Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 14.11.1999, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/11-13/11 ►HLÝTT var um land allt í vikunni og mældist hiti víða 10-15 stig á miðviku- daginn. Mestur hiti mældist þó á Seyðisfirði, eða 19,7 gráður á þriðjudag. I Algarve í Portúgal og Messina á Ítalíu mældist hitinn 18 stig og virðast Seyðfirðingar því hafa not- ið mestu verðurblíðunnar. ►ÞOTU Flugleiða með 112 manns um borð á leið til Halifax á Nýfundnalandi sneri aftur til Keflavíkur sl. mánudagskvöld vegna bil- unar í vökvakerfum væng- barða. Stuttan tima tók að gera við bilunina og hélt vélin aftur af stað til Nýfundnalands eftir við- gerð. Talsmaður Flugleiða lagði áherslu á að aldrei hefði verið hætta á ferðum fyrir vélina eða farþega hennar. ► TALIÐ er að vinna megi 1.600 gígavattstundir á ári úr þekktum jarðhitasvæð- um á Norðausturlandi þeg- ar í lok ársins 2003, ef fjór- ir nýir virkjunarstaðir standa undir væntingum. Þetta er niðurstaða grein- argerðar Orkustofnunar um jarðhitagufustöðvar á Norðausturlandi, sem Val- garður Stefánsson og Ás- grímur Guðmundsson skrifa. Samkvæmt greinar- gerðinni gæfu slikar fram- kvæmdir meiri orku en Fljótsdalsvirkjun. ►HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt manni 20 þúsund krónur í bætur vegna hand- töku. Rétturinn sagði það andstætt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála að halda manninum í fanga- geymslum eftir að í ljós kom að ekki var ástæða til að gruna hann um lögbrot. Kio Briggs handtek- inn í Danmörku BRETINN Kio Alexander Briggs var handtekinn sl. sunnudag í Sönderberg á Jótlandi vegna 800 e-taflna og var úr- skurðaður í þriggja vikna gæsluvarð- hald. Hann var handtekinn hér á landi þegar hann kom til landsins með 2.000 e-töflur, en var sýknaður í Hæstarétti í júlí sl. vegna vafa í málinu. Verjandi Kio Briggs hér á landi telur ekki að hand- taka Kios í Danmörku hafi áhrif á skaðabótamál sem Briggs fyrirhugar að höfða gegn ríkinu, og nemur skaða- bótakrafan 27 milljónum króna. Hækkun leikskóla- gjalda hafnað Á FUNDI Reykjavíkurdeildar Lands- samtaka foreldrafélaga leikskólabarna si. fimmtudag var samþykkt að krefja borgaryfirvöld um lausn núverandi vanda leikskólanna og hafnaði fundur- inn alfarið væntanlegri hækkun leik- skólagjalda. Foreldrar lýsu yfir óá- nægju sinni með aðgerðir borgaryfir- valda og m.a. kom fram að nýr dvalar- samningur kunni að vera ólöglegur. Borgarráð samþykkti sl. þriðjudag að auka framlög til leikskóla og endur- skoða hlutdeild foreldra í kostnaði. Þingsályktunartillaga um framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA iðn- aðarráðherra um framhalda fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun var lögð fram á Alþingi á fóstudaginn. Meðal fylgiskjala með tillögunni er skýrsla Landsvirkjunar um umhverfisáhrif sem kynnt var sl. fimmtudag. Reiknað er með áð iðnaðarráðherra mæli fyrir til- lögunni á þriðjudag nk. og að fyrsta um- ræða fari fram um hana á þriðjudag og miðvikudag. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, vonast til þess að ákvörðun Alþingis liggi fyrir áður en þingi verður slitið fyrir jól, svo sam- starfsáætlun Landsvirkjunar og Hydro Aluminium fái staðist. Óttast að Indónesía leysist upp HUNDRUÐ þúsunda manna söfnuðust saman á miðvikudag í Banda Aceh, höf- uðstað Aceh-héraðs í Indónesíu, til að krefjast stofnunar sjálfstæðs ríkis í hér- aðinu. Var þetta fjöl- mennasta samkoma aðskilnaðarsinna í sögu indónesíska rík- isins en öryggissveit- irnar, sem eru sagðar hafa kynt undir sjálf- stæðiskröfum með hrottaskap og grimmd, voru hvergi sjáanlegar. Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, léði máls á þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Aceh og sagði að stjórnvöld myndu virða niðurstöðu hennar. Þingmenn í Indónesíu sögðust hins vegar andvígir því að Aceh fengi sjálfstæði. Amien Rais, forseti Þjóðarráðsins (MPR), æðstu löggjafarsamkundu Indónesíu, varaði við því að yrði hérað- inu leyft að lýsa yfir sjálfstæði blasti við upplausn ríkisins. „Skelfílegt ástand“ í búðum Tsjetsjena NORÐMAÐURINN IGm Traavik, sem fór fyrir sendinefnd Oryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (OSE) í Tsjet- sjníu, hvatti á fimmtudag Rússa og þjóðir heims til að leysa vanda þeirra 200.000 manna sem flúið hafa Tsjetsjmu síðustu vikur vegna árása Rússa. Travik sagði að ástandið í flóttamannabúðun- um í Ingúsetíu, nágrannahéraði Tsjet- sjníu, væri „skelfilegt" og aðgerða væri þörf í snatri. Átökin í Tsjetsjníu verða tekin til um- fjöllunar á leiðtogafundi ÖSE í Tyrk- landi á fimmtudag og föstudag. Vest- ræn ríki hafa hert gagnrýni sína á árás- ir Rússa fyrir fundinn og ítrekað hvatt þá til að hefja friðarviðræður við yfir- völd í Tsjetsjníu. ► TIJGIR manna týndu lífi þegar sex hæða fjölbýlishús í bænum Foggia á ftalíu hrundi á fimmtudag. Björgunarsveitir höfðu fundið 29 lik í rústunum á föstudag og 30 manna til viðbótar var enn saknað. 17 manns var bjargað en talið var ólíklegt að fleiri myndu finnast á Iífi eftir að eldur kviknaði í rústunum á fóstudag. ► ÞEIR þrír menn, sem mest komu við sögu á lokaspretti kalda stríðsins - Helmut Kohl, Mikhafi Gorbatsjov og George Bush - áttu endurfundi f Berlín á mánudag í tengslum við hátíðahöld í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá falli Berlfnarmúrsins, helsta tákns járntjaldsins. ► DAVID Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP) á Norður-írlandi, tókst ekki að te\ja flokksbræður sína á norður-írska þinginu á að samþykkja tillögur um hvernig standa eigi að afvopnun Irska lýðveldishersins (IRA) og myndun heimastjórnar í héraðinu. Fjórtán þingmenn UUP munu hafa hafnað tillögunum og þrettán stutt þær . ► MICHEL Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), lilkynnti á þriðjudag að hann hygðist láta af embætti í febrúar af pcrsónulegum ástæðum. Hann sagði að lygn sjór virtist framundan í efnahagsmálum heimsins og liann hefði ákveðið að draga sig í hlé. FRÉTTIR Delta hf. hlýtur viðurkenningu Lagnafélags Islands Flókin lag’iiaverk og til fyrirmyndar Morgunblaðið/Ásdís Róbert Wessman, framkvæmdastjóri Delta hf., tekur við viðurkenn- ingunni „Lofsvert lagnaverk" úr hendi Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra. Fyrir aftan þau stendur Krislján Ottósson, fram- kvæmdasljóri Lagnafélags Islands. