoft hefur sýnt fram á, með aðgerðum sínum gagnvart Netscape, IBM, Compaq, Intel og öðmm, að fyrii-tækið notar gífurlegt markaðsafl sitt og feikilegan hagnað til að skaða hvert það fyrirtæki sem sýnir frum- kvæði sem auka myndi samkeppni við ein- hverja af helstu framleiðsluvömm Microsoft. Microsoft hefur skaðað slík fyrirtæki og kæft nýsköpun, en það dregur úr fjárfestingum í nýrri tækni og fyrirtækjum sem gætu mögu- lega ógnað Microsoft. Niðurstaðan af þessu er, að nýsköpun, sem myndi koma neytendum verulega til góða, kemur aldrei fram á sjónar- sviðið vegna þess að það hentar ekki hagsmun- um Microsoft." Hendur áfrýjunardómstóls bundnar Þetta em stór orð og raunar mun harkalegri en menn bjuggust við. Urskurður alríkisdómar- ans er þó ekki endanleg niðurstaða hans í mál- inu, eins og við eigum að venjast hjá dómstólum á Islandi. Fyrst birtir alríkisdómarinn efnisleg- ar niðurstöður sínar, sem vissulega gefa til kynna hvert framhaldið verður, en í byijun næsta árs er að vænta lokaniðurstöðu hans, þar sem tíundaðar em þær lagagreinar sem hann telur að brotið hafi verið gegn og hvaða refs- ingu hann telur hæfilega. Hins eiginlega dóms- orðs er því enn beðið. En efnislegar niðurstöður dómarans em meira en forsmekkur að því sem koma skal á nýju ári. Ef endanlegum dómi hans verður áfrýjað binda þessar efnislegu niðurstöður hendur áfrýjunardómstólsins. Sá dómstóll get- ur vissulega tekið afstöðu til þess hvort refsing hafi verið réttilega og réttlátlega ákveðin, en hann getur ekki hunsað efnislegu niðurstöðum- ar nema þær séu sannanlega rangar. Afrýjun- ardómstóllinn myndi því að líkindum dæma í málinu út frá forsendum alríkisdómarans. Verður Microsoft bútað niður? Af efnislegu niðurstöðunum má ráða, að dómur á nýju ári mun tæpast kæta innanbúðar- menn Microsoft. Þó era mjög skiptar skoðanir i um hve alvarleg viðurlögin muni verða. Sumir telja að Microsoft verði gert að skipta fyrirtæk- inu upp, til dæmis í þrjú fyrirtæki, þar sem eitt hefði stýrikerfi á sinni könnu, annað væri með annan hugbúnað innan sinna veggja og það þriðja einbeitti sér að Netinu. Andstæðingar Microsoft era hrifnir af þessari hugmynd, eins og nærri má geta og talsménn stórfyrirtækja í Kísildal telja þetta eðlilegustu niðurstöðuna. Aðrir benda á, að slík aðgerð gæti stórskaðað fyrirtækið og þótt önnur fyrirtæki nytu góðs af í væri hætta á að neytendur myndu h'ða. Þar með 1 væri verr af stað farið en heima setið. Því fer fjarri að það sé sjálfgefið í Bandaríkj- unum að fyrirtæki sé skipt upp með dómi og raunar hefur það aðeins gerst í örfá skipti eftir að lög gegn auðhringamyndun vom sett fyrir nær einni öld. Nýjasta dæmið er að símafyrir- Ný tækni ógnar veldinu Microsoft hefur ávallt neitað því að hafa kæft samkeppni og bendir á að fyrirtækið eigi í vök að verjast á mörgum sviðmn. Þar hefur risinn a.m.k. eitthvað til síns máls. Þrátt fyrir að Windows sé ráðandi stýrikeifi er Linux mjög að sækja í sig veðrið. America Online (AOL) óx enn fiskur um hrygg með kaupunum á Netscape og hefur sterkari stöðu á Netinu en Microsoft. Svo em ný tæld að ryðja sér til rúms. I stað