Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Næstelsta félag Englands, Stoke City F.C., er þekkt fyrir þrennt Matthews, Banks og sigur á Wembley 1972 STOKE City F.C. er næstelsta félag Englands - stofnað 1863 af nemendum Charterhouse-skólans í Stoke. Þrátt fyrir langa sögu hefur liðið aðeins unnið einn bikar - deildarbikarinn 1972 á Wembley. Saga félagsins hefur einkennst af þjáningum - allt frá því að deildarkeppnin var tekin upp hefur liðið verið á flakki upp og niður á milli deilda. Þekktustu knattspyrnumenn Stoke eru báðir heimsfrægir - Sir Stanley Matthews og markvörður- inn Gordon Banks. Sir Stanley Matthews, galdramaður með knöttinn. Stoke varð atvinnumannalið 1885 og þremur ái-um síðar var Stoke eitt af tólf liðum sem stofn- mgggg uðu ensku deildina. Sigmundur Ó. Fyrsti deildarleikur Steinarsson Stoke var 8. septem- tók saman bcr 1888 þegar 4.500 áhoifendur sáu liðið tapa fyrir WBA á Victoria Ground í Stoke, 2:0. Fyrstu tvö keppnistíma- bilin hafnaði Stoke í neðsta sæti í 1. deild, en varð síðan að láta sæti sitt af hendi til Sunderland 1890. Dvöl- in í nýstofnaðri 2. deild var ekki löng, liðið kom upp ári síðar. Liðið afrekaði ekki mikið á þessum árum og 1908 féll liðið úr 2. deild og þar með út úr deildarkeppninni. Það var svo ekki fyir en 1922 að Stoke kom á ný upp í 1. deild, en leiðin lá beint niður á nýjan leik. 1933 varð liðið sigurvegari í 2. deild. 29. mars 1937 var sett áhorf- endamet á Victoria Ground er 51.373 áhorfendur komu til að sjá leik Stoke og Arsenal, sem endaði með jafntefli 0:0. Deildarkeppni fór ekki fram í Englandi í seinni heimsstyrjöldinni 1939-1946. Stoke var ekki langt frá því að verða Englandsmeistari fyrsta keppnistímabilið eftir stríð - liðið þurfti aðeins að vinna Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í síðasta leik sínum, til að meistara- titillinn væri í höfn. Leikurinn tap- aðist 2:1 og Liverpool varð meistari á frábærum lokaspretti; liðið vann sjö leiki og gerði eitt jafntefli í síð- ustu átta leikjum sínum. Liverpool lék fjóra síðustu leiki sína á útivelli, þar sem deildarkeppnin fór úr skorðum vegna vetrarríkis. Þetta ár varð Stoke fyrir öðru áfalli - dýrlingurinn Stanley Matt- hews var seldur til Blackpool á 11.500 pund og einnig fór miðvörð- urinn sterki, Neil Franklin, frá lið- inu - til Bogota í Kólumbíu. Þessari blóðtöku mátti liðið ekki við og enn varð Stoke að sætta sig við fall í 2. deild 1953. Það var ekki fyiT en Tony Wadd- ington gerðist knattspyrnustjóri Stoke 1960 að uppgangur varð hjá Stoke. Hann byrjaði á að fá Stanley Matthews aftur til liðsins, þá 46 ára - keypti hann frá Blackpool á 2.500 pund. Þá voru Jimmy Mcllroy og Dennis Viollet keyptir frá Man. Utd. Stoke varð sigurvegari í 2. deild 1963 og komst aftur í 1. deild eftir tíu ár. Undir stjóm Waddington komst Stoke á flug og vakti það mikla at- hygli þegar hann keypti Gordon Banks, markvörð heimsmeistara- liðs Englands 1966, á 52 þús. pund 1967 - þá metupphæð fyrir mark- vörð. Hann kallaði einnig eftir kröft- um George Eastham frá Arsenal, þá hófu þeir Peter Dobing og Jimmy Greenhoff að leika með liðinu. Eftir 109 ára bið kom að því að stuðningsmenn Stoke fognuðu ein- um af stóru titlunum í enskri knatt- spyrnu - liðið lagði Chelsea að velli í úrslitaleik deildarbikarkeppninn- ar á Wembley 1972, 2:1. Leikurinn varð eftirminnilegur íyrir það að tveir elstu leikmenn vallarins komu mikið við sögu. George Eastham, 35 ára, sem hafði ekki skorað mark í 18 mánuði, skoraði sigurmark Stoke og Gordon Banks, 34 ára, varði tvisvar sinnum ævintýralega undir lok leiksins. Banks var kjör- inn knattspyrnumaður ársins í Englandi fyrir framgöngu sína í eina leiknum sem Stoke hefur leik- ið á Wembley. Stoke-liðið var afar skemmtilegt á þessum tíma. Peter Shilton tók síðan stöðu Banks í markinu, eftir að Banks missti annað augað í bif- reiðaslysi í október 1972. Alan Hud- son kom frá Chelsea, fyrir voru leikmenn eins og Alan Bloor, Denn- is Smith, Alan