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingibjörg Pálmadóttir, afhenti á föstudag Lyfjaverksmiðjunni Delta hf. viðurkenningu Lagnafélags Is- lands, „Lofsvert lagnaverk 1998“. Lagnafélagið hefur frá árinu 1990 veitt viðurkenningar fyrir lagna- verk í nýbyggingu á Islandi sem þykja framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Áð þessu sinni hlýtur ný lyfja- verksmiðja Delta hf. í Hafnarfirði viðurkenningu fyrir hve vel og fag- mannlega var staðið að hönnun og úrvinnslu lagnaverka í verksmiðj- unni. I áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélagsins segir meðal annars: „Heildarverk við lagnir í lyfja- verksmiðju Delta hf. eru öll til fyrir- myndar. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög gott, handverk iðnaðarmanna allt til fyrirmyndar, handbækur lagnakerfa og sérlega vel unnið tölvustýrt þjónustu- og viðhaldskerfi er til eftirbreytni." Einnig segir: „Lagnakerfi nýbygg- ingar Delta hf. eru afar flókin. Um er að ræða fimm aðskilin loftræsti- kerfi sem þjóna ólíkum kröfum og þar að auki eru sérhæfð kerfi sem tengjast framleiðslubúnaði, með heildarloftmagn um 130.000 rúmmetrar á klukkustund. Einnig er um að ræða mjög sérhæfð pípu- lagnakerfi." Viðurkenningarnefndin veitti lagnakerfi hússins við Fellsmúla 17 til 19 einnig viðurkenningu fyrir lofsvert handverk í flokki smærri lagnaverka og hús Endurmenntun- arstofnunar Háskóla íslands fékk viðurkenningu fyrir það frumkvæði að taka upp nýjungar við notkun kælirafta. Moggabúðin opnuð á Netinu Á VEFNUM mbl.is hefur verið opnuð Moggabúð. I búðinni er hægt að kaupa merktar smávör- ur, boli, húfur, töskur, golfkúlur, músamottur og klukkur á meðan birgðir endast. Islandspóstur hefur tekið að sér að komá vörunum í hendur viðtakanda hvort heldur er heim eða á vinnustað. Allar kaupupp- lýsingar eru dulritaðar, þ.e. greiðslukortanúmeri er breytt í leynilegan tölvukóða og eru því viðskipti með greiðslukort örugg á Netinu. í tilefni opnunarinnar fá fyrstu 50 sem versla í búðinni ókeypis hliðartösku og bíómiða. „Við höfúm rekið búðina í nokkur ár en ekki kynnt hana með öðrum hætti en sýningar- skáp í anddyri Morgunblaðshúss- ins. Til að auðvelda fólki kaup úr búðinni ákváðum við að nýta okkur Netið. Nú geta allir sem aðgang hafa að Netinu farið inn á mbl.is, kíkt i' búðina á þeim tima sem hentar, sent okkur pöntunina og Islandspóstur keyr- ir vörurnar til viðtakanda. Kaup í búðinni eiga að vera einföld og er hægt að smella á allar vörurn- ar og fá þá stærri mynd. Stefnt er að því að bjóða síðan reglu- lega nýjar vörur á hagstæðu verði,“ segir Margrét Kr. Sigurð- ardóttir, markaðsstjóri Morgun- blaðsins. Útboð á skólaakstri Skaðleg áhrif á samkeppni ÚTBOÐ Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á skólaakstri fyrir fötluð börn er, í nýlegri ákvörðun Samkeppnisráðs, talið hafa haft skaðleg áhrif á sam- keppni. Jafnframt er kveðið upp úr með að útboðið hafí ekki verið í samræmi við góða viðskiptahætti. Umrædd útboð fór fram vorið 1998 og var í framhaldi kært til samkeppnisyfirvalda. Samkeppnis- ráð kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur útboðsins hafi ekki verið raunhæfar að því leyti að ekki sé unnt að veita þá þjónustu sem boðin var út á grundvelli úboðslýsingar. Með þessu hafi Samtök sveitarfé- laga raskað jafnræði tilboðsgjafa með óraunhæfum úboðslýsingum og þar með útilokað keppinauta frá markaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.