Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Lögformlegt umhverfismat Skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar I Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við skýrsluna, auglýsir hana og frest til að gera athugasemdir ----Umsagnir aðila sem leitað er eftir áliti hjá -----Athugasemdir almennings Skipulagsstofnun vinnur úr umsögnum og athugasemdum Skipulagsstjóri kveður upp úrskurð um framkvæmdina: / ,\ Fallist er á framkvæmdina Urskurður með eða án skilyrða um frekara mat Endurbætt skýrsla Sama ferli aftur hjá skipulagsstofnun : Úrskurður: Fallist er á framkvæmdina I Framkvæmd- inni er hafnað / / Urskurö skipulagsstjóra er hægt aö kæra til umhverfisráöherra Lög um mat á umhverfisáhrifum 1993, nr. 63, 21. maí Eins og sjá má ríkti mikil samstaða um að lögin um mat á umhverf- isáhrifum væru til góðs og voru þau samþykkt af 45 þingmönnum, en 18 voru fjarstaddir. Lögin voru afgreidd frá Alþingi 8. maí 1993 og tók enginn til máls við þriðju um- ræðu. Það hvarflaði greinilega ekki að þing- mönnum hve miklar deil- ur ættu eftir að verða um túlkun laganna og mark- mið þeirra, eins og fram hefur komið í umræðum undanfarinna daga á Al- þingi þar sem rædd var þingsályktunartillaga iðnaðarráðherra um hvort framkvæmdum skyldi framhaldið við Fljótsdalsvirkjun. Nokkrar umræður spunnust um umhverfis- áhrif virkjana á hálend- inu norðan Vatnajökuls í kringum fyrirspurn Tómasar Inga Olrieh til iðnaðarráðherra, um hálfu ári síðar eða í októ- ber 1993. Kom þá fram viðhorf nokkurra þingmanna til virkjana norðan Vatnajökuls og umhverfisá- hrifa þeirra. Tómas Ingi spurði hvort iðnaðar- ráðherra teldi ráðlegt að láta undir- búning orkuframkvæmda ganga lengra en orðið væri án þess að könnuð væru viðhorf Alþingis til þeirrar röskunar á umhverfí sem hugmyndir um að veita Jökulsá á Fjöllum til Fljótsdals og virkjanir austan Arnardals hefðu í för með sér. Sighvatur Björgvinsson, þáver- andi iðnaðarráðherra (Alþýðu- flokki), svaraði fyi-irspum Tómasar Inga með því að rekja þær rann- sóknir sem fram hefðu farið á virkj- anasvæðunum undanfarna tvo ára- tugi á vegum Samstarfsnefndar iðn- aðarráðuneytisins og Náttúru- vemdarráðs um orkumál, SINO. Hann vakti jafnframt athygli á því að um það mál yrði fjallað í sar- mæmi við þær leikreglur sem Al- þingi hefði sett. „Þannig þarf að sjálfsögðu að fara fram umhverfis- mat vegna framkvæmda einnig og ekki síður vegna skipulags." Upplýsingar um umhverfisáhrif mikilvægar Ami M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðislokks, kvaddi sér hljóðs og sagði að sér virtist á ræðu iðnað- arráðherra að fyrst væri gengið út frá virkjunarkostinum og síðan at- hugað hvað hann hefði mikla röskun i för með sér. „Þeir virkjunarkostir sem um er að ræða eru augljóslega til þess fallnir að raska umhverfinu. Væri ekki betra að leita að kostum sem raska umhverfmu sem allra minnst þannig að það sé forsenda í upphafi að virkjunarkostir raski um- hverfmu sem minnst en ekki að það sé eftir á farið að athuga hversu miklu þeir raski?“ Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks, lagði orð í belg og lagði áherslu á að rannsóknir á umhverfisáhrifum umræddra virkj- unarkosta yrðu eins vandaðar og unnt væri því þarna væri mikið í húfi og mjög áríðandi að eins vand- aðar upplýsingar og kostur væri lægju fyrir um áhrif framkvæmd- anna. Tómas Ingi tók undir með Ama Mathiesen og benti á að ekki hefði verið tekin nein grundvallarafstaða til þess hvort það væri rétt og í sam- ræmi við almenn umhverfissjónar- mið að flytja vötn milli héraða til þess að virkja þau. „Það er rétt að geta þess að nokkrar þjóðir hafa brennt sig illilega á því að leyfa slíka röskun á náttúrunni sem hér er um að ræða. Hann kvaðst jafnframt vera hlynntur nýtingu fallvatna landsins og orku landsins til iðnað- aruppbyggingar og því væri sér mjög annt um að þessir hlutir væru á traustum grunni. Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- ráðherra sagði að nú þegar væru til hérlendis ýmsir fullhannaðir virkj- unarkostir sem myndu fullnægja raforkuþörf landsmanna eins og hún væri fyrirsjáanleg, og vel það, jafn- vel þótt það „hlypi það happ á okkar snæri“ að við fengjum álver í náinni framtíð. „Það er enginn skortur á slíkum fullhönnuðum vii'kjunarkost- um sem sátt er um í landinu. (...] Fljótsdalsvirkjun er fullhönnuð þannig að það liggur fyrir hvaða kostur þar er í boði ef eingöngu yrði virkjað í Fljótsdal það vatn sem þar fellur um í dag,“ sagði Sighvatur en benti þó á að málið væri síður en svo á ákvörðunarstigi. Árni M. Mathiesen lagði til að hugmyndir um virkjunarkosti yi’ðu bornar saman við hugmyndir hér- lendis um umhverfismál, „og þá framtíð sem við hugsanlega sjáum fyrir okkur sem hreinasta land Evr- ópu upp úr aldamótum og hvernig það fer allt saman,“ sagði Arni. Þáverandi umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson, Alþýðu- flokki, sem tekið hafði við embætt- inu af Eiði Guðnasyni, kvaðst vera ■þeirrar skoðunar að ekki ætti ein- göngu að taka ákvörðumn um virkjanir út frá arðsemissjónar- miðum. „Það eru komin ný sjónar- mið inn í þá mynd í dag, það eru umhverfissjónarmiðin. Þau nýju viðhorf sem hafa verið að grafa um sig kristölluðust einmitt í orðum háttvirts þingmanns Arna M. Mathiesens hér í fyrri umræðu áð- an og er í raun kjarni þessa máls. Mér finnst sem sagt eins og honum að það eigi ekki að ráðast í ákvarð- anir um svona virkjanir fyrr en bú- ið er að fara í gegnum hvað er hag- kvæmast frá sjónarmiði náttúru- verndar og umhverfisverndar, hvernig það fellur að náttúrunni,“ sagði Óssur. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalags, lagði einnig orð í belg og kvaðst telja að byrja þyrfti á að ákveða hvort menn vildu ráðast í framkvæmdir áður en farið væri að eyða fjármunum í rannsóknir. Þá minnti hann á að að- alfundur Náttúrumverndarsamtaka Austurlands hefði varað við hug- myndum um virkjanir norðan Vatnajökuls og mótmælt áformum um virkjun af því tagi. 1. gr. Markmið laga þessara er að tryggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvæmdir sem kunna, vegna staðsetningar, starf- semi sem þeim fylgir, eðlis eða umfangs, að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt- úruauðlindir og samfélag, hafi far- ið fram mat á umhverfísáhrifum, svo og að tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð skipulags- áætlana. 2. gr. I lögum þessum merkir: Framkvæmdaraðili: Ríki, sveit- arfélag, stofnun eða fyrirtæki í eigu slíkra aðila að nokkru eða hluta, lögaðili eða einstaklingur er hyggst hefja framkvæmdir sem lög þessi taka til. Leyfísveitandi: Lögbært yfir- vald sem veitir endanlegt leyfi til framkvæmda. 3. gr. Umhverfisráðherra fer með yf- irstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til. Skipulagsstjóri ríkisins annast framkvæmd laganna. 