Dodd, John Mahon- ey, Eric Skeels, John Marsh, Mike Pejic og Terry Conroy. Svo kom að því að leið Stoke lá aftur niður á við. Eftir 17 ára starf var Tony Waddington leystur frá störfum 1977. Eftir það komu margir knattspyrnustjórar við sögu, sem náðu ekki að koma liðinu upp úr miklum öldudal, en það leik- ur nú í 2. deild (samsvarar þriðju deild áður en úrvalsdeildin var stofnuð). Við sögu hafa komið margir kunnir kappar eins og Ge- orge Eastham, Alan Durban, Miek Mills, Alan Ball, Lou Macari, Joe Jordan, Brian Little og síðast Gary Megson, sem varð að víkja fyrir Guðjóni Þórðarsyni, sem er ekki öfundsverður af því hlutverki sem bíður hans. Stoke hefur ekki leikið meðal þeirra bestu í efstu deild í Englandi síðan 1985. Þó að gengi liðsins hafi ekki verið til að hrópa húrra fyrir undanfarin ár - væsir ekki um leikmenn Stoke, sem leika við mjög góðar aðstæður. Eftir að iiðið hafði leikið á Victoria Ground í 119 ár var völlurinn rifinn og nýr glæsilegur völlur vígður 1997, Britannia Stadium. Sir Stanley Matthews Sir Stanley Matthews fæddist 1. febrúar 1915 í Hanley - hjarta Stoke. Hann var aðeins 17 ára er hann lék sinn fyrsta leik með Stoke, en var 50 ára og fimm daga gamall er hann lék sinn síðasta deildarleik fyrir liðið, gegn Fulham - elsti maðurinn sem hefur leikið deildarleik í Englandi. Matthews var þekktur um allan heim íyrii’ útsjónarsemi og leikni sína með knöttinn. Svo leikinn var hann, að hann átti mjög auðvelt með að plata mótherja sína upp úr skónum. Hann fékk viðurnefnið „galdramaðurinn með knöttinn“ vegna þess að knötturinn var sem iímdur við hann er hann fór á ferð- ina og hin ýmsu hliðarspor hans er hann var kominn áj'erðina vöktu undi-un og aðdáun. I 33 ár hrelldi þessi léttleikandi leikmaður varn- armenn. Hann dansaði í kringum þá - nýtti sér ýmsar snöggar hreyfingar sem faðir hans, Jack - hnefaleikamaður - kenndi honum. Matthews vakti strax mikla athygli sem skólastrákur, þá sem varnar- maður. Þegar hann hóf að leika með Stoke var hann kominn fram- ar á völlinn. Hann vann strax hug og hjörtu knattspyrnuunnenda, sem kunnu svo sannarlega að meta snilld hans. Matthews, sem gaf knattspyrn- unni meira en hann tók frá henni, varð fyrsti leikmaðurinn frá Bret- landseyjum til að vera valinn Rnattspyrnumaður ársins í Evi’ópu - 1956. Hann var tvisvar valinn knattspymumaður ársins í Englandi - 1948 og 1963. Leikni hans gerði hann að leikmanni nr. 1 af tveimur ástæðum; hann var ótrúlegur með knöttinn og veitti milljónum knattspyrnuunnenda mikla ánægju. Þegar Matthews fór fram á að vera seldur frá Stoke 1938, mót- mæltu þúsundir Stoke-búa. Hann ákvað þá að vera áfram, en lék lítið fyrir liðið í seinni heimsstyrjöld- inni. Hann var seldur til Blackpool 1947 á 11.500 pund. Hjá Blackpool fór hann á kostum og einn frægasti leikur hans fyrir liðið var á Wembley 1953, er Black- pool vann Bolton í úrslitaleik bikar- keppninnar, 4:3. Leikurinn hefur alltaf verið kallaður: „Leikur Matt- hews.“ Þegai- 20 mín. voru til leiksloka var Bolton yfir 3:1. Þá tók snillingurinn til sinna ráða og lagði upp þrjú mörk - sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Elísabet II Englandsdrottning afhenti Matthews verðlaun sín að leik loknum, en þess má geta að hún var sex ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke 17 ára, í mars 1936. Matthews var fljótur - og jafnvel þó að hann stæði kyrr með knött- inn, var hann hættulegur. Svo ná- kvæmar voru sendingar hans. Þó svo að hann skoraði ekki mörg mörk sjálfur, gat hann vel skotið - skoraði eitt sinn fjögur mörk í leik fyrir Stoke gegn Leeds. Þá setti hann þrjú mörk með vinstri fæti í landsleik gegn Tékkóslóvakíu 1937. Matthews, sem lék 54 landsleiki fyrir England, lék sinn fyrsta leik 19 ára, síðasta 42 ára 1957. Hann lék með Englendingum í tveimur heimsmeistarakeppnum - í Brasilíu 1950 og Sviss 1954. Landsleikir hans hefðu orðið yfir 100 ef seinni heimsstyi’jöldin hefði ekki skollið á. Þegar Matthews hætti að leika með Stoke 