Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 64
www.varda.is ^7 IV.fTiTl Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk LandslKinkinu MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3010, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Bandaríkjaþing samþykkir tillögu um að minnast landafundanna Mynt til minningar um Leif Eiríksson ÖLDUNGADEILD Bandarílqa- þings hefur samþykkt frumvarp um myntsláttu til minningar um Leif Eiríksson, hinn heppna. I því er gert ráð fyrir að á næsta ári verði gefnir út 500 þúsund eins dala silf- urpeningar til heiðurs landafundun- um. Frumvarpið bíður nú undirrit- unar Bandaríkjaforseta til að verða að lögum. Aðalhvatamaður að myntslátt- unni var öldungadeildarþingmaður- inn Tom Harkin, frá Iowa. í bréfi frá Harkin til Ólafs Ragnars Gríms- sonar kemur fram að honum hafi tekist, ásamt Grams öldungadeild- arþingmanni Minneasota-ríkis, að tryggja stuðning 72 öldungadeildar- þingmanna, eða meira en þá tvo þriðju hluta þingmanna sem þarf til að slíkt frumvarp sé samþykkt. Stuðningsmaður frumvarpsins í fulltrúadeildinni var Leach, þing- maður frá Iowa. Gert er ráð fyrir að lagt verði 10 bandaríkjadala gjald á hverja mynt sem renni til Stofnunar Leifs Ei- ríkssonar en henni er ætlað að stuðla að nemendaskiptum milli Is- lands og Bandaríkjanna. Líklegt er að myntin verði seld í kassa með ís- lenskri 1000 króna mynt sem til stendur að slá. Rannsókn á þáttum Geirfínnsmálsins Ráðherra skipi nýjan saksóknara JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og lögmað- ur Magnúsar Leópoldssonar, hefur sent Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra erindi þar sem óskað er eftir því að ráð- herra felli úr gildi ákvörðun rík- issaksóknara um að hafna beiðni Jóns Steinars um opinbera rann- sókn á tildrögum þess, að Magn- ús var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einars- sonar í Keflavík fyrh' réttum 25 árum og hann látinn sæta löngu gæsluvarðhaldi í ársbyrjun 1974. Óskai' Jón Steinar þess að með atbeina forseta Islands felli ráð- herra úr gildi ákvörðun ríkissak- sóknara og setji sérstakan sak- sóknara til að fara með rann- sóknina. Auk þess er óskað að rannsókn fari fram á hvarfi gagna sem ekki hafa sést síðan Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari og fv. fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík, afhenti þau á skrifstofu ríkissaksóknara í ferðatösku hinn 5. janúar 1976. ÞÓTT gormánuður sé nær á enda runninn hef- ur engu síður mátt ætla að komið væri vor enda Ein í sundlaug óvei\ju hlýtt í veðri. Utiíþróttir er gott að stunda við slíkar aðstæður og það hefur sundkonan á Morgunblaðið/Ásdís myndinni eflaust haft í huga er hún brá sér í sundlaugina í títhlíð í Biskupstungum . Frummatsskýrsla um álver í Reyðarfirði Rúmlega 20 athugasemd- ir komnar FRESTUR til að koma athuga- semdum til skipulagsstjóra við frummatsskýrslu um 480 þúsund tonna álver í Reyðarfirði rann út á föstudag og höfðu rúmlega 20 at- hugasemdir borist síðdegis. Búist er við fleiri athugasemdum eftir helgi sem póstsettar voru á föstu- dag og verða þær teknar góðar og gildar séu þær með póststimpli frá því fyrir helgi. Úrskurður skipulagsstjóra verð- ur kveðinn upp eigi síðar en 10. des- ember. Eftir frummat getur úrskurður skipulagsstjóra orðið á þann veg að annaðhvort verði fallist á fram- kvæmd með eða án skilyrða eða þá að ráðist verði í frekara mat, en ekki er unnt að hafna framkvæmd fyrr en eftir frekara mat. Fram