einkatölvunnar, höíúðvígis Microsoft, era nú komnar lófatölvur, farsímar með innbyggðum nettengingum og ýmis önnur nettæki, sem sjaldnast nýta hugbúnað frá Microsoft. Bent hefur verið á, að tafir á endanlegri nið- urstöðu í málinu geti komið Microsoft til góða, því fari svo að samkeppni við fyrirtækið aukist verulega, til dæmis ef Linux stýrikerfið nær aukinni útbreiðslu, geti það haft í fór með sér að æðra dómstig ákveði að milda refsingu fyrir- tækisins. Það er þó kannski vafasamt að treysta á þá þróun. Ef æðra dómstig, til dæmis Hæsti- réttur að tveimur til þremur ámm liðnum, sér að veldi Microsoft er enn óhaggað og jafnvel öflugra en fyrr gæti refsingin orðið enn harðari en nú. Almenningur styður Microsoft Hingað til hefui- risinn Microsoft staðið af sér allar steinvölur úr slöngvivað andstæðinganna. Stöðugar fréttir af málaferlunum höfðu til dæmis engin neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa í fyrirtækinu, þvert á móti því það hefur tvöfald- ast frá því að málaferlin hóíúst. Að vísu kom dá- lítill afturkippui- á mánudag, eftir úrskurðinn, en vart svo nokkm muni. Og þótt mildl gleði ríki í herbúðum andstæð- inga Microsoft í Kísildal eftir úrskurðinn er al- menningur ekki eins blóðþyrstur. í Gallup- könnun, sem gerð var dagana fyrir og eftir úr- skurðinn, kemur í ljós að neytendur h'ta ekki svo á að þeir hafi verið sviknir. Þeir dást að þessu risafyrirtæki og stofnanda þess, Bill Gates, auðugasta manni heims. 68% aðspurðra em jákvæð í hans garð, aðeins 19% segjast nei- kvæð. 54% segjast á móti hugmyndum um að skipta fyrirtækinu upp i nokkur smærri fyrir- tæki. Tveir þriðju hlutar aðspurðra lýsa já- kvæðu hugarfari í garð Microsoft, en ef aðeins er htið til tölvunotenda í hópi aðspurðra er þetta hlutfall 78%. Og þetta er einmitt hópur- inn, neytendumir, sem verið er að verja gegn yfirgangi risans. Samningar eða dómur? Ekki er víst að th þess komi að Jackson dómari kveði upp dómsorð á nýju ári. Sumir spá því að nú hljóti Microsoft að setjast að samningaborði, því verði efnislegar niðurstöð- ur dómarans staðfestar með lagatilvísunum og refsiákvörðun í endanlegu dómsorði opni það dómstólaleiðina fyrir andstæðinga Microsoft, og þeir em svo sannarlega margh-. Frétta- skýrendur hafa bent á, að erfiðasti hjalhnn í málaferlum við risann Microsoft, og jafnframt sá kostnaðarsamasti, sé að sýna fram á að þar sé á ferðinni einokunarfyrirtæki sem misnoti aðstöðu sína. Ef dómarinn kveði upp úrskurð sinn, þar sem þetta sé allt saman staðfest, sé eftirleikurinn auðveldur fyrir þá sem telji sig eiga harma að hefna: Þeir geti leitað til dóm- stóla, vísað í úrskurðinn og þurfi aðeins að sýna fram á hvemig hugbúnaðai-stórveldið, hið dæmda illa einokunarfyrirtæki, hafi svínað á þeirra fyrirtæki. Ef Bill Gates semji núna og komi þannig í veg fyrir að Jackson lesi upp dómsorð á nýju ári, gufi málið upp. Hver sá, sem vilji hefja málarekstur á hendur Mierosoft, þurfí þá að byrja frá gmnni. Microsoft virðist þó ekki á þeim bux- unum að semja. Þar á bæ viðurkenna menn, heldur treglega að vísu, að úr- skurður dómarans veki ekki bjartar