50 ára, gerðist hann knattspyrnustjóri hjá Port Vale. Þaðan lá leið hans til Möltu, þar sem hann þjálfaði Hibemians og lék með liðinu þar til hann var 55 ára. Eftir það lék hann með ýmsum smáliðum á Möltu þar til hann var 60 ára. Matthews, sem er ekki heilsu- hraustur í dag, er búsettur í Stoke. gengni knattspyrnufélags nútím- ans eru mjög mikil. Því er bent á þetta hér, að tvær hliðar eru á öllum málum og auð- velt er að benda einnig á borgir í Englandi þar sem knattspymulið- inu gengur lítið sem ekkert og bæj- arbragurinn allur er í samræmi við það. Sheffield stærir sig ekki mikið þessa dagana af vexti í atvinnulíf- inu og ekki heldur af frammistöðu liðanna tveggja; Wednesday og United. Hull og Grimsby voru mik- ilvirkar útvegsborgir á ámm áður og þá voru knattspyrnulið þeirra einnig mun betri en í dag. Forest- liðið er ekki lengur jafnfrægt og Hrói höttur í Nottingham og í Stoke er enn talað meira um Sir Stanley Matthews og Gordon Banks en þá leikmenn sem nú eru innan vébanda Stoke City - ein- faldlega vegna þess að í gamla daga gekk miklu betur. Þá riðu hetjur um héruð og galvaskir kappar Stoke-liðsins mættu and- stæðingum úr röðum Manchester United, Tottenham, Arsenal eða Liverpool - máske Chelsea og fjörutíu til fimmtíu þúsund manns fylgdust ávallt með. Nú er það Scounthorpe, Wrexham, Preston North End og Blackpool sem við er að etja fyrir framan tíu til ellefu þúsund sálir. Og það er eitthvað sem Pottararnir eiga mjög erfitt með að sætta sig við, eins og Morg- unblaðið komst að í Stoke-on-Trent i síðustu viku. Þeir telja þetta ein- faldlega langt fyrir neðan sína virð- ingu. Yfirtökunni fagnað Algengt viðhorf íbúa Stoke er: Af hverju íslendingar? Hvers vegna í ósköpunum hafa þeir áhuga á að kaupa knattspyrnuliðið okkar? Þegar svo er sagt frá land- lægum áhuga Frónverja á ensku knattspyrnunni færast menn allir í aukana og eru tilbúnir í bardagann sameiginlega. Islensk-ensk sam- vinna skal skila árangii', segja gömlu karlarnir. Þeir hafa reyndar mátulega trú á nýja knattspymu- stjóranum, en um fjárfestana tala þeir af hrifningu. Sérstaklega þótti þeim Gunnar Þór Gíslason stjórn- arformaður góður náungi - alþýð- legur og brosandi. „Allt annað en fráfarandi formaður félagsins," segja þeir og eiga þar við Peter Coates, sem af lýsingum fólksins í borginni að dæma virðist vera mesti skúnkur. Staðreyndin er hins vegar sú að af verkum sínum eru mennirnir dæmdir og fráfarandi hæstráðendur Stoke voru við stjórnvölinn á mesta hnignunar- skeiði í sögu þess. Þeir munu því aldrei njóta sannmælis. Kona ein, sem segist hafa dýrk- að Stoke City frá unga aldri, telur að Islendingamir standi frammi fyrir einstöku tækifæri. Þeir taki við af einstaklega óvinsælum mönnum og hafi því kjöraðstæður til að vinna við í upphafi. Leikvang- ur félagsins sé með þeim betri á Englandi og allar aðstæður séu því til að styrkja liðið, koma því í efri deild og fá þannig fleiri áhorfendur á völlinn. Þar með aukist tekjurnar á nýjan leik og hjól atvinnulífsins fari aftur á fulla ferð. „Ahugi á knattspyrnu er nefni- lega gríðarlegur," bendir bóksalinn í stórri verslanamiðstöð, The Pott- eries Shopping Center, á. „Jafnvel þótt ekki mæti nema ríflega tíu þúsund manns á leikina nú. Það er harðasti kjarni stuðningsmann- anna og þeim er fyrir að þakka að félagið er ekki gjaldþrota nú. Fullt af fólki hefur setið heima í mót- mælaskyni og aðrir hafa hreinlega ekki efni á að kaupa sér miða. Ahuginn er mikill og hefur lítið minnkað með árunum. Pottararnir eru enn knattspyi’nusjúkir og elska Stoke City heitt og innilega. Þeir eru kannski eins og peningatré sem bíður þess að vaxa úr grasi. Með betri árangri og mikilli heppni er hægt að fylla Britannia helgi eftir helgi af tugum þúsunda aðdá- enda og selja þeim firnin öll af föt- um og minjagripum. Þá verður gaman að vera til,“ segir hann og ekki er laust við að taki sig upp gamalt bros. Bóksalinn, sem sótt hefur alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.