4. gr. Lög þessi gilda um allar fram- kvæmdir sem kunna að hafa um- talsverð áhrif á umhverfi, náttúru- auðlindir og samfélag. Lög þessi hagga ekki strangari ákvæðum annarra laga um mat á umhverfisáhrifum. Beita skal ákvæðum skipulags- laga, nr. 19 21. maí 1964,1 ásamt síðari breytingum, við framkvæmd þessara laga eins og þau geta átt við. 1 Nú 1. 73/1997. 5. gr. Eftirtaldar framkvæmdir eru háðar umhverfismati: 1. Vatnsorkuvirkjanir með uppsett afl 10 MW eða meira eða vatns- miðlanir þar sem meira en 3 ferkm lands fara undir vatn vegna stíflumannvirkja og/eða breytinga á árfarvegi. 2. Jarðvarmavirkjanir með varma- afl 25 MW eða meira að hráorku eða 10 MW uppsett afl eða meira og önnur varmaorkuver með 10 MW uppsett afl eða meira. 3. Lagning háspennulína með 33 KV spennu eða hærri. 4. Efnistökustaðir (malarnám) á landi 50.000 ferm eða stærri að flatarmáli eða þar sem fyrirhuguð efnistaka er meiri en 150.000 rúmmetrar. 5. Þjónustumiðstöðvar fyrir ferða- menn utan byggða. 6. Förgunarstöðvar fyrir eitraðan og hættulegan úrgang og almenn- ar sorpeyðingarstöðvar þar sem skipuleg förgun eða urðun á sorpi og úrgangi fer fram. 7. Verksmiðjur þar sem fram fer frum- eða endurbræðsla á steypu- jámi, stáli og áli. 8. E fnaverksmiðj ur. 9. Lagning nýrra vega, jámbrauta og flugvalla. 10. Hafnir sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um. Ennfremur eru háðar mati á umhverfisáhrifum þær fram- kvæmdir sem taldar em upp í fylgiskjali með lögum þessum en ekki em tilgreindar í 1. mgr. Umhverfisráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að aðrar framkvæmdir skuli háðar slíku mati í samræmi við alþjóðasamn- inga sem Island er aðili að. 6. gr. Umhverfisráðherra er heimilt, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæmdir, sem kunna að hafa í for með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, en ekki er getið í 5. gr., verði háðar mati samkvæmt lög- um þessum. Aður en ákvörðun skv. 1. mgr. er tekin skal ráðherra leita um- sagnar framkvæmdaraðila, leyfis- veitanda og hlutaðeigandi sveitar- stjórna. 7. gr. Aður en hafist er handa um framkvæmdir, sem lög þessi eða reglugerð samkvæmt þeim taka til, skal framkvæmdaraðili senda skipulagsstjóra tilkynningu um fyrirhugaða framkvæmd þar sem fram kemur lýsing á framkvæmd- inni, ráðgerðri hönnun og hugsan- legri umhverfisröskun og fyrir- huguðum ráðstöfunum til að draga úr henni og aðrar upplýsingar sem skipulagsstjóri telur nauðsynleg- ar. Skipulagsstjóri birtir innan tveggja vikna tilkynningu fram- kvæmdaraðila ásamt meðfylgjandi gögnum skv. 1. mgr. með opin- berri auglýsingu. Athugasemdum skal skilað til skipulagsstjóra inn- an fimm vikna frá birtingu auglýs- ingar. 8. gr. Innan átta vikna frá því að skipulagsstjóri hefur birt tilkynn- ingu framkvæmdaraðila skal hann kveða upp rökstuddan úrskurð um það hvort: a. fallist er á viðkomandi fram- kvæmd, með eða án skilyrða, b. Ráðist skuli í frekara mat á um- hverfísáhrifum. Þegar ákvörðun skipulagsstjóra liggur fyrir skal hún kynnt fram- kvæmdaraðila, leyfisveitendum og sveitarstjórnum sem hlut eiga að máli. Jafnframt skal birta hana opinberlega. 9. gr. Framkvæmdaraðili sér um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum og ber kostnað af því. Skipulagsstjóri ríkisins setur al- mennar leiðsögureglur um fram- kvæmd matsins að teknu tilliti til sérákvæða í lögum og alþjóðlegra skuldbindinga. 