Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON, FORMAÐUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, vill fækka sveitarfélögum meö sameiningu enn frekar en oröiö er. í samtali viö Sindra Freysson kveöst hann telja afskaplega óhollt hversu mikil miöstýringin er orðin í heilbrigöismálum, sem sé dæmi um ákaflega óskynsamlega valddreif- ingu og stjórnsýslu. Hann segir einnig aö til sveitarfé- lögin geti stöövaö skuldasöfnun, veröi þau um næstu áramót aö fá leiðréttingar á tekjustofnum sínum. ISLENDIN KÓNGAR EDLISI VEITARFÉLÖGUM hérlendis hefur fækkað um áttatíu á aðeins níu ára tímabili, eða úr 204 árið 1990 í 124 í ár. Mest hefur fækk- unin orðið írá 1995. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kveðst tvímælalaust telja að þeim geti fækkað enn frekar og kveðst gera sér vonir um að þau verði ekki fleiri en um 40 talsins innan tíu til fímmtán ára, sem sé hæfilegur fjöldi að hans mati. Það myndi þýða að þeim fækkaði um 80 til viðbótar. Löggjöf kemur til greina „Ég er þeirrar skoðunar að mjög mikil- vægt sé að sameiningarferlið haldi áfram. Tilgangurinn með sameiningu sveitarfélaga er fyrst og fremst að efla og styrkja sveitar- félögin sem stjórnsýslueiningar og gera þau hæfari til að takast á við fleiri og sífellt flóknari verkefni. Stöðugt er verið að gera auknar kröfur til sveitarstjórna og sveitar- stjómarmanna og hlutverk þeirra er að. breytast með nútímalegi'i stjórnunarháttum. Það er brýnt að sveitarfélögin séu í stakk bú- in til að mæta þessum nýja og breytta tíma, auk þess sem ákveðin hagræðing felst í sam- einingu sveitarfélaga. Við höfum lagt á það áherslu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bæði landsþing sam- bandsins, stjórn og fulltrúaráð, að þetta sé gert með lýðræðislegum hætti, þ.e. að fólkið sjálft heima í héraði hafi frumkvæði og undir- búi sameiningarferlið, kynni það fyrir íbúum, ræði kosti og galla, og síðan sé gengið til at- kvæðagreiðslu. Þannig hefur þetta samein- ingarferli gengið upp og ekki nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefur þetta gengið jafnvel. Norðmenn og Danir sameinuðu t.d. sveitarfélög með lögum. Við viljum áfram reyna á að þessi aðferð verði viðhöfð. Ef hún skilar á næstu árum ekki þeim árangri sem vonast er eftir, getur vel verið að löggjafar- valdið ræði þá stöðu og það hvílir þá á Alþingi að taka ákvörðun um hvort beitt verði löggjöf til að sameina sveitarfélögin enn frekar.“ Telurðu þá beitingu lagafyrírmæla til að stuðla að eða hraða frekari sameiningu sveit- arfélaga en nú þegar er orðin, raunhæfan valkost? „Nei, alls ekki einsog málin standa í dag. En ef í ljós kemur á næstu árum að lýðræð- islega ferlið skilar ekki meiri árangri, geri ég ráð fyrir að engin önnur leið komi til álita en löggjöf. Ég held hins vegar að ekki komi til þess.“ Smákóngar sjá líka að sér Víða er að eflaust að fínna smákónga sem óttast að missa spón úr aski sínum, komi til sameiningar við önnur sveitarfélög. Munu þessir menn stuðla að sameiningu af sjálfs- dáðum að þínumati? „Islendingar eru miklir kóngar í eðli sínu og verða það örugglega áfram, þrátt fyrir sameiningu sveitarfélaga. Ég sýti það ekki og finnst ágætt að menn hugsi sem konungar eða drottningar. Þetta viðhorf mætti okkar þegai' við byrjuðum að fjalla af alvöru um sameiningu sveitarfélaga upp úr 1990, en þá hafði verið rætt um slíka þróun frá 1967 án verulegs árangurs. Vítt og breitt um landið var andstaðan verulega mikil, en með sí- felldri umræðu og fræðslu, ekki síst meðal íbúanna sjálfra, hefur þetta snúist við. En það er auðvitað ákveðinn hluti kjós- enda og sveitarstjómarmanna sem er ekki fylgjandi sameiningu og hafa mismunandi ástæður fyrir þeirri afstöðu sinni. Við sam- einingu fækkar vissulega fyrirmönnum í hér- aði, en þeir sem hafa verið í forystu í sveitar- félagi fyrir sameiningu geta áfram verið góð- ir og dugmiklir sveitarstjórnarmenn og íbú- ar í sameinuðu sveitarfélagi. Persónulegir hagsmunir geta búið að baki andstöðu, mikil væntumþykja í garð sveitarfélags síns sem hefur haft óbreytt landfræðileg mörk í þús- und ár eða ástæðan verið sú að menn óttist að þjónustan minnki. Þess finnast einnig dæmi að sveitarfélag sem er tiltölulega vel statt fjárhagslega hafi ekki áhuga á að sam- einast sveitarfélagi sem er verr statt. Ýmsir