vonir um framhaldið, en málinu verði áfrýjað ef þörf krefji, aht til Hæstaréttar Bandaríkj- anna. Ef svo fer fæst endanleg niðurstaða í fyrsta lagi árið 2002. Dómsmálaráðuneytið og ríkin nítján em auðvitað með pálmann í höndunum og vandséð hvað ætti að reka þau að samningaborði. Þó hefur verið bent á, að pólitíkin gæti haft sitt að segja. Á næsta ári verður kjörinn nýr forseti í Bandaríkjunum, hann skipar nýja ríkisstjóm og þá gæti sest í valdastólana fólk, sem hefur allt aðra afstöðu til Microsoft og málaferlanna en þeir sem nú standa í málarekstri. Og fólkið sem fagnaði úrskurðinum 5. nóvember kærir sig lítið um að sjá árangurinn ónýttan af eftir- mönnum. Ef ekkert verður af samningum er næsti leikur í stöðunni sá, að dómarinn fer fram á greinargerð beggja aðila í desember. í janú- ar eða febrúar kemur dómsorðið. Ef dómur- inn verður Microsoft í óhag, eins og telja verður yfirgnæfandi líkur á, gæti dómarinn annað hvort ákvarðað refsinguna strax, eða kallað eftir viðbrögðum beggja aðila, sem myndu stinga upp á þeim úrbótum sem þeim þætti vænlegastar. Lokaorðið á dómarinn auðvitað, hvort sem hann fer skemmri eða lengri leið. Reuters NEFND á vegum Bandarikjaþings efndi til rannsóknar á hugbúnaðariðnaðinum á síðasta ári. Hér ávarpar Bill Gates nefndina en einnig sitja við borðið þeir Jim Barksdale, forsljóri Netscape, Michael Dell aðalstjórnandi Dell Computer Corp., Doug Burgum forstjóri Great Plains Software og Stewart AIsop frá New Enterprise Associates. tækinu AT&T var gert að skipta starfsemi sinni upp árið 1984, en þar vora hægari heimatökin, þar sem fyrirtækið var með rekstur vítt og breitt um Bandaríkin og ekkei-t því til fyrir- stöðu að móta ný, svæðisbundin fyrirtæki, þótt vissulega kostaði það ærinn tima og fyrirhöfn. Microsoft, og ahsráðandi stýrikerfi þess, er allt annars eðlis. Hófsamari refsivendir hafa bent á, að það ætti að nægja að sekta Microsoft fyrir fram- komuna hingað til, láta fyrirtækið lofa að gera þetta aldrei aftur og fylgja efndum vel eftir. Ef fyrirtækinu væri til dæmis gert að bjóða upp á Windows án Intemet Explorer væri stærsta ástæða málaferlanna á bak og burt. Þá væri einnig hægt að skikka Microsoft tíl að taka Explorer vafrann út úr Windows 2000, stýrikerfi sem markaðssett verður fyrir viðskiptaheiminn í febrúar á næsta ári. Tilskipun um að fjarlægja Explorer í Windows 2000 gæti gert Microsoft töluverða skráveifu, því hún myndi tefja afhendingu kerfisins um nokkrar vikur eða mánuði. Mögulegar refsingar, sem neftidar hafa verið, em fleiri, til dæmis að Microsoft yrði bannað að tengja nýjan hugbúnað stýrikerfi sínu eins og fyrirtækið gerði með Explorer, eða að fyrirtækinu yrði gert að gefa upp hvemig skuli forrita hugbúnað fyrir Windows, svo önn- ur fyrirtæki eigi hægara með að markaðssetja sína vöm. Mierosoft mun hins vegar vera mjög mótfallið öllum slíkum hugmyndum og vísar til þess, að það hljóti að eiga allan rétt til eigin hugvits, hvað sem óánægju með viðskiptahætti líður. Jafnvel andstæðingar fyrirtækisins sýna þeirri afstöðu nokkum skilning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.