10. gr. I mati á umhverfisáhrifum skal tilgreina á viðeigandi hátt áhrif sem framkvæmdir og fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa á menn, samfélag og menningu, dýr, plönt- Morgunblaðið/Sverrir Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra lagði fram þingsályktunartillögu sem rædd var á Alþingi í vikunni, um að framkvæmdum yrði fram- haldið við Fljótsdalsvirkjun. Er þar miðað við að virkjunin fari ekki í hið formlega mat á umhverfisáhrifum sem lögin sem samþykkt voru árið 1993 kveða á um. Ástæðan er bráðabirgðaákvæði II í lögunum þar sem segir að framkvæmdir sem fengu leyfi fyrir 1. maí 1994 séu ekki háðar slíku mati. ur og aðra þætti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og samverkan þessara þátta. Þar skal gera sérstaka grein fyrir því hvaða forsendur liggi til grund- vallar matinu. Innan tveggja vikna frá því að skipulagsstjóri hefur tekið á móti niðurstöðum mats á umhverfisá- hrifum skal hann birta þær með opinberri auglýsingu. Athuga- semdum skal skilað til skipulags- stjóra innan fimm vikna frá aug- lýsingu. 11. gr. Innan átta vikna frá því að skipulagsstjóri hefur birt niður- stöður mats á umhverfisáhrifum skal hann kveða upp rökstuddan úrskurð á grundvelli fyrirliggjandi gagna. I úrskurði felst að: a. Fallist er á viðkomandi fram- kvæmd, með eða án skilyrða, b. krafa er gerð um frekari könn- un einstakra þátta eða c. lagst er gegn viðkomandi fram- kvæmd. Þegar úrskurður skipulags- stjóra liggur fyrir skal hann kynntur framkvæmdaraðila, leyf- isveitendum og sveitarstjórnum sem hlut eiga að máli. Jafnframt skal birta úrskurðinn eða útdrátt úr honum opinberlega. Almenningur skal eiga greiðan aðgang að úrskurði skipulags- stjóra, svo og niðurstöðum mats- ins. 12. gr. Ráðherra er heimilt að ákveða með sérstakri reglugerð að inn- heimt skuli gjald af framkvæmd- araðila vegna kostnaðar embættis skipulagsstjóra ríkisins af máls- meðferð samkvæmt lögum þess- um. [12. gr. a. Óheimilt er að veita leyfi til framkvæmda sem lög þessi taka til, hefja framkvæmdir eða stað- festa skipulagsáætlanir sam- kvæmt skipulagslögum, nr. 19 21. maí 1964,1 ásamt síðari breyting- um, nema ákvæða laga þessara hafi verið gætt.]2 1 )Nú 1. 73/1997.2 L. 110/1993,1. gr- 13. gr. I leyfi til framkvæmda ber leyf- isveitanda að taka fullt tillit til nið- urstaðna mats á umhverfisáhrifum og úrskurðar skipulagsstjóra rík- isins. 14. gr. Urskurð skipulagsstjóra skv. 8. og 11. gr. má kæra til umhverfis- ráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkomandi aðila. Aður en umhverfisráðherra kveður upp úrskurð sinn skal hann leita umsagnar skipulags- stjóra, framkvæmdaraðila, leyfis- veitenda og sveitarstjórna sem hlut eiga að máli. Umhverfisráðherra skal kveða upp rökstuddan úrskurð innan átta vikna frá því er beiðni barst honum. 15. gr. Umhverfisráðherra kveður nán- ar á um framkvæmd laga þessara í reglugerð.1 1 Rg. 179/1994. 16. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum. Um meðferð þeirra fer að hætti opinberra mála. 17. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. I. Lög þessi skulu endurskoðuð jafnframt því sem fram fer endur- skoðun skipulagslaga, nr. 19 21. maí 1964, ásamt síðari breytingum, og byggingarlaga, nr. 54 16. maí 1978, ásamt síðari breytingum. II. Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga þessara eru framkvæmdir sam- kvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 ekki háðar mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.