hafa líka sagt að fjarlægð íbúa við kjöma sveitarstjómarmenn aukist, sem kann að vera að hafi gerst, en þá þarf einfaldlega að búa til vinnuskipulag í stjómsýslu sveitar- félaganna sem gerir ráð fyrir að kjörnir fuO- trúar séu í góðu sambandi við kjósendur sína. I Reykjavík, þó að hún sé ekki stór borg á al- þjóðlegan mælikvarða, er fjarlægðin töluverð og ég efast um að nema brot af íbúum hitti borgarfulltrúa á hverju ári. En ég hef hins vegar ekki orðið var við að menn kvarti sér- staklega mikið vegna þessa, enda er það svo að íbúamir geta fylgst miklu betur með því sem er að gerast í stjómsýslunni í borginni og fleiri sveitarfélögum með nýrri upplýs- ingatækni, Netinu og fleiri möguleikum, en þeir gátu fyrir tíu árum. Þau rök fyrir and- stöðu em því ekki veigamikil í dag. Mér finnst einnig aðdáunarvert hversu mikla skynsemi íbúar þeirra sveitarfélaga sem hafa sameinast nú þegar og eru að und- irbúa sameiningu, hafa fært inn í þessa um- ræðu. Menn hafa reynt að ýta til hliðar atrið- um sem skipta í raun litlu máli og borið gæfu til að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég tel að hið sama muni gerast í öðrum sveitarfélögum og jafnvel smákóngar sjái hið rétta í þessum efnum.“ Eigum að flýta okkur hægt Sveitarfélögin hafa fengið a ukin verkefni á undanförnum árum. A að halda áfram á þeirri braut og ef svo er, telurðu að það ýti enn frekar undir sameiningu til að sveitarfé- lögin valdi fleirí og flóknari verkefnum? „Já, ég tel að sú þróun sé æskileg, en finnst rétt að við flýtum okkur hægt. Það verður að vanda mjög til yfirfærslu verkefna, eins og við reyndum að gera þegar grunn- skólinn var færður yfir til sveitarfélaganna, en þau höfðu jafnframt mikið frumkvæði í þeim undirbúningi öllum. Nú er verið að undirbúa yfirfærslu á verkefnum í tengslum við málefni fatlaðra, en landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sett ákveðin skilyrði í því sambandi, bæði hvað varðar tekjustofna, fyrirkomulag þjónustunnar og ýmis önnur atriði. Ég tel algjört grundvallaratriði þegar verkefni eru flutt yfir að þeim fylgi nýir við- bótartekjustofnar sem duga til að sinna verkefninu eins og það er við flutninginn og einnig eins og stefnt er að þjónustan verði í viðkomandi málaflokkum á næstu árum. Einnig skiptir höfuðmáli að það sé góð sam- staða og sátt á milli ríkis og sveitarfélaga og þeirra starfsmanna sem tengjast viðkomandi málaflokki um yfirfærsluna. Ástæðan fyrir þeirri skoðun minni að sveitarfélögin eigi að taka við fleiri verkefnum í framtíðinni, er einfaldlega sú að ég hef trú á að sveitarfélög- in geti gert hlutina betur og eftir því sem þessar einingar styrkjast og eflast, eigi þau hægar með að stýra málum og ganga þannig frá þeim að þjónustan sé fullnægjandi og íbúarnir séu sáttir. Ég tel líka mjög óeðlilegt að ríkið sé að vasast í öllu mögulegu og ómögulega. Málum er ekki skipað með þeim hætti í nálægum löndum og mér finnst að ákveðinn hluti Is- lendinga telji ranglega að rfldð eigi að sjá um allt og gera allt. Sveitarstjórnarstigið verður aldrei sterkt og öflugt nema að það hafi um- fangsmikil verkefni og skyldur; aðeins þannig eílast sveitarfélögin. Ef að þau færu öfuga leið og fækkuðu verkefnum, endaði það þannig að ríkið tæki allt yfir og sveitar- félögin yrðu hreinlega óþörf. Ég vil ekki sjá þá þróun eiga sér stað. Ég held hins vegar að hjá Alþingi og ríkis- stjórn sé mikill skilningur á að stefna að fjölgun verkefna sveitarfélaga og að þau fái meiri áhrif og völd, enda ekki síður hags- munir ríkisvaldsins. Ef ríkisvaldið gín yfir of miklu endar það með ósköpum og ég vil t.d. nefna að ég tel það afskaplega óhollt hversu mikil miðstýringin er orðin í heilbrigðismál- um. Menn þurfa nánast að leita ráða um eða fá afstöðu til hvers einasta atriðis sem snýr að heilbrigðismálum í ráðuneytinu á Lauga- vegi 116. Þangað liggja allir þræðir í heil- brigðismálum landsmanna. Þetta tel ég dæmi um ákaflega óskynsamlega stjómsýslu og óskynsamlega dreifingu valds, sem leiðir heilbrigðiskerfið í ógöngur, eins og mér sýn- ist víða að finna merki um. Sveitarfélögin höfðu áður heilsugæslu á sínum herðum, en illu heilli fór hún yfu- til ríkisins 1989-90. Astæðan var aðallega sam- rekstur heilsugæslustöðvanna við sjúkrahús-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.