Morgunblaðið - 21.11.1999, Side 64
www.varda.is
^7
IV.fTiTl
Alvöru þjónusta
fyrir alvöru fólk
LandslKinkinu
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3010,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Bandaríkjaþing samþykkir tillögu um að minnast landafundanna
Mynt til minningar
um Leif Eiríksson
ÖLDUNGADEILD Bandarílqa-
þings hefur samþykkt frumvarp um
myntsláttu til minningar um Leif
Eiríksson, hinn heppna. I því er
gert ráð fyrir að á næsta ári verði
gefnir út 500 þúsund eins dala silf-
urpeningar til heiðurs landafundun-
um. Frumvarpið bíður nú undirrit-
unar Bandaríkjaforseta til að verða
að lögum.
Aðalhvatamaður að myntslátt-
unni var öldungadeildarþingmaður-
inn Tom Harkin, frá Iowa. í bréfi
frá Harkin til Ólafs Ragnars Gríms-
sonar kemur fram að honum hafi
tekist, ásamt Grams öldungadeild-
arþingmanni Minneasota-ríkis, að
tryggja stuðning 72 öldungadeildar-
þingmanna, eða meira en þá tvo
þriðju hluta þingmanna sem þarf til
að slíkt frumvarp sé samþykkt.
Stuðningsmaður frumvarpsins í
fulltrúadeildinni var Leach, þing-
maður frá Iowa.
Gert er ráð fyrir að lagt verði 10
bandaríkjadala gjald á hverja mynt
sem renni til Stofnunar Leifs Ei-
ríkssonar en henni er ætlað að
stuðla að nemendaskiptum milli Is-
lands og Bandaríkjanna. Líklegt er
að myntin verði seld í kassa með ís-
lenskri 1000 króna mynt sem til
stendur að slá.
Rannsókn á þáttum Geirfínnsmálsins
Ráðherra skipi
nýjan saksóknara
JÓN Steinar Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmaður og lögmað-
ur Magnúsar Leópoldssonar,
hefur sent Sólveigu Pétursdóttur
dómsmálaráðherra erindi þar
sem óskað er eftir því að ráð-
herra felli úr gildi ákvörðun rík-
issaksóknara um að hafna beiðni
Jóns Steinars um opinbera rann-
sókn á tildrögum þess, að Magn-
ús var á sínum tíma grunaður um
aðild að hvarfi Geirfinns Einars-
sonar í Keflavík fyrh' réttum 25
árum og hann látinn sæta löngu
gæsluvarðhaldi í ársbyrjun 1974.
Óskai' Jón Steinar þess að með
atbeina forseta Islands felli ráð-
herra úr gildi ákvörðun ríkissak-
sóknara og setji sérstakan sak-
sóknara til að fara með rann-
sóknina. Auk þess er óskað að
rannsókn fari fram á hvarfi
gagna sem ekki hafa sést síðan
Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari
og fv. fulltrúi bæjarfógeta í
Keflavík, afhenti þau á skrifstofu
ríkissaksóknara í ferðatösku hinn
5. janúar 1976.
ÞÓTT gormánuður sé nær á enda runninn hef-
ur engu síður mátt ætla að komið væri vor enda
Ein í sundlaug
óvei\ju hlýtt í veðri. Utiíþróttir er gott að stunda
við slíkar aðstæður og það hefur sundkonan á
Morgunblaðið/Ásdís
myndinni eflaust haft í huga er hún brá sér í
sundlaugina í títhlíð í Biskupstungum .
Frummatsskýrsla um
álver í Reyðarfirði
Rúmlega 20
athugasemd-
ir komnar
FRESTUR til að koma athuga-
semdum til skipulagsstjóra við
frummatsskýrslu um 480 þúsund
tonna álver í Reyðarfirði rann út á
föstudag og höfðu rúmlega 20 at-
hugasemdir borist síðdegis. Búist
er við fleiri athugasemdum eftir
helgi sem póstsettar voru á föstu-
dag og verða þær teknar góðar og
gildar séu þær með póststimpli frá
því fyrir helgi.
Úrskurður skipulagsstjóra verð-
ur kveðinn upp eigi síðar en 10. des-
ember.
Eftir frummat getur úrskurður
skipulagsstjóra orðið á þann veg að
annaðhvort verði fallist á fram-
kvæmd með eða án skilyrða eða þá
að ráðist verði í frekara mat, en
ekki er unnt að hafna framkvæmd
fyrr en eftir frekara mat.
Fram að 10. desember mun
skipulagsstjóri skoða þær athuga-
semdir sem borist hafa auk þeirra
umsagna sem hann hefur fengið.
Mun framkvæmdaaðili gefa svör við
athugasemdum og umsögnum og
verður tekið tillit til þeirra svara
ásamt frummatsskýrslunni, en enn-
fremur getur skipulagsstjóri leitað
sérfræðiálits vegna málsins.
Skortir meiri
kennslu í
stærðfræði
ÓLAFUR Haukur Johnson, kennari
og deildarstjóri í tölvufræði og við-
skiptagreinum í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti, telur að lítil stærð-
fræðikunnátta standi framhalds-
skólanemum fyi'ir þrifum. Hann er
fulltrúi eins fyrirtækis sem lenti í
þriðja sæti í Nýsköpun 99, sem er
samkeppni um viðskiptaáætlanir og
haldin var fyiT á árinu. Hyggst hann
stofna nýjan framhaldsskóla, Hrað-
braut og bjóða úrvalsnemendum að
Ijúka stúdentsprófi á tveimur árum.
„I öllu viðskiptanámi er lítil stærð-
fræðikunnátta ein aðalhindrunin.
Menn sleppa inn í viðskiptadeild há-
skólans með tiltölulega litla kunn-
áttu í stærðfræði og núna er verið að
snarminnka kröfurnar í nýju náms-
skránni. Það held ég að sé spor aftur
á bak. Ég held að þörf sé fyrir mikla
stærðfræði," segir Ólafur Haukur.
■ Virkjun/10-12
Samið hefur verið um smíði á nýrri Norrænu í Þýzkalandi
Sundlaug og sólbaðsstofa
verða í nýju feijunni
FÆREYSKA skipafélagið Smyril Line hefur
skrifað undir samning um smíði á nýrri farþega-
ferju, sem mun leysa Norrænu af hólmi. Skipið
verður smíðað hjá skipasmíðastöðinni Flens-
byrger Schiffbau-Gesellschaft í Flensborg í
Þýzkalandi. Það verður 161 metri að lengd og 30
metra breitt og mælist 4.300 tonn.
Mikið er gert til að tryggja öryggi skipsins
miðað við siglingar í Norðurhöfum, en það mun,
eins og Norræna, halda uppi áætlunarsiglingum
milli Islands, Færeyja, Noregs og Danmerkur.
Vélarorka verður um 30.000 hestöfl, sem gefur
skipinu ganghraða upp á 21 sjómílu á klukku-
stund.
Yfir bílaþilfari verða 1.000 kojur í tveggja og
fjögurra manna klefum, sem allir verða með
baði og salerni. Undir bílaþilfari verða 324 kojur
í sex manna klefum. Alls getur skipið því tekið
1.500 farþega. 120 kojur verða fyrir áhöfn í eins
og tveggja manna klefum og getur skipið tekið
um 750 fólksbíla eða 130 stóra flutningabíla.
Loks má nefna að sæti verða \ ýmsum sölum
skipsins fyrir 1.200 manns. í skipinu verða
sundlaug, gufubað, sólbaðsstofa, heilsuræktar-
salur, fundarsalur, verzlanir, stór kjörbúð og
leikherbergi fyrir börn.
Skipið mun hefja siglingai’ hinn fyrsta aprfl
2002 og leysir þá Norrænu af hólmi, en hún
verður þá seld eftir farsæla notkun í 30 ár. Ekki
er endanlega gengið frá fjármögnun en áætlaður
kostnaður fæst ekki gefinn upp að svo stöddu.
Að sögn Jónasar Hallgrímssonar, fram-
kvæmdastjóra Austfars á Seyðisfirði, sem er
umboðsaðili P/F Smyril Line og jafnframt for-
maður stjórnai' Smyril Line, hafa kaupin á nýja
skipinu mikla þýðingu. „Ég trúi því að Austfirð-
ingar verði harla kátir. Þetta hefur geysilega
þýðingu fyrir Seyðisfjörð, Austurland og ferða-
þjónustu á íslandi almennt."
Nýja skipið kallar á töluverðar breytingar á
aðstöðu á Seyðisfirði, að sögn Jónasar. „Það
mun vanta meira pláss fyrir bíla og fólk og þetta
er miklu hærra skip og lengi-a og kallar á ýmsar
breytingar til að fuílnægja nýjum kröfum. Þarna
fáum við nýtískulegt skip með öllum hugsanleg-
um þægindum og það verður allt annað en að
ferðast með gömlu Norrænu þó að hún hafi
reynst farsæl," segir Jónas.