Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/11-13/11 ►HLÝTT var um land allt í vikunni og mældist hiti víða 10-15 stig á miðviku- daginn. Mestur hiti mældist þó á Seyðisfirði, eða 19,7 gráður á þriðjudag. I Algarve í Portúgal og Messina á Ítalíu mældist hitinn 18 stig og virðast Seyðfirðingar því hafa not- ið mestu verðurblíðunnar. ►ÞOTU Flugleiða með 112 manns um borð á leið til Halifax á Nýfundnalandi sneri aftur til Keflavíkur sl. mánudagskvöld vegna bil- unar í vökvakerfum væng- barða. Stuttan tima tók að gera við bilunina og hélt vélin aftur af stað til Nýfundnalands eftir við- gerð. Talsmaður Flugleiða lagði áherslu á að aldrei hefði verið hætta á ferðum fyrir vélina eða farþega hennar. ► TALIÐ er að vinna megi 1.600 gígavattstundir á ári úr þekktum jarðhitasvæð- um á Norðausturlandi þeg- ar í lok ársins 2003, ef fjór- ir nýir virkjunarstaðir standa undir væntingum. Þetta er niðurstaða grein- argerðar Orkustofnunar um jarðhitagufustöðvar á Norðausturlandi, sem Val- garður Stefánsson og Ás- grímur Guðmundsson skrifa. Samkvæmt greinar- gerðinni gæfu slikar fram- kvæmdir meiri orku en Fljótsdalsvirkjun. ►HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt manni 20 þúsund krónur í bætur vegna hand- töku. Rétturinn sagði það andstætt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála að halda manninum í fanga- geymslum eftir að í ljós kom að ekki var ástæða til að gruna hann um lögbrot. Kio Briggs handtek- inn í Danmörku BRETINN Kio Alexander Briggs var handtekinn sl. sunnudag í Sönderberg á Jótlandi vegna 800 e-taflna og var úr- skurðaður í þriggja vikna gæsluvarð- hald. Hann var handtekinn hér á landi þegar hann kom til landsins með 2.000 e-töflur, en var sýknaður í Hæstarétti í júlí sl. vegna vafa í málinu. Verjandi Kio Briggs hér á landi telur ekki að hand- taka Kios í Danmörku hafi áhrif á skaðabótamál sem Briggs fyrirhugar að höfða gegn ríkinu, og nemur skaða- bótakrafan 27 milljónum króna. Hækkun leikskóla- gjalda hafnað Á FUNDI Reykjavíkurdeildar Lands- samtaka foreldrafélaga leikskólabarna si. fimmtudag var samþykkt að krefja borgaryfirvöld um lausn núverandi vanda leikskólanna og hafnaði fundur- inn alfarið væntanlegri hækkun leik- skólagjalda. Foreldrar lýsu yfir óá- nægju sinni með aðgerðir borgaryfir- valda og m.a. kom fram að nýr dvalar- samningur kunni að vera ólöglegur. Borgarráð samþykkti sl. þriðjudag að auka framlög til leikskóla og endur- skoða hlutdeild foreldra í kostnaði. Þingsályktunartillaga um framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA iðn- aðarráðherra um framhalda fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun var lögð fram á Alþingi á fóstudaginn. Meðal fylgiskjala með tillögunni er skýrsla Landsvirkjunar um umhverfisáhrif sem kynnt var sl. fimmtudag. Reiknað er með áð iðnaðarráðherra mæli fyrir til- lögunni á þriðjudag nk. og að fyrsta um- ræða fari fram um hana á þriðjudag og miðvikudag. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, vonast til þess að ákvörðun Alþingis liggi fyrir áður en þingi verður slitið fyrir jól, svo sam- starfsáætlun Landsvirkjunar og Hydro Aluminium fái staðist. Óttast að Indónesía leysist upp HUNDRUÐ þúsunda manna söfnuðust saman á miðvikudag í Banda Aceh, höf- uðstað Aceh-héraðs í Indónesíu, til að krefjast stofnunar sjálfstæðs ríkis í hér- aðinu. Var þetta fjöl- mennasta samkoma aðskilnaðarsinna í sögu indónesíska rík- isins en öryggissveit- irnar, sem eru sagðar hafa kynt undir sjálf- stæðiskröfum með hrottaskap og grimmd, voru hvergi sjáanlegar. Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, léði máls á þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Aceh og sagði að stjórnvöld myndu virða niðurstöðu hennar. Þingmenn í Indónesíu sögðust hins vegar andvígir því að Aceh fengi sjálfstæði. Amien Rais, forseti Þjóðarráðsins (MPR), æðstu löggjafarsamkundu Indónesíu, varaði við því að yrði hérað- inu leyft að lýsa yfir sjálfstæði blasti við upplausn ríkisins. „Skelfílegt ástand“ í búðum Tsjetsjena NORÐMAÐURINN IGm Traavik, sem fór fyrir sendinefnd Oryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (OSE) í Tsjet- sjníu, hvatti á fimmtudag Rússa og þjóðir heims til að leysa vanda þeirra 200.000 manna sem flúið hafa Tsjetsjmu síðustu vikur vegna árása Rússa. Travik sagði að ástandið í flóttamannabúðun- um í Ingúsetíu, nágrannahéraði Tsjet- sjníu, væri „skelfilegt" og aðgerða væri þörf í snatri. Átökin í Tsjetsjníu verða tekin til um- fjöllunar á leiðtogafundi ÖSE í Tyrk- landi á fimmtudag og föstudag. Vest- ræn ríki hafa hert gagnrýni sína á árás- ir Rússa fyrir fundinn og ítrekað hvatt þá til að hefja friðarviðræður við yfir- völd í Tsjetsjníu. ► TIJGIR manna týndu lífi þegar sex hæða fjölbýlishús í bænum Foggia á ftalíu hrundi á fimmtudag. Björgunarsveitir höfðu fundið 29 lik í rústunum á föstudag og 30 manna til viðbótar var enn saknað. 17 manns var bjargað en talið var ólíklegt að fleiri myndu finnast á Iífi eftir að eldur kviknaði í rústunum á fóstudag. ► ÞEIR þrír menn, sem mest komu við sögu á lokaspretti kalda stríðsins - Helmut Kohl, Mikhafi Gorbatsjov og George Bush - áttu endurfundi f Berlín á mánudag í tengslum við hátíðahöld í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá falli Berlfnarmúrsins, helsta tákns járntjaldsins. ► DAVID Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP) á Norður-írlandi, tókst ekki að te\ja flokksbræður sína á norður-írska þinginu á að samþykkja tillögur um hvernig standa eigi að afvopnun Irska lýðveldishersins (IRA) og myndun heimastjórnar í héraðinu. Fjórtán þingmenn UUP munu hafa hafnað tillögunum og þrettán stutt þær . ► MICHEL Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), lilkynnti á þriðjudag að hann hygðist láta af embætti í febrúar af pcrsónulegum ástæðum. Hann sagði að lygn sjór virtist framundan í efnahagsmálum heimsins og liann hefði ákveðið að draga sig í hlé. FRÉTTIR Delta hf. hlýtur viðurkenningu Lagnafélags Islands Flókin lag’iiaverk og til fyrirmyndar Morgunblaðið/Ásdís Róbert Wessman, framkvæmdastjóri Delta hf., tekur við viðurkenn- ingunni „Lofsvert lagnaverk" úr hendi Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra. Fyrir aftan þau stendur Krislján Ottósson, fram- kvæmdasljóri Lagnafélags Islands. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingibjörg Pálmadóttir, afhenti á föstudag Lyfjaverksmiðjunni Delta hf. viðurkenningu Lagnafélags Is- lands, „Lofsvert lagnaverk 1998“. Lagnafélagið hefur frá árinu 1990 veitt viðurkenningar fyrir lagna- verk í nýbyggingu á Islandi sem þykja framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Áð þessu sinni hlýtur ný lyfja- verksmiðja Delta hf. í Hafnarfirði viðurkenningu fyrir hve vel og fag- mannlega var staðið að hönnun og úrvinnslu lagnaverka í verksmiðj- unni. I áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélagsins segir meðal annars: „Heildarverk við lagnir í lyfja- verksmiðju Delta hf. eru öll til fyrir- myndar. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög gott, handverk iðnaðarmanna allt til fyrirmyndar, handbækur lagnakerfa og sérlega vel unnið tölvustýrt þjónustu- og viðhaldskerfi er til eftirbreytni." Einnig segir: „Lagnakerfi nýbygg- ingar Delta hf. eru afar flókin. Um er að ræða fimm aðskilin loftræsti- kerfi sem þjóna ólíkum kröfum og þar að auki eru sérhæfð kerfi sem tengjast framleiðslubúnaði, með heildarloftmagn um 130.000 rúmmetrar á klukkustund. Einnig er um að ræða mjög sérhæfð pípu- lagnakerfi." Viðurkenningarnefndin veitti lagnakerfi hússins við Fellsmúla 17 til 19 einnig viðurkenningu fyrir lofsvert handverk í flokki smærri lagnaverka og hús Endurmenntun- arstofnunar Háskóla íslands fékk viðurkenningu fyrir það frumkvæði að taka upp nýjungar við notkun kælirafta. Moggabúðin opnuð á Netinu Á VEFNUM mbl.is hefur verið opnuð Moggabúð. I búðinni er hægt að kaupa merktar smávör- ur, boli, húfur, töskur, golfkúlur, músamottur og klukkur á meðan birgðir endast. Islandspóstur hefur tekið að sér að komá vörunum í hendur viðtakanda hvort heldur er heim eða á vinnustað. Allar kaupupp- lýsingar eru dulritaðar, þ.e. greiðslukortanúmeri er breytt í leynilegan tölvukóða og eru því viðskipti með greiðslukort örugg á Netinu. í tilefni opnunarinnar fá fyrstu 50 sem versla í búðinni ókeypis hliðartösku og bíómiða. „Við höfúm rekið búðina í nokkur ár en ekki kynnt hana með öðrum hætti en sýningar- skáp í anddyri Morgunblaðshúss- ins. Til að auðvelda fólki kaup úr búðinni ákváðum við að nýta okkur Netið. Nú geta allir sem aðgang hafa að Netinu farið inn á mbl.is, kíkt i' búðina á þeim tima sem hentar, sent okkur pöntunina og Islandspóstur keyr- ir vörurnar til viðtakanda. Kaup í búðinni eiga að vera einföld og er hægt að smella á allar vörurn- ar og fá þá stærri mynd. Stefnt er að því að bjóða síðan reglu- lega nýjar vörur á hagstæðu verði,“ segir Margrét Kr. Sigurð- ardóttir, markaðsstjóri Morgun- blaðsins. Útboð á skólaakstri Skaðleg áhrif á samkeppni ÚTBOÐ Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á skólaakstri fyrir fötluð börn er, í nýlegri ákvörðun Samkeppnisráðs, talið hafa haft skaðleg áhrif á sam- keppni. Jafnframt er kveðið upp úr með að útboðið hafí ekki verið í samræmi við góða viðskiptahætti. Umrædd útboð fór fram vorið 1998 og var í framhaldi kært til samkeppnisyfirvalda. Samkeppnis- ráð kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur útboðsins hafi ekki verið raunhæfar að því leyti að ekki sé unnt að veita þá þjónustu sem boðin var út á grundvelli úboðslýsingar. Með þessu hafi Samtök sveitarfé- laga raskað jafnræði tilboðsgjafa með óraunhæfum úboðslýsingum og þar með útilokað keppinauta frá markaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.