að 10. desember mun skipulagsstjóri skoða þær athuga- semdir sem borist hafa auk þeirra umsagna sem hann hefur fengið. Mun framkvæmdaaðili gefa svör við athugasemdum og umsögnum og verður tekið tillit til þeirra svara ásamt frummatsskýrslunni, en enn- fremur getur skipulagsstjóri leitað sérfræðiálits vegna málsins. Skortir meiri kennslu í stærðfræði ÓLAFUR Haukur Johnson, kennari og deildarstjóri í tölvufræði og við- skiptagreinum í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti, telur að lítil stærð- fræðikunnátta standi framhalds- skólanemum fyi'ir þrifum. Hann er fulltrúi eins fyrirtækis sem lenti í þriðja sæti í Nýsköpun 99, sem er samkeppni um viðskiptaáætlanir og haldin var fyiT á árinu. Hyggst hann stofna nýjan framhaldsskóla, Hrað- braut og bjóða úrvalsnemendum að Ijúka stúdentsprófi á tveimur árum. „I öllu viðskiptanámi er lítil stærð- fræðikunnátta ein aðalhindrunin. Menn sleppa inn í viðskiptadeild há- skólans með tiltölulega litla kunn- áttu í stærðfræði og núna er verið að snarminnka kröfurnar í nýju náms- skránni. Það held ég að sé spor aftur á bak. Ég held að þörf sé fyrir mikla stærðfræði," segir Ólafur Haukur. ■ Virkjun/10-12 Samið hefur verið um smíði á nýrri Norrænu í Þýzkalandi Sundlaug og sólbaðsstofa verða í nýju feijunni FÆREYSKA skipafélagið Smyril Line hefur skrifað undir samning um smíði á nýrri farþega- ferju, sem mun leysa Norrænu af hólmi. Skipið verður smíðað hjá skipasmíðastöðinni Flens- byrger Schiffbau-Gesellschaft í Flensborg í Þýzkalandi. Það verður 161 metri að lengd og 30 metra breitt og mælist 4.300 tonn. Mikið er gert til að tryggja öryggi skipsins miðað við siglingar í Norðurhöfum, en það mun, eins og Norræna, halda uppi áætlunarsiglingum milli Islands, Færeyja, Noregs og Danmerkur. Vélarorka verður um 30.000 hestöfl, sem gefur skipinu ganghraða upp á 21 sjómílu á klukku- stund. Yfir bílaþilfari verða 1.000 kojur í tveggja og fjögurra manna klefum, sem allir verða með baði og salerni. Undir bílaþilfari verða 324 kojur í sex manna klefum. Alls getur skipið því tekið 1.500 farþega. 120 kojur verða fyrir áhöfn í eins og tveggja manna klefum og getur skipið tekið um 750 fólksbíla eða 130 stóra flutningabíla. Loks má nefna að sæti verða \ ýmsum sölum skipsins fyrir 1.200 manns. í skipinu verða sundlaug, gufubað, sólbaðsstofa, heilsuræktar- salur, fundarsalur, verzlanir, stór kjörbúð og leikherbergi fyrir börn. Skipið mun hefja siglingai’ hinn fyrsta aprfl 2002 og leysir þá Norrænu af hólmi, en hún verður þá seld eftir farsæla notkun í 30 ár. Ekki er endanlega gengið frá fjármögnun en áætlaður kostnaður fæst ekki gefinn upp að svo stöddu. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar, fram- kvæmdastjóra Austfars á Seyðisfirði, sem er umboðsaðili P/F Smyril Line og jafnframt for- maður stjórnai' Smyril Line, hafa kaupin á nýja skipinu mikla þýðingu. „Ég trúi því að Austfirð- ingar verði harla kátir. Þetta hefur geysilega þýðingu fyrir Seyðisfjörð, Austurland og ferða- þjónustu á íslandi almennt." Nýja skipið kallar á töluverðar breytingar á aðstöðu á Seyðisfirði, að sögn Jónasar. „Það mun vanta meira pláss fyrir bíla og fólk og þetta er miklu hærra skip og lengi-a og kallar á ýmsar breytingar til að fuílnægja nýjum kröfum. Þarna fáum við nýtískulegt skip með öllum hugsanleg- um þægindum og það verður allt annað en að ferðast með gömlu Norrænu þó að hún hafi reynst farsæl